Vísir - 24.11.1978, Qupperneq 12

Vísir - 24.11.1978, Qupperneq 12
12 ( Föstudagur 24. nóvember 1978 VISIR Umsjón: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson VÍSIR Föstudagur 24. nóvember 1978 „Fœrðum þeim þennan sigur ó silfurfati" — sagði Sigurbergur Sigsteinsson, þjálfari Fram, eftir sigur Vals Við færöum Valsmönnum þenn- an sigur á silfurfati. Við gerðum slikar ægilegar vitleysur á köfl- um, að lið sem á að teljast topplið i islenskum handknattleik i dag, gat ekki annað en sigrað okkur”. Þetta sagði þjálfari og leikmað- ur 1. deildarliös Fram i hand- knattleik karla, Sigurbergur Sig- steinsson, er við náöum tali af honum eftir leik Vals og Fram i 1. deildinni i gærkvöldi, en úr þeirri viðureign komu Valsmenn út sem sigurvegarar 25:20. „Þaö hafa allir verið að tala um að Valur, FH og Vikingur séu ein- hver toppliö i handboltanum i dag. Ég kem ekki auga á þaö, þvi að þau eru ekkert betri en við hin liöin sem eru sögö einum gæða- flokki neðar”, bætti Sigurður við. „Valsmenn sigruðu i þessum (" . "'■■■""V. STAÐAN J Staðan i 1. deildinni I hand- knattieik karla eftir leikinn i gær- kvöldi: Valur — Fram Valur FH Víkingur Frain Ilaukar Fylkir tH HK 25:20 5410 99:84 9 5401 103:82 8 5311 109:101 7 5203 99:108 4 4103 82:86 2 4103 73:82 2 4103 61:72 2 4103 72:87 2 Næstileikur i deildinni verður á laugardaginn.þá leika HK-Fylkir kl. 15.00 I íþróttahúsinu Varmá i Mosfelissveit. leik á klaufaskap okkar, þvi að hinir ungu leikmenn Fram eru ekki ekki búnir aö læra að láta ekki nöfn og sögur um gæöi and- stæðinganna setja sig úr jafn- vægi”. Mikið er til i þessu hjá Sigur- bergi, enda var oft eins og hinir ungu leikmenn hans væru hrædd- ir við að taka á boltanum — eða aö hann væri „of heitur” fyrir þá. Hræðsla þeirra við Valsmennina var aftur á móti ekki mjög áber- andi — i það minnsta voru þeir óhræddir við að fara i þá — og á köflum jaðraði við að þeir gerðu suma Valsmennina hlægilega i vörninni, er þeir voru að snúa á þá þar. Það fór aftur á móti ekki á milli mála, að Valsliðið lék öruggari handknattleik, þótt mistökin sem leikmenn liösins gerðu oft á tlöum væru hörmuleg. Mörg af mörkun- um sem Valsmennirnir geröu voru slik aö jafnvel hörðustu Framarar gátu ekki annað en gefið þeim gott klapp. Þetta voru mörk sem unnið var að á þann hátt, að þau gleðja augað, og ef áhorfendur fá meir af sliku, og hjá fleiri liðum, þarf ekki að hafa lengur áhyggjur af þvi að þeir komi ekki til að horfa á hand- knattleik. Valsmenn tóku forystu með fjórum „sirkusmörkum” eins og einn áhorfandinn kallaði þau. Þaö voru þeir Steindór Gunnarsson og Bjarni Guðmundsson sem þau geröu, en á þá báöa var virkilega gaman aö horfa i þessum leik. Framararnir slepptu aldrei tökum á leiknum og héldu i við Valsmenn. Staðan var 12:9 I hálf- leik fyrir Val. Næst komust Framarar i slðari hálfleiknum i 13:14 og svo 15:16, en aldrei náöu þeir að jafna eða komast yfir. Undir lokin gáfu þeir eftir — skor- uðu t.d. ekki mark þegar Vals- menn voru 4 á móti þeim 6 — en i staðinn skoruðu Valsmenn. Þeir röðuðu svo mörkunum á loka- sprettinum og sigruðu með 5 marka mun 25:20. Fram vantaði Gústaf Björns- son, sem var veðurtepptur á Laugarvatni og munaði mikið um hann. Annars átti Atli Hilmarsson stórleik með Fram, og Guðjón Erlendsson I markinu varði vel — a.m.k. á meðan úthaldið var I lagi. Hjá Val voru margir góöir — þó bestir þeir Bjarni og Steindór og einnig Jón P. Jónsson. Þá var Þorbjörn Jensson harður af sér i vörninni, ásamt Stefáni Gunnars- syni. Fyrir leikinn léku kvennalið fé- laganna i 1. deild. Þar gekk Fram mun betur — sigraði hið áður svo fræga og óvinnandi kvennalið Vals meö 13 mörkum gegn 8. —klp— KR KEPPIR Á ÍRLANDI Það er erfitt verkefni sem bfður körfuknattleiksmanna KR I Dublin á trlandi um helgina. KR-ingarnir héldu þangað i morgun en I kvöld og á sunnu- dag fer þar fram alþjóðlegt körfuknattleiksmót með þátt- töku 8 félagsliða. Liðunum hefur verið skipt I tvo riðla, og leika f jögur I hverj- um. KR leikur i riðli með irsku meisturunum Mariner, skosku bikarmeisturunum Paisley og ensku bikarmeisturunum Fiat Coventry. Þetta verður þvi ef- laust erfiður róður hjá KR og ekki bætir það úr skák að liðið á að leika alla sina lciki I riðlinum á einum og sama deginum á morgun- t hinum riðiinum eru skosku meistararnir Boroughmuir, Donchaster Panters frá Eng- Iandi,St. Wincent frá irlandi og Irskt úrvalslið. Tvö lið komast áfram úr riðlakeppninni og leika þau undanúrslitaleik og úrslitaleik á sunnudag. gk-- Valur i KR-búningnum Við fengum á dögunum senda þessa mynd frá kunningja okkar I Skotlandi, og sýnir hún islenskt dómaratrió, sem nýiega dæmdi þar landsleik leikmanna 23 ára og yngri á milli Skotlands og Noregs f knattspyrnu. Myndin vakti strax athygli okkar, þvi að tslcndingarnir eru þarna óvenjulega klæddir af dómurum og linuvöröum að vera. Sérstaklega þótti okkur gaman að sjá þennan lengst tii vinstri i „KR- búningi”, en það er Valur Benediktsson, sem 1 gegnum árin hefur aldrei verið talinn I hópi mestu aðdáenda KR eða þessa búnings. Hann varð þó eins og hinir tveir, þeir Guðmundur Haraldsson, dóm- ari leiksins, og Arnþór Óskarsson að sætta sig við að fara i KR-bún- inginn f þetta sinn, þvf að búningur skoska landsliðsins var of likur hinum venjulega dómarabúningi. Ellert B. Schram formaöur KSt var skipaður eftirlitsmaður UEFA — Knattspyrnusambands Evrópu á þennan leik, og fengu tslendingarnir hin bestu meömæli frá honum. Sjálfsagt hefur gamii KR-búningurinn hans átt einhvern örlitinn þátt i þvi, og ef við þekkjum hann rétt hefur hann trúlega þótt lúmskt gaman að þvf að sjá Val Ben hlaupa um alit Ihonum... —klp— Sonja Hreiðarsdóttir úr Ægi er f fremstu röö sundkvenna hér á landi þótt hún sé ung að árum. Hún veröur meðal keppenda i Bikarkeppni SSt um helgina og verður eflaust drjúg viö aö hala inn stig fyrir Ægi ef aö líkum lætur. Visismynd Einar PAUL STEWART GETUR ÞVI LEIKIÐ GEGN KR! — ÍR-ingar eru þó ekki ánœgðir og nokkrir þeirra hafa lagt ,,Það stóð aldrei til að við KR-ingar færum að setja okkur á móti þeirri beiðni ÍR að fresta þessum leik”, sagði Jón Otti ólafsson, stjórnar- maður hjá körfuknattleiks- deild KR, er við ræddum við hann i gær. Upphaflega átti leikurinn að fara fram nú um helgina, en vegna utanfarar okkar til írlands féllust ÍR-ingar á að fresta honum til miðvikudags og það samþykkti Mótanefnd K.K.í.” — Þegar Paul Stewart var dæmdur I keppnisbann á dögunum i þrjár vikur, fóru tR-ingar þess á leit við KR aö fresta leiknum fram I desember, enjiá veröur keppnisbann Stewart útrunnið. Þetta samþykkti KR, og þeir KR-ingar sem blaðið ræddi við i gær sögðu að skemmtilegra væri að mæta IR-ingum ef Stewart léki með þeim. Viö sögðum frá þvi i blaöinu á dögun- um að ÍR-ingar væru að Ihuga aö leggja niður störf fyrir Körfuknattleiks- sambandið. Þá ræddum við málið við Jón Jörundsson, en hann sagði að engin ákvörðun heföi verið tekin i þvi' máli. Stefán Ingólfsson formaður Körfuknattleikssambands tslands, tjáði Visi hinsvegar I gærkvöldi, að IR-ingar hefðu tekið ákvörðun i málinu, annað- hvort sameiginlega eða hver fyrir sig. Þorsteinn Hallgrimsson hefði hringt I sig og sagt aö hann væri hættur störfum fyrir KKI, en hann hefur unniö nefndar- störf fyrir sambandið. Þá hafði Sigurður Valur Halldórsson samband við Jóhannes Halldórsson framkvæmdastjóra KKI, og tilkynnti honum að hann myndi ekki dæma meira i vetur, en Sigurður hefur verið einn dómara i Orvalsdeildinni. Þá höfum við öruggar heimildir fyrir þvi að tveir ÍR-ingar i viöbót, Stefán Kristjánsson og Kristján Sigurðsson, sem báðir hafa dæmt leiki 11. deildinni I vetur, hafi lagt flautuna á hilluna. — Leikmenn Manchester City gerðu góða ferð til Milanó á Italíu I gærkvöldi, en þá léku þeir þar fyrri leik sinn gegn AC Milan i 16-liða úrslitum Evrópukeppninnar I knattspyrnu — UEFA-keppninni. Þrátt fyrir geysilega pressu ttalanna komst Manchester City yfir 2:0 og virt- ist sem liðið myndi vinna óvæntan og óverðskuldaðan sigur. Leikmenn Milan voru iðnir við að skora, en ekki sjaldnar en þrisvar var mark dæmt af liðinu IR-ingar ætla þvigreinilega aðláta aöra um að vinna að minnsta kosti sum þeirra starfa, sem þarf að leysa af hendi svo að tslandsmótið geti fariö fram, og er þessi framkoma þeirra litt til sóma eða eftirbreytni. gk-. vegna rangstööu. En loks kom að þvi að þeir skoruðu mark sem dómarinn gat sætt sig við aö væri löglega gert, og stuttu slðar fylgdi annað á eftir. Léiknum lauk þvi 2:2, og það er þvi erfitt hlutverk sem Milan á fyrir hönd- um. ÉJtimörkin hjá City koma nefnilega til meðað vega þungt á vogarskálunum, er upp verður staðið eftir siðari leik lið- anna, sem fram fer i Manchester. gk-. Napoleon kœrður — Bréf var 25 daga á leiðinni til KKÍ Bandariski körfuknattleiksmaður- inn Napoleon Gaither, sem UMFS — Skallagrimur I Borgarnesi — fékk til sin i dögunum, lék sinn fyrsta leik meö liðinu nýlega og mótherjarnir voru liðsmenn Esju. Borgnesingarnir sigruðu auðveld- lega í þessari viöureign, en liöin leika I 2. deild. Það er hinsvegar ekki svo öruggt hvort UMFS heldur stigunum, sem liðið náöi í með sigrinum, þvf aö Esja kærði all-snarlega. Var ástæöan sú aö Napoleon fékk ekki keppnisleyfi fyrir 15. október eins ogtilskilið er um þá eriendu leikmenn, sem hér dveljast. Þó var bréf UMFS þar sem þeir sóttu um keppnisleyfi fyrir Gaither til KKt dagsett 5. október, en þaöbarst KKt ekki i hend- ur fyrr en þann 30. Bréfið var þvi samkvæmt þessu eina 25 daga á leiöinni ofan úr Borgarnesi til Reykjavikur. Og þegar menn ætl- uðu að lita á hvenær bréfiö hefði verið póstsett, var ekki nokkur leið aö lesa dagsetninguna á póststimplinum! gk— GOTT HJÁ CITY GEGN AC MILAN Komast Víkingar í þriðju umferð? — Allt veltur á því hvort Víkingi tekst að ná góðu forskoti í fyrri leik sínum gegn sœnska liðinu Ystad, er liðin leika _________________í Lauggrdalshöll á morgun „Takist Vikingi vel upp, þá á liðiö möguleika á að slá Ystad út”. Þetta er nær samdóma álit margra þekktra Islenskra hand- knattleiksmanna, sem hafa dval- ið I Svfþjóð, um möguleika Vik- ings gegn sænska liöinu Ystad i „Ég held ekki að mörg tslands- met falli að þessu sinni, en ung- lingametin gætu orðið að láta undan, einhver þeirra”, sagði hinn ötuli sundþjálfari Ægis, Guð- mundur Harðarson, er við spjöll- uðum við hann i gærkvöldi um Bikarkeppni SSt, sem hefst i Sundhöll Reykjavikur kl. 20 I kvöld. „Það má segja að þetta sé ekki heppilegasti timinn til þess aö setjamet, þvi að sundfólkið er að hefja undirbúning fyrir veturinn. Þetta mót er lika fyrst og fremst liðakeppni, og um helgina eru það fimm lið úr 1. deild sem reyna með sér”, sagði Guömundur. Þetta er f 9. skipti sem Bikar- keppni SSÍ fer fram, og ávallt hefur Ægir borið sigur úr býtum. Eflaust sigrar Ægir einnig að þessusinni, en keppnin um önnur sæti ætti að geta orðið spennandi. Evrópukeppni bikarhaga I hand- knattleik. Liðin leika fyrri leik sinn I Laugardalshöll kl. 15.30 á morgun, og þar veröa Vikingar að tryggja sér gott forskot fyrir sfð- ari leikinn sem fer fram ytra eftir viku. Ystad leikur nefnilega mjög Trúlegt verður að telja að HSK og Breiðablik berjist um 2. sætið, og þá verður það hlutverk SH og Ar- manns að reyna að forða sér frá falli i 2. deild. Keppnin hefst I kvöld kl. 20 og verður siðan framhaldið á morg- un kl. 17 og á sunnudag kl. 15. -gk- Einn leikur í körfunni Aðeins einn leikur er á dagskrá I Úrvalsdeildinni i körfuknattieik um helgina. en tveimur leikjum, sem fram áttu að fara samkvæmt leikjaskrá hefur verið frestað. Leikurinn sem leikinn verður er viðureign Þórs og UMFN og hefst hann á Akureyri kl. 14 á morgun. sterkan handknattleik á heima- velli sinum, og þar eru ávallt yfir 2000 áhorfendur, sem hvetja liðið mjög. Er því varla við að búast að Vikingar fari meö sigur af hólmi þar, en góður sigur i leiknum á morgun gæti fleytt Vikingi I 2. umferö keppninnar. Gott dæmi um það hversu mun betra liö Ystad er á útivelli en heima er að i2. umferð keppninn- ar lék liðiö gegn finnska liðinu Ruhimáki. Ystad sigraði með þriggja marka mun i útileiknum, en tók Finnana siöan I kennslu- stund i Sviþjóð og vann þá; 18 marka sigur. Vikingar munu tefla fram öll- um sinum sterkustu mönnum I leiknum á morgun, en I hópi Vik- inganna eru ekki færri en 7 lands- liösmenn, sem hafa samtals 184 landsleiki. Nái Vikingar aö sýna sitt besta ættu þeir að hafa alla möguleika á að vinna sigur i Höll- inni á morgun, spurningin væri þá frekar hvort sá sigur yrði nógu stór til aö nægja I útileiknum. Vist er að Víkingar þurfa aö gefa landsliðsmanninum Basti Rasmussen sérstakar gætur. Hann byggir upp allt spil liðsins og er auk þess góð skytta sem skorar ávallt drjúgt. Basti skor- aði 151 mark i 22 leikjum á siðasta keppnistimabili I Sviþjóð og var annar markhæsti leikmaður 1. deildarinnar þar. En hvað sem öllum vangavelt- um liöur er ljóst aö það verður hörkuleikur i Höllinni á morgun, en stuðningur áhorfenda gæti rið- ið baggamuninn fyrir Vikinga. „Unglingametin gœtu fallið" N

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.