Vísir - 11.12.1978, Page 19
23
VISIR Mánudagur 11. desember 1978
„Heimaslátrun
í haust mjðg lítil"
„Heimaslátrun á sauöfé var
mjög litil i liaust, en það stafar af
breyttum niðurgreiðslum á kjöti,
sem hafa hækkað verulega. Ég
held ekki að heimaslátrun á sauð-
fé sé vegna sölu á kjötinu og gert i
þeim tilgangi að koma þvi undan
skatti”, sagði Arni Jönasson,
erindreki hjá Stéttarsambandi
bænda, I samtali við VIsi.
I frétt í einu dagblaðanna er
látiö að þvl liggja aö menn hendi
miklu magni af gærum á ösku-
haugana i þeim tilgangi að kom-
ast hjá þvi að greiða skatt.
Gærur af heimaslátruðu ber að
sendatilsölu-félaga,þvi þaöbiifé,
sem bændur slátra heima skal
reiknað á markaðsveröi.
„Heimanotkun á þessum afurð-
um getur ekki verið þaö mikil að
hún skipti neinu máli skattalega
séð. Ég held ekki aö bændur slátri
fé sinu heima til sölu á kjötinu”,
sagði Árni.
„Þaö er enginn vafi á þvi aö
breyting hefur verið á þessu milli
ára. Hjá sláturhússtjórum höfum
við fengið þær upplýsingar að
sala heim til bænda I sláturtið
hafi veriö litil i fyrra, en þetta
hefur breyst i haust.”
—KP.
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
Lðgum verði framfylgt
„SÍNE-deildin i
Gautaborg varar við
þeim hugmyndum að
hægt sé að leysa fjár-
hagsvandamál fjöl-
skyldufólks á kostnað
annarra námsmanna,”
segir i tilkynningu frá
deildinni.
„Viljum viðbenda stjórn L.I.N.
áaðframfylgja lögum Lánasjóðs
þar sem segir að námslán skuli
miðast við fulla umframfjárþörf
allra námsmanna nú þegar.”
Bréf þetta var sent til stjórnar
Lánasjóðs islenskra námsmanna.
Sine-deildin i Gautaborg hefur
ennfremur fordæmt harðlega að
fjárlög skuli ekki gera ráð fyrir
nægilegri fjárveitingu til LIN,
svo að sjóðurinn megi starfe
samkvæmt núgildandi lögum.
—BA.
OPIÐ
730-
Visis-rallið var mesta keppnin á slðasta ári. Þessi mynd er tekin á einni af sérleiöunum þá.
MIKIÐ RALLAÐ Á NÆSTA ÁRI
Stjórn BtKR er búin að á-
kveða dagsetningarnar á
væntanlegum ralikeppnum
klúbbsins á næsta ári og voru
þær kynntar félagsmönnum á
almennum félagsfundi á mánu-
daginn var. Einnig höfum við
fengið þær upplýsingar frá
Húsavik, að þeir verði með að
minnsta kosti eina ef ekki tvær
keppnir þar.
Fyrsta keppni BIKR verður
haldin helgina fyrir páska þ.e. 7.
april, og verður sú keppni ca.
500 til 700 km löng. Næsta
keppni verður t Húsavik 14. júli
og álika löng. önnur keppni
BtKR verður svo stóra keppnin
á árinu eða á bilinu 2500 og 3500
km. Hún veröur dagana 17. til
3Q. ágúst. Þriðja keppni BÍKR
verður 20. október, en hún verö-
ur væntanlega stutt. Nú, ef Hús-
vikingar verða með tvær
keppnir, verður væntanlega
snjórall seinna um haustið, en
nákvæm dagseting liggur ekki
fyrir. Um Rally-Cross og is-
akstur er litiö aðsegja f bQi, það
vantar isinn fyrir Isaksturinn,
og leyfiö fyrir Rally-Crossinu,
en h vort tveggja horfir til bóta I
vetur og verður nánar greint frá
báðum þessum greinum, þegar
þar að kemur, en þess ber aö
geta að þær þurfa mikla styttri
undirbúningstima en rall.
Akveðið var af mörgum á-
stæðum að breyta dagsetning-
um á sparaksturskeppnum
klúbbsins, sem tvö siðastliöin ár
hafa verið á haustin, yfir á vor-
in, og veröur þvi næsta spar-
aksturskeppni 13. mai.
Félögum BIKR er boðið I
heimsókn til lögreglunnar i
Reykjavik á miövikudaginn
kemur klukkan 20.30, þar sem
sýnd verður kvikmynd um um-
feröarslys o.fl. Er meiningin aö
klúbbfélagar fjiflmenni þangað
á miövikudaginn og mæti á
skrifstofu BIKR kl. 20.00 og fari
svo i' hóp til lögreglunnar.
ÓG.
AEQ
Handverkfæri eru
sterk og vönduð
Fjölbreytt úrval AEG
handverkfæra til iðnaöar-,
bygginga- og tómstundavinnu.
Við AEG borvélarnar
er auðveldlega hægt að setja
ýmsa fylgihluti, svo sem pússikubb,
hjólsög, útsögunarsög og margt fleira.
G HANDVERKFÆRI SEM ERU ÞEKKT FYRIR GÆÐI
TILVALIN JÓLAGJÖF