Vísir - 24.11.1978, Blaðsíða 7
VISIR Föstudagur 24. nóvember 1978
c
Umsjón: Guðmundur Pétursson
/
D
Bruðlað með
opinbert fé
íKanada,
eins og víða
Rikisendurskoðandi
Kanada hefur sent frá
sér skýrslu, þar sem hið
opinbera fær heldur
slaka einkunn i meðferð
sinni á almannafé.
James MacDenell, aöalrikis-
endurskoöandi, telur upp i
skýrslu sinni fjölda dæma um,
hvernig opinberir starfemenn sói
fjármunum og hafi tilhneigingu
til aö lita á rikissjóö, eins og ein-
hvern „ótæmandi allsnægtar-
brunn”.
„Aö minu mati er iltbreiddur
skortur á hagsýni og aöhaldi i
framkvæmdum þess opinbera,”
segir rikisendurskoöandinn. —
Hvergi er þó getiö, hvaö ætlaö sé
aömikiö féfariþannig tilspillis.
En i skýrslunni segir, aö i' þrett-
án meirháttar framkvæmdum á
vegum þessopinbera hafi einung-
is i tveimur þeirra veriö reynt aö
gæta skynsamlegrar hagsýni. —
Samtals kostuöu þessar fram-
kvæmdir nærri 700 milljónum
dollara, eða 148% meira en kostn-
aöaráætlunin hljóðaöi upp á.
Siðan eru tind til ýmis dæmi
bruöls og jafnvel misferlis:
Einn starfsmaöur kanadiska
rikisútvarpsins notfæröi sér lé-
legt eftirlit með fjárveitingum á
þannveg, aöleysa út ávisanir aö
upphæð samtals um 87.500 dollara
vegna kostnaðaraf feröalögum,
sem aldrei voru farin. Maöurinn
var dæmdur, en féö fékkst ekki
endurgreitt.
Stjórnin pantaöi nýja minni
eins-sents mynt, en snerist svo
hugur og hætti viö. Kostnaöur af
gerö nýju myntarinnar var þá
komin upp i 230 þúsund dollara.
Milli 99 og 179 milljónir doUara
eru sviknir út úr atvinnuleysis-
bótum.
Nær 750.000 dollarar voru
greiddir I húsaleigu fyrir skrif-
stofur, sem aldrei hafa verið not-
aöar, eftir aö ein af stofnunum
Sameinuöu þjóöanna rýmdu þær
fyrir þrem árum.
Um 1.300 'manns hafa yfirgefið
Kanada I 3,8 milljón dollara skuld
viö skattayfirvöld, skuld, sem
ekki veröur lengur innheimt, þvi
aö fólk þetta er ekkki lengur
kanadískir rikisborgarar.
POLITISKIR
FANGAR FRÁ
KÚBU ÓSKA
DVALARLEYFIS
í USA
CALLAGHAN
VILL LEYSA
RÓDESÍU-
DEILUNA AÐ
FORDÆMI
CARTERS
James Callaghan for-
sætisráðherra Breta. mun
senda persónulegan full-
trúa sinn til Suður-Afríku i
næstu viku í tilraun til þess
að koma á einskonar
,/Camp David/y-viðræðum
um Ródesíu.
Callaghan geröi I breska þing-
inu I gær grein fyrir þessari
áætlun sinni aö binda endi á
Ródesiudeiluna og skæru-
hernaðinn. Sagöist hann fús til
þess að vera i forsæti fundar, sem
allir aöilar deilunnar mundu
sitja, og gæti sá fundur sem best
oröiö I Englandi á næsta ári.
Fulltrúi hans Cledwyn Hughes
fyrrum ráðherra á aö ganga úr
skugga um hversu liklegur til
árangurs slikur fundur væri.
Callaghan sagöi i þinginu aö
Carter Bandarikjaforseti styddi
þessa hugmynd og að Stephen
Low sendiherra Bandarikjanna i
Zambiu.mundi fylgja Hughes i
þessum erindrekstri. Munu þeir
ræöa viö ráöamenn i Ródesiu,
Zambiu, Tanzaniu, Mósambik,
Botswana og Angóla.
INTERPOL OG
MYNTFALSARAR
Interpol lagði í fyrra
hald á falska bankaseðla
sem hljóðuðu samtals upp
á 53 milljónir dollara enda
fékk Interpoltil meðferðar
á síðasta ári um 6.000 mál
vegna peningafölsunar.
Andre Bossard framkvæmda-
stjóri alþjóöalögreglunnar, skýröi
frá þessu I gær og jafnframt þvi
aö eiturlyfjasmygl og sala virtist
standa i staö.þegar litiö væri yfir
tvö slöustu ár.
Lögreglan hefur komist yfir
minna magn af ópium en náö
meiru af morfini. Heróinum-
setningin viröist svipuö og áöur.
Bossard sagöi aö Interpol heföi
oröiö þess áskynja aö kókain-
notkun i Evrópu hafi um þaö bil
fjórfaldast.
Tregða
hlaupin í
samnings-
umleitan-
ir Egypta
og Isra-
elsmanna
Egyptar eru ráðnir að
halda áfram viðræðum við
israelsmenn, þrátt fyrir
erfiðleikana, sem nú hafa
komið upp á# og gerðu þeir
opinber í morgun drög að
friðarsamningum.
Kairóblaöiö Al-Ahram, hið hálf
opinbera málgagn stjórnarinnar,
birti i morgun samningsuppkast,
þar sem kemur m.a. fram, að
Egyptar og Israelar eu báöir
sannfæröir um, aö slikur samn-
ingur sé forsenda sátta i Austur-
löndum nær.
Samningsdrögin eru i niu atriö-
um. Fjalla þau um brottför
.sraelsmanna úr Sinai, heimild
fyrir israelsk skip aö sigla um
Súez-skurö og viöurkenningu
beggja á þvi, aö Tiran-sund og
Aqaba-flói séu alþjóöa siglinga-
leiöir.
I uppkastinu bjóöa Egyptar og
tsraelar öörum þjóöum, sem aö-
ilar eru I deilu Austurlanda nær,
aö taka þátt i friöarumleitunum.
tsraelsmenn segja, aö um ekk-
ert frekar sé aö semja viö
Egypta, og aö nú sé þaö Sadats
forseta aö fallast á samnings-
drögin, sem tsraelsmenn hafi
þegar samþykkt. — Moshe
Dayan, utanrikisráöherra, hefur
látiö eftir sér hafa, aö hann muni
ekki i bráö halda aftur til
Washington, þvi aö frekari viö-
ræöur séu óþarfar.
Undirritun samningsins hefur
strandaö á þvi, aö Sadat forseti
vil fá ákvæöi inn i hann, þar sem
sagt væri, hvenær Palestinu-
arabar á vesturbakka Jórdan og
á Gazasvæöinu fái sjálfstjórn.
Fulltrúi kúbanskra út-
laga hyggst reyna að fá
Jimmy Carter Bandaríkja-
forseta til þess að veita
hundruðum pólitískra
fanga á Kúbu sérstaka
undanþágu til þess að
koma til Bandaríkjanna
tafarlaust.
Kúbu-stjórn lofaöi i fyrradag aö
sleppa um 3.600 pólitiskum föng-
um, ef Bandarikjastjórn vildi
leyfa þeim úr hópnum aö koma,
sem vildu. Þeir eru taldir vera
um 2.000.
Utanrikisráöuneytiö banda-
riska sagöi i gær, aö þetta fólk
fengi aö koma eftir venjulegum
og eölilegum leiöum.
Byggöarlög brottfluttra Kúbu-
manna erlendis hafa valiö sér 75
fulltrúa, sem hafa átt aö undan-
förnu viöræöur viö Fidel Castro,
forseta, um lausn pólitiskra
fanga. Þessir fulltrúar hafa
myndað nefnd, sem mun fylgjast
meö hagsmunum útlaganna. —
Þessi nefnd ætlar aö reyna aö ná
fundi Carters forseta og reyna aö
fá hann til þess aö veita pólitísku
föngunum undanþágu frá þvi aö
þurfa aö fara i gegnum skrif-
stofubákniö meö umsóknir sinar
til dvalar i Bandarikjunum.
15 ÁR í FREMSTU RÖÐ
Pierre Robert
HERRASNYRTIVÖR UR
PIERRE ROBERT hefur á boðstólum allt,
sem karlmenn þurfa til daglegrar snyrtingar.
ÁRATUGA REYNSLA
TRYGGIR GÆÐIN.
PIERRE ROBERT
Setur gæðin ofar öllu.
Sími 82700