Vísir - 08.12.1978, Page 13
13
VISIR Föstudagur 8. desember 1978
Sigfús Halldórsson hefur nú gefið út úrval sönglaga sinna f gegnum tiö-
ina.
„Ég er enn að semja"
— segir Sigfús Halldórsson
„TAPIÐ HELDUR Á-
FRAM EF REKSTRAR-
GRUNDVÖLLURINN ER
EKKI LEIÐRÉTTUR"
— segir Ólafur B. Ólafsson talsmaður
frystihúsaeigenda ó Suðurnesjum
„Já, ég er enn að semja, ” sagöi
Sigfús Halidórsson tónskáid, þeg-
ar Vlsir ræddi viö hann um nýtt
sönglagahefti, sem hann hefur
gefiö út meö lögum sfnum.
I heftinu eru 60 lög. Flest þeirra
hafa áöur birst á prenti, en 13 eru
ný af nálinni. Eldri sönglagahefti
Sigfúsar hafa ekki fengist nú i um
tvö ár.
..Þetta er úrval af þeim lögum,
sem ég hef gert i gegnum tið-
inna,” sagöi Sigfús. „Sum nýju
lögin hafa aldrei veriö flutt opin-
berlega og þarna eru kvæöi, sem
aldrei hafa birst. Flest kvæöanna
eru eftir Tómas Guömundsson og
Sigurö Einarsson.
Eitt nýjasta lagiö, „Skúra-
skin”, virðist ætla aö gera lukku.
Guömundur Guöjónsson söng þaö
á Hótel Sögu nýlega og var þvi
mjög vel tekiö.”
Sönglög Sigfúsar Halldórssonar
eru prentuö hjá Leiftri og fást hjá
Hljóöfæraverslun Poui Bernburg,
i Tónverkamiðstööinni, Bókabúö
Lárusar Blöndal, Vesturverii og
Bókaversluninni Veda I Kópa-
vogi. _sj
//Við búum við þær að-
stæður að fiskurinn aflast
ekki við Suðurnes. Við vilj-
um fá lausn fyrir flest
frystihúsin til þess að þau
geti lagt sitt til þjóðarbús-
ins þegar fiskurinn kemur
upp aftur"/ sagði ólafur B.
ólafsson forsvarsmaður
f rystihúsaeigenda á
Suðurnesjum við Vísi í
morgun.
Sjávarútvegsráöherra hefur
upplýst aö nefnd sem kannar
vanda frystihús hafi lagt til aö
um helmingur húsa á Suöurnesj-
um fái aöstoö.
„Nefndin hefur litiö á þetta frá
atvinnusjónarmiöi en viö komum
meö þau rök á móti aö þarna séu
fyrirtæki sem hafi staöið fyrir
sinu og eigi eftir aö gera þaö”,
sagöi Ólafur.
Ólafur sagöi aö ef til kæmi aö
einhver fyrirtæki fengju lán til
hagræöingar úr gengismunar-
sjóöi þá væri þaö litil aöstoö aö
taka gengismuninn frá frysti-
húsunum og lána þeim siöan þaö
Ekki einleikið
Setberg hefur gefiö út nýja bók
eftir Arna óla, og nefnist hún
Ekki einleikiö. Arni Óla hefur rit-
aö mikinn fjölda bóka, og sendir
nú frá sér niræöur aö aldri nýja
og sérstæöa bók.
Aftan á bókarkápu segir m.a.:
„Arni óia hefur um langa ævi
kappkostaö aö kynna sér sem
best fslensk þjóöfræöi, og þó sér-
staklega þann þátt þeirra, er
fjallar um kynni manna af ósýni-
legum verum. Hann hefur ritaö
um þetta margar bækur, svo sem
„Alög og bannhelgi”, „Huldu-
fólk”, „Dulheimar Islands” og
„Huliösheimur”. Þessar bækur
hafa sérstööu i bókmenntum
tslendinga.
sem þeim bæri meö réttu. Slikt
þekktist ekki I öörum útflutnings-
greinum en sjávarútvegi.
Ef til kæmi aö breyta lausa-
skuldum i langtimalán yröi þaö
aö visu til aö létta af frystihúsun-
um einhverri vaxtabyröi. Hins
vegar heföi þaö ráö veriö reynt
áriö 1974 og reyndust þau lán vera
frystihúsunum þungur baggi.
Ólafur sagði að það væri sama
hvaö gert væri meöan rekstrar-
grundvöllurinn væri ekki lag-
færöur. Rekstrarskilyröin væru
verst á Suðurnesjum og þó frysti-
húsum væri fleytt yfir versta
hjallann núna héldu þau átram aö
tapa engu aö siður. —KS
ÞRAUTGOÐIR
ARAUNASTUND
Björgunar- og sjóslysasaga íslands
eftir Steinar J. Lúðvíksson
Tíunda bindi — árin 1911— 1915
Meðal frásagna í bókinni má nefna er togarinn
Skúli fógeti fórst á tundurdufli í Norðursjó, skips-
strönd við Vestfirði 1914, strand togarans Tribune
undir Hafnarbergi og frækilega björgun áhafnar
hans, hrakninga vélbátsins Haffara og björgunar-
afrek við Grindavík 1911.
Bókaútgáfan Öm og Örlygur hf.
Vesturgötu 42, sími 25722
„Bandaríska Playboyreglan“
„Alla sína fullorðinsævi hafði Helgi raunar
eins og ómeðvitað fylgt bandarísku play-
boyreglunni um effin fjögur í samskiptum
sínum við kvenfólk:
Find’em fool’em fuck’em forget’em“
Þannig segir Hafliði Vilhelmsson frá aðal-
sögupersónunni, skáldinu, í hinni nýju bók
Helgalok
en margt fer öðruvísi en ætlað er og um það
fjallar önnur bók hins unga metsöluhöf-
undar, sem vakti á sér verðskuldaða athygli í
fyrra með fyrstu bók sinni, LEIÐ 12,
HLEMMUR— FELL.
ÖRN OG ÖRLYGUR
Vesturgötu 42, sími 25722