Morgunblaðið - 05.01.2001, Side 4
4 C FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ
PARÍS
Rauða
myllan
snýst
aftur
Frakkar bíða spenntir eftir ný-
stárlegri og spennandi endur-
gerð á Rauðu myllunni, sem
von er á fljótlega á næsta ári.
Eins og flestir kvikmyndaunn-
endur þekkja er sögusvið
myndarinnar Montmartre-
hverfið í París þar sem Rauða
myllan stendur enn og er mik-
ið sótt af ferðafólki.
Kvikmyndin gerist ár-ið 1899 þegarvagga menningarstendur í París; Eiff-
elturninn er nýbyggður og í
kaffihúsum Montmartre-
hverfisins sitja rithöfundar og
drekka
absint til
vitundar-
víkkunar.
Krökkt er
af söng-
leikjum,
kabarett-
um og kan-
kan-
dans-
meyjum.
Rauða
myllan hefur ótal sinnum ver-
ið sviðsett á leiksviði og oft í
kvikmyndaformi, enda saga
sem Parísarbúar unna af al-
hug. Hún fjallar um fátækt
skáld sem heimsækir Mont-
martre-hverfið. Þar upplykst
fyrir honum heimur hins ljúfa
lífs, eiturlyfja, kynlífs og
svika. Hann kynnist m.a. list-
málaranum Toulouse-
Lautrec og söngleikjastjörn-
unni Satin en kynnin af hinni
síðarnefndu reynast honum
afdrifarík. Að þessu sinni
ræðst ástralski leikstjórinn
Baz Luhrmann í endurgerð
Rauðu myllunnar með Nicole
Kidman í hlutverki Satin og
Ewan MacGregor í hlutverki
Christian.
Tökur hófust í nóvember
1999 og hafa farið fram í Par-
ís og í myndverum í Ástralíu.
Luhrmann hefur þegar vakið
athygli fyrir rokkútgáfu af
Shakespeare, Romeo og Juli-
et með Leonardo DeCaprio,
og Ballroom Dancing. Áður
en hann réðst í kvikmynda-
gerð vann Luhrmann við upp-
setningar söngleikja á sviði
og í sjónvarpi, auk þess sem
hann sviðsetti leikrit og óp-
erur eins og t.d. La Bohème.
Í endurgerð Luhrmanns á
Rauðu myllunni koma fram
hugmyndir um framsetningu
söngleikja í kvikmyndaformi í
Myrkradansaranum eftir Lars
Von Trier. „Ég hef ekki í
hyggju að sýna París í þvæld-
um klisjum glæsiáranna,“ lét
Luhrmann hafa eftir sér í ný-
legu viðtali, „heldur verð ég
með mína persónulegu út-
gáfu af borginni. Myndin
verður einskonar sambland
af Dirty Dancing, Faktoríu
Andys Warhols og kynferð-
islegum heimi Disneylands.“
Það lítur því út fyrir að
þessi endurgerð á Rauða
myllunni verði vel krydduð og
æsilegri en nokkru sinni
fyrr.
Oddný
Sen
Baz Luhrmann:
Æsileg end-
urgerð.
H
ÚN lék í myndunum
fjórum á einu ári eft-
ir að hún hafði tekið
sér hlé frá kvik-
myndunum og nú er
verið að frumsýna
þær eina af annarri í
Bandaríkjunum. Þær eru mjög ólíkar
og í þeim leikur hún á móti mjög ólík-
um aðalleikurum. Allir eru þeir stór-
stjörnur: Hún leikur á móti Richard
Gere í Dr. T og konunum, sem Robert
Altman leikstýrir; á móti Kevin Spac-
ey í Pay It Forward. sem Mimi Leder
leikstýrir; á móti Tom Hanks í Cast
Away, sem Robert Zemeckis leikstýr-
ir og á móti Mel Gibson í What Wom-
en Want, sem Nancy Meyers leik-
stýrir. Sjálf er Helen stórstjarna á
meðal leikkvennanna í Hollywood en
ferðin til stjarnanna hefur verið tor-
sótt og löng í hennar tilfelli. Nú loks-
ins er hún að njóta ávaxtanna af því
striti sem hún hefur lagt á sig í
skemmtanaiðnaðinum vestra frá því
hún var níu ára gömul.
Úr sjónvarpi í kvikmyndir
Helen Hunt er 37 ára. Hún er fædd
árið 1963 í Los Angeles og var faðir
hennar kunnur leikstjóri í leikhúsum
og leiklistarkennari. Helen lék fyrst í
sjónvarpsmyndinni Pioneer Woman
árið 1972. Um tuttugu ára aldurinn
átti hún að baki fjöldann allan af sjón-
varpsþáttum og sjónvarpsmyndum
sem enginn man lengur eftir. Um það
leyti fór hún að sjást fyrst í bíómynd-
unum. Hún lék dóttur Kathleen Turn-
er í Peggy Sue Got Married og kær-
ustu Matthew Brodericks í Project X
auk þess sem hún var í miklu mun
síðri myndum eins og vísindahroll-
vekjunum Trancers og Trancers II.
Hlutverkin urðu stærri með árun-
um þótt enn ætti hún langt í land.
Hún vakti nokkra athygli í Water-
dance þar sem hún fór með hlutverk
eiginkonu fatlaðs rithöfundar og hún
lék á móti Billy Crystal í Mr. Satur-
day Night. Þá var hún farin að leika í
gamanþáttunum Mad About You í
sjónvarpi á móti Paul Reiser en eftir
því sem tímar liðu urðu þeir æ vin-
sælli og reyndust vera stökkpallur
fyrir Hunt yfir í aðalhlutverk í kvik-
myndum.
Hún fékk aðalkvenhlutverkið í
spennumyndinni Twister eftir Jan de
Bont, sem byggðist á handriti eftir
Michael Crichton og náði geysilegum
vinsældum og svo gerðist það að leik-
konan Holly Hunter hafnaði af ein-
hverjum ástæðum bitastæðu hlut-
verki í nýrri mynd James Brooks
(Holly hafði leikið fyrir Brooks áður í
Broadcast News), sem hann kallaði
As Good As it Gets og var með Jack
Nicholson. Hunt kom inn fyrir Hun-
ter og það var ekki nóg með að hún
hreppti Emmy-verðlaunin fyrir leik
sinn á móti Nicholson, heldur einnig
Golden Globe-verðlaunin og loks Ósk-
arinn.
Barðist eins og ljón
Hlutverkið í mynd James Brooks
kom ekki upp í hendurnar á henni
baráttulaust. „Ég barðist eins og ljón
til þess að fá hlutverkið,“ segir hún í
nýlegu viðtali í bandaríska kvik-
myndatímaritinu Movieline. „Þeir hjá
kvikmyndaverinu voru sæmilega
sáttir við að hafa mig í myndinni en
James sagði nei, nei, nei, hún er alls
ekki rétta leikkonan í hlutverkið. Hún
er alltof ung. Hann samþykkti þó að
hitta mig á fundi og ég var ein tauga-
hrúga vegna þess að ég hef svo lengi
dáðst að verkum hans og mér var svo
mikið í mun að sanna mig í hlutverk-
inu. Ég þoli það ekki þegar mann
langar í eitthvað svona illilega vegna
þess að þá er svo sárt að missa af því.“
Hún fékk Brooks á sitt band eftir
jaml, japl og fuður og síðan hefur
Hunt orðið ein eftirsóttasta leikkonan
í draumaverksmiðjunni. Eftir að hún
fékk Óskarinn rigndi yfir hana tilboð-
um en hún hafnaði þeim öllum. „Mér
fannst ekkert af hlutverkunum sem
mér buðust henta mér,“ segir hún og
það liðu tvö ár áður en hún fór í gang
aftur. Þá var hún hætt í Mad About
You. Mimi Leder stýrði henni í Pay It
Forward sem er fyrsta myndin sem
Kevin Spacey lék í eftir að hann fékk
Óskarinn. „Við hittumst þegar við
byrjuðum að æfa hlutverkin fyrir
myndina,“ segir hún um fyrstu kynni
sín af Spacey, „og eftir svona
klukkustund litum við hvort á ann-
að og það rann upp fyrir mér að
þótt ég vissi ekki frá hvaða plán-
etu hann kom, að þá var ég frá
henni líka. Mér fannst við virki-
lega tengjast vináttuböndum.“
Hanks og Gibson
Pay It Forward er dramatísk
mynd um kennara sem hvetur nem-
endur til góðverka en Hunt leikur
móður eins drengsins í skólanum.
What Women Want er gjörólík mynd,
rómantísk gamanmynd með Mel Gib-
son. „Ég hafði síst hugsað mér að
leika í rómantískri gamanmynd,“
segir Hunt, „vegna þess að ég var
svo hreykin af Mad About You. En
mér fannst frábært að Mel skyldi
taka hlutverkið að sér og leik-
stjórinn, Nancy Meyers, var
svo klár. Það var vegna henn-
ar og Mel sem ég lék í mynd-
inni.“
Hlutverk hennar í Cast
Pay It Forward frumsýnd: Með meðleikurunum Haley Joel Osment og Kevin
Spacey, en Hunt leikur móður drengsins.
Cast Away frumsýnd: Með Tom Hanks og eiginkonu hans Ritu Wilson en
Hunt leikur kærustu strandaglópsins í myndinni.
Reuters
Í As Good as It Gets: Þurfti
að berjast fyrir Óskars-
verðlaunahluverkinu.
Bandaríska leikkonan Hel-
en Hunt hreppti Óskarinn
fyrir As Good as It Gets fyrir
nokkrum árum og hvarf úr heimi kvik-
myndanna en hefur nú snúið aftur og
leikur í fjórum bíómyndum, sem
frumsýndar eru með stuttu millibili í
Bandaríkjunum. Arnaldur Indriðason
skoðaði feril Helenar en hún hefur
leikið frá því hún var níu ára stelpa.
Mad About You: Með Paul Reiser í sjón-
varpsþáttunum vinsælu.
Hunt og Gibson: Með mótleikara sínum í rómantísku gamanmyndinni What
Women Want og leikstjóranum Steven Spielberg.
Helena hin
fagra
Away er ekki mjög stórt því myndin
fjallar að langmestu leyti um Tom
Hanks í hlutverki skipreka manns á
eyðieyju og hvernig hann fer að því að
komast af. Hún segir að hlutverk sitt í
myndinni hafi breyst mikið á meðan á
gerð myndarinnar stóð. „Persóna
Toms gengur í gegnum mikla lífs-
reynslu til þess að finna sjálfa sig en
persónan sem ég leik tapar sjálfri sér
á meðan á því stendur.“
Helen lék fyrir Robert Altman í Dr.
T and the Women og kunni því ákaf-
lega vel. „Ég fór reyndar með lítið
hlutverk í þeirri mynd. Æfði golfið af
kappi og kunni ákaflega vel við Rich-
ard Gere. Meira er eiginlega ekki um
það að segja.“ Í myndinni leikur hún
atvinnumann í golfíþróttinni og segist
hafa æft sveifluna í þrjá mánuði áður
en tökur hófust „en svo var aðeins eitt
högg sýnt í allri myndinni,“ segir hún.
„Aðeins eitt.“ Helen Hunt hefur sam-
ið við Woody Allen um að leika í hans
næstu mynd en það þykir enn mikill
heiður að fá hlutverk í myndum hans.
„Þetta er símtalið sem allar leikkonur
sem fylgjast með bíómyndum og alast
upp í New York bíða eftir,“ segir
Hunt um Allen. „Þegar ég var orðin
úrkula vonar um að heyra frá honum,
hringir þá ekki kallinn.“