Morgunblaðið - 05.01.2001, Qupperneq 8
H
INSTA kvikmynda-
hlutverk Jason
Robards var dauð-
vona krabbameins-
sjúklingur, Earl
Partridge, forríkur
framleiðandi sjón-
varpsþátta í prýðisgóðri mynd Pauls
Thomas Andersons, Magnolia. Rob-
ards lék þennan sakbitna, útlifaða
gamla mann af dæmigerðu innsæi og
innlifun. Þegar hann lék hlutverkið
háði hann sjálfur baráttu við krabba-
meinið og lét í minni pokann á annan
í jólum.
Þunglyndi og ofdrykkja
Rispuð og hrjúf rödd hans hentaði
vel túlkun ískaldra, harðneskjulegra,
samviskulausra og undirförulla
manna, gjarnan valdamanna af ein-
hverju tagi, enda lék hann oft slík
hlutverk. Óskarsverðlaun hlaut hann
hins vegar fyrir leik sinn sem hörku-
tólið Ben Bradlee, ritstjóri Washing-
ton Post í myndinni All The Presi-
dent’s Men, sem fjallaði um
Watergatemálið. Það var 1976 og ári
síðar hreppti hann aftur Óskar og þá
fyrir túlkun rithöfundarins Dashiells
Hammets í Julia, sem byggð er á
minningum skáldkonunnar Lillian
Hellman. Á leiksviðinu sýndi hann
sérstök tilþrif í túlkun á persónum
Eugene O’Neills í verkum eins og
The Iceman Cometh og Long Day’s
Journey Into Night. Þær persónur
börðust margar hverjar við þung-
lyndi og ofdrykkju, rétt eins og Rob-
ards gerði sjálfur á tímabilum. Lífið
reyndist honum ekki alltaf jafnhlið-
hollt og listin.
Úr stríði á svið
Jason Robards jr eða yngri var
sonur Jason Robards (1892–1963),
sem var í hópi fremstu leikhúsleik-
ara Bandaríkjanna á sinni tíð, auk
þess sem hann lék í yfir hundrað bíó-
myndum, einkum á þögla tímabilinu.
Robards yngri hætti að kalla sig
yngri eftir að faðir hans lést.
Hann gegndi herþjónustu í sjóher
Bandaríkjanna í sjö ár á tímum
heimsstyrjaldarinnar síðari, þar sem
hann lifði af árás Japana á flotahöfn-
ina í Pearl Harbor. Fyrir herþjón-
ustu sína var hann sæmdur Flota-
krossinum, næstæðstu orðu flotans,
en þegar henni lauk fetaði hann í fót-
spor föður síns og hélt til New York.
Þar stundaði hann nám við American
Academy of Dramatic Arts og fór
síðan að þreifa fyrir sér í leikhús-
unum. Það gekk seint og illa og Rob-
ards sá sér farborða með því að aka
leigubíl og kenna. Honum áskotnuð-
ust minniháttar hlutverk á sviði, í út-
varpssápum og beinum sjónvarpsút-
sendingum frá leiksýningum. Svo
kom hann, sá og sigraði árið 1956
þegar hann lék Hickey í uppfærslu á
The Iceman Cometh eftir O’Neill.
Árið eftir fylgdi hann sigrinum eftir
með leik í Long Day’s Journey Into
Night og hreppti verðlaun gagnrýn-
enda í New York fyrir. Allar götur
síðan hefur Jason Robards verið au-
fúsugestur í leikhúsunum á Broad-
way.
Kvikmyndaferillinn hófst árið
1959 í melódrama Anatoles Litvak,
The Journey og Robards starfaði
síðan jöfnum höndum við leikhús,
kvikmyndir og sjónvarp. Í kvik-
myndunum hefur hann leikið fjöl-
breytileg hlutverk, en sjaldan þó að-
alhlutverk; hann hefur gjarnan stolið
senum í matarmiklum og flóknum
aukahlutverkum.
Það fyrsta sem vakti verulega at-
hygli var Dick Diver í Tender Is the
Night, eftir sögu F. Scotts Fitzger-
ald árið 1962 en sama ár hitti hann
einnig í mark sem Jamie Tyrone í
kvikmyndun Long Day’s Journey
Into Night.
Tveir Óskarar
Hann brilleraði í aðalhlutverki A
Thousand Clowns árið 1965, þar sem
hann lék uppreisnargjarnan galla-
grip, var eftirminnilegur glæpafor-
ingi sem Al Capone í The St. Valent-
ine’s Day Massacre og byssubófi
sem Doc Holliday í Hour Of the Gun,
báðar 1967, revíuleikari í The Night
They Raided Minsky’s 1968, aftur
byssubófi í spaghettívestranum
Once Upon a Time In the West 1968,
hershöfðingi í Tora! Tora! Tora! 1970
og Brútus í Júlíusi Sesar 1971. Rob-
ards lék í tveimur myndum fyrir
leikstjórann Sam Peckinpah, kynd-
ugt titilhlutverkið í The Ballad Of
Cable Hogue og landstjórann í
Nýju-Mexíkó í Pat Garrett and Billy
the Kid.
Mestri velgengni náði Robards á
áttunda áratugnum þegar hann vann
Óskara tvö ár í röð, sem fyrr segir,
en var einnig tilnefndur til Óskars-
verðlauna árið 1980 fyrir túlkun sína
á sérvitra auðmanninum Howard
Hughes í Melvin and Howard. Eft-
irminnilegast af fjölmörgum hlut-
verkum á níunda áratugnum var
kostulegur faðir Steves Martin í
gamanmyndinni Parenthood (1989)
og á þeim tíunda var hann m.a.
kaldranalegur lögmaður í Phila-
delphia (1993), þrjóskur og spilltur
fjölskyldufaðir í A Thousand Acres
(1997) og, ekki síst, Earl Partridge í
Magnolia (1999). Hann lék síðast í
sjónvarpsmyndinni Going Home
(2000).
Jason Robards var fjórkvæntur,
fyrst leikkonunni Eleanor Pitman
1948–1958 sem hann eignaðist með
börn, m.a. leikarann og alnafnann
Jason Robards III, Rachel Taylor
1959–1961, leikkonunni Lauren Bac-
all 1961–1969 sem hann eignaðist
með leikarann Sam Robards (Temp-
est, Ballad Of Little Jo, American
Beauty), og loks Lois O’Connor sem
hann var kvæntur frá 1970 til ævi-
loka og eignaðist með tvö börn.
Á banabeði sínu sagði Earl Par-
tridge í Magnolia: „Ég skal segja þér
hvers ég iðrast mest: Ég lét ástina
ganga mér úr greipum.“ Þótt Jason
Robards ætti sitthvað sameiginlegt
með persónunni sem hann lék svo vel
gildir það vonandi ekki um þessi orð.
The Ballad Of Cable Hogue: Draumóramaður í villta vestrinu. Magnolia: Julianne Moore og Jason Robards sem Earl Partridge.
Hann var sonur frægs leikara en leið hans á tindinn var engu
að síður löng. Þegar Jason Robards jr. lést í síðustu viku, 78
ára að aldri, blandaðist þó engum hugur um að hann var einn
fremsti leikari sinnar kynslóðar, með yfir hundrað hlutverk að
baki, jafnt á sviði, skjá og tjaldi. Þekktastur var hann fyrir að
túlka myrkar manngerðir, enda barðist hann löngum við myrkur
í eigin lífi, skrifar Árni Þórarinsson.
Undir hrjúfu
yfirborði Jason RobardsÍ minningu
8 C FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BÍÓBLAÐIÐ