Vísir - 09.02.1979, Síða 10

Vísir - 09.02.1979, Síða 10
10 Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfö Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snaeland Jónsson. Fréttastjóri” erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helaarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson,Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Otlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Stöumúla 14 slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Verðbólgan lögboðin Hinir almennu kjarasamningar runnu út 1. desember sl. Síðan þá hafa engir kjarasamningar verið í gildi milli vinnuveitenda og f jölmennustu samtaka launþega. Það er þó engu líkara en fáir hafi veitt þessari staðreynd at- hygli eða vilji af henni vita. Tveir stjórnarf lokkanna hafa eftir sem áður hamrað á því, að þeir haf i verið að setja samningana í gildi, þó að þeir séu engir til. Verkalýðsrekendurnir, sem í tíð síð- ustu ríkisstjórnar, töldu kjarasamninga heilagt rétt- lætismál, minnast nú ekki einu orði á slíka samninga. Og hjá atvinnurekendum eru kjarasamningar af eðlilegum ástæðum feimnismál, því að svo lengi sem elstu menn muna hafa þeir ekki haft fyrirhyggju til að gera kjara- samninga, sem þeir hafa getað staðið við. Kaupgjald í landinu er nú næstum alfarið ákveðið með lögum. Hvorki verkalýðsrekendur né atvinnurekendur eru að vísu í nokkurri aðstöðu til að segja mikið við þvi. Þessir aðilar hafa misfarið svo hrapallega með samn- ingsréttinn á undanförnum árum, að þeim er naumast treystandi fyrir ákvörðunum um kjaramálefni: verka- lýðsrekendurnir með pólitískri misnotkun á samtökum launafólks og atvinnurekendur með ábyrgðarlausri undanlátssemi fyrir óraunhæfum kaupgjaldskröfum. I stað þess, að kaupgjaldsmálin séu samningsatriði milli launþega og vinnuveitenda, eru þau nú orðin samn- .ingamál milli stjórnarf lokkanna. Og í þeim hrossakaup- um er ekki um það spurt, hvað sé raunhæft kaupgjald, sem atvinnureksturinn geti staðið undir, heldur hugsað um það eitt, hvernig hægt sé að leggja málin þannig fyrir, að stjórnarflokkarnir og verkalýðsrekendurnir haldi andlitinu. Um afstöðu vinnuveitenda spyr enginn, þeim virðist ekki einu sinni detta í hug sjálf um, að þessi mál séu þeim viðkomandi.- Sú þróun mála, sem hér hefur verið lýst, er öll hin háskalegasta. Það er ekki verið að ná niður verðbólg- unni, eins og allt atferli núverandi stjórnarf lokka er af- sakað með. Það er þvert á móti beinlínis verið að lög- binda áf ramhaldandi verðbólguþróun. Að hluta til kem- ur þessi lögbundna verðbólga fram strax, en að hluta til er hún falin í aukinni skattheimtu, sem innan tíðar kem- ur aðsjálfsögðu fram íhækkandi verðlagi. Hærri skattar á einstaklingana hafa í för með sér, að þeir telja sig þurfa að fá hærra kaup til að geta staðið undir sköttun- um. Og kauphækkanirnar verða ekki teknar nema með hækkuðu verðlagi, eins og hér háttar til, að afkoma at- vinnulífsins leyfir ekki slíkar hækkanir. Hærri skattar á atvinnureksturinn fara auðvitað líka fyrr en siðar beint út í verðlagið af sömu ástæðum. Þessar hundakúnstir pólitískra reiknimeistara með kaupgjaldið og verðlagið í landinu, sem sýnilegt er, að enn á að halda áf ram, munu ekki lækna meinin í íslensku efnahagslífi. Þær munu ekki bæta kjör launþega, þær munu ekki koma atvinnulífinu á réttan kjöl, og þær munu ekki stöðva verðbólguna. En þær munu skapa ýmis ný vandamál I efnahagslífinu, til viðbótar þeim, sem fyrir erum.a. nýjar millifærslur, sem síðar verður að vinda ofan af, skekkjur i gengismálum, sem síðar verðurað leiðrétta, og fela hluta af raunverulegri verð- bólgu, sem síðar hlýtur að brjótast fram. Föstudagur <rr.,9X3ÍTm 9. febrúar 1979 VÍSIR Guðrún Halla og Gunnur að færa tölur um veðrið inn á heimskortið. Á hverjum degi er sjö sinnum útvarpað veður- fregnum frá Veðurstofu íslands og lesa þær starfsmenn stofnunar- innar. Þuli Rikisút- varpsins þekkja flestir i sjón, þvi blöðin hafa gert þeim nokkuð góð skil i gegnum tiðina. Hins vegar vita fæstir hverjir lesa veðurfregn- irnar, en það gera niu manns, sem bera starfs- heitið „rannsóknar- menn”. Blaðamaður og ljós- myndari Visis brugðu undir sig betri fótunum og heimsóttu Veðurstofu Islands i vikunni. 1 vistlegu húsi er okkur vIsaB á Guðrúnu Höllu Guðmundsdóttur og Gunni Friðriksdóttur, en þær voru einmitt á vakt þá stundina er okkur bar að garði. Þær sögðu starfið vera skemmtilegt og lifandi, en þó sagði Guðrún Halla að áður hefði verið mun meira lif I starfinu, þvi þá hringdu allir veöurathugunar- menn á Veðurstofuna og tilkynntu ástandið á sinu svæði. Núna tala þeir við simstöð sem kemur boð- unum áleiöis i tölvu a veourstot- unni þannig að ekki um nein lif- andi tengsl eins og áöur var. Guðrún hóf störf á' Veöurstof- I? DANSAD í PEKING Kinverjar voru varla hættir að hlæja að óförum Shang Kai Sjek, þegar mig bar til Peking ásamt nokkrum öðrum Islendingum á haustdögum 1955. Þeir notuðust enn við bila, sem tilfaiiið höfðu úr herfangi rauðliða, sem Kuoming- tang herir höfðu orðið að skilja eftir á kajanum i Shanghai. Og það var sýnt að þeir ætiuðu að nota þá lengi, enda skilst mér að þeir hafi verið bónaðir i viku hverri, jafnvel undirvagninn Ifka. Sjálfir voru þeir ekki farnir að framleiða bila, en þeir hétu þvi með bros á vör að byrja þá fram- leiðslu innan tfðar. t þennan tima fóru engin viðskipti fram milli Bandarikj- anna og Kina. Kinverjar fengu þó dollara i gegnum viðskipti sin i Hong Kong og Macao, og svo mátti fá svolitið af dollurum ? viðskiptum viö tiða boðsgesti til landsins. Koka kola hafði horfið meö öliu með Kumoningtang- stjórninni, en I rykföllnum skáp á hóteli I Peking mátti enn sjá grilla i flösku af Gordon Gin og kostaöi sjö dollara sjússinn. Koka-kola bandalag. Nokkrir bandariskir unglingar voru þarna á ferð til að sýna and- úð sina á utanrikisstefnu Bandarikjanna. Þeir létu hátt um það, að þeim yrði stungiö i fang- elsi viö heimkomuna. Aðrir sögö- ust ekki ætla lengra „heim” en til Kanada. Þetta unga fólk var samkvæmt eðli málsins fullt af vináttu i garð Kinverja og söng „Down by the riverside” fyrir þá I tima og ótima. Ég býst við aö þetta ástand hafi staðiö nær óbreytt öll árin siöan, og á hverju ári hafi komið nokkur hópur bandariskra unglinga til að syngja „Down by the riverside” og ögra heimariki sinu upp á von um fangelsi viö heimkomuna. Nema nú er blaðinu allt i einu snúið við. Stofnað hefur verið Koka-kóla bandalag milli rikj- anna, Gordon Gin fæst væntan- lega aftur I Peking á viðráöan- legu verði: gott ef hundaveð- hlaupabrautirnar verða ekki opn- aðar að nýju. Maður hrökk eiginlega ekki við aö ráði fyrr en sjónvarpsþulur til- kynnti á þriðjudagskvöld að nú væri dansað I Peking. Svo mikl- um breytingum hefur þá hin bláklædda hjörð Maos tekið á undra skömmum tima, aö hún ætlar að fara aö stunda dansiböll I höfuðborginni. Maður sá hvergi dansað nema i leikhúsum, og þá einhverja striðsballetta um ungar stúlkur sem vondir landeigendur vildu forfæra, þangað til rauði herinn kom og hjó af þeim hnapp- inn. Og svo var fánum veifað og sungið mjóradda mjög um sigur hins góða, forsjá Maos og framtiðina eftir mátulegan skammt um fhaldssama heims- valdastefnu (þ.e. Bandarlkin). Neikvæðar ástir Annars mátti merkja þaö strax áriö 1955, aö á milli Kinverja og Bandarikjanna riktu einskonar neikvæðar ástir. Engir gátu hat- ast svona opinberlega nema á bak við lægi dulin hrifning. Enda fór svo, um það bil sem allir bandariskir vinir Shang Kai Sjeks voru dauðir, aö Bandarikin réttu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.