Vísir - 07.11.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 07.11.1978, Blaðsíða 14
14 ÞriBjudagur 7. nóvember 1978 SIGUR SJÁVARFRÉTTA Sjávarfréttir hafa á þessu ári birt fleiri og itarlegri greinar og fréttir um sjávarútveg og fiskvinnslu en nokkur annar islenskur fjölmiðill. Sjávarfréttir hafa einnig birt fleiri og itarlegri auglýsingar um tæki og tækni en birst hafa i öðrum fjöl- miðlum — auglýsingar sem margar hverjar birtast hvergi annars staðar. Sjávarfréttir — er alhliða sjávarútvegsblað. Frjálst og óháð stofnunum, samtökum og stjórnmálaflokk- um. Sjávarfréttir flytja alhliða efni. Blaðið birtir reglulega fréttir og frásagnir af þvi helsta sem er að ger- ast á hverjum tima i þessum atvinnuvegi heima og erlendis og hvað sé framundan. I blaðið skrifa einnig reglulega fremstu visindamenn þjóðarinnar á sviði haf- og fiskifræði. Meðal annarra greinaflokka i blaðinu má nefna: Skipasmiðar, fiskiðnað, rannsóknir og nýjungar, félagsmál, hafréttarmál, markaðsmál, skólamál, fiskverð, aflabrögð og fl. Sjávarfréttir eru lesnar af þeim sem starfa við og stjórna sjávarútvegi íslendinga, ásamt þeim sem vilja fylgjast með þessari þýðingarmestu atvinnugrein landsins. Sjávarfréttir eru fjórum sinnum útbreiddara en nokkurt annað blað hérlendis á sviði sjávarútvegs- ins. sjávarfréttir - ÁSKRIFTARSÍMI 82300

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.