Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 18

Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGNEFND í Indónesíu, sem rann- sakar tvö spillingar- mál, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Abdurrahman Wahid forseti sé líklega viðr- iðinn annað þeirra og hafi gerst sekur um lögbrot í hinu málinu. Varnarmálaráðherra landsins hefur varað við því að herinn kunni að taka völdin í sínar hendur ef deilur forset- ans og þingsins leiddu til glundroða í landinu. Þingnefndin gekk ekki svo langt í skýrslu sinni að leggja til að þingið höfðaði mál á hendur forsetanum til embætt- ismissis. Búist er við að þingið ákveði á morgun hvernig bregðast eigi við skýrslunni og margir sérfræðingar í stjórnmálum Indónesíu telja líklegt að það ávíti forsetann fremur en reyna að svipta hann embættinu. Ákveði þingið að ákæra forsetann til embættismissis verður ekki hægt að hefja réttarhöldin fyrr en eftir að minnsta kosti hálft ár og óttast er að slík málshöfðun myndi leiða til stjórnlagakreppu og blóðugra átaka milli stuðningsmanna og andstæð- inga forsetans. Annað hneykslismál- ið er kennt við mat- vælastofnun indónes- íska ríkisins, Bulog. Nokkrir gamlir sam- starfsmenn Wahids, þeirra á meðal nuddari hans, eru sakaðir um að hafa dregið sér and- virði rúmlega 350 millj- óna króna úr lífeyris- sjóði stofnunarinnar. Í skýrslu þingnefndar- innar segir að Wahid hafi óskað eftir því að lífeyrissjóðurinn yrði notaður til að fjár- magna hjálparstarf í Aceh-héraði. Forsetinn hefur viðurkennt að hafa íhugað þetta en ákveðið að nota ekki sjóð- inn. Í skýrslunni er hann þó sakaður um að hafa átt þátt í fjárdrætti nokk- urra manna sem hafi tekið fjár- munina úr sjóðnum í nafni forsetans og notað þá í eigin þágu. Wahid hefur sagt að í stað þess að nota fjármuni sjóðsins hafi hann þegið gjöf að andvirði 170 milljóna króna frá soldáninum af Brúnei. Í skýrslunni segir að forsetinn hafi brotið lögin með því að halda þessari gjöf leyndri og hann hafi ekki gert grein fyrir því hvernig peningarnir voru notaðir. Í skýrslunni segir að forsetinn hafi veitt þjóðinni rangar upplýsingar um gjöf soldánsins og hafi að öllum lík- indum átt þátt í útborgun og notkun fjármunanna úr lífeyrissjóði Bulog. Wahid hélt sjónvarpsávarp í fyrrakvöld og áréttaði að hann væri saklaus af öllum sakargiftunum. Óttast blóðsúthellingar Líklegt er að skýrslan verði til þess að pólitíska spennan í landinu magnist til muna og indónesísk dag- blöð vöruðu við því í gær að hún gæti leitt til blóðsúthellinga. Um 10.000 mótmælendur söfnuðust saman við þinghúsið í fyrradag og lögreglan beitti táragasi og skaut viðvörunar- skotum upp í loftið til að dreifa þeim. Hörðustu andstæðingar Wahids á þinginu kröfðust þess að hann yrði sviptur embættinu. Hann virðist hins vegar njóta stuðnings Mega- watis Sukarnoputris varaforseta, en flokkur hennar er með nógu mörg þingsæti til að geta komið í veg fyrir málshöfðun á hendur forsetanum. Mahfud varnarmálaráðherra sagði að enn hefðu engar vísbend- ingar komið fram um að herinn hygðist taka völdin í sínar hendur. Hann varaði hins vegar við því að herinn kynni að grípa til þess ráðs ef deilur stjórnmálamannanna leiddu til stjórnleysis eða ef hætta væri tal- in á að landið leystist upp. Wahid var leiðtogi stærstu sam- taka múslima í Indónesíu þegar hann komst til valda fyrir fimmtán mánuðum. Hann er hálfblindur og heilsuveill og ólíklegt þykir að hann haldi embættinu þar til kjörtímabili hans lýkur árið 2004. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að svíkja lof- orð sín um að koma á lýðræðislegum og efnahagslegum umbótum eftir 32 ára einræði forvera hans í forseta- embættinu, Suhartos. Varað við blóðsúthellingum og valdaráni vegna mikillar ólgu í stjórnmálum Indónesíu Wahid forseti bendlaður við spillingarmál AP Námsmenn mótmæla spillingu í Indónesíu við forsetahöllina í Jakarta. Jakarta. Reuters, AP. Abdurrahman Wahid „ÞEIR sem hafa gert rangt verða látnir sæta ábyrgð,“ sagði Alan Mil- burn, heilbrigðisráðherra Breta, í gær eftir að gerð var opinber skýrsla þar sem rakið er hvernig líffæri voru numin úr látnum börnum á Alder Hey barnaspítalanum í Liverpool, þeim stærsta í Evrópu, án leyfis for- eldra. Hollenski læknirinn Dick van Velzen, sem álitinn er bera ábyrgð á athæfinu, á að öllum líkindum dóms- mál yfir höfði sér, en það var á með- an hann starfaði við spítalann, 1988– 1995, að það tíðkaðist að því er virtist langt umfram það sem eðlilegt má telja, að líffærin væru tekin. Það vekur almennan hrylling að höfuð barna voru geymd, heil fóstur og jafnvel heilt barn. Fjórir af yf- irmönnum spítalans, þar á meðal framkvæmdastjóri hans og stjórnar- formaður, hafa þegar sagt af sér. Læknar og samtök lækna hafa lát- ið í ljós von um að málið verði ekki til að torvelda rannsóknir. Skelfilegt lestrarefni Fyrirfram var búið að vara við því að skýrslan væri skelfilegt lestrar- efni og það er hvergi ofmælt. Í henni er því lýst hvernig líffærum var safn- að og þau geymd. Þar á meðal eru heilar, augu úr fóstrum, 1.500 heil fóstur, sem fæddust andvana eða fyrir tímann, nokkur heil barnshöfuð og jafnvel heil barnslík. Á meðal þessa er einnig illa skaddað höfuð af ellefu ára barni. Það er frá því á sjö- unda áratugnum og hefur því verið geymt frá því áður en hollenski læknirinn kom til starfa. Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn ætti ekki að fá að stunda lækningar framar. Einnig er stungið upp á því að lög um vefsýni og líkamshluta verði hert og inn í þau verði bætt kafla um við- urlög við því að brjóta lögin. Jafn- framt er bent á að mikill munur sé á hvað tíðkist á einstökum sjúkrahús- um og í einstökum landshlutum og því lagt til að sama eyðublaðið verði lagt fyrir alla foreldra er missa börn sín. Þar skipti öllu máli að um raun- verulega upplýst samþykki sé að ræða. Læknir sem laug – stjórn sem brást Skýrslan var lögð fyrir þingið í gær og rædd þar. Þar ályktaði Mil- burn að það hefði verið skortur á virðingu og skilningskortur á kring- umstæðum sem leitt hefði til þess að líffærum var safnað með þessum hætti. Læknirinn hefði brotið allar siðareglur, engu skeytt um óskir for- eldra, sem hefðu lagst gegn fullri krufningu, og aldrei veitt samþykki fyrir að líffæri yrðu fjarlægð úr látn- um börnum þeirra. Læknirinn laug að foreldrunum, að öðrum læknum og stjórn spítalans. Hann stal lækn- isskýrslum, falsaði tölfræði og skýrslur og hvatti annað starfsfólk til þess sama, sagði ráðherrann. Ráðherrann ályktaði einnig sem svo að stjórn spítalans hefði brugðist eftirlitsskyldu sinni og ekki reynt að stöðva framferði læknisins, bæði vegna skorts á faglegum vinnu- brögðum og tilfinningaskorti, bæði af hálfu spítalans og háskólans í Liverpool sem sjúkrahúsið tilheyrir. Líffæri fjarlægð úr börnum Opinber skýrsla staðfestir verstu grunsemdir London. Morgunblaðið. CHRISTINE Deviers-Joncour, eitt aðalvitnið í miklu spillingarmáli, sem nú er fyrir rétti í Frakklandi, sagði í gær, að hún hefði „misst alla tilfinn- ingu fyrir verðgildi peninga“ er henni voru greidd hundruð milljóna ís- lenskra króna fyrir að hafa áhrif á ástmann sinn, Roland Dumas, fyrr- verandi utanríkisráðherra. Deviers-Joncour, fyrrverandi fyr- irsæta, 53 ára gömul, sagði frá því, að olíufélagið Elf-Aquitaine hefði greitt sér nærri 900 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á ákvarðanir Dumas snemma á síðasta áratug. „Það var eins og að koma inn í nýj- an heim að vinna fyrir Elf. Þar lék allt á hundruðum og milljörðum króna og þegar á leið missti ég alla tilfinningu fyrir verðgildi peninga,“ sagði De- viers-Joncour en hún, Dumas, fjórir háttsettir ráðamenn hjá Elf og kaup- sýslumaður í París eru sökuð um að hafa misnotað eigur olíufélagsins, sem var ríkisfyrirtæki á þessum tíma. Hafa réttarhöldin um spillinguna í forsetatíð François heitins Mitterr- ands vakið mikla athygli enda snúast þau um kynlíf, mútur og fjármála- brask hjá fína fólkinu í Frakklandi. Fyrsta þóknunin 170 millj. kr. Aðalvitni saksóknarans er eins og fyrr segir Deviers-Joncour en hún fletti ofan af öllu málinu í sjálfsævi- sögu sinni, „Hóru lýðveldisins“. Þar segir hún, að Alfred Sirven, fyrrver- andi yfirmaður Elf, sem nú fer huldu höfði á Filippseyjum, hafi ráðið sig til starfa vegna sambands hennar við Dumas. Deviers-Joncour sagði, að fyrsta greiðslan til sín hefði verið 170 millj- ónir króna fyrir að beita sér fyrir því við Dumas, að Loik Le Floch-Prig- ent, einn hinna ákærðu í málinu, yrði forstjóri Elf. Peningana hefði hún notað til að kaupa glæsihús, sem not- að var til ástafunda með utanríkisráð- herranum. Húsið valdi hún í sam- vinnu við Gilbert Miara, sem einnig er ákærður í málinu, en hann var líka ástmaður hennar á þessum tíma. Sagði Deviers-Joncour, að hún hefði notað Miara til að ala á afbrýðisemi Dumas. Freigátur til Taívans Deviers-Joncour segir, að síðari greiðslan hafi verið rúmlega 720 millj. kr. og hafi Sirven innt hana af hendi í febrúar 1992 eftir að tekist höfðu samningar um sölu á sex frei- gátum til Taívans. Hafði Dumas lengi verið andvígur sölunni þar sem hún gæti styggt Kín- verja og hann heldur því raunar fram, að hann hafi aldrei skipt um skoðun. Mitterrand sjálfur hafi tekið af skarið um söluna. Þetta mál er aðeins eitt af nokkr- um, sem varða Elf, en á sínum tíma var fyrirtækið öðrum þræði leynileg- ur mútusjóður, sem stjórnmálamenn til hægri og vinstri gátu ausið úr. Stefnt er að því að ljúka réttarhöld- unum 13. febrúar nk. og eiga hin ákærðu yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og miklar sektir. Aðalvitnið í málinu gegn Dumas, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakklands, og Elf-olíufélaginu Missti allt skynbragð á verðgildi peninga París. AFP, Daily Telegraph. AP Christine Deviers-Joncour (t.h.) ásamt lögfræðingi sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.