Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 31.01.2001, Qupperneq 49
skólans við Sund FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 49 Holly McBuire - Fyrirsæta Holly Maguire, 21 árs, b‡r í Basildon Essex í Bretlandi. Hún er fyrirsæta a› atvinnu og birtist reglulega í blö›unum The Times, The Sun og ö›rum flekktum dagblö›um. Holly prófa›i ERDIC flar sem hún er mjög á móti fegrunara›ger›um. „Eftir a› hafa grennst um nokkur kíló höf›u brjóstin mín minnka› verulega og ég haf›i miklar áhyggjur. Eftir a› hafa lesi› um ERDIC ákva› ég a› slá til. Ég haf›i aldrei vilja› ígræ›slu flótt mér hef›i veri› bo›i› hún ókeypis.“ „fia› var au›velt a› fylgja ERDIC prógramminu og hafa brjóst mín stækka› frá 32A til 32C á rúmlega 10 vikum.“ Ann Louise Gittleman - Næringarsérfræ›ingur „Sem rithöfundur og tí›ur talsma›ur um heilbrig›is- mál kvenna, er ég í stö›ugri leit a› n‡jum vörum sem á hollan og náttúrulegan hátt stu›la a› líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu heilbrig›i og velfer› kvenna. Ég var› vitni a› sláandi árangri af ERDIC og sem ánæg›ur neytandi af vörunni mæli ég stolt me› ERDIC vi› allar flær konur sem vilja bæta á sér barminn.“ ERDIC-prógrammi› hefur fari› sigurför í Evrópu og Skandinavíu og nú er fla› loksins komi› til Íslands. Lesi› um ERDIC á sló›inni: www.erdic.co.uk Pantanir og fyrirspurnir um ERDIC eru í síma: 564-0062 alla virka daga frá 13-17 e›a gegnum tölvupóst: erdic@binet.is Mynd: Vicky Walberg (ensk fyrirsæta/Miss UK 1997): „Brjóstin mín stækku›u um 2 skálastær›ir á 16 vikum“ Uppl‡singa og pöntunarsími: 5640062 Netfang: erdic@binet.is • Veffang: www.erdic.co.uk N‡ fljónusta: Frí heimsending á stór Reykjavíkur svæ›inu og Su›urnesjum! Vilt flú stærri e›a stinnari brjóst ? FULLT var út úr dyrum áÍslenska drauminn og 101Reykjavík á Kvik-myndahátíðinni í Gauta- borg um helgina. Á föstudaginn var tóku biðraðir að myndast við kvikmyndahúsið Drekann löngu fyrir kl. 18 þegar 24. kvikmyndahátíðin í Gautaborg var sett. Framkvæmdastjórinn, Gunnar Bergdahl, kynnti vígslumyndina, norsku dogmamyndina Når nettene blir lange eftir Mona J. Hoel og not- aði tækifærið og tilkynnti að unnið væri að því að fá afhendingu Gull- baggaverðlaunanna flutta til Gauta- borgarhátíðarinnar (í ár fer hún fram í Stokkhólmi að vanda, hinn 5. febrúar nk.) Síðan gaf hann menn- ingarmálaráðherra Svía, Maritu Ulvskog, orðið, en hún hélt vígslu- ræðu, með hugleiðingu um okkar tíma ótta við alvöru og okkar tíma þrá eftir alvöru. Miðnætursýning Drekinn er miðstöð hátíðarinnar og annað stærsta kvikmyndahúsið sem hún hefur til umráða, með 713 sæti. Eflaust voru einhverjir í bið- röðinni að krækja sér í síðustu mið- ana á íslensku mynd föstudags- kvöldsins: 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák, sem var miðnæt- ursýning fyrir fullum sal Drekans, þrátt fyrir fjölmenna vígsluhátíð það kvöld. Strax í byrjun síðustu viku, þ.e. mörgum dögum áður en hátíðin hófst var uppselt á laugardagssýn- ingarnar bæði á 101 Reykjavík, og myndina Íslenski draumurinn sem einnig var sýnd tvisvar um helgina. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er Íslenski draum- urinn eftir Róbert I. Douglas ein af átta norrænum myndum sem valdar voru til þátttöku í keppninni um Norrænu kvikmyndaverðlaun- in. Frumsýningin fór fram í Dreka- bíóinu á öðrum degi hátíðarinnar, síðla laugardags, að leikstjóranum viðstöddum ásamt aðalleikaranum Þórhalli Sverrissyni. Annar af tveimur framleiðendum mynd- arinnar, Jón Fjörnir Thoroddsen, var einnig mættur. Stemmningin var mettuð af athygli og ýmis atriði vöktu óspillta kátínu. Það voru hressir og glaðir félagar sem frétta- ritari hitti að lokinni sýningu og að- spurðir kváðust Þórhallur og Jón Fjörnir mjög ánægðir með við- brögð. „Það var ekki hlegið eins mikið og á sýningum heima en það kom heill hópur af fólki að þakka fyrir og allir höfðu eitthvað jákvætt að segja.“ Talandi höfuð Daginn eftir þegar Róbert I. Douglas sat fyrir svörum á dag- skránni „Talking Heads“ þar sem útvaldir leikstjórar mæta í yf- irheyrslu, virtist hann á sama máli og taldi að hinn gráglettni undir- tónn myndarinnar hefði náð yf- irhöndinni með þessum fyrstu er- lendu áhorfendum hennar. Enska textann kvað hann óþarflega fyr- irferðarmikinn og tefja mynd- skynjun áhorfandans. Alls keppa átta myndir til úrslita um Norrænu kvikmyndaverðlaunin sem afhent verða á laugardaginn kemur. Aðstandendur Draumsins fylgdust af áhuga með hinum nor- rænu keppnismyndunum – á milli þess sem þeir unnu við að kynna eigin verk – og Jón Fjörnir lýsti strax hrifningu sinni á þeirri norsku að hinum óséðum. Augljóst var að aðstandendur Íslenska draumsins voru fyllilega sáttir við þann heiður að mynd þeirra var valin til þátt- töku, hver svo sem verðlaunin hlýt- ur, enda var laugardagssýningin allra fyrsta sýning Íslenska draumsins á erlendri grund. Hvort hátíðin leiðir til áframhald- andi ferðalaga og sölu myndarinnar mun tíminn leiða í ljós en í frétt há- tíðarblaðsins Draken sem kemur út daglega meðan á hátíðinni stendur, mátti lesa að leikstjórinn Róbert Douglas gæti nú dregið andann léttar, því síðastliðið föstudags- kvöld var fjármögnunin á næstu mynd hans komin á hreint. Sú mynd verður í svipuðum stíl, gam- anmynd með alvöru í, samtímalýs- ing og kostnaður í lágmarki. Mynd um taílenska innflytjendur á Ís- landi. Robert I. Douglas situr fyrir svörum á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Gott gengi í Gauta- borg Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hófst um síð- ustu helgi en þar eru m.a. sýndar íslensku myndirnar Íslenski draumurinn og 101 Reykjavík. Kristín Bjarnadóttir er okkar maður á staðnum. Á Drekanum eftir frumsýningu á Íslenska Draumnum: Þórhall- ur Sverrisson sem leikur Tóta og Jón Fjörnir Thoroddsen, einn framleiðenda. Íslenski draumurinn og 101 Reykjavík á faraldsfæti ÁRSHÁTÍÐ Menntaskólans við Sund fór fram á sunnudaginn. Nemendurnir héldu hvíld- ardaginn hátíðlegan í þetta skipti en lík- legast hafði verkfall kenn- ara einhver áhrif á daga- valið. Samkvæmt hefðinni hófu nemendur veisluhöldin snemma, en bekkjarfélagar hittast löngu fyrir hádegi í morgunteitum. Sumir bekkj- anna fara einn- ig í sund, keilu eða gera eitthvað glannalegra. Kvöldverðarskemmtun var haldin á Broadway með til- heyrandi skemmtiatriðum og verðlaunaafhendingum. Um kvöldið var svo haldin dansleikur á sama stað þar sem m.a. hljómsveitirnar Sálin hans Jóns míns og Ný dönsk samein- uðust undir nafninu Draum- urinn og héldu uppi stanslausu stuði fram eftir nóttu. Sam- kvæmt Ómari Arnari Ólafssyni, forseta skólafélagsins, eða Ár- manni eins og hann kallast þar, lukkaðist árshátíðin prýðisvel. Árshátíð Mennta- Ásbjörn Jónasson með heiminn í höndum sér, en hann var kosinn bjartasta von MS-inga. Morgunblaðið/Jón SvavarssonKnattspyrnulið MS, sem sigr- aði á móti menntaskólanna, var heiðrað með blómum. Ungfrú og herra MS voru valin Brynja Björns- dóttir og Hannes Óli Ágústsson. Skemmtun frá morgni til kvölds Í KVÖLD kl. 21 hefjast tónleikar með hljómsveitinniZefclop. Hún hefur verið starfrækt í þessari mynd írúmt ár, og flytur frumsamin lög Ragnars Emils- sonar gítarleikara. Auk hans skipa hljómsveitina trommuleikarinn Þorvaldur Þór Þorvaldsson, bassaleik- arinn Birgir Kárason og Þorbjörn Sigurðsson sem leikur á hljómborð. Í kvöld munu tveir gestaleikarar bætast í hópinn, Birgir Freyr Matthíasson sem leikur á trompet og Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari. Stemmningin í stefnunum Tónlistarstefnur einsog jass, latín, fönk og rokk ein- kenna tónlist Ragnars. „Þetta eru „instrúmental“ lög eftir mig með áhrifum héðan og þaðan. Ég tek það sem mér finnst skemmtilegt úr hverri stefnu og sem upp úr því. Tónsmíðarnar byggja mikið á djassi því ég er að læra hann. En tónlistin er ekki hreinn djass, það er rokk í henni. Hún er heldur ekki hreint rokk. Það eru gangar í lögunum sem endurtaka sig og hver hljóðfæraleikari fær að spreyta sig á sólói yfir því, líkt og í djassi. En síðan eru í lögunum samdir kaflar, meira einsog í rokki.“ Ragnar hefur samið lögin undanfarin tvö til þrjú ár, en nokkur eru bara nýkomin í heiminn. „Þetta kemur hægt og rólega,“ segir Ragnar sem er iðinn við kolann. „Mér finnst ég ekki vera undir áhrifum neinna sér- stakra tónlistarmanna, frekar að stemmning hverrar stefnu fyrir sig hafi áhrif á mig. Rokkbakgrunnurinn skín í gegn en hann er flæktur með smá djassflækjum til að gera þetta meira spennandi.“ Innihald í smekklegum lögum Ragnar vill samt ekki segja að tónlistin hans sé sér- staklega framúrstefnuleg. „Hún er ekki beint frumleg, en samt get ég ekki sagt að ég hafi heyrt beinlínis þessa tón- list áður. Ég þekki ekki marga sem eru í alveg sömu pæl- ingum. Og þannig er tónlistin kannski pínu persónuleg. Bræðingur er kannski ekki svo ósvipaður, en mér finnst stundum koma svona hljóðfæraleikarahetjubragur í hann, og ég er ekki sérstaklega spenntur fyrir því. Ég vil frekar að lagið sjálft sé smekklegt og hafi eitthvert inni- hald. Ég vil hvorki hetjugítara né skjáauglýsingastemmn- ingu,“ segir Ragnar gítarleikari og tónskáld að lokum. Rokk í djassflækjum Morgunblaðið/Kristinn Ragnar með sína menn á bak við sig. F.v: Eyjólfur, Birkir Freyr, Þorvaldur Þór og Birgir. Zefclop spilar í Kaffileikhúsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.