Vísir - 20.02.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 20.02.1979, Blaðsíða 10
10 Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfó Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes,' Sigurður Sigurðarson, Sigurvelg Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Öskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og sxrifstofur: Siöumúla 8. Simar 866)1 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verð i lausasölu kr. 125 eintakiö. Prentun Blaöaprent h/f Veðurþjónustuna þarff að bœta Nokkrar umræður hafa undanfarið verið i blöðunum um hljóðvarpsdeild Ríkisútvarpsins og veðurþjónustu stofnunarinnar. Það er löngu orðið Ijóst, að Útvarpið er mikilvægur hlekkur i öryggisþjónustu landsmanna og enginn fjöl- miðill er heppilegri en þaðtil þess að miðla hratt upplýs- ingum í öryggis-og varnaðarskyni, enda á það að geta komið boðum út á öldur Ijósvakans nokkurn veginn jafn- skjótt og þau berast því. Veðurlýsingar og veðurspár eru meðal þess, sem hvað mikilvægast er af öryggisþjónustu útvarpsins, og er því nauðsynlegt að nýjar spár og viðvaranir berist þeim, sem líf sitt geta átt undir veðri og vindum eins fIjótt og auðið er. í umræðum, sem fram hafa farið um samstarf Veður- stofu Islands og Rikisútvarpsins varðandi upplýsinga- þjónustu um veðurfar, hefur komið fram, að alllangur tími líður frá því að upplýsingar berast frá veðurathug- unarstöðvum til Veðurstof unnar og þar til veðurf regna- tímar eru í Útvarpinu, þar sem hægt er að koma þessum fregnum á framfæri. AAjög mikilvægt er að reynt verði að stytta þennan tíma sem mest má verða, þannig að nýjar upplýsingar um veðrabrigði geti borist sjófarendum.og öðrum, sem taka þurfa tillit til þeirra.sem allra fyrst. AAilli þessara föstu veðurfregnatíma í Útvarpinu þarf Veðurstofan síðan að geta skotið inn í dagskrá Útvarps- ins viðvörunum um yf irvofandi storm eða ísingu, og ætti að vera regla að slíkar viðvaranir' yrðu að auki lesnar frá loftskeytastöðinni í Reykjavík og strandstöðvum Landsíma islands reglulega eftir að þær berast frá Veðurstofu, svo lengi sem þörf er talin á. Dreifikerfið til skammar Jafnframt því, að forráðamenn Ríkisútvarpsins og Veðurstofunnar komi nýrri skipan á veðurspár- og við- vörunarþjónustu við sjómenn og aðra, sem hennar þurfa að njóta, er ástæða til að taka sendiþjónustu útvarpsins til gaumgæfilegrar athugunar. Það er ekki nóg að hraða vinnslu á veðurspám og við- vörunum, ef útsendingar Útvarpsins með þessu efni og öðru ná ekki eyrum þeirra, sem á því þurfa að halda. Það er til háborinnar skammar, hversu illa Útvarpið hefur staðið sig í því að koma sendingum sínum út um land og þótt það sé orðið um hálfrar aldar gamalt heyr- ast útsendingar þess sums staðar á landinu jafnilla og á bernskudögum stofnunarinnar. Yfir þessu er kvartað árlega, oftast þegar menn eru rukkaðir um afnotagjöld sin, en lítil breyting verður á. f sambandi við þá öryggisþjónustu, sem Útvarpið á að veita, er þóalvarlegast, hve illa það heyrist á miðunum í kringum landið, og er ástandið sums staðar svo slæmt, að Útvarp Reykjavík heyrist alls ekki, en það á til dæmis við hluta af loðnumiðunum, einkum fyrir norðan land. Þarna getur varla verið um slíkar upphæðir að ræða að ekki sé réttlætanlegt að verja þeim til endurbóta á endurvarpskerfi Útvarpsins, þannig að það geti gegnt því öryggishlutverki, sem til dæmis sjómenn eiga kröfu á. Þri&judagur 20. febrúar 1979. vísm ÍSLENSK MENNINGARVIKA í MÁLMEY: Ingvi Ingvason sendiherra, kona hans, Kristinn Hallsson, Sven Erik Byhr aðal- ræðismaður.og kona hans.við setningarathöfn menningarvikunnar. Ljóð, tónlist, frí- merki og rœður Magnús Guðmundsson skrifar frá Kaupmannahöfn : Þó ekki hafi þaö kostaö blóð, hefur þaö alla vega kostaö svita og tár, aö islenska vikan veröi aö veruleika, segir a&alræ&is- maöur Islands i Málmey, Sven-Erik Byhr. Hann leikur á als oddi. Lokshefur draumurinn ræst. Islenski fáninn blaktir út um alla borg og allt i einu er ísland oröiö aöalumræöuefniö manna á meöal. Allir sem maöur hittir spyrja hvernig þaö séaö vera Islendingur. Ætli þaö sé ekki ósköp svipaö og aö vera Svli, svarar maöur. Hvaö búa margar milljónir á Islandi? Ja, ca.0,2 milljónir. — Já, mér datt þaö i hug, aö þiö væruö alla vega fleiri en ein milljón! Ég sagöi 0,2 en ekki tvær. Þaö er horft á mann eins og maöur sé Vel- lygni-Bjarni afturgenginn. Er þaö satt, aö allir tslendingar séu skáld? Svona dynja spurningarnar á manni, sumar eru svo fávis- legar aö þær vekja hlátur, aörar eru settar fram af kurteisi og skynsemi. En þaö er greinilegt, aö margir vilja fræöast um land og þjóö. Nokkrir ungir rnenh vilja vita hvort þaö sé satt aö islenskar stúlkur séu þær falleg- ustu I heimi — oghvortmikiösé drukkiö af brennivini á tslandi. Ég svara báöum spurningunum játandi. Þangaö viljum viö fara! Sennilega álita þeir þetta gó&a blöndu. Já, þaö getur veriö dálitiö kitlandi aö baöa sig i sviösljósi þjóöernisins einstöku sinnum. Þriggja plágu land! Vikan Isiánska Kulturdagar i Malmö, byrjaöi meö hálfgeröu þjófstarti, er Sven-Erik Byhr a&alræöisma&ur opnaði bókmennta- og feröasýningu i Rikisbókasafninu. Þar voru saman komnir margir sænskir Islandsvinir og annaö fólk, sem kom utan af götunni af hreinni forvitni. Sænsku blöðin höföu sent mannskap til aö fylgjast meö. Bókaúrvaliö vakti mikla athygli, engum haföi dottiö i hug aö tslendingar læsu svona mikiö. Aöalræöismaöurinn hóf mál sitt á þvi aö vitna I ieikrit eftir Gisla Astþórsson, sem sýnt var i sænska sjónvarpinu fyrir stuttu. Þar segir aö lsland sé, hafi alltaf veriö og veröi alltaf þriggja plágu land. Aöur hafi plágurnar verið hagyröingar, eldgos og stjórnmálamenn, en nú séu þær ver&bólga, eldgos og stjórmálamenn. En tslend- ingar eru þjóö, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og þeir standa af sér allar piágur og hallæri. Um kvöldiö las Einar Bragi skáld upp úr verkum sinum. Einar Bragi viröist vera vel kynntur I Sviþjóö, þvi komu hans var beöiö meö mikilli eftir- væntingu. Daginn eftir, þriöju- dag, opnaöi Oifur Gunnarsson lektor frimerkjasýningu á a&al- pósthúsinu og um kvöldið var móttaka islenskasendiherrans i Sviþjóö. Ingva Ingvasonar, i Teaterrestaurangen, sem er eins konar Þjóöleikhúskjallari þar i borg. Eftir móttök- una hófst hin eiginlega setn- ingarathöfn vikunnar. Þar var mættur Kristinn Hallsson óperusöngvari fyrir hönd menntamálaráöuneytisins og setti hann hátiöina meö frá- bærri ræöu, þar sem hann vitnaöi I fyrri heimsóknir islenskra manna til borg- arinnar. En óvfst er aö þeim hafi veriö jafn vel tekiö, þvi þar voru á feröinni Egill Skalla- grimssonogfélagar.Fórsá góöi maöur vist sjaldan i kurteisis- heimsókn þarsem aura var von. Eftir setninguna var mönnum boöiö aö hlusta á tónlist. Voru þar flutt nokkur slgild verk, ásamt Islenska tónverkinu Rima, sem var frumflutt opin- berlega, Stjórnandi var Hans-Peter Frank. Var þá lokið þeim þætti vikunnar, sem undirritaöur haf&i möguleika á aö vera viöstaddur. En siöar I vikunni vorutónleikar nemenda úr Tónlistarskólanum, Þórhalls Birgissonar og Þorsteins Gauta Sigurössonar. Næstslöasta dag- inn flutti dr. Siguröur Þórarins- son fyrirlestur, sem beöiö var meö mikilli eftirvæntingu. Vikunni lauk siöan meö sýningu kvikmyndar sem hlaut sænska nafniö „Island den feldöpta ön”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.