Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 1
TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 31. JANÚAR 2001 ÞRÁTT fyrir að nokkur fórnarlömb jarðskjálftans á Indlandi hafi fundist á lífi í gær, um 100 klukkustundum eftir að skjálftinn reið yfir, eru björgunarmenn nú nær úrkula vonar um að finna fólk á lífi í rústunum. Laust eftir hádegi að staðartíma fundu rússneskir björgunarsveitar- menn 75 ára gamla konu á lífi í Bachao-umdæmi í Gujarat-ríki. Nokkrum klukkustundum fyrr höfðu björgunarsveitarmenn fundið móður og eins árs gamlan son hennar á lífi í rústum fjögurra hæða byggingar í Ahmadabad, höfuðborg Gujarat. Sextán ára drengur fannst á lífi í bænum Anjar og hafði hann þá verið 96 klukkustundir undir tveggja metra lagi af steinsteypu ásamt lát- inni ömmu sinni. „Ég hrópaði ýmist á hjálp eða svaf þennan tíma,“ sagði Ketan Rathod sem gat aðeins hreyft sig um örfáa sentímetra þar sem hann var skorðaður á milli tveggja súlna á heimili sínu. „Ég grét einnig vegna ömmu minnar og hafði áhyggjur af foreldrum mínum.“ Ket- an fannst fyrst eftir að herinn var kominn á staðinn með krana til að fjarlægja rústir. Hermaður heyrði óp hans og var hann færður úr rúst- unum um tíuleytið í gærmorgun. Rústir ruddar með jarðýtum Þrátt fyrir að þessar sögur hafi yljað björgunarfólki um hjartarætur hefur það nær misst vonina um að finna fólk á lífi. Á mörgum stöðum var í gær farið að nota jarðýtur til að ryðja rústir og nálgast rotnandi lík. Bálkestir til að brenna líkin hafa brunnið stöðugt um allt Gujarat-ríki sl. þrjá daga og hefur verið fluttur inn eldiviður frá nærliggjandi ríkjum til að halda þeim við. Jarðskjálftinn sem mældist 7,9 stig á Richter-kvarðanum reið yfir Indland á föstudagsmorgun. Óljóst er hve fórnarlömb hans eru mörg en heyrst hefur að 16.000 til 100.000 hafi látist. Sorg Indverja hefur nú breyst í reiði og beinir almenningur nú spjót- um sínum að yfirvöldum og bygg- ingaverktökum sem hafa látið hjá líða að fylgja fyrirmælum um jarð- skjálftavarnir við byggingu húsa. Að sögn dagblaðsins Statesman í Kal- kútta er „rannsóknar ekki þörf til að staðfesta að tjónið hefði verið miklu minna hefðu yfirvöld gert skyldu sína og ófyrirleitnir byggingameist- arar hefðu verið neyddir til að hafa hemil á græðgi sinni“. Að sögn Rögnu Söru Jónsdóttur, sem stödd er á Indlandi á vegum Morgunblaðsins, er nú fjöldi er- lendra björgunarsveita í Ahmada- bad. „Allir vilja hjálpa til en bæði íbúar og fulltrúar hjálparstofnana segja fjölmiðlum hér í Mumbai að samhæfingu og skipulagningu að- gerða sé verulega ábótavant,“ segir í grein Rögnu Söru sem finna má á miðopnu blaðsins í dag. Ragna Sara segir dreifingu hjálpargagna líka stórt vandamál, ekki hafi tekist að koma þeim frá Ahmadabad út í þorp- in og sveitirnar. Hjálpargögn berast Indlandi nú hvaðanæva. Meðal þeirra ríkja sem komið hafa til aðstoðar er nágranna- ríkið Pakistan en vanalega elda ríkin grátt silfur. Rauði krossinn hóf form- legar aðgerðir í gær og falast eftir 16 milljónum dollara í neyðaraðstoð. Fórnarlömb jarðskjálftans talin vera á bilinu 16.000–100.000 Vonir dvína um að fólk finnist á lífi í rústunum AP Þrjár konur líta yfir götuna í bænum Anjar þar sem nær 400 börn létust í jarðskjálftanum. Börnin voru í skrúð- göngu í tilefni þjóðhátíðardagsins þegar jarðskjálftinn reið yfir og byggingarnar hrundu yfir götuna. Ahmadabad. Anjar, Mumbai. Morgunblaðið, AFP, AP.  Indverjar sameinast/28 FRAKKAR létu gagnrýni Tyrkja sem vind um eyru þjóta og birtu í lögbirtingablaði sínu í gærdag lög sem segja að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum 1915. Tyrkir hafa brugðist ókvæða við lögunum og hafa hætt við ýmsa við- skiptasamninga, einkum á sviði varnarmála. Í gær sagði tyrkneska sjónvarpsstöðin NTV að hætt hefði verið við samning að upphæð 200 milljón dollarar, andvirði rúmlega 17 milljarða ísl. króna. Forsætisráðherra Tyrklands, Bulent Ecevit, sagði lagasetninguna mikil vonbrigði. Tyrkir vísa á bug ásökunum Arm- ena um að Tyrkir hafi drepið yfir 1,5 milljónir Armena í fjöldamorðum á árunum 1915–1917. Þeir segja að nokkur hundruð þúsund Armenar og þúsundir Tyrkja hafi látist í bardög- um sem urðu þegar Tyrkjaveldi var við að leysast upp. Um 300.000 þúsund Armenar eru búsettir í Frakklandi og barðist sam- félag þeirra mjög fyrir setningu lag- anna. Tyrkir mót- mæla lögum París. Reuters. Frakkland EHUD Barak, forsætisráðherra Ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, munu hugsanlega hittast á fundi síðar í vikunni. Sá fund- ur yrði síðasta tilraun til að ná árangri í friðarumleitunum fyrir kosningarn- ar í Ísrael sem fram fara 6. febrúar. Nýjustu skoðanakannanir benda ótvírætt til þess að Ariel Sharon, leið- togi Likud-bandalagsins, muni fara með sigur af hólmi í þeim. Palestínskir heimildarmenn AP- fréttastofunnar halda því fram að unnið sé hörðum höndum að undir- búningi fundar í Egyptalandi á laug- ardaginn. Ísraelska útvarpið flutti einnig af því fréttir í gær að háttsett- ur ísraelskur samningamaður, Gilead Sher, og fyrrverandi yfirmaður Shin Bet, ísraelsku öryggissveitanna, Yisrael Hasson, væru á leið til Jórd- aníu og Egyptalands til að koma við- ræðum í kring. Skrifstofa Baraks sagði hins vegar engan fund vera á dagskránni. Þrátt fyrir að takist að koma leið- togunum á fund er ekki talið að draga muni verulega til tíðinda í samninga- viðræðum Ísraela og Palestínumanna fyrir kosningarnar. Ef marka má skoðanakannanir mun Sharon fara með öruggan sigur af hólmi í þeim. Í þeirri nýjustu, sem birt var í gær, er fylgi Sharons 52% en Baraks 32%. Könnunin var framkvæmd af Gallup og tóku 1.300 Ísraelar þátt í henni. Upplýsingaráðherra Palestínu, Yasser Abed Rabbo, hvatti Palestínu- menn með ísraelskan ríkisborgara- rétt til að kjósa Barak og sagði sam- stöðu gegn Sharon mikilvæga. Palestínumenn segja leiðtogafund í bígerð Sharon spáð sigri í skoðanakönnunum Jerúsalem. AP, AFP. FJÖLDI ferðamanna hefur aldrei verið meiri en í fyrra þegar 689 milljónir manna brugðu sér út fyrir landsteina heimalandsins. Það eru 50 milljónum fleiri en ár- ið 1999 sem er 7,4% aukning. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi Alþjóðaferðamálaráðsins (OMT). Tölurnar „fóru fram úr björtustu vonum okkar“, sagði framkvæmdastjórinn Francesco Frangialli í gær. Tekjur af ferðamönnunum eru metnar 476 milljarðar dollara, andvirði tæplega 41 þúsund millj- arða ísl. króna. Ólympíuleikarnir í Sydney, Evrópumeistarakeppnin í fót- bolta, heimssýningin í Hannover og kristnihátíð í Róm eru meðal þess sem jók fjölda ferðamanna. Frakkland er enn sem fyrr vin- sælasti áfangastaður ferða- manna, 74,5 milljónir manna sóttu það heim árið 2000 sem er 2% aukning. Næstflestir héldu til Bandaríkjanna eða 52,7 milljónir ferðamanna sem er 8,7% aukning frá árinu á undan. Meðal tíu vin- sælustu landanna voru Rússland, þangað héldu 22,8 milljónir ferða- manna sem er 23,2% aukning, og Kína, en 31,2 milljónir manna héldu þangað. Það er aukning um 15,5%. Sterk staða dollarans varð til að metfjöldi Bandaríkjamanna ferðaðist til Evrópu í fyrra. Bret- land var eina landið í álfunni þar sem ferðamönnum fækkaði. Ferðamönnum til Miðaust- urlanda fjölgaði mjög, allt til haustsins þegar átökin milli Ísraela og Palestínumanna hóf- ust. OMT spáir því að færri leggi land undir fót í ár en í fyrra eða eingöngu 661 milljón manns vegna samdráttar í bandarísku efnahagslífi. Metfjöldi á faraldsfæti Madrid. AFP. NETFYRIRTÆKIÐ Amazon.com tilkynnti í gær að það myndi segja 1.300 manns upp eða 15% af starfs- fólki fyrirtækisins. Tilkynningin kom í kjölfar fréttar um að gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefði lækk- að um 25 sent á hlut á síðasta árs- fjórðungi ársins 2000. Hreinn sölu- hagnaður fyrirtækisins var 972 milljónir dollara á ársfjórðungnum sem er 44% aukning frá sama árs- fjórðungi 1999. Nettótap tímabilsins var 545 milljónir dollara eða 1,53 dollarar á hlut. Á sama tíma í fyrra var tapið 96 sent á hlut. Fyrirtækið segist búast við að verða rekið með hagnaði á síðasta ársfjórðungi þessa árs. 1.300 sagt upp hjá Amazon San Francisco. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.