Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 52

Morgunblaðið - 31.01.2001, Síða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ andi fólk og eru svo alveg óhrædd að steypa saman allskonar týpum og aðferðum. „Svo skulum við sjá hvað gerist“ er kannski þeirra kjörorð. Hér í Reykjavík hefur Tilraunaeld- húsið staðið sig eins og hetja í þess- um efnum. Batofar var heldur ekki seinn að koma sér í samband við Eld- húsfólkið þegar þau voru hér á landi. Leitað að norðri Í sumar ferðaðist Batofar-fólkið til norðursins – Íslands, Noregs og Finnlands – í leit að spennandi og áhugaverðum listamönnum. Þau voru stödd hér í nokkra daga og hittu alls konar fólk. Þau eru dugleg að spyrja og með ákaflega lífrænum hætti fréttu þau af einum í gegnum annan og svo framvegis. Íslensk helgi var svo haldin í Bat- ofar í vetur auk þess sem Bang Gang spilaði síðar í sömu viku. Íslensku kvöldin hétu Chois Islandais, Kitch- en Motors og Thule Musik. Þarna spiluðu hljómsveitirnar múm, Org- BATOFAR er klúbbur og menning- arsetur sem flýtur við festar á Signu í París. Húsnæðið er gamalt björg- unarskip með litlum vita sem hefur verið breytt í fallegan tónleikastað. Uppi á dekkinu er dúllulegur veit- ingastaður, en undir þiljum er tón- leikasalur og ýmis skringileg afdrep. Allt innanstokks er mjög í takt við þá starfsemi sem þar fer fram. Allt er pínulítið skrýtið og óreglulegt í forminu. Julie Demuer er stjórnandi skips- ins og með aðstoðarmönnum sínum hefur hún búið til mjög þétta og heillandi senu, sem er vel sótt af Par- ísarbúum. Áherslan er mest á raf- og tilraunatónlist. Heimamenn hafa spilað og sungið en einnig hafa þau leitað til annarra landa og staðið fyr- ir uppákomum ættuðum frá Berlín, Barselóna, Búdapest og London. Svo hafa þau líka farið með hug- myndina til New York og haldið Bat- ofar-kvöld á Hudson-ánni. Þau fara um borgirnar og þefa uppi spenn- elkvartettinn Apparat og Big Band Brútal. Tveir dansarar frá Íslenska dansflokknum fluttu verkið Kippa, við undirleik múm. Sjón, Baldur og Ása Júníusdóttir fluttu ljóð eftir Sjón í tali og söng með undirleik. Gjörningaklúbburinn gerði tvo gjörninga, „We are the World, We are the Children“ á fimmtudags- kvöldinu og „Blow Job“ á föstudags- kvöldinu við undirleik Orgelkvar- tettsins. Egill Sæbjörnsson trommaði við eigin glæru-danssýn- ingu. Þá léku Hilmar Jensson og Matthías Hemstock, auk þess sem Margét Sara Guðjónsdóttir dansaði við undirspil Óla Björns, trommu- snillings úr Big Bandi Brútal. Inni í skrýtnu „hangsunum“ hafði óska- barnið Auxpan gert hljóðkrot (e. so- nic graffiti). Thule Musik sá svo um að koma öllum í brjálað stuð á laug- ardagskvöldinu. Á þeirra vegum á Signu voru plötusnúðarnir Agzilla, Exos, Jónas Þór og Árni Valur og svo Biogen, Sanasol og Ruxpin. Þá var allt stappað í bátnum og á tíma- bili biðu fleiri en 150 manns í röð á árbakkanum eftir að komast í partý í káetunum. En þetta er einmitt það frábæra sem þeim á Batofar hefur tekist, að búa til sérstaka blöndu af klúbbi þar sem fólk kemur til að dansa og djamma og menningarmið- stöð. Batofar sýnir líka stuttmyndir og myndbandsverk, en eitthvað hef- ur klúðrast með það hér heima því engar íslenskar stuttmyndir voru sýndar. Er það mjög glatað. Að öðru leyti var þetta vel heppn- að ævintýri. Múm heilluðu menn. Orgelkvartettinn var mjög svalur á sviðinu. Öll orgelin sem þeir gátu ferðast með og svo hin stóru orgelin sem þeir fundu eftir krókaleiðum í París, smekkfylltu sviðið svo þeir komust eiginlega ekki fyrir sjálfir. Gjörningaklúbburinn bauð fólki með í óskastund með stjörnuljósa- og æv- intýraívafi á þilfarinu. Ísland ... vá! Hrifningin af Íslandi er, eins og allir vita, magnað fyrirbæri. Það kemur manni sífellt á óvart hversu víðtækur áhuginn virðist vera. Allir vilja vita meira um Ísland. Á bátinn komu hinar ýmsu gerðir Íslandsvina. Þeir sem eru flottir og svalir og vilja sjá plötusnúða og hljómsveitir og ferska hluti. Og þeir komu líka sem hafa verið eins konar skiptibænda- synir í sveitum Íslands og vildu ræða við fólk á bjagaðri íslensku um stærsta hver í Evrópu og Sæmund fróða. Margir eru í bullandi sjálf- boðavinnu við Íslandskynningu, bæði meðvitað og ómeðvitað. Það er frábær auðlind sem Ísland á, í ungu fólki, sem með ódrepandi sköpunar- krafti og framkvæmdagleði býr til stórmerka hluti og skemmtir sér og öðrum konunglega í leiðinni. Það er þetta sem öll þessi spenna er í kring- um. Ekki víkingaskip og fjallkonur. Það má líka geta þess að starfsmað- ur Batofar sem sótti hópinn á Char- les de Gaulle-flugvöllinn sagðist aldrei hafa tekið á móti svona mörg- um stelpum í einum hópi. Það var mjög ánægjulegt að heyra. Hvernig þau á Batofar láta sitt dæmi ganga upp er ekki alveg ljóst, en það hlýtur meira að koma til en bara aðgangs- eyrir. A.m.k. komu hátt í 30 manns frá Íslandi og komu Flugleiðir þar til hjálpar. Hægt er að kíkja á www.batofar.- org og ef menn eru staddir í París er hægt að taka neðanjarðarlestina að Francois Mitterrand-bókasafninu, þar sem Batofar liggur við festar ekki svo langt frá. Batofar – frumlegur klúbbur í bát á Signu Ljósmynd/Sigrún Hrólfsdóttir Glaumur og gleði baksviðs á Batofar. Hér má sjá Hörð Bragason, Jóhann Jóhannsson og Jóní Jónsdóttur.Orgelkvartettinn Apparat í góðu sambandi. Samband í Frakklandi Við bakka Signu í París er rekinn athyglis- verður klúbbur í gömlu björgunarskipi. Batofar heitir hann. Fyrr í vetur sóttu nokkrir ungir íslenskir listamenn klúbbinn heim og brugðu þar á leik. Sigrún Inga Hrólfsdóttir segir frá því sem fyrir augu bar. Gjörningaklúbburinn þvær heiminn upp úr kampavíni. Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður lék á trommur. NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10.15. B. i. 14. Vit nr. 186 Sýnd kl. 4. ísl tal Vit nr. 169 Sýnd kl. 3.50 og 5.55. Vit nr. 178 Sýnd kl. 3.50. Ísl tal. Vit nr. 179 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.16 ára. Vit nr. 185.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 190. Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr. 177 Sýnd kl. 8 og 10.10. Vit nr. 167 Sýnd kl. 3.50 og 5.55.Vit r. 168 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal.Vit nr. 183. kl., 4 og 6. enskt tal. Vit nr. 187. B R I N G I T O N "Þú hélst það væri óhætt að fara aftur inn í skóginn.." og "Gleymdu því sem þú hefur áður séð, því nú er sannleikurinn hræðilegri en menn héldu!" Golden Globe fyrir besta leik Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur.  Mbl www.sambioin.is  ÓFE Hausverk.is 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com 1/2 AI MBL Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl.10. .B. i. 12. „fyndin og skemmtileg“  H.K. DV ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.com  SV Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. INGVAR E. SIGURÐSSON BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON EGGERT ÞORLEIFSSON NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR  SV Mbl  DAGUR ÓFE Sýn  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 6, 8 og 10. SAVINGGRACE  ÓHT Rás 2  DV Var á toppnum í Bandaríkjunum í 3 vikur. Golden Globe fyrir besta leik Hagatorgi sími 530 1919 ÓFE Hausverk.is  Kvikmyndir.com 1/2 AI MBL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.