Vísir - 07.11.1978, Blaðsíða 7
VISIR
Þriöjudagur 7. nóvember 1978
c
Umsjón: Guðmundur Pétursson
7
3
KOSIÐ UM SKATTA
OG VERÐBÓLGU
í BANDARÍKJUNUM
Það þykir viðbúið að
Demókr a taflokkur inn
fari með sigur i kosning-
unum sem fram fara i
dag i Bandarikjunum til
þings og rikisstjóraem-
bætta.
Eftir kosningabaráttu
sem einkenndist af
gremju kjósenda yfir
sköttum og verðbólgu,
skýrði skoðanakönnun
Louis Harris frá þvi i
morgun að Demókratar
hefðu aukið fylgi sitt á
siðustu dögum.
Demókratar eiga
meirihluta á þingi og
meirihluta i flestum
stjórnum hinna 50 rikja.
Fyrir viku boðuðu RepUblIkan-
ar að i þessum kosningum mundu
þeir leggja grunninn að upprisu
flokksins úr ösku Watergate-
hneykslisins. Byggja þeir þá spá
sina á þvi að aðalkosningamálin
hafa veriö veröbólgan og krafan
um lækkun skatta. Þau mál hafa
veriö heföbundin fóstur RepUblik-
anaflokksins.
En I kosningabaráttunni hafa
Demókratar gert þessi baráttu-
mál að sinum. Ennfremur vonast
þeir til þess að þeim komi til góða
að álit flokksbróður þeirra
Jimmy Carters forseta, hefur
mjög aukist af Camp David-fund-
inum.
Kosiö verður I dag um 35
öldungadeildarþingsæti, öll 435
fulltrUadeildarþingsætinog um 36
rfkisstjóraembætti.
Eftir siðustu kosningar höföu
Demókratar 62 þingsæti af 100 I
öldungadeildinni, 285 þingsæti I
fulltrUadeildinni og sfna flokks-
bræður I 36 rikisstjóraembættum.
1 kosningaspá sem byggðist á
skoöanakönnunum ABC-frétta-
stofunnar og Louis Harris-stofn-
unarinnar er gert ráð fyrir að I
kosningunum um öldunga-
deildarþingsætin muni Demó-
kratar fá 54% fylgi gegn 39% sem
er 1% fylgisaukning miðað við
kannanir fyrir þrem vikum. — í
kosningum til fulltrúadeildarinn-
ar er Demókrötum spáð 54% gegn
38%. 1 kosningum til rikisstjóra-
embætti er Demókrötum spáö
52% gegn 41%.
Þaöhefur einkum vakið athygli
I skoöanakönnunum, að I útborg-
um og Uthverfum stórborganna
sem hafa verið höfuövígi rqiU-
blikanahefurfylgi þeirra dvinaö.
Gæti það rftið baggamuninn, þar
sem Urslit hafa veriö naum.
BUist er hinsvegar við dræmri
kjörsókn og gæti það komiö
repúblikönum til góöa þvl að
þeirra stuðningsfólk er vant þvi
að skila sér vel á kjörstaö.
Skoöanakannanir spá þvi að af
þeim 118 milljónum, sem eru á
kjörskrá I þessum kosningum
muni aðeins 33% skila atkvæöi.
Jafnhliða þessum kosningum er
efnt til atkvæðagreiðslu I sextán
rikjum aöfyrirmynd þeirrar sem
efnt var til i' Kalifomiu um lækk-
un fasteignaskatta i jUni siðasta
sumar.
Kosningar
í Fœreyjum
Kosiö verður í dag til
lögþingsins í Færeyjum.
Sex flokkar bjóða fram
til þessara kosninga# þar
sem kosið verður um 32
þingsæti. Eru það átta
f leiri en hingað til vegna
breytinga/ sem gerðar
hafa verið frá síðustu
kosningum.
Byltingar-
af mœli hjá
Rússum
í dag
Efnt verður til mikillar
hersýningar á Rauða torg-
inu í Moskvu í dag í tilefni
þess að það er 7. nóvember
afmælisdagur byltingar
bólsévikka í Rússlandi
1917.
Hersýningar eru heföbundið
dagskráratriði á byltingarafmæl-
um i Sovétrikjunum en aö þessu
sinni verður hún eitthvað til-
komuminni en i fyrra á sextugs-
afmælinu.
Það kvisast þó að um 10.000
manns muni taka þátt i henni^um
200 ökutæki með skammdrægum
eldflaugum og fallbyssum en eng-
ar kjarnorkuhlaönar eldflaugar
hinsvegar og engin ný vopn.
Bandarikjastjórn upp-
lýsti i gær, að saknað
væri 13 afrita af leyni-
skjölum um njósna-
hnattakerfi Bandarikj-
anna.
Kom þetta fram við
upphaf réttarhalda yfir
William nokkrum
Kampiles, fyrrum
starfsmanni leyniþjón-
ustunnar CIA, en hann
er ákærður fyrir að hafa
selt Rússum eintak af
þessum leyniskjölum
fyrir 3.000 dollara.
Saksóknarinn gerði grein fyrir
þvi, að leyniskjöl þessi fælu i sér
ýtarlegar upplýsingar um KH-11
njósnahnattakerfiö, sem I dag-
legu tali er kallaö „Stórfuglinn”
Ætlaði í njósn-
araleik, en er
nó kœrður
fyrir landráð
og þykir undratæknilega úr garði fullkominni ljósmyndatækni,
gert. væri notaö af Bandarftjastjórn til
Hann skýrði frá þvi, að njósna- þess aö fylgjast með herflutning-
kerfi þetta, sem byggðist á mjög um i öörum löndum, gerð eld-
flaugaskotpalla og annarra hern-
áöarmannvirkja.
Hann sagði, aö skjöl þessi hefðu
verið prentuð í 370 eintökum seint
á árinu 1976, og væru nú saknað 13
þeirra.
Kampiles er gefiö aö sök að
hafa stungið leyniskjölunum I
vasa sinn, þegar honum bauðst
tækifæri til þann tima, sem hann
starfaði I aðalstöðvum CIA I
Langley I Virginlu (mars til
nóvember I fyrra). Hann á að
hafa afhent rússneskum erind-
rekum þau i tveim hlutum i
Aþenu á timanum frá 23. febrúar
til 2. mars siðasta vetur.
Akærandinn segir, að Karapiles
hafi farið fram á 10.000 dollara
fyrir skjölin, en rússneski erind-
rekinn prúttað verðiö niður.
Verjandinn sagði, aö i siðustu
viku heföi veriö haldið fram, að 17
eintaka væri saknaö af skjölum
þessum. Nú væru það einungis 13.
,,Ef við biðum nógu lengi, er ég
viss um, að afgangurinn kemur I
leitirnar. Lika það eintak, sem
Kampiles er sakaður um að hafa
látið Rússum i té”.
Hann benti á, að eintaksins
hefði ekki verið saknað úr aöal-
stöövum CIA fyrr en i ágúst á
þessu ári, eöa rúmu ári eftir aö
Kampiles átti að hafa farið þaðan
með skjölin I frakkavasanum.
Taldi hann þetta allt með ólikind-
um og hitt nær sanni, aö gera ætti
Kampiles að sektarlambi vegna
móðursýki CIA sem sæi njósnara
I hverju horni.
Verjandinn sagði, aö Kampiles
hefði sagt upp störfum hjá CIA,
þegar honum sýndist honum ekki
ætla að verða að ósk sinni um að
veröa leynierindreki. I febrúar
siöasta vetur ruddist hann inn I
veislu i sendiráði Sovétrikjanna I
Aþenu meö það i huga, aö þykjast
vera njósnari CIA, Bauö hann
Rússunum til sölu leyndarmál
varðandi B-1 sprengjuflugvélar
og eldflaugaskotpalla, en ætlaði
sér að selja þeim falskar upp-
lýsingar. — Sagði verjandinn, aö
Kampiles hefði gert yfirboöurum
sinum grein fyrir þessu tiltæki
sinu I von um aö þeim þætti meira
til hans koma og fælu honum
leynierindrekstur.