Morgunblaðið - 05.01.2001, Page 1
Gyllti hnötturinn afhentur í janúar
Þá riðu hetjur
um héruð
VESTRINN er hin sérameríska kvikmyndagrein og er jafngamall kvik-
myndasögunni sjálfri. Rætur hans liggja djúpt í þjóðarvitund Bandaríkjanna
en efniviðurinn er sóttur í þann þjóðsagnararf sem hin unga þjóð var að
skapa sér. Hugmyndin um kúrekann, sem er engum háður og getur aðeins
treyst á sjálfan sig, sína byssu og sinn hest, varð fljótt goðsagnarkennd, skrif-
ar Heiða Jóhannsdóttir í grein sinni um vestrann fyrr og
nú í Bíóblaðinu í dag en í Sjónarhorni lýsir Arnaldur
Indriðason yfir söknuði eftir bandarísku vestrunum.
Frumbyggjarnir og landnemarnir
2/5
Væntanlegt
Nýtt í bíó
FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 Á FÖSTUDÖGUM
Fjölskyldu-
maðurinn
Bíóhöllin, Kringlubíó, Nýja bíó,
Akureyri, Nýja bíó, Keflavík, og
Regnboginn frumsýna í dag róm-
antísku gamanmyndina Fjölskyldu-
manninn eða The Family Man með
Nicholas Cage og Téa Leoni í aðal-
hlutverkum. Leikstjóri er Brett Ratn-
er en myndin segir frá manni sem
fær tækifæri til þess að sjá hvernig
líf hans hefði orðið hefði hann tekið
aðra ákvörðun þegar hann var yngri.
UNG leikkona af vest-
ur-íslenskum ættum
fer með áberandi hlut-
verk í tveimur banda-
rískum bíómyndum
sem sýndar eru um
þessar mundir hér-
lendis, Unbreakable í
SAM-bíóunum og The
General’s Daughter,
sem sýnd verður á
Stöð 2 annað kvöld.
Hún heitir Leslie Stef-
anson og er fædd í
norrænum byggðum
Dakota, bænum
Fargo, sem kunn
mynd Coen-bræðra
heitir eftir.
Leslie Stefanson, fullu nafni
Leslie Ann Stefanson, er 29 ára
að aldri. Föðurforeldrar hennar
settust að upp úr aldamótum
1900 í smábænum Moorhead í
Minnesota, þar sem hún ólst
upp, en afi hennar hét Skúli
Stefánsson. Hún útskrifaðist frá
Barnard College við Columbia-
háskóla í New York með ensku
sem sérgrein.
Hún er nú búsett í Hollywood
og hefur á nokkrum árum unnið
sig úr fyrirsætustörfum til kvik-
myndaleiks. Leslie Stefanson
hefur alls leikið í 14 kvikmynd-
um á sex árum, fyrst í stað smá-
hlutverk í myndum eins og The
Mirror Has Two Faces, Flubber
og As Good as it Gets uns hún
vakti athygli sem titilpersónan í
spennumyndinni The General’s
Daughter árið 1999 þar sem hún
lék á móti John Travolta og Jam-
es Woods. Á nýliðnu
ári lék hún í fjórum
bíómyndum, þ. á m.
Beautiful með Minnie
Driver og Kathleen
Turner undir stjórn
Sally Field, Unbreak-
able, nýjustu mynd M.
Night Shyamalan þar
sem hún leikur á móti
Bruce Willis í upphafs-
atriðinu, örlagaþrung-
inni lestarferð, og nú
síðast Desert Saints á
móti Kiefer Sutherland,
en sú mynd hefur enn
ekki verið frumsýnd.
Einnig lék hún á árinu
Joan Bennett Kennedy
í sjónvarpsþáttaröð um Kennedy-
fjölskylduna, Jackie, Ethel, Joan:
The Women of Camelot.
Þess má geta að á Netinu má
finna vefsíður tileinkaðar Leslie
Stefanson, m.a. The World of
Leslie Stefanson, sem er á slóð-
inni www.lstefanson.net/.
Leslie Stefanson í The General’s Daughter og Unbreakable
Í Hollywood: Leslie Stefanson og leikarinn
Ryan O’Neal á frumsýningu.
REUTERS
Unbreakable: Leslie Stefanson í
hlutverki sínu.
Dreka-
banar
Þann 9. mars verður ævintýra-
myndin Drekabanar eða Dungeons &
Dragons frumsýnd á Íslandi. Leik-
stjóri hennar er Courtney Solomon
en með helstu hlutverk fara Justin
Whalin, Zoe McLellan, Jeremy
Irons, Bruce Payne og Marlon Wa-
yans. Myndin er byggð á hinu vin-
sæla spili með sama nafni.
Vestur-íslensk leikkona
á uppleið í Hollywood
Þann 9. mars verður nýjasta mynd
Sean Connerys frumsýnd hér á landi
en hún heitir Að finna Forrester eða
Finding Forrester. Leikstjóri er Gus
Van Sant (Good Will Hunting) en
myndin segir frá rithöfundi sem hefur
einangrast. Með önnur hlutverk fara
F. Murray Abrahams og Anna Paq-
uin en Valdís Óskarsdóttir mun vera
klippari myndarinnar.
Að finna
Forrester
„Ég hef alls ekki í hyggju að
reyna að upplýsa Geirfinns-
málið, ég veit ekkert um það
frekar en aðrir. Það sem
freistar mín fyrst og fremst
er að lýsa andrúmsloftinu í
þjóðfélaginu. Þetta tiltekna
sakamál situr svo fast í fólki
af því það var eins og íslenska
þjóðfélagið missti sakleysi
sitt þegar þetta gerðist árið
1974.“ Þetta segir Viðar Vík-
ingsson, höfundur Leirburð-
ar, nýrrar íslenskrar bíó-
myndar sem byggist á
Geirfinnsmálinu og er nú í
vinnslu. Hann bætir við:
„Menn höfðu fram að því talið
sér trú um að við værum
óhult fyrir þeim óhæfuverk-
um sem eiga sér stað úti í hin-
um stóra heimi.“
Í helstu hlutverkum eru
Atli Rafn Sigurðsson, Álfrún
Örnólfsdóttir, Þórhallur
Sverrisson, Erlingur Gíslason
o.fl. Páll Kristinn Pálsson
ræðir við Viðar Víkingsson
um verkefnið í Bíóblaðinu í
dag./2
Óhult fyrir
óhæfuverkum?
Yfirheyrsla í Leirburði: Gunnlaugur Helgason, Sigurjón Kjartansson, sem leika fangaverði,
og leirmynd Sigmundar Ernis Rúnarssonar.
Leirburður byggist á Geirfinnsmálinu
GOLDEN Globe-verðlaunin svokölluðu vekja sérstaka athygli á
Íslandi í ár vegna þess að tveir Íslendingar eru tilnefndir til
þeirra, Björk Guðmundsdóttir fyrir besta leik og lagasmíð í kvik-
myndinni Dancer in the Dark og skáldið Sjón fyrir lagatexta.
Verðlaunaafhendingin fer fram síðla í janúar en þeir sem hreppa
verðlaunin þykja jafnan eiga góða möguleika til sigurs á óskars-
verðlaunaafhendingunni seinni hluta marsmánaðar. Golden Globe
eru verðlaun samtaka erlendra fjölmiðlamanna í Hollywood og
Sæbjörn Valdimarsson fjallar hér um sögu gyllta
hnattarins og metur tilnefningarnar í ár. Helsti keppi-
nautur Bjarkar í hennar flokki er, að mati Sæbjörns,
engin önnur en Julia Roberts.
Björk eða Julia?
3