Vísir - 24.11.1978, Side 16
20
Föstudagur 24. növember 1978 VISIR
LÍFOGLIST LÍFOG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST
Soni
Ventorum
á hljóm-
leikum
Hinn heimsfrægi blás-
arakvartett Soni Veotorum
heldur tónleika á morgun,
laugardag á vegum Tón-
listarfélags Reykjavlkur.
— Kvartettinn skipa Felix
Skowronek, flautuleikari,
Willliam McColl, klarinett-
leikari, Laila Storch óbó og
enskt horn, og Arthur
Grossman, fagottleikari. A
efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir: Gioacchino
Rossini, Georg P. Tele-
mann, Pierre Gagaye, Igor
Stravinsky og siöast en
ekki sist Scott Joplin.
Heimsókn Soni Ventor-
um hingaö til lands er liBur
i tónleikaferö þeirra um
Evrópu og er þaö fyrir til-
stilli Menningarstofnunar
Bandarikjanna aB þessir
ágætu listamenn koma
fram á vegum Tónlistarfé-
lagsins á þessu ferBalagi.
Tónleikarnir eru i
Austurbæjarbiói um kl.
14.30.
Frá sýningu Magnósar i FtM-salnum.
Magnús Á Árnason
f FÍM-salnum
Magnils A. Arnason
opnaöi myndlistarsýningu I
FIM-salnum i gær.
Hann hefur haldiö fjölda
sýninga hérlendis auk þess
sem hann hefur sýnt viBa
erlendis.
A sýningunni eru 35 ollu-
málverk, 45 teikningar og
fjórar höggmyndir. Elsta
myndin er frá 1913 og er
þaö teikning af móöur
MagnUsar. Flest verkin eru
unnin á slöustu 12 árum.
A sýningunni ber mest á
landslagsmyndum, en
einnig eru þar manna-
myndir sem eru flestar
málaöar á þessu ári.
A sýningunni veröa seld
Listamannaljóö, sem gefin
eru út til ágóöa fyrir bygg-
ingarsjóö myndlistar-
manna. Ljóöin eru eftir
ýmsa höfunda sem allir eru
eöa voru myndlistarmenn
og má þar nefna Sæmund
Hólm og Ninu Tryggva-
dóttur.
Sýningin veröur fram til
9. desember og er opin dag-
lega frá 4-10, en um helgar
frá 2-10.
Regnboginn: Kóngur f
New York ★ ★ ★ +
Sagaúr
útlegð
Kóngur I New York — A King in New York
Regboginn, salur A. Bresk. Argerö: 1957. Aöalhlut-
verk: Charlie Chaplin, Dawn Addams, Oliver John-
ston, Michael Chaplin. Handrit og leikstjórn: Charlie
Chaplin.
Þaö liöu aöeins fá ár frá
þvi aö Charlie Chaplin
hrökklaöist frá Bandarikj-
unum,vegna kommagrýlu,
þvi landi sem haföi veriö
vettvangur kvikmynda-
geröar hans um áratugi,
þar til hann svarar fyrir sig
meö myndinni Kóngur i
New York áriö 1957. Þessi
stutti timi hefur þaö i för
meö sér aö beiskjan
mengar þessa mynd. Þótt
Chaplin reyni aö bera sig
meö reisn leynir biturleik-
inn sér ekki í þeirri lýsingu
amerisks samfélags sem
mætir Kónginum þegar
hann kemur til New York.
En kannski einmitt vegna
þess hve myndin er sjálfs-
ævisöguleg hefur hún meiri
þunga en ella. Þetta er
mynd sem talar af biturri
reynslu. Og þrátt fyrir allt
er þaö æöruleysislegur
húmorinn sem bjargar
Chaplin frá sálarháska,
eins og jafnan áöur.
„Eitt af minni háttar
leiöindamálum daglegs lifs
eru byltingar”, segir i upp-
hafstexta Kóngs 1 New
York. Og þaö er byltingin
sem hrekur hinn ljúfa kóng
Igor Shahdov frá Estroviu.
Hann leitar skjóls i landi
vonar og tækifæra, —
Ameriku. Chaplin sýnir
okkur sem sagt ameriskt
þjóöfélag, gegndarlausa
dollarahyggju og pólitist
hýsteri þess, gegnum augu
útlægs, evrópsks fulltrúa
deyjandi stéttar, þ.e.
kónga. Chaplin sér sjálfan
sig I sporum Shahdovs,
sem veröur fyrir hverri
niöurlægingunni á eftir
annarri er geröar eru lát-
lausar tilraunir til aö fórna
honum á altari hins
almáttuga dollara. Hann
lærir smátt og smátt aö
Kvikmyndir
Arni Þór- arinsson skrifar
notfæra sér þetta kerfi um
leiö og þaö notfærir sér
hann uns hann á endanum
hrökklast, — aö vfsu sjálf-
viljugur — burt, snýr
reynslunni rikari aftur til
Evrópu.
Talsvert skortir á aö
þessi saga Chaplin sé yfir-
veguö og hnitmiöuö.
Framanaf er hún sögö I
stuttum kostulegum atriö-
um, sem sýna kónginn og
New York mætast eins og
■ Kóngurinn i baöherberginu. t þessu atriöi bregöur
Chaplin á látbragösleik sem minnir á gömlu þöglu
myndirnar en missir marks i þessari kvikmynd.
þegar marsbúi kemur til
jaröarinnar. Þegar líöa
tekur á myndina greinast
hins vegar sundur tveir
meginþræöir, þar sem eru
annars vegar samskipti
kóngsins viö ameriska aug-
lýsingaiönaöinn meö sjón-
varpiö og kvikmyndirnar i
broddi fylkingar, en hold-
tekning hans er þokkadisin
Ann Kay (Dawn Addams),
og hins vegar samskipti
kóngsins viö drenginn
Rupert Macabee, (Michael
Chaplin) son kommúniskra
hjóna sem dæmd eru fyrir
„óameriska iöju”. Úr bí.ö-
um þessum þráöum vefur
Chaplin beiska, en þó
glettna ádeilu.
Honum tekst betur upp
meö fyrri þráöinn. Skiln-
ingur Chaplins á eöli þessa
glamursiönaöar er svo
næmur aö I Kóngur i New
York er hann tveimur ára-
tugum fyrir Network
Paddy Chayefskys, búinn
að skilgreina þá múgsefj-
unarhættu sem honum
fylgir. SIBarnefndi þráöur-
inn er aö visu náskyldur
þessu, en hann er tlma-
bundnari og persónulegri.
Kóngur I New York er ótrú-
lega skýr fyrirboöi um þá
heimsmynd sem viö sáum I
Network 1 Tónabiói fyrir
nokkrum vikum. Til dæmis
er persóna Ann Kay svo til
nákvæm fyrirmynd Diönu
Christensen, hinnar kald-
rifjuöu sjónvarpsdrottn-
ingar sem Faye Dunaway
lék I Network.
En i Kóngur i New York
er þaö húmorinn sem er
leiöarljósiö þótt ekki gangi
hann upp I heild vegna þess
biturleika sem býr bak við
myndina og áöur er vikiö
aö. Kóngur I New York er
ekki I hópi fremstu mynda
meistarans. En hún er afar
góö. Chaplin sjálfur leikur
ýkt og stílfært, eins og
reyndar aörir i þessari
satlru. Hann á ógleyman-
leg augnablik ekki sist er
hann leikur á móti syni
sinum Michael, sem viröist
hafa verið mikiö leikara-
efni.
„Þetta líður hjá”, segir
Ann Kay viö kónginn þegar
hann i lok myndarinnar
yfirgefur hina amerisku
geggjun. — „Þetta liöur
hjá”, svarar þá kóngur,
„en þaö tekur tima”. Þar
reyndist hann sannspár.
Geggjunin leiö hjá.
Amerika sá aö sér og tók
viö kóngi sinnar kvik-
myndalistar þegar hann
var oröinn fjörgamall
maöur og gat ekki lengur
þakkaö fyrir sig.
Kóngur i New York er
minnisvaröi um þessi átök.
Hún er ósamstæö mynd, en
ómetanlegur fengur. Og
menn eru núna fyrst farnir
aö gera sér grein fyrir þvi.
—AÞ
Poppplsflll fff
Tæknin og heim-
urínn freista
I siöasta pistli voru til
tindar nokkrar helstu
hljómsveitir áranna
1964-65 Allar áttu þær þaö
sameiginlegt aö vera
brautryöjendur hinnar
nýju sláttastefnu hér-
lendis.
Plötuútgáfa
Brátt tóku strákarnir
aö teygja sig inná tækni-
væddari svið. Síöast var
getiö um 2 litlar plötur
Hljóma. En áriö 66 riöur
næsta hljómsveit á vaöiö.
Þetta voru þeir Rúnar
Gunnarsson, Jón P. Jóns-
son Stefán Jóhannsson og
Hilmar Kristjánsson.
Klæddust þeir einkennis-
búningi hins amriska
flota og þangaö sóttu þeir
nafnsitt, Dátar. Snemma
árs 1966 hófust þeir handa
um gerö 4 laga plötu. Sér
til aöstoöar fengu þeir
Þóri Baldursson sem út-
setti og sá um orgelleik.
Þeir félagar röltu niörá
Skúlagötu i gamla gufu-
radlóiö. Þar var Pétur
Ténlist
Halldór
Ww ★'*' tp Gunnars-
BC V , ^ son skrif-
' ar um
■W..<y 1 P°PP
Steingrímsson fyrir og sá
hann um aö koma tön-
unum rétta boöleiö gegn-
um tæknitólin, hina 2ja
rása ölm usu f rá f rændum
okkar á Noröurlöndum.
Útkoman varö hin
ágætasta plata á þeirra
tima mælikvaröa.
A þessari plötu sté Þor-
steinn Eggertsson sin
fyrstu spor sem textahöf-
undur og vist ekki þau
siöustu. Lög þessarar
plötu voru: Leyndarmál,
Kling klang viö texta
Clafs Gauks eitthvert þaö
almesta hnoö sem boriö
hefur veriö á borö fyrir
manneskjur, Alveg ær og
erlent lag, Cadilac sem I
framburöi varö Kjeöelek
og þótti töff. Seinna sama
ár endurtóku Dátar ferö
sina niöri útvarp og út-
koman varö m.a. þaö lag
sem best hefur varöveitt
minningu þessarar
hljómsveitar, Gvendur á
eyrinni. Þetta ágæta lag
Rúnars Gunnarssonar
klæddist besta texta Þor-
steins Eggertssonar
hingaö til.
En þaö voru ekki allir
sem létu sér nægja tón-
dútl I nepjunni niörá
Skúlagötu. Hinn stóri
heimur freistaöi meö
fyrirheitum sinum.
Hljómar slógu til. En
þegar út var komið vildi
Hljómanafniö böggla
hinar engilsaxnesku
tungur. Þvi þurfti aö
byrja á þvi aö skipta um
nafn. Og svona til aö viö-
halda menningarlegum
tengslum viö fööurlandiö,
var uppfundiö nafniö
Thorshammers, Þórs-
hamrar. Þetta ár tóku
þeir upp tvær plötur ytra
og aö sjálfsögöu var ort á
tungu Shakespears. Hin
fyrri innihélt m.a. lagiö
Memory sem náöi þó
nokkrum vinsældum i
einu fylki Bandarlkjanna
og hérlendis. Seinni
platan samanstóö af 6
lögum. Voru þau notuö
viö Hljómamyndina
Umbarubamba, sem eitt-
hvaö var sýnd hérlendis
en er víst best geymd i
kvikmyndasafninu nýja.
Landsbyggðar-
hljómsveitir
Eins og hefur ekki fariö
framhjá neinum.þá voru
Hljómar frá Keflavík.
Staöurinn var oröinn
einskonar Liverpool Is-
lands meö 7 „Bitlahljóm-
sveitir” innan bæjar-
markanna. Ein þeirra
var Óömenn meö þá Jó-
hann G. Jóhannsson og
Engilbert Jensen i broddi
fylkingar. Skagamenn
lágu heldur ekki á liði
sinu. Hljómsveitin
Dúmbó tók sér far meö
Akraborginni og kastaöi
festum viö Tjarnarbakk-
ann móts viö gamla
Glaumbæ, sem var þá
miöstöö skemmtanalifs
höfuöborgarinnar. Nutu
þeir mikillar hylli sem
greina má af siöustu plöt-
um þeirra. Logar frá
Vestmannaeyjum lögöu
Herjólf undir sig og
brugöu sér uppá sviö I
pásu á hljómleikum
hljómsveitarinnar The
Hollies þar sem Dátar
komu einnig fram. Log-
arnir léku um áhorf-
endur, og héldu megin-
landsbúum heitum meö
dansiböllum þetta blauta
sumar.
Hljómsveit ársins
1966
Eins og sjá má var
mikiö um hópa pilta sem
á þessum árum voru
kallaöir unglingahljóm-
sveitir. Skiptist æskulýö-
ur landsins i mörg horn
meö þaö hver væri nú
best. Var það eitt
ákjósanlegasta tilefni
slagsmála þeirra tlma.
Blaö eitt sá þá þann kost
vænstan aö efna til svo-
kallaöra vinsældakosn-
inga. Þátttaka varö
geysimikil i þessu hita-
máli. Eftir tvlsýna taln-
ingu var skipaö i hljóm-
sveit ársins 1966. Þaö
voru Hljómarnir Gunnar,
Rúnar, Erlingur, og
Pétur allir meö tölu.
Saxofonleikararnir Jón
Trausti Hervarösson og
Reynir Gunnarsson úr
Dúmbó. Hljómborðs-
leikarinn úr Tempo Þor-
geir popphyrnir
Astvaldsson, og söngvar-
inn valdist úr Dátum
Rúnar Gunnarsson.Svein-
um þessum, sem kom
mun betur saman en
aödáendum þeirra, var
hóaö saman niörl útvarp
þar sem þeir spiluöu
saman eitt lag I sátt og
samlyndi.”
—HG.
ólafur
„Ég kemst einhvern veg-
inn ekki undan þvl aö yrkja
kvæöi annaö slagiö”, sagöi
óiafur Jóhann Sigurösson
höfundur ljóöabókarinnar
Virki og vötn, sem Mál og
menning hefur sent frá sér.
Þetta er fjóröa ljóöabók
ólafs Jóhanns, en fyrir
tvær siöustu ljóöabækur
sinar, Aö laufferjum og Aö
brunnum hlaut hann bók-
menntaverölaun Noröur-
landaráös 1976.
„Þessi ljóð, aö einu
undanskildu hafa oröiö til
frá þvi haustiö 1974, en þaö
haust kom út ljóöabókin AB
brunnum.
Ég tel aö sumir kaflar I
þessari bók séu meö öörum
blæ, en I fyrri ljóöabókum.
Ef ég er sjálfur aö breytast
þá er þaö ekki visvitandi.
Þessi kvæöi eru svar viö
ýmsu þvl sem er á kreiki I
nútlmanum. 1 þeim felast
LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST