Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 16. janúar 2001 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað C Með vöru- bíl í Njörva- sundið 2 Lagnafréttir Landskrá fasteigna Hvar á að loka fyrir vatnið? 3 Allt frá fornum jarðabókum til raf- rænna viðskipta 22 Verð við allra hæfi NOKKUR aukning var í lóðaút- hlutun í Reykjavík í fyrra miðað við árið þar á undan, en þó ein- göngu í lóðum fyrir fjölbýlishús. Lóðir fyrir einbýlishús, raðhús og parhús voru færri. Alls var í fyrra úthlutað 45 ein- býlishúsalóðum, 95 lóðum fyrir raðhús og parhús og lóðum fyrir 285 íbúðir í fjölbýli, samtals 425 en 298 árið 1999. Langflestar þessara lóða voru á hinu nýja byggingarsvæði borgar- innar í Grafarholti fyrir ofan Vest- urlandsveg. Athygli vekur, að lóð- unum var að langmestu leyti úthlutað á tímabilinu febrúar-apríl en sáralítið þar fyrir utan. Þó að nokkur aukning hafið orð- ið á lóðaframboði hjá borginni seg- ir það lítið í þeirri miklu lóðaeft- irspurn sem ríkt hefur, ekki bara í Reykavík heldur á höfuðborgar- svæðinu öllu. Ásókn í byggingarlóðir í Áslandi í Hafnarfirði hefur verið gríðarleg og þetta svæði er að byggjast upp með ótrúlegum hraða. Yfirleitt hafa lóðir þar farið jafnóðum og þær voru auglýstar og fengu færri en vildu. Sömu sögu er að segja um lóðir í Hraunsholti í Garðabæ og í Salahverfi í Kópavogi. Þó að uppbyggingin sé ör og mikil, ekki hvað sízt í Salahverfi, svarar hún ekki eftirspurninni. Þær miklu deilur, sem spruttu út af lóðaúthlutun í Mosfellsbæ nú fyrir skömmu og sér raunar ekki fyrir endann á, lýsa ástandinu kannski betur en nokkuð annað. Lóðaskorturinn á höfuðborgar- svæðinu á örugglega sinn þátt í þeim verðhækkunum sem orðið hafa á fasteignum á höfuðborg- arsvæðinu á undanförnum misser- um. Vegna mikillar eftirspurnar hafa sveitarfélögin gengið á lagið að hækka verð á lóðunum og hærra verð á nýsmíðinni leiðir svo að sjálfsögðu einnig til hærra verðs á notuðu húsnæði. Sumir segja að hluti af verð- hækkunum undanfarinna missera hafi verið eðlilegur. Í samdrætt- inum þar á undan hafi verð á íbúð- arhúsnæði verið orðið svo lágt, einkum á nýju húsnæði og á stærri eldri eignum, að það hlaut að hækka með vaxandi eftirspurn. Þegar rætt er um lóðaúthlutanir í Reykjavík má ekki gleyma þeim nýbyggingarsvæðum sem borgin hefur ekki umráð yfir og koma því ekki til úthlutunar af hennar hálfu. Þar má nefna lóð Símans í Gufu- nesi en á henni urðu eigendaskipti fyrir skömmu. Þar er um að ræða um 10 hektara af byggingarlandi og ekki óeðlilegt að miða við 25 íbúðir á hektara eða 250 íbúða svæði í heild. Þetta svæði hefur marga aug- ljósa kosti sem íbúðahverfi en það er umlukt gróinni byggð á alla vegu. Margvísleg þjónusta er því þegar til staðar í næsta nágrenni. Nokkru meiri lóðaúthlutun hjá borginni í fyrra en árið þar á undan                                                                                    !  " #$%!&' (  ) *' + *" ,  *- %%' .  /.0 01 * /.0 0 .2&1               30450 6 0 7043 0 6 0 3 04 30 6 0 804 0 0   .0 0           !         3 39 39 3 3 33 33 3 3  : 2 ; <88 = 3 3 . 0 9 . 0 . 0 3 0 .   >  >     " !    #$$$   #$$ 9 9 ; <75 = 3              (2.26?  2&. 2 2 !      04 70 6 0   %&     '         04330 0  Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fyrsta heimilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.