Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.01.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 2001 C 35HeimiliFasteignir Jófríðarstaðavegur. Sérlega sjarmer- andi og fallegt 195 fm einbýli ásamt nýlegum bílskúr með hellulögðu plani. Húsið hefur ver- ið mikið endurnýjað. Stór og mikill garður í mikilli rækt m. pallaverönd og heitum potti. Áhv. ca 6,8 millj. Verð 17,5 millj. Garðabær. Mjög gott 153 fm einbýli á einni hæð ásamt 38 fm bílskúr á frábærum stað í Garðabænum. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð, t.a.m. er allt gler, gluggar og raf- magn nýtt í húsinu. Búið er að lagfæra allt húsið að utan, yfirfara þakið ásamt því að taka garðinn í gegn. Verð 18,8 millj. (571). Hrauntunga - Glæsilegt útsýni. Fallegt ca 320 fm einbýli á 2 hæðum á góðum stað í Suðurhlíðum Kópavogs. Neðri hæðin skiptist í 3 svefnherb., vinnustofu, þvottahús, bílskúr, geymslur og sauna. Efri hæðin skiptist í rúmgott eldhús, góðar stofur með miklu út- sýni, svefnherbergisálmu með 2 svefnherb. og baðherb. Sjónvarpskrókur og útgangur út á sólpall. Stór og mikil ræktuð lóð umhverfis húsið. Nánari upplýs. á Holti fasteignasölu. Álfhólsvegur - Einbýli. Mjög gott 137 fm einbýli sem er Steni-klætt að utan. Eignin skiptist í fjögur svefnherbergi, þrjár stofur, tvær snyrtingar, eldhús, þvottahús og búr. Stór garður. Hús sem býður uppá mikla möguleika. Verð aðeins 15,9 millj. (612). Hólabraut - Hf. - Glæsilegt 2 íbúða hús. Mjög góð staðsetning með út- sýni yfir höfnina. Húsið er í góðu standi og raflagnir eru nýlegar. Húsið skiptist þannig: Aðalhæðin er 120 fm hæð og ris, nýlegt eld- hús, stórar og glæsilegar stofur með nýlegu parketi, 2 svefnherb., möguleiki á að hækka risið. Neðri íbúðin er með sérinngang og er mjög góð 65 fm 2 herb. íbúð. Verð 21,5 millj. Roðasalir - Frábær staðsetning. Vorum að fá til sölu raðhús í smíðum á frábær- um stað þar sem stutt er í óspillta náttúruna. Húsin eru á 2 hæðum og er hvort hús um 172 fm að stærð. Húsin afhendast fullbúin að utan en fokheld að innan vorið 2001. Verð frá 14,2 millj. Lindasmári - Glæsieign. Vorum að fá í einkasölu þetta glæsilega 190 fm 2ja hæða endaraðhús í Smáranum. Á jarðhæðinni eru rúmgóðar stofur og sólskáli, eldhús, bað- herbergi og rúmgóður bílskúr með millilofti. Skv. teikningu er gert ráð fyrir rúmgóðu svefn- herb. á jarðhæðinni. Á efri hæðinni eru 3 svefnh. og baðherb. Fallegur garður í mikilli rækt. Skipti á minni eign koma til greina. Víkurbakki. Mjög fallegt raðhús á róleg- um og góðum stað. Húsið er ca 250 fm ásamt 21 fm bílskúr með öllu, þ.e.a.s. rafmagni, heitu og köldu vatni. Í húsinu eru 6 góð herb. og tvö baðherb. Nýr sólpallur. Laus við undirr. kaupsam. Verð 18,8 millj. (548). Álfhólsvegur Kóp. - Bílskúr. Vor- um að fá í sölu skemmtilegt 3ja hæða raðhús með möguleika á aukaíbúð í kjallara. Á mið- hæðinni eru 2 samliggjandi stofur og gott eld- hús. Á efri hæðinni eru 3 rúmgóð svefnher- bergi ásamt baðherbergi. Einnig er stór og góður bílskúur. Eignin er öll hin glæsilegasta. Framnesvegur. Rúmgóð ca 110 fm íbúð- arhæð með sérinngangi. Þrjú herbergi og tvær stofur. Nýtt eldhús. Nýtt gler. Nýtt rafmagn og tafla. Endurnýjað þak. Góð staðsetning í Vest- urbænum. Verð 11,9 millj. 586. Stóragerði - Hér þarf ekkert að gera. Vorum að fá í sölu glæsilega endaíbúð með glæsilegu útsýni, ásamt bílskúr við Stóragerði. Hús og íbúð nýstandsett, parket og flísar á gólfum, glæsilegt útsýni af n- og s-svölum. Tvö til þrjú svefnherbergi ásamt bjartri og stórri stofu. Blásalir - Vönduð íbúð á frá- bærum stað. Vorum að fá til sölu mjög góða 4ra herb. íbúð á neðri hæð í tveggja hæða húsi. Íbúð er með sérinngangi og eru öll gólfefni og innréttingar mjög vandaðar. Kópalind. Glæsileg ca 122 fm 4ra herb. íbúð á mjög eftirsóttum stað. Sérinngangur og þvottahús á hæðinni. Vandaðar innréttingar. Glæsilegur ca 50 fm suðursólpallur með góðu útsýni. Vönduð og góð íbúð. Verð 16,2 millj. (610). Lækjasmári. Glæsilegar 3ja herb. íbúðir í nýju húsi. Íbúðirnar eru 80 til 94 fm ásamt stæði í bílgeymslu.Þær eru fullbúnar vönduð- um innréttingum, með flísalögðu baði en án annarra gólfefna. Verð frá 12,8 millj. Kríuás - Góðar íbúðir á frábær- um stað. Mjög góðar og vel skipulagðar 2ja-4ra herbergja íbúðir í 3ja hæða húsi í nýja hverfinu í Hafnarfirðinum. Möguleiki á bílskúr, þ.e.a.s. ef fólk vill. Eignirnar munu afhendast fullbúnar að utan sem innan en án gólfefna. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Holts. Jörfagrund - Kjalarnesi - Að- eins ein íbúð eftir. Vorum að fá í sölu mjög skemmtilega ca 91 fm íbúð sem er í smíðum. Íbúðin er með 2 góðum herb. og stofu með útsýni. Afhendist fullbúin án gólf- efna. Vandaðar innréttingar. Allar lagnir til staðar fyrir heitum potti í sérgarði. Afhending í mars/apríl 2001. Verð 11,9 millj. Tjarnarból - Einstök íbúð. Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega ca 91 fm 3ja herb. íbúð á jarðhæð í góðu fjölbýli. Íbúðin er öll nýlega innréttuð með sérsmíðuðum vönd- uðum innréttingum. Massíf olíuborin eik á gólfum, 2 svefnherb. og vinnuhol. Gengið út úr stofu í sérgarð með heitum potti. Verð 13,5 millj. Einstaklega góð íbúð. Núpalind - Glæsilegt nýtt við- haldsfrítt lyftuhús. Nú er hver að verða síðastur að eignast nýja íbúð í Linda- hverfi. Eigum óseldar aðeins nokkrar íbúðir, 2ja, 3ja og 4ra herb. og eina stóra 4 herb. á efstu, 8. hæð. Frábær staðsetning við skóla, leikskóla og alla þjónustu. Vandaðar innrétt- ingar og hús. Afh. í mars 2001 fullfrág. án gólfefna. Teikningar og skilalýsing á Holti. Hamraborg - Kópavogi. Stórglæsi- leg nýuppgerð og vel skipulögð 2ja herbergja íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bílgeymslu. Vert er að skoða þessa. Góð íbúð á toppstað. Verð 8,5 millj. (563). Vesturgata. Mjög rúmgóð og mikið upp- gerð ca 65 fm íbúð í mjög góðu steinhúsi. Parket á gólfum. Endurnýjað eldhús og bað. Stórar ca 15 fm svalir í suður og vestur með frábæru útsýni. Eign sem mikið er búið að gera fyrir. Verð 8,9 millj. 584. Ljósheimar - Frábært útsýni. Vel skipulögð 2ja herb. íbúð á 8. hæð í góðu lyftuhúsi. Parket á stofu. Frábært útsýni. Verð 7,2 millj. 580. Garðatorg - Miðja Garðabæjar. Vorum að fá í sölu tvö fullkláruð bil í hinu nýja glerhýsi á Garðatorgi. Bilin eru á jarðhæð og eru um 69 fm. Annað bilið er á 6 millj. en hitt á 6,2 millj. Garðatorg. Mjög gott 104 fm fullbúið skrifstofuhúsnæði á 3. hæð í glerhýsinu á Garðatorgi. Þetta er mjög smekkleg og vel út- færð eign á toppstað. Verð 11,55 millj. Miðbær Garðabæjar. Vorum að fá í sölu stórglæsilegt og vel staðsett 60 fm versl- unarbil á hinu nýja Garðatorgi. Möguleiki á að kaupa viðbótarbil við hliðina á þessu. Mjög hentugt fyrir gullsmið, hársnyrtistofu, verslun. Framtíðar verslunartorg þar sem ÁTVR mun opna m.a. í upphafi árs 2001. Allar upplýsing- ar á skrifstofu Holts. Hafnarbraut - Vesturbær Kópa- vogs. Nýkomið í sölu gott ca 460 fm iðnað- arhúsnæði með tveimur innkeyrsludyrum. Búið er að skipta eignunum í tvö bil þannig að það er annaðhvort hægt að kaupa eignirnar í sitt- hvoru lagi eða í heilu lagi. Annað bilið er ca 200 fm en hitt er ca 260 fm. Gott útsýni. Ásett verð á fm 68,5 þús. kr. (595). Hlíðasmári - Miðja höfuðborg- arinnar. Vorum að fá til sölu- eða leigu glæsilegt húsnæði á framtíðarstað í Smáran- um. Húsið er vel staðsett við Reykjanesbraut- ina og við hina nýju verslunarmiðstöð, Smára- lind. Húseignin er til sölu eða leigu í heilu (ca 2.220 fm) eða í smærri einingum (frá 130 fm). Komdu þínu fyrirtæki á kortið og horfðu til framtíðar. Frekari upplýs. hjá sölumönnum. Auðbrekka. Gott ca 400 fm skrifstofu- húsnæði ásamt byggingarrétti. Skiptist í stór- an sal og nokkrar skrifstofur. Hentar líka vel fyrir félagastarfsemi. Nánari uppl. og teikning- ar á skrifstofu. Sólbaðstofa í fullum rekstri til sölu. Mjög vel staðsett fyrirtæki í góðum rekstri, 6 nýlegir bekkir, mjög glæsileg að- staða og búnaður. Einfaldur og þægilegur rekstur. Tækjalisti og allar frekari upplýsingar á skrifstofu Holts. Veitingastaður - Krá í miðbæn- um - miklir möguleikar. Vaxandi rekstur og verið að taka risið í notkun. Traust- ur leigusamningur um húsnæðið, staðurinn er nýlega innréttaður á smekklegan hátt. Veltan verið stigvaxandi á síðustu mánuðum. Miklir nýtingarmöguleikar, t.a.m. er garðurinn ónýtt- ur. Öll skipti skoðuð. Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála á Holti. Víkurbraut í Keflavík. Eign sem býður uppá mikla möguleika, sem íbúðir og eða atvinnuhúsnæði. Íbúðin er í dag með 4 rúmgóðum parketlögðum svefnherbergjum. Falleg innrétting í eldhúsinu sem er opið við stofu. Einnig fylgir aukaleigurými sem eru 2 herbergi og baðherbergi. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Lóuás - Nýbygging á frábærum stað í Áslandi í Hafnarfirði Vorum að fá mjög fallegt og vel skipu- lagt einbýli á einni hæð. Húsið er 161,5 fm og bílskúrinn er 30 fm. Húsið skiptist í tvær álmur. Annars vegar eld- hús, borðstofa og tvær samliggjandi stofur. Hins vegar svefnherbergisálma með 3 herbergjum og alrými sem er á teikningum sem sjónvarpsstofa. Gott þvottahús og geymsla. Upplýsingar og teikningar eru á skrifstofu. (156) Hafnarfjörður – Hjá fast- eignasölunni Ási er í einkasölu húseignin Hverfisgata 15 í Hafnarfirði, sem KFUM og K hafa notað undir starfsemi sína um langt árabil. Þetta er steinhús, byggt 1928, og er á einni hæð með lítilli kjallara- geymslu. Húsið er 201 fer- metri. „Það er sérlega hátt til lofts í þessu húsi sem býður upp á mikla möguleika, hvort sem fólk vill hafa það sem íbúð eða félagasamtök vilja hafa þar að- stöðu sína,“ sagði Eiríkur Svanur Sigfússon hjá Ási. „Húsið skiptist þannig að það er að mestu leyti stór og mikill salur með snyrtingu og lítilli skrifstofuaðstöðu. And- dyrið er rúmgott. Húsið er með bogadregnum gluggum sem gefa góða birtu. Lítil lóð er við húsið. Þetta hús er Hafnfirðingum að góðu kunnugt en margir þeirra sóttu þar samkomur á árum áður. Þetta er gott og vel byggt hús með góða sál. Verðhug- mynd er í kringum 15 millj. kr. Hverfisgata 15 Hverfisgata 15 er steinhús, byggt 1928, og er á einni hæð með lítilli kjallarageymslu. Húsið er 201 fermetri. Verðhugmynd er í kringum 15. millj. kr., en húsið er til sölu hjá Ási. Pablo Picasso var hæfileikaríkur leirlistamaður. Þetta fat með uglu gerði hann og það var selt fyrir skömmu hjá Sotheby’s fyrir 700.000 krónur danskar. Leirlistaverk eftir Picasso

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.