Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.2001, Blaðsíða 8
Fylkir og KR hefja mótið ÍSLANDSMÓTIÐ í knatt- spyrnu hefst á sannköll- uðum stórleik í vor. Leikur Fylkis og KR hefur verið settur á sem opnunarleikur mótsins, þriðjudaginn 15. maí á Fylkisvelli, en þessi félög börðust sem kunnugt er um Íslandsmeistaratit- ilinn síðasta sumar. KR hafði þá betur og tryggði sér titilinn í lokaumferðinni. Aðrir leikir í fyrstu um- ferð fara fram fimmtudag- inn 17. maí en þá mætast Breiðablik-ÍBV á Kópavogs- velli, Fram-Valur á Laug- ardalsvelli, Grindavík- Keflavík í Grindavík og ÍA- FH á Akranesi. FH vann Gróttumótið FH-ingar sigruðu á hinu árlega Gróttumóti í innanhússknattspyrnu sem haldið var á Seltjarnarnesi um helgina. FH sigraði Stjörnuna í úrslitaleik, 4:3, og skoraði Hannes Þ. Sigurðsson sigurmark Hafn- arfjarðarliðsins undir lok leiksins. Haukar urðu í þriðja sæti á mótinu en þeir höfðu betur gegn Skagamönnum í leik um þriðja sætið, 3:2. Átta lið töku þátt í mótinu og var þeim skipt í tvo riðla. Haukar og ÍA unnu riðlana en FH og Stjarnan urðu í öðru sæti og komust því áfram. Í undanúrslitunum hafði FH betur gegn ÍA og Stjarnan lagði Hauka að velli. Hassan hefur leikið með egypskalandsliðinu í sextán ár, frá 1985, og hefur sett stefnuna á að spila með Egpytum í lokakeppni HM í Japan og Suður-Kóreu á næsta ári. Það yrði í annað skiptið á ferlinum því Hassan lék alla þrjá leiki Egypta í úrslitakeppninni á Ítalíu árið 1990. „Þetta er mikill áfangi og ég er fyrst og fremst glaður yfir því að það skuli vera Egypti og Arabi sem nær honum, frekar en að það sé vegna sjálfs mín. Leikjafjöldinn sjálfur skiptir heldur ekki höfuð- máli, það eru gæðin en ekki magnið sem ráða úrslitum í knattspyrn- unni,“ sagði Hassan eftir metleikinn sem var vináttuleikur gegn Zambíu og endaði 3:1, Egyptum í hag. Hann náði ekki að skora en var nálægt því og lagði upp eitt markanna. „Hassan hefur náð þessum áfanga vegna þess að hann helgar sig knattspyrnunni algjörlega og lætur lítið fyrir sér fara í einkalíf- inu. Hann leggur sig alltaf allan fram, bæði á æfingum og í leikjum. Það er honum mikil hvatning að reyna að komast með liði okkar í lokakeppni HM,“ sagði Mahmoud al-Gohary, þjálfari Egypta. Lið hans á marga leiki framundan, þann næsta gegn Líbíu í undan- keppni Afríkumóts landsliða á sunnudaginn. Egyptar eru í riðli með Marokkó, Senegal, Alsír og Namibíu í undankeppni HM og gerðu jafntefli við Senegal í fyrsta leik sínum en mæta Marokkó síðar í þessum mánuði. Efsta liðið í riðl- inum kemst í lokakeppnina. Þjóðverjinn Lothar Matthäus átti fyrra metið en hann lék 150 leiki og hætti á síðasta ári. Skæðasti keppi- nautur Hassans er Claudio Suarez frá Mexíkó sem hefur leikið 149 landsleiki og er enn að. Methafinn Hassan á HM 2002                                   ! " #$% $&'(  ) *+$ " #+',-(.  / -$ 01  # "01' /  2 $ 0 3$ $ # "01'   !1" 4$ 5'"  6$  5 1 5'"  $ 0 7" "8" # "01'  9$ $ #6$"6$  3:  / 0" ;1"%$  #   <$ $  " *=$' >  9$ $ #"    /  4 $ !  $&'(  " ? 4   * *"$% $&'(  57 ! #.7($ /  @ 9 4$"  AB  @2 @ $"% $ #+" /  *  A"  #+',-(.  @            2 2> 2 2 > / / @   2 > / @ HOSSAM Hassan er nafn sem fáir knattspyrnuáhugamenn hafa til skamms tíma kannast við, að minnsta kosti í hinum svokallaða vestræna heimi. En nú hefur Egyptinn sem ber þetta nafn öðlast heimsfrægð. Hann setti í þriðjudagskvöld heimsmet í lands- leikjafjölda þegar hann lék sinn 151. leik fyrir Egyptaland og útlit er fyrir að þessi 34 ára gamli sóknarmaður bæti metið talsvert áður en að því kemur að hann hættir að leika með landsliði Egypta. Reuters Félagar Hossam Hassan bera hann af velli eftir leikinn gegn Zambíu í fyrrakvöld þar sem hann setti nýtt heimsmet.  JOAN Gaspart, forseti Barcelona, segir að félagið kaupi ekki fleiri leik- menn á þessari leiktíð. Fullt traust sé borið til þeirra sem skipa liðið um þessar mundir og þeim sé ætlað að ná árangri.  JIM Jefferies, knattspyrnustjóri Bradford, hefur sett Benito Car- bone, Dan Petrescu og Stan Colly- more á söluskrá. Jefferies segir leik- mennina vera of dýra.  PSG hefur gert hálfs árs samning við Mickael Madar, fyrrum fram- línumann franska landsliðsins. Félagið endurnýjaði ekki samning- inn við hinn 32 ára Madar eftir síð- asta tímabil þótt hann fengi að æfa með félaginu.  FINNSKI sóknarmaðurinn Jari Litmanen, sem gekk til liðs við Liv- erpool á dögunum frá Barcelona, segist ekki óttast samkeppnina um framherjastöðuna, en þar þarf hann að eiga við þá Emile Heskey, Mich- ael Owen og Robbie Fowler.  ARRIGO Sacchi féllst snemma í vikunni á að taka við þjálfun Parma en á mánudaginn var Alberto Mal- esani látinn fara frá félaginu. Sacchi hætti hjá Atletico Madrid í febrúar 1999 og sagðist þá vera hættur að þjálfa en lét svo til leiðast að taka við Parma.  TOMAS Rosicky hefur gert 5 ára samning við Borussia Dortmund. Þýska liðið greiðir Spartak Prag um 1 milljarð króna fyrir hinn tvítuga knattspyrnumann. Er þetta hið mesta sem þýskt lið hefur greitt félagi utan Þýskalands fyrir knatt- spyrnumann.  DENNIS Wise, harðjaxlinn í liði Chelsea, ætlar að vera um kyrrt hjá Lundúnaliðinu. Wise reiddist mjög þegar Claudio Ranieri, stjóri Chel- sea, tók hann út úr liðinu og sagðist Wise vilja komast burtu frá félaginu. Leikmenn Chelsea töluðu um fyrir Wise en það sem skipti sköpum var það að móðir hans skipaði honum að vera um kyrrt.  DIEGO Maradona, fyrrum knatt- spyrnuhetja frá Argentínu, fær 30 milljónir króna fyrir að spila einn æf- ingaleik í knattspyrnu. Hann hefur samþykkt að spila með skoska liðinu Dundee gegn gamla félaginu sínu, Napólí frá Ítalíu.  DAGSETNING á umræddum leik hefur enn ekki verið ákveðin, en leik- urinn á að fara fram á heimavelli Dundee, Dens Park. Í liði Dundee er Claudio Caniggia, einn besti vinur Maradona sem lék með honum í landsliðinu á sínum tíma. FÓLK Nýverið voru birtar nokkrar tölu-legar staðreyndir um Ólympíu- leikana í Sydney samanborið við síð- ustu fimm leika. Þar kemur meðal annars í ljós að konur hafa aldrei verið fleiri en á síðustu leikum. Leikarnir í Sydney sýna að þeir eru stöðugt að stækka enda voru keppendur 10.936 keppendur í 28 íþróttagreinum. Konur létu meira að sér kveða á leikunum í haust en nokkru sinni áð- ur því af þeim 199 þjóðum sem sendu keppendur voru aðeins níu sem ekki sendu konur til keppni. Sambæri- legar tölur fyrir Atlanta voru að af þeim 197 þjóðum sem sendu þátttak- endur höfðu 26 ekki konur í sendi- nefnd sinni og árið 1984 þegar leik- arnir voru haldnir í Los Angeles voru þátttökuþjóðirnar 140 og 45 þjóðir sendu ekki konur til keppni. Á sama tíma og karlkeppendum fækkaði lítillega frá síðustu þrenn- um leikum fjölgar konum jafnt og þétt. Á leikunum í Seoul voru 7.150 karlar, 7.080 í Barcelona 1992, 7.006 í Atlanta 1996 og í Sydney voru karl- arnir 6.682. 2.477 konur kepptu í Seoul, 2.845 í Barcelona, 3.624 í Atl- anta og í haust voru 4.254 konur meðal keppenda í Sydney. Af þeim 199 þjóðum sem sendu keppendur unnu 80 til gullverðlauna í Sydney, fleiri en nokkru sinni fyrr því 79 þjóðir fengu gull í Atlanta og þar unnu 53 þjóðir til verðlauna en í Sydney voru það 51 þjóð sem hlaut verðlaun. Á sama tíma og blaðamönnum og ljósmyndurum fækkar milli leika, voru 5.300 í Sydney en 5.954 í Atl- anta fjölgaði starfsfólki sjónvarps- stöðva mikið eða úr 9.880 í 11.000. Aldrei fleiri konur á Ólympíuleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.