Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 3
ÁFYRSTU dögum kalda-vatnsveitna hérlendis, áfyrri hluta síðustu aldar,var yfirleitt sá háttur hafð- ur á að dreifikerfi var lagt á fylltan grunn áður en gólfplata var steypt. Svo einkennilegt sem það er hafa slíkar lagnir reynst ótrúlega lífseigar og í elstu hverfum Reykjavíkur eru slíkar lagnir enn í lagi eftir áratuga notkun, já upp undir aldarnotkun. Þá voru ekki settir neinir lokar á kaldavatnsinntakið innanhúss heldur var loki settur á leiðsluna utan sökk- uls, oftast svokallaðir tollalokar sem ekki þarf nema fjórðung úr snúningi til að opna eða loka. Upp frá þessum loka stóð oftast spindill upp úr jörðu svo hægt væri að nota lokann. Elstu hverfi Reykjavíkur eru að sjálfsögðu byggðin innan hinnar fornu Hringbrautar, sem nú heitir að hluta Snorrabraut og það er einmitt í þessum hverfum sem þessar gömlu lagnir með sínum gamla utanhúss- loka eru enn við lýði. Þetta kemur oft í ljós þegar breyta á einhverju innan- húss og loka þarf fyrir kalda vatnið, þá hefst leitin að lokanum, yfirleitt er þá spindillinn týndur og tröllum gef- inn. En það er ekki aðeins við breyt- ingar að loka þarf fyrir vatnið, gamlar leiðslur eiga það til að gefa sig og það hefur einnig komið fyrir að þá standa allir ráðalausir, enginn veit hvernig á að loka fyrir vatnsflauminn. Þrauta- lendingin kann að verða sú að hringja í Orkuveituna og biðja um hjálp. Þá verður stundum að loka fyrir heila götu eða hluta hennar að minnsta kosti. Það er því full ástæða fyrir þá sem búa í Þingholtunum eða í vestur- bænum, svo við höldum okkur enn við höfuðborgina, að fara í rannsókn í húsi sínu og kanna hvort nokkur loki sé finnanlegur til að loka fyrir kalda vatnið í neyðartilfellum. Þetta á auðvitað við miklu víðar en í Reykjavík, þessar aðstæður, að ekki finnist loki á kaldavatnsinntak, er ef- laust hægt að finna víða um landið í eldri húsum. Hvað um nýrri hverfin? Þegar kom fram yfir miðja öldina hættu menn að leggja dreifikerfi kalda vatnsins á fyllingu undir gólf- plötu, en þá fóru lagnamenn oft úr öskunni í eldinn og lagnir í gólfraufar urðu nánast fastur liður, því miður. En við skulum ekki ergja okkur með því að fara nánar út í þá sálma að sinni. Þegar hér var komið var alltaf sett- ur loki á kaldavatnsinntak innanhúss og þá mætti ætla að hægt væri að loka fyrir hratt og örugglega hvort sem loka þarf fyrir heitt og kalt vatn, lokar á hitaveituinntökum hafa alltaf verið innanhúss. Þess vegna skyldi maður ætla að í nýrri húsum, segjum fjörutíu ára og yngri sé hægt að ganga að þessum lokum vísum ef mikið liggur við. En því er ekki aldeilis að heilsa og kemur þar fleira en eitt til. Í fyrsta lagi eru sumir hitaklefar, þar sem lokarnir eru líklega, svo sneisafullir af drasli að það tekur langan tíma að hreinsa út áður en lok- inn er fundinn. Í öðru lagi getur lokinn verið alls staðar annars staðar en í hitaklefan- um og þá hefst örvæntingafull leit meðan vatnið fossar. Í þriðja lagi er sá háttur hafður á í fjölmörgum fjölbýlishúsum að hita- klefi er hafður lokaður og læstur, lyk- illinn aðeins hjá húsverði eða for- manni húsfélags og ef hann er á bíó eru allar bjargir bannaðar. Þess vegna ættur húseigendur nú að hefja rannsókn og byrja á því að spyrja sjálfan sig spurningar: „Veit ég hvar á að loka fyrir heitt og kalt vatn í húsinu? Ef svarið er já er sjálfsagt að kanna hvort þessir lokar séu aðgengilegir og umfram allt, merkja þá og í fjölbýlis- húsum að merkja einnig leiðina að þeim og umfram allt; ekki læsa þá inni eins og óknyttastráka áður fyrr. En ef svarið er neitandi, húseigandi veit ekkert um þessa krana og finnur þá ekki þrátt fyrir leit er sjálfsagt að kalla til pípulagningamann, sem oft- ast getur rakið sig fram til kranans. Ef ekki þá verður hann að fá viðkom- andi veitu til að loka fyrir vatnið með- an loki er settur á kalda vatnið. Hvar á að loka fyrir vatnið? Úr hitaklefa í húsi í Reykjavík. Kraðak af leiðslum, sem erfitt er að botna í. Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 C 3HeimiliFasteignir VEGNA MIKILLAR SÖLU UNDANFARIÐ VANTAR ALLAR TEGUNDIR HÚSEIGNA ❋ Erum með kaupanda að einbýlishúsi á einni hæð, verð- ur að vera með góðu aðgengi fyrir hjólastól. ❋ Ungur maður í góðu starfi leitar að 2ja-3ja herb. íbúð á svæði 101, 107 og í Hlíðunum fyrir allt að 8,5 millj. ❋ Fyrir par með barn vantar okkur 3ja herbergja íbúð í Bökkunum. ❋ Flugstjóra vantar lítið einbýli eða raðhús á einni hæð í Kópavogi eða Garðabæ. ❋ Guðmund vantar 3ja herb. íbúð á svæði 104 eða 108, Grafarvogur kemur einnig til greina. Er búinn að selja. ❋ Erum með tvo aðila sem vantar lítið raðhús í Mosfells- bæ. ❋ Fyrir hjón, sem búin eru að selja, vantar okkur 3ja-4ra herbergja 100-120 fm íbúð á svæði 104, 105 og 108 fyrir allt að 13 millj. eign.is Suðurlandsbraut 46 - Bláu húsin við Faxafen sími 533 4030 fax 533 4031 www.eign.is eign@eign.is EllertAndrés PéturÖrnólfur Opið frá kl. 9-17 alla virka daga Skildinganes - tvær íbúðir Mjög gott einbýlishús með tveimur íbúðum og bílskúr. Húsið er mjög snyrtilegt og í góðu standi. Íbúðirnar eru báðar samþykkt- ar. Efri hæð er um 169 fm og neðri hæð er um 112 fm. Þetta er mjög góð eign fyrir samhenta fjölskyldu. Myndir og nánari upplýsingar á www. eign.is 1186 Smáraflöt - laus fljótlega Mjög gott einbýlishús á 1. hæð, ásamt góð- um bílskúr. Parket er á flestum gólfum. Ný- leg eldhúsinnrétting. Möguleiki er að útbúa stúdíóíbúð fyrir aftan bílskúr. Hús nýlega klætt að utan, og lítur það vel út. Myndir á www.eign.is Ásett verð 21,9 millj. 1153 Vesturbær - aukaíbúð Vorum að fá ágætt parhús á 2 hæðum, með aukaí- búð í kjallara. Á neðri hæð er eldhús, stofa og borðstofa en á efri hæð eru 3 svefnher- bergi, baðherbergi og þvottaherbergi. Í kjallara er svo aukaíbúð, sem er hentug til útleigu. 1201 Langholtsvegur Mjög gott parhús á tveimur hæðum. Á neðri hæð er gott eld- hús sem nýlega hefur verið tekið í gegn, og stofa með dyrum út 30 fm verönd. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi og baðherbergi sem nýlega var tekið í gegn. Eign sem vert er að skoða. Áhv. um 9,2 millj. Laus 1.6. 2001. 1190 Lækjasmári Vorum að fá neðri 94 fm sérhæð með bílskúr á þessum góða stað. Íbúðin er í dag fokheld, og er áætlað að hún verði tilbúin til afhendingar í mars-apríl 2001. 1158 Bólstaðarhlíð - bílskúr Mjög vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 1. hæð, ásamt bílskúr. 3 svefnherbergi, góð stofa, eldhús með eldri en vel með farinni innrétt- ingu.V.11,m. 1197 Keilugrandi - bílageymsla Mjög góð 4-5 herbergja íbúð á 2 hæðum með stæði í bílskýli. Íbúðin er opin og skemmtileg, eldhús nýlega tekið í gegn á vandaðan hátt. Glæsilegt útsýni af svölum (suður) og úr eldhúsi. Áhvílandi um 8,7 millj. húsbréf og heimilislán L.Í. V. 14,5 m. 1150 Unufell Mjög vel skipulögð 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð. Rúmgóð svefnher- bergi, þvottahús í íbúð. Verið er að klæða húsið að utan með álklæðningu, seljendur greiða. V. 9,9 millj. 1105 Funalind - penthouse Virki- lega glæsileg ca 150 fm penthouse-íbúð á tveimur hæðum. Vandaðar mahóní-innrétt- ingar og parket. Fjögur til fimm svefnher- bergi, tvennar svalir. 1066 Garðhús - bílskúr Mjög góð 4ra herbergja 117 fm íbúð ásamt bíl- skúr. Íbúðin er öll hin snyrtilegasta, fal- legt eldhús, þvottahús í íbúð. Íbúðinni fylgir innbyggður bílksúr. Eign sem vert er að skoða og það strax. 1202 Vindás Mjög góð 3ja herbegja íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Selásnum. Parket og flísar á gólfum, Áhv. mjög hag- stæð lán, um 3,8 millj. með 4,9% vöxtum. Ekkert greiðslumat. Verð 10,7 m. 1136 Laugavegur - bakhús Mjög skemmtileg 80 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í bakhúsi við Laugaveginn. Parket á herbergjum flísar á baði. Þvottahús í íbúð. Áhv. um 4,2 millj. Íbúðin er ósamþykkt. Gott verð 7,2 millj. 1122 Leifsgata - ris Mjög skemmtilegt risíbúð með fjórum kvistum. Kvistirnir gera íbúðina mjög bjarta. Parket á hjónaher- bergi, flísar á baði og í eldhúsi. Góð eign nálægt miðbænum. Laus fljótlega. 1114 Hólar - bílskúr Vorum að fá góða 3ja herbergja 84 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi, ásamt bílskúr. Íbúðin hefur öll verið tekin í gegn ný- lega, ný eldhúsinnrétting og nýtt parket á gólfum. Hús nýlega klætt að utan. Möguleiki á að kaupa bara íbúð. Ásett verð 11,5 millj. 1187 Kaplaskjólsvegur - 2ja Ágæt björt 2ja herbergja 63 fm íbúð á kjallara á þessum vinsæla stað. Íbúðin er snyrtileg í alla staði. Nýstandsett baðherbergi. V. 7,2 m. 1102 Hraunbær - 2ja Einkar glæsileg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu fjöl- eignahúsi. Íbúðin hefur nýlega verið endur- nýjuð að innan á smekklegan hátt. Hús í góðu standi. 1083 Súluhöfði - Mosfellsbær. Ein- býlishús á einni hæð, ásamt innbyggðum bílskúr. Húsið verður afhent tilbúið til innrétt- inga samkvæmt ÍST - 51 staðli. Möguleiki á að kaupa húsið á öðrum byggingarstigum. Teikningar á skrifstofu. 1156 Suðursalir - parhús Vorum að fá í einkasölu fallegt 208 fm parhús á tveimur hæðum auk óskráðs rýmis í kjall- ara. Húsið er með skemmtilegum arki- tektúr og afhendist fullbúið að utan en fok- helt að innan. Teikningar og allar nánari uppl. á skrifstofu. V. 16,5 m. 1199 Í SMÍÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.