Vísir - 10.03.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 10.03.1979, Blaðsíða 5
VÍSIR Laugardagur 10. mars 1979. Dómur í móli fyrrverandi forstöðumanns Áhaldahússins: 3.5 MILLJ. KR. í BÆTUR Reyni Þórðarsyni, fyrrum forstöðumanni Áhaldahúss Reykja- vikurborgar, voru með dómi bæjarþings Reykjavikur i gær dæmdar skaðabætur að upphæð 3.5 millj. kr. vegna brottvikningar úr starfi. ' i Aðdragandi málsins var sá, að á árinu 1974 fór borgarráð Reykjavikur fram á rannsókn á starfsemi Ahaldahússins vegna atriða, sem fram höföu komiö hjá endurskoðunardeild Reykjavikurborgar og deildin hafði talið athugaverð. Fór rannsóknin fram á vegum saka- dóms Reykjavíkur, og varð mjög umfangsmikil. Að rannsókninni lokinni taldi rikis- saksóknari ekki ástæðu til að gefa út ákæru i málinu. Hinn 1. mars 1975 tók borgar- ráð Reykjavikur þá ákvörðun að vikja Reyni Þórðarsyni úr starfi á þeirri forsendu, að hann hefði ekki staðið nógu vel i stöðu sinni. Höfðaði Reynir þá skaöa- bótamál á hendur borgarsjóöi og kraföist bóta að upphæð 52 millj. kr. Dómur bæjarþingsins um bætur Reyni til handa byggðist á þvi, að ekki hefði verið rétt að uppsögninni staðið af hálfu borgarráðs. Guðmundur Jónsson borgar- dómari kvað upp dóminn. —KP ****** ? ríri r - fQms&sms ,«* * ■' > “ * " <%: ^ooatKatl C\JDUucn SÍMI 13470 Laugavegi 51, 2. Hœð Framhaldsaðalfundur Náttúru- lækningafélags Reykjavikur verður haldinn á morgunn kl. 14. 1 Austurbæjarbiói. Ef að likum lætur verður þar h'f i tuskunum þvi kosnir verða 32 fulltrúar á þing N.L.F.l. næsta haust en alls eru fulltrúar á þing- inu um 40. Þaðþingkýs svo stjórn N.LJ'.Í. en hún ræöur stefnu og framkvæmdum á hressingarhæl- inu i Hveragerði, en það virðist vera aðal bitbein hinna striðandi afla innan N.L.F.R. — hk Ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna 26,8 milliarðar Ráðstöfunarfé lifeyrissjóð- anna i landinu er áætlað 26,8 milljarðar kr. á árinu 1979. Er um að ræða um 42% aukningu frá siðasta ári. Samkvæmt fyrstu spá var ráðstöfunarfé sjóðanna áætlað 17 milljarðarkr. á árinu 1978, en niðurstaðan mun liggja nærri 19 milljörðum kr. Þá hefur blaöinu borist athuga- semd frá Einari Loga Einarssyni þar sem segir að undanfarin ár hafi tveir til þrir menn veriö alls- ráðandi i stjórnum N.L.F.R. og N.L.F.l. og á sama tima hafi samtökum innan þessara félaga hvorki fjölgað né vaxið fiskur um hrygg, þrátt fyrir aö náttúru- lækningastefnan hafi á siðustu árum fengið byr undir báða vængi um öll Vesturlönd. Um ástæður vill Einar ósagt látið en telur þó viðbrögð áðurnefndra manna gefa vissa visbendingu. —HR GRÍSAVEIZLA SDNNUHATIÐ SULNASAL HOTEL SAGA - Sunnudagskvöld 11. marz Húsið opnað kl. 19.00, hressing við barinn, ókeypis happdrættismiðar afhentir SPÁNSKUR VEIZLUMATUR: GRÍSA STEIKUR OG KJÚKLINGAR MEÐ ÖLLU TILHEYRANDI. SANGRIA. VERÐ AÐEINS KR. 3.500. VEGLEG GJÖF Allar konur sem eru matargestir fá glæsilega gjöf frá Fegurðarsamkeppni íslands og Ferðaskrifstofunni SUNNU. Gjöfin er glas af hinu ekta franska ilmvatni FARBERGE (spray) Cavale-Baby. Gjöf þessi er gefin í samvinnu við hinn franska ilmvatnsframleiðanda. Búðarverð þessarar gjafar á íslandi er kr. 2.600. SKEMMTIATRIÐI Hinn bráðsnjalli Jörundur kemur með nýjan skemmtiþátt, eftirhermur. FERÐAKYNNING - LITKVIKMYNDIR Glænýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastöðum Sunnu, á Kanaríeyjum, Mallorca, Costa del Sol og Grikklandi, og cinnig af skemmtiferðaskipinu FUNCHAL, sem Sunna leigir næsta sumar. Sagt frá mörgum spennandi ferðamöguleikum sem bjóðast á þessu ári, BROTTFARARDÖGUM OG VERÐIFERÐA. GLÆSILEGT FERÐABINGÓ Vinningar 3 sólarlandaferðir með Sunnu eftir frjálsu vali. TÍZKUSÝNING Fegurðardrottningar íslands 1978—77 ásamt stúlk- um frá Karon sýna það nýjasta í kvenfatatízkunni. FEGURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDS Gestir kvöldsins kjósa fulitrúa i lokakeppnina um tit- ilinn Fegurðardrottning Reykjavikur 1979. DANSTILKL.1.00 Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt söngkon- unni Þuríði Sigurðardóttur leikur og syngur fyrir dansi. ÓKEYPIS HAPPDRÆTTI Þeir matargestir sem mæta fyrir kl. 20.00 fá ókeypis happdrættismiöa, en vinningur er Kanaríeyjaferð Missið ekki af glæsilegustu grísaveizlu ársins á gjafverði, ókeypis Kanaríeyjaferð í dýr- tiðinni fyrir þann heppna. Pantið borð timanlega hjá yfirþjóni i síma 20221 frá kl. 16.00 daglega. SUNNAV* 7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.