Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 3
vism Fimmtudagur 2. nóvember 1978 3 ustu hönd á undirbúning nýrrar danssýningar Islenska dans- flokksins. Á þeirri sýningu veröa þrfr ballettar og hefur Karen MoreD aöstoöað dansflokkinn viö aö semja einn þeirra. Rokk- ballettinn-1955. „Ég vil taka þaö skýrt fram, aö þessi bailett er algerlega verk krakkanna i dansflokknum,” sagöi hún. ,,Þau hafa lagt alla sina frldaga i langan tima i undir- búninginn og hafa gert sérlega vel. Ég hef aöeins veriö til aö stjórna. Einhver veröur aö gera þaö.” Sveinn Einarsson, þjóöleikhús- stjóri, sagöist vera mjög ánægöur meö starf Karenar hér og vonast til aö hún yröi sem lengst um kyrrt. Þegar Karen var spurö hvaö hún hygðist fyrir i þvi efni, kvaðst hún alla vega veröa hér fram yfir áramót en helst var á henni aö skilja aö til þess aö hún yröi lengur yröu aöstæður dans- flokksins aö breytast. , ,Ég er mjög ánægö meö aö vinna meö krökkunum, og myndi gera næstum hvaö sem er fýrir þau,” sagöihUn. „Þaueruöll góö og þann tima sem ég hef verið hér hafa þausýnt mikla framför. Þau gætuöll fariö til hvaöa félags sem er erlendis og fengið aö dansa.” Hins vegar sagöist hUn ekki teljaaöþeir möguleikar, sem Is- lenski dansflokkurinn heföi til aö koma fram hér, gæti dugað þeim til verulega góös árangurs. Þau þyrftu aö geta komiö fram þris- var i mánuöi I staö þess aö koma fram þrisvar á 6 mánaöa fresti eins og nú er. Sveinn tókundir þettaog sagöi, aö dansflokknum væri haldiö I svelti. Fjárveiting til hans dygöi aöeins fyrir kaupi fram eftir vori og yröi ÞjóöleikhUsiö aö hlaupa undir bagga þaö sem eftir væri ársins. —SJ FYRST KOMU LOGIN - SVO BALLETTINN „Hugmyndin að ballettinum er komin úr laginu Grafskrift sem Þursaflokkurinn samdi,” sagöi Ingibjörg Björnsdóttir, skóla- stjóri Listdansskóla Þjóöleik- hússins i samtali viö VIsi. Ingibjörg er höfundur eins baUettanna sem sýndir veröa I ÞjóöleikhUsinu i kvöld. Þaö er ballettinn Sæmundur Klemensson sem sýndur var I fyrsta skipti á Listahátið i vor og vakti þá mikla athygli. BaUettinn gerist viö jaröarför Sæmundar og er lýst hugleiöing- um sveitunga hans um lif hans og geröir. „Lögin hefur Þursaflokkurinn tekið úr gömlu lagasafni sem Bjarni Þorsteinsson tók saman og útsettþau á sinn sérstaka hátt, en nokkur iaganna eru frumsamin,” sagöi Ingibjörg. „Þar sem flest laganna voru tU áöur en ballett- inn var saminn reyndist vera erfiöast aö búa tU sögu sem tengir aUa textana saman.” — Hvers vegna semur þú balletta? Er ekki nóg til af er- lendum ballettum, sem Islenski dansflokkurinn getur tekið upp? „Ja, fyrst og fremst sem ég balletta vegna þess aö þaö er mjög skemmtUegt. En þarfir dansflokksins koma þar Hka viö sögu. Erlendir ballettar henta hópnum sjaldan og þaö veröur helst aö re yna á hvern einasta dansara i flokknum viö hverja sýningu. Og loks finnst mér spennandi aö sjá islensk verk veröa tU viö Islenska tónlist,” sagöi Ingibjörg. —SJ Ingibjörg: „Erlendir ballettar henta hópnum sjaldan.” V'lsismyndir: JA Karen Morell leiöbeinir dönsurunum Birni Sveinssyni og Erni Guö- mundssyni. Níðurgreiðslur 18 milljarðar Niöurgreiöslur rlkisins hækka um 11,2 miUjaröa króna á land- búnaöarafuröir og munu nema um 18 milljöröum króna á næsta ári. Er þá meötaliö 640 milljóna framlag I iifeyrissjóð bænda. Til niöurgreiöslu á dUkakjöti fara 5 mUljaröar og 4,2 mUljaröar i niðurgreiöslur á mjólk frá mjólkurbúum. Þá er gert ráö fyrir 2,2 mUljöröum vegna smjörs og rúmum milljarði vegna kartaflna, svo dæmi séu tekin. Niöurgreiöslur eru áætlaöar 16,3 mUljaröar á heilu ári miöaö viö það niöurgreiðslustig sem gUti I október 1978. Aætlaö er fyrir auknum niöurgreiöslum i desenp- ber 3,9 mUljörðum en gert ráö fyrir aö dregiö veröi úr niöur- greiöslum aö upphæö 2.8 mill- jaröar á næsta ári. _sg Basar til styrktar Blindraheimilinu Styrktarfélag Blindrafélagsins heldur sinn árlega basar á laugardaginn aö Hamrahliö 17 og hefst hann klukkan 14. Þaö veröur margt á boöstólum og má þar nefna prjónavörur, svuntur, handavinnu auk skyndi- happdrætbs. Blindir og sjáandi hafa unniö kappsamlega aö undirbúningi i aUt haust. Ollum ágóöa veröur variö til kaupa á húsnæöi og áhöldum i BlindraheimUið aö Hamrahlíð 17. —SG I VERSLANAHOLLINNI SIMI - 18520

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.