Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 02.11.1978, Blaðsíða 4
4 Miövikudagur 1. nóvember 1978 VTSIR Lesendur Vísis fá til lestrar umtalaða bók Fyrsti kaflinn úr bókinni um Jackie birtist í Helgarblaðinu á laugardaginn Visir hefur fengið einkarétt fyrir tsland til birtingar á efni Fjölmargt, sem fram kemur i bókinni hefur ekki komið úr bókinni „Jackie Oh.” sem nýkomin er út i Bandarikjun- fram áður varðandi Jacqueline Kennedy Onassis og Kennedy um. Bókin er i 22 köflum og verða þeir birtir nokkuð styttir i fyrrum Bandarikjaforseta, Onassis skipakóng og fleira þekkt blaðinu næstu vikur. Fyrsti kaflinn mun birtast i Helgarblaði fólk. Ekki er að efa að efni bókarinnar mun vekja mikla at- Vísis á laugardaginn en að jafnaði verða birtir þrir kaflar á hygli og umtal hér á landi ekki siður en i þeim löndum, þar viku, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. sem blöð hafa undanfarið birt efni hennar. Kitty Kelley, höfundur bókarinnar um Jackie Kennedy Onassis: „Sannfœrð um að lesendur munu skilja Jackie betur eftir að hafa lesið bókina" Jacqueline Kennedy Onassis er stööugt I sviösljósinu. Þcssi mynd var tekin fyrir um þaö bil þremur vikum, er hún ræddi viö rit- höfundinn Norman Mailer i boöi sem haldiö var I New York I tengsl- um við útgáfu nýs timarits um listir. Margir neituðu að veita upplýsingar. Þaö er óvist aö Kitty Kelley hafi gert sér grein fyrir þvi hversu erfitt verkefni hún var aö taka að sér þegar Tyle Stuart útgefandi kom aö máli viö hana. Hún hefur sjálf sagt aö þaö fyrsta sem hún hafi orðiö aö' venjast hafi veriö hljóðin þegar simum var skellt á hana og þeg- ar hurðum var lokað beint á andlitiö á henni. Kelley haföi samband við meira en 300 ein- staklinga og segir þannig frá: ,,Ég komst að raun um þaö aö bæöi vinir og óvinir Jackie ótt- uöust aö fylgst væri meö þeim. Ýmsir vinir hennar virtust hræddir um að meö þvi aö tala viö mig myndu þér velta úr sessi hvort heldur i kerfinu eða samkvæmislifinu. Ein kona sagöi viö mig: „Ef Jackie kemst aö þvi aö ég hef rætt viö þig talar hún aldrei framar viö mig.” — Ég komst aö þvi að þessi kona haföi ekki talaö við Jackie frá þvi 1968.” óttinn við Kennedyfjöl- skylduna Höfundur hefur sagt aö ýmsir hafi veriö tregir til að tala vegna þess aö þeir töldu sig skulda Jackie eða jafnvel aö þeir ættu eitthvaö inni hjá henni. Einnig hafi komið i ljós hvilikt vald Kennedyfjölskyldan hefur. Maður sem ég haföi samband við i einu af ráðuneytunum sagöi: „Mér er alveg sama um Jackie.Ég þoli hana ekki. Teddy er hins vegar ennþá á lifi og á meðan hann er þaö hvers vegna ætti ég að segja nokkuð sem gæti skaöaö sjálfan mig?” Jackie skrifar ekki ævi- sögu sjálf Kelley er sannfærð um aö Jackie muni aldrei sjálf skrifa ævisögu sina. „Hún hefur ekki nægilegan sjálfsaga. Auk þess myndi hún særa fjölda manna ef hún segöi allt sem hún veit.” Blaðamaður breska blaðsins Daily Mail spuröi Kitty Kelley hvort hún myndi sjálf. kjósa sér Jackie'sem vinkonu. „Ég er ekki viss. Ég met mik- ils kimnigáfu hennar og hún er stórkostleg móöir. A sama tima veit hún vel af þvi hver hún er og hvaða völd og áhrif hún hefur og aö hún getur kvalið lifiö úr óvinum sinum...” Höfundur bókarinnar Jackie Oh! hefur sagt um bókina: „Kennedy forseti sagöi einu sinni. „Versti óvinur sannleik- ans er oft ekki lygin, hvort sem hún er sögö visvitandi eöa ekki heldur goösögnin sem er þrúg- andi og óraunveruleg.” í bók- inni um frú Onassis hef ég reynt aö fara frá goðsögninni til raun- veruleikans.” Samúð með Jackie Það er augljóst viö lestur bókarinnar um Jackie að höf- undur er ekki visvitandi aö særa eöa móöga þá er hlut eiga aö máli heldur aö vinna sem blaða- maöur viö að draga upp sanna mynd af þeim sem koma viö sögu. 1 viötali viö Daily Mail sagöi höfundur á dögunum um þetta atriði: „Ég leitast viö aö draga fram ýmsar hliöar á hinn sérstæöa lifshlaupi Jackie sem hingað til hefur ekki verið rætt um. Ég er sannfærö um að lesendur munu finna til ákveöinnar samúöar með henni og skilja Jackie bet- ur. Sjálf sé ég hana i allt ööru ljósi eftir aö hafa skrifaö bók- ina.” Kitty Kelley segir frá gifur- legri peningaeyðslu Jackie i Hvlta húsinu án þess þó aö bera sinar eigin skoðanir á borö fyrir lesendur. Siöar i bókinni eftir moröiö á Kennedy forseta segir hún frá þvi hvernig niöurbrotin ekkjan bar höfuöiö hátt og fór aö lifa sjálfstæöu lifi. 1 bókinni er ekkert undan- dregiö og þaö viröist boröliggj- andi að mótmæli munu heyrast allt upp i æöstu valdastofnanir Bandarikjanna. Kitty Keller, höfundur bókarinnar um Jackie hefur starfaö sem blaöamaöur á stórblaöinu Washington Post og tók nýlega viö störf- um sem ritstjóri sunnudagsfylgirits blaösins. Kitty Kelley er höfundur bókarinnar um Jackie Onassis sem vak- iö hefur athygli um allan heim. 1 bókinni er nákvæmar skýrt frá Hfi þessarar heimsþekktu konu en nokkru sinni hefur áöur veriö gert. Kitty Kelley var eitt ár aö grafast fyrir um fortfö forsetafrúarinn- ar fyrrverandi og 1U hennar atmennt. Höfundurinn hóf feril sinn sem blaöamaöur hjá Thc Washington Post. Nýlega var hún gerö rit- stjóri sunnudagsfylgirits Washington Post. 1 millitlöinni hefur hún starfaö hjá ýmsum biööum þar á meöal The New York Times og Newsweck. Kunnug Washington lif inu Kitty Kelley hefur búiö i Washington D.C. i 12 ár og starfaði meöal annars sem blaöafulltrúi hjá Eugene J. MacCarthy öldungardeildar- þingmanni i 4 ár. A blaðamannaferli sinum hef- ur hún skrifaö mikið um þaö sem hefur átt sér staö i Hvita húsinu og bak viö tjöldin I Washington. Hún hefur kynnst ýmsum af þeim sem þekkja Jacqueline Kennedy Onassis. Margir þeir sem hafa ætlö neitað að veita viötöl hafa látið tilleiöast aö ræöa viö Kelley. Ýmsir kunningjar Kennedy- fólksins ræddu viö hana og leyföu aö nöfn þeirra yröu notuö i bókinni aðrir veittu upplýsing- ar gegn þvi aö nafni þeirra yröi haldið leyndu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.