Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 3
Bjarkar vegna, átti
ofurstjarnan Julia
Roberts (hún er í dag
ein hæstlaunaða kvik-
myndastjarna heims og
sú sem getur selt vinnu sína dýrast
allra kvenleikara), góðan dag í Erin
Brockovich og hætt við að stjörnu-
blindan varpi glýju í augu meðlima
HFPA (sem og Akademíunnar,
seinna í vetur). Persónulega þótti
mér Roberts standa sig vel í rösk-
lega miðlungsmynd. Breski stórleik-
arinn Albert Finney var hins vegar
sá sem gaf myndinni nokkurn klassa.
Roberts verður tvímælalaust illvið-
ráðanleg í þessum flokki og myndin
gekk vel á meðan lítið fór fyrir Dan-
cer in the Dark, sem var einungis
sýnd í örfáum, litlum kvikmyndahús-
um. Hér eru líka tilnefndar tvær aðr-
ar frægar og færar leikkonur; Joan
Allen, fyrir leik sinn í The Conten-
der, og Ellen Burstyn, sem átti, að
sögn, glæsilega endurkomu í Re-
quiem for a Dream. Minna hefur
heyrst af You Can Count on Me, og
afrekum aðalleikonunnar, Lauru
Linney. Sú fimmta er svo Björk, sem
setti sitt persónulega mark á Dancer
in the Dark. Vitaskuld veðjum við á
okkar stjörnu. Björk var hjarta
myndarinnar og spurningin er: Nýt-
ur Björk þess að vera evrópskur
listamaður hjá útlendingaherdeild
blaðamanna í Hollywood?
Mynd ársins – drama
Myndirnar, sem keppa um Golden
Globe í flokki dramatískra verka, eru
sundurleitur hópur og hafa aðeins
tvær þeirra verið sýndar hérlendis.
Hin magnaða Gladiator, ágæt mynd
og ábúðarmikil fyrir augað en synd
væri að segja að dramað risti djúpt,
frekar en í Erin Brockovich, sem
einnig hefur verið sýnd hérlendis.
Báðar þessar myndir voru prýðileg
afþreying en verða seint flokkaðar í
þungavigt. Mikið og gott orðspor fer
af bresku myndinni Billy Elliot, sem
dregur nafn sitt af aðalpersónunni,
ungum strák sem kemur einsog
þruma úr heiðskíru lofti inn í fjöl-
skyldu harðsoðinna verkamanna, því
Billy vill ekki á eyrina, heldur nema
dansmennt. Sunshine mun vera nýj-
asta verk ungverska leikstjórans
Istváns Szabós. Fjallar um at-
burðina sem leiddu til uppreisnar-
innar í heimalandi hans árið 1956, er
Þ
AÐ er fyrst til að
taka að Golden Globe-
verðlaununum var
komið á laggirnar og
verðlaunahafar
jafnan valdir af
Samtökum er-
lendra blaðamanna í Hol-
lywood – Hollywood Foreign
Press Association (HFPA).
Tilgangurinn með þeim að
efla menningartengsl er-
lendu pressunnar og Banda-
ríkjanna, stuðla að upp-
fræðslu á sviðum lista með
styrkjum til háskólanáms og
verðlauna framúrskarandi ár-
angur í kvikmynda- og sjón-
varpsiðnaðinum.
Meðlimir samtakanna,
sem voru stofnuð 1943
(fyrstu verðlaunin afhent
ári síðar), eru 89 og eiga
það sameiginlegt að sjá
heimalöndum sínum
fyrir fréttum af kvik-
mynda- og sjónvarps-
gerð. Tveir meðlim-
anna eru reyndar
ekki starfandi
blaðamenn. Til-
nefningar og
verðlaunahafar
eru valdir með
leynilegri at-
kvæðagreiðslu meðal
meðlima HFPA, úr hópi gjaldgengra
þátttakenda í hverjum flokki. Stjórn
HFPA velur viðtakanda hinna ár-
legu heiðursverðlauna, sem kennd
eru við stórmyndaleikstjórann og
brautryðjandann Cecil B. DeMille.
Hún hefur þegar komist að niður-
ströðu; verðlaunin fyrir yfirstand-
andi ár falla í hlut ofurstjörnunnar
Al Pacino.
Framvinda gullna hnattarins er á
þann veg að tilnefningar eru til-
kynntar 21. des. en 5. janúar sendir
endurskoðunarfyrirtækið Emst &
York, öllum meðlimum HFPA kjör-
seðla. Þeir hafa síðan hálfan mánuð
til að skila inn atkvæðum sínum, sem
verða að hafa borist endurskoðunar-
skrifstofunni fyrir kvöld þess 17.
Sjálf afhendingarhátíðin fer síðan
fram með tilheyrandi glæsibrag á
Beverly Hilton-hótelinu sunnudags-
kvöldið 21. janúar.
Golden Globe-verðlaunin skiptast
á kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn.
Kvikmyndirnar keppa um 13 gull-
hnetti, sjónvarpsefni um 11. Margt
hefur verið rætt og ritað um Golden
Globe sem nk. fyrirboða hinna mun
virtari Óskarsverðlauna. Í því sam-
bandi má nefna að á síðasta ári hlutu
7 af 13 sigurvegurum Golden Globe,
Óskarinn, sem er hátt hlutfall; árið
áður voru þeir aðeins 4, sem er al-
gengari fjöldi. Flestum þykir, af
ærnum ástæðum, mun minna til
þeirra koma. Klassi og virðing ríkja
yfir Óskarnum, Golden Globe berg-
málar frekar tískusveiflur í kvik-
myndaheiminum og hefur haft mun
sjáanlegri áhrif á Emmy-verðlaunin
(veitt árlega af bandarísku sjón-
varpsakademíunni, sem er hliðstæð
kvikmyndaakademíunni). Einhverj-
ar illkvittnar tungur halda því fram
að erlendu blaðamennirnir tilnefni
þá sem eru í tísku, frekar en þá sem
skara fram úr. Séu dálítið sjóndaprir
af stjörnuskininu. Vafalaust nokkuð
til í því. Hvað um það, gullhnötturinn
verður æ meira áberandi í kvik-
myndaumræðunni með hverju árinu.
Einsog fram hefur komið eru þau
Björk Guðmundsdóttir og góðskáld-
ið Sjón Sigurðsson, á meðal til-
nefndra í ár. Þau eru ástæðan, öðru
fremur, fyrir þessari umfjöllun, auk
þess eru verðlaunin tvímælalaust ein
þau kunnustu í kvikmyndaheiminum
og sáralítið hefur verið um þau rætt
á síðum blaðsins að undanskildum
smáfréttum. Nú verður rennt yfir til-
nefningarnar í flokkunum 13 og þá
gefst lesendum innsýn í þá veröld
sem erlenda pressan tignar í kvik-
myndaborginni.
Kvenleikari ársins í aðalhlutverki
söngva-, dansa- eða gamanmynd
Golden Globe-verðlaunin skipta
leikurunum í tvo hópa. Þá sem koma
fram í söngva-, dansa- og gaman-
myndum, og þá sem leika í drama-
tískum hlutverkum. Björk er ekki í
fyrrnefnda hópnum, heldur keppir í
þeim dramatíska, ásamt miklum
kvennablóma. Til allrar óhamingju,
Undir áramót hefst verðlaunaafhendingatímabilið í
skemmtanaiðnaðinum í Bandaríkjunum. Fyrst til að ríða
á vaðið eru samtökin National Board of Review, síðan
líta þau dagsins ljós hver af öðrum og ná hámarki síð-
asta sunnudag marsmánaðar. Önnur eftirsótt verðlaun,
Golden Globe, eru afhent síðla í janúar, sú athöfn vekur
meiri athygli að þessu sinni hér á landi en nokkru sinni
áður, því okkar eigin Björk Guðmundsdóttir og Sjón Sig-
urðsson, eru á meðal tilnefndra, fyrst Íslendinga.
Sæbjörn Valdimarsson brá því stækkunarglerinu að
sögu gyllta hnattarins og tilnefningunum í ár.
og gullhnötturinn
Útlendingaherdeildin
Ungverjar gerðu máttvana tilraun til
að losna úr vítiskrumlu Sovétsins.
Wonder Boys er fyrsta mynd leik-
stjórans Curtis Hanson eftir þá
mögnuðu L.A. Confidential og segir
af rithöfundi sem Michael Douglas
leikur með miklum tilþrifum. Mynd-
in féll í miklu betri jarðveg hjá gagn-
rýnendum en almenningi. Fimmta
myndin er Trafic, nýjasta mynd hins
eftirtektarverða og afkastamikla
leikstjóra Stevens Soderberghs, sem
einnig á Erin Brockovich, í þessum
álitlega hópi hópi. Trafic fjallar um
baráttuna við eiturlyfjasmyglið inn í
Bandaríkin og kemur Douglas aftur
við sögu í aðalhlutverki.
Mynd ársins – söngva-
og dansa- eða gamanmynd
Almost Famous eftir leikstjórann/
handritshöfundinn Cameron Crowe
(Jerry Maguire) og smámyndin Best
in Show, eftir Christopher Guest eru
óþekktar stærðir hérlendis. Kjúk-
lingaflótti – Chicken Run, hefur hins
vegar gengið hérlendis mánuðum
saman, enda tölvuteiknimynd af
bestu gerð, og gott dæmi um hvað
Jeffrey Katzenberg er að gera hjá
DreamWorks eftir að hafa verið út-
lægur gerr hjá Disney. Kjúklinga-
flótti er eina, tilnefnda myndin í
þessum flokki, sem sýnd hefur verið
hérlendis til þessa. Chocolat er nýj-
asta verk Svíans Lasses Hallströms
og frönsku leikkonunnar Juliette
Binoche. Hefur hlotið mikið lof og
verður forvitnilegt að sjá hvernig
þessum Evrópubúum reiðir af.
Fimmta myndin er síðan nýjasta af-
urð Coen-bræðra; O Brother, Where
Art Thou? sem mun vera skopstæl-
ing á Ódysseifskviðu Hómers. Lofar
vissulega góðu.
Karlleikari í
aðalhlutverki – drama
Við höfum aðeins séð Russell
Crowe í Gladiator, en við hann keppa
þrír gæðaleikarar í myndum sem
hafa hlotið mikið lof. Michael Dougl-
as í Wonder Boys, áðurnefndri mynd
Curtis Hanson; Tom Hanks í Cast
Away, nýju metaðsóknarmyndinni
hans Roberts Zemeckis, og Geoffrey
Rush, sem sagður er fara á kostum í
Quills, umdeildri mynd Philips Kauf-
mans um öfuguggan, markgreifann
De Sade. Þá er aðeins ógetið Javiers
Bardems, sem fer með aðalhlutverk-
ið í Before Night Falls, eftir nýliðann
Jonathan Schnabel.
Karlleikari í aðalhlutverki
– söngva-, dansa- eða gamanmynd
Fyrstan skal frægan telja Jim
Carrey í hlutverki Trölla í mynd
Rons Howards, How the Grinch
Stole Christmas, sem hefur glatt
okkur um jólin og er til alls líklegur.
George Clooney er að komast í tölu
ofurstjarna kvikmyndaheimsins, sú
fyrsta sem sem tekst að ná því marki
eftir að hafa slegið í gegn á skjánum.
Hann er sagður aldrei betri en í
mynd bræðranna Coen, O Brother,
Where Art Thou? Þá eru þrír aðrir,
góðkunningjar bíógesta tilnefndir:
John Cusack fyrir High Fidelity; Ro-
bert De Niro í Meet the Parents og
síðast en ekki síst Mel Gibson, fyrir
frammistöu sína í gamanmyndinni
What Women Want.
Kvenleikari í aðalhlutverki
– söngva-, dansa- eða gamanmynd
Í fullri hreinskilni er maður ekki
trúaður á að nokkur þeirra leik-
kvenna sem hér eru tilnefndar, hljóti
sömu náð hjá kvikmyndaakademí-
unni í næsta mánuði. Þó veit maður
aldrei neitt... Einna helst er þó veðj-
andi á franska uppáhaldið, Juliette
Binoch e(Chocolat), frekar en það
breska, stórleikkonuna Brendu Blet-
hyn. Hún spjarar sig vissulega vel í
Saving Grace, en myndin tæpast í
þeim gæðaflokki sem heillar aka-
demíuna.
Þá er það Sandra Bullock sem lög-
reglukona sem lærir barsmíðar í
Miss Congeniality; Renée Zellweger
í Nurse Betty og Tracy Ullman í
Small Time Crooks. Allt mjög í anda
Golden Globe-stílsins.
Kvenleikari í
aukahlutverki – drama
Enn höfum við ekkert séð af þeim
leiksigrum sem HFPA telur fræk-
nasta hjá leikkonum. Sjálfsagt ber
hæst lafði Judi Dench í hinni stjörn-
um prýddu Choclat. Þær koma einn-
ig við sögu, Kate Hudson og Frances
McDormand í Almost Famous. Þá er
Julie Walters tilnefnd fyrir Billy El-
liot, hún er til þessa einnar myndar
leikkona, sló í gegn í Educating Rita,
fyrir 17 árum, hefur fátt gert umtals-
vert síðan. Lestina rekur svo velska
elskan hans Michaels Douglas, kynt-
röllið Catherine Zeta-Jones, sem fer
með hlutverk í margnefndri Trafic.
Karlleikari í
aukahlutverki – drama
Jeff Bridges hefur verið einn besti
– en seinheppnasti karlleikari Hol-
lywood, allt frá því hann setti mark
sitt á tvær gæðamyndir á öndverðum
áttunda áratugnum: The Last Pict-
ure Show og Fat City. Síðan hefur
Bridges leikið í fjölda mynda og jafn-
an staðið sig miklu betur en mynd-
irnar sjálfar. Í ár er hann tilnefndur
fyrir enn einn skellinn, sem heitir
The Contender, en þykir ágætasta
mynd. Willem Dafoe í Shadow of the
Vampire og hinn athyglisverði Joa-
quin Phoenix í Gladiator, hafa báðir
á sér nokkurn Golden Globe stimpil.
Jafnvel Benicio Del Toro í Trafic (þó
gæti piltur leynt á sér). Þá er Albert
Finney einn ótalinn, hann stóð sig
vel að vanda í Erin Brocovich. Hann
væri vel að sigrinum kominn.
Leikstjóri
Fjórir fræknir hæfileikamenn á
öllum aldri og ýmsum þjóðernum,
eru tilnefndir í ár. Steven Soder-
bergh hlytur að teljast sigurstrang-
legur þar sem hann er tilnefndur fyr-
ir tvö verk, hinar margumtöluðu
Erin Brockovich og Trafic. Hér eru
líka höfðingjarnir István Szabó fyrir
Sunshine og Ang Lee með eina bestu
mynd Kvikmyndahátíðar í Reykja-
vík 2000, Crouching Tiger, Hidden
Dragon. Síðast en ekki síst Ridley
Scott, sem vaknaði aftur til lífsins
með Gladiator. Fróðlegt verður að
sjá hver stendur uppi sem sigurveg-
ari í þessum flokki. Allt hinir mæt-
ustu menn.
Handrit
Í þeim flokkum sem eftir eru verð-
ur farið fljótt yfir sögu. Efstur á lista
er sá sem telja má sigurstrangleg-
astan (frá þessum bæjardyrum séð).
Douglas Wright hlýtur að teljast lík-
legur, en hafa ber í huga að Holly-
wood pressan hefur mikið dálæti á
Cameron Crowe.
Quills – Douglas Wright
Almost Famous – Cameron Crowe
Trafic – Stephen Gaghan
Wonder Boys – Steven Kloves
You Can Count On Me – Kenneth
Lonegan.
Erlend mynd ársins
Crouching Tiger, Hidden Dragon
– Taívan
The Hundred Steps – Ítalía
Love’s a Bitch – Mexíkó
Malena – Ítalía
The Widow of St. Pierre – Frakk-
land.
Frumsamin tónlist
Gladiator – Lisa Gerrard og Hans
Zimmer
All the Pretty Horses – Larry
Paxton, Marty Stuart, Kristin Wilk-
inson
Chocolat – Rachel Portman
Crouching Tiger, Hidden Dragon –
Tan Dun
Malena – Ennio Morricone
Sunshine – Maurice Jarre.
Frumsamið lag
I’ve Seen It All. Tónskáld Björk.
Texti Sjón og Lars Von Trier, úr
Dancer in the Dark
My Funny Friend and Me – The
Emperor’s New Groove
One in a Million – Miss Congeniality
Things Have Changed – Wonder
Boys
When You Come Back to Me Again
– Frequency.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 C 3
BÍÓBLAÐIÐ
Björk: Dancer in the Dark. Julia Roberts: Erin Brockovich.
Keppinautarnir