Vísir - 10.03.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 10.03.1979, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 10. mars 1979. vísm c=r Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guómundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höróur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Haf- steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Slmar 86811 og 82260. Afgreiösia: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Sfóumúla 14 sfmi 86611 7 Ifnur. Askrift er kr. 3000 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 1S0 eintakið. “rentun Blaöaprent h/f Allsérstæð deila er nú risin milli Félags kvikmyndagerðar- manna annars vegar og fram- kvæmdanef ndar Listahátíðar hins vegar vegna þess hvernig undirbúningsnefnd kvikmynda- hátíðar Listahátiðar hef ur verið skipuð. Er Listahátíð gekkst í fyrsta sinn fyrir kvikmyndahátíð var Félagi kvikmyndagerðarmanna gefinn kostur á að tilnefna tvo fulltrúa í undirbúningsnefnd kvikmyndahátíðarinnar og not- aði félagið sér það boð. Nú, þegar undirbúningur er að hef j- ast fyrir nýja kvikmyndahátíð á vegum Listahátíðar ákveður framkvæmdanefndin að skipa sjálf fólk í undirbúningsnefnd- ina og ræða ekkert við hags- munasamtök íslenskra kvik- myndagerðarmanna varðandi þessa opinberu hátíð, sem halda á til heiðurs þeirri listgrein, sem þeir leggja stund á. Félag kvikmyndagerðar- manna óskaði bréflega eftir skýringum forráðamanna Listahátíðar á þvi, hvers vegna gengið væri fram hjá félaginu varðandi skipan undirbúnings- nefndarinnar og var þá tjáð að þeir teldu sig ekki bundna af því fyrirkomulagi sem haft hefði verið á þessum málum fyrir siðustu kvikmyndahátíð. Þá hefur kvikmyndagerðarmönn- um verið bent á að þeir geti sótt formlega um aðild að Listahátið I í Reykjavik og eftir að þeir haf i hlotið samþykki sem slíkir séu líkur á að þeir fái að skipa full- trúa í undirbúningsnefnd þriðju kvikmyndahátíðarinnar, sem hér yrði haldin, en sá háttur sem þegar hefði verið ákveðinn varðandi næstu kvikmynda- hátíð yrði látinn gilda. þessa deilu er, að kvikmynda- gerðarmenn eiga í stríði við fulltrúa listamanna sjálfra, þar á meðal formann Bandalags ís- lenskra listamanna, Félag kvik- myndagerðarmanna er einmitt eitt af aðildarfélögum banda- lagsins. Thor Vilhjálmsson, formaður Hátíð einlitra kvikmynda? Svo sem fram hefur komið í fréttum hefur Félag kvik- myndagerðarmanna ekki sætt sig við þessa niðurstöðu mála, og var á aðalfundi félagsins á dögunum ákveðið að félags- menn tækju ekki þátt í fyrir- hugaðri kvikmyndahátíð Lista- hátíðar, þar sem félaginu hafi ekki verið gefinn kostur á að til- nefna fulltrúa í undirbúnings- nefnd kvikmyndahátíðarinnar og taka þátt í að skipuleggja hátíðina. Það er skiljanlegt að íslenskir kvikmyndagerðarmenn vilji eiga hlut að máli, þegar haldin er opinber hátið á því sviði list- rænnar tjáningar, sem þeir starfa við. Eflaust hefur ýms- um komið í hug Kjarvalsstaða- deilan síðasta i þessu sambandi, en það f urðulega í sambandi við BIL, sagði í samtali við Vísi á dögunum að framkvæmda- stjórn Listahátíðar, sem hann á meðal annarra sæti í, hefði kos- ið í kvikmyndahátíðarnefndina fólk sem stjórnin „treysti". Og hvaða fólk skyldi það nú vera. Jú, það reyndist vera for- maður f ramkvæmdastjórnar- innar, Njörður P. Njarðvík ásamt Thor sjálfum og þeim Ingibjörgu Haraldsdóttur og Þorsteini Jónssyni, en þau hafa bæði numið við kvikmyndaskóla i austantjaldsríkjum og skrifað um kvikmyndir í Þjóðviljann. Varla verður annað sagt, en þarna sé um að ræða einlitt lið. Gísli Gestsson, kvikmynda- gerðarmaður, sem átti sæti í undirbúningsnef nd síðustu kvikmyndahátíðar, sagði er Vísir spurði hann álits á þessu máli, að hann gæti ekki túlkað þróunina á annan veg en þann, að annarleg sjónarmið ættu að ráða ferðinni til dæmis við val á myndum á hátíðina, þetta ætti ekki að vera raunveruleg kvik- myndahátíð, heldur ætti að velja myndir út frá einhverjum öðrum forsendum en almennt gerðist á kvikmyndahátíðum. Það er auðvitað ófært, ef ein- lit pólitísk sjónarmið eiga að ráða vali mynda á listahátíð kvikmyndanna í stað víðsýni og faglegrar þekkingar. Þess vegna er brýnt að fram- kvæmdastjórn Listahátíðar endurskoði afstöðu sína, f ari að fordæmi fyrri stjórnar og gefi samtökum íslenskra kvik- myndagerðarmanna kost á að tilnefna tvo fulltrúa í undir- búningsnefnd kvikmynda- hátíðarinnar sem fyrr. Vonandi þarf ekki að koma -til þess, að kvikmyndagerðarmenn sjái sig neydda til að grípa til þeirra aðgerða, sem þeir hafa rætt, það er að leita stuðnings alþjóðasamtaka kvikmynda- gerðarmanna, sem þeir eiga aðild að,.því að þá gæti svo farið að grundvelli yrði kippt undan þessum hátíðahöldum. Ef rétter á málum haldið get- ur slík kvikmyndalistarhátíð orðið mikil lyftistöng fyrir kvikmyndagerðina, sem átt hefur erfitt uppdráttar hér á landi. VEGUR HLJÓDLEIKANS UPPHAF andlegrar þroska- viðleitni samkvæmt esóterum fræöum felst i að vera hrein athygli sem er nokkurnveginn sama og ótruflanleiki (dhar- ana). Gildir einu hvaöa leið er fetuö, þvi engin viðleitni nýtist sem viöráðanleg athöfn ef eigi næst vald yfir hugsunarstarf- inu. Slikt vald kemur meö hreinni athygli. Þegar þessu stigi er náö upp- hefst margvisleg æfing sem ekki fer öll fram á sérstökum æfingatimum. Tekiö skal fram aö þessi orö byggjast ekki einasta á niítima skilningi á indverskri yoga-iök- un. Svipuö þáttaskil finnast einnig meöal þeirra sem sinna andlegri viöleitni samkvæmt öörum linum, t.d. hinni egypsku leiö og sumum afbrigöum krist- ins bænalifs. NU veröur keppikefliö hugar- ástand sem kaUast dhyana — þaö þýöir beinlinis hugleiöing, og þarmeö er gefiö til kynna aö hugleiöing sé ekki einvöröungu iökun, heldur einnig einskonar vitundarstig sem eigi vikur frá daginn út og inn. Þessu vitundarástandi leyfir undirritaöur sér aö gefa heitiö hljóöur hugur. Þaö er & engan hátt yfirskilvitlegt, því bregöur fyrir hjáfóUci af ogtil þegar þaö' veröur sem þaö gjarnan kallar sinar bestu stundir en gefur naumast gaum og fær eigi lýst svo viðhlltandi sé eftirá. Einna skýrast dæma um þetta ástand telst þegar þú gleymir þér viö verk, þ.e.a.s. ef þú gleymir þér afskaplega mikiö. Allt kyrrist, ekkert ,,ég”, þú „ert” varla annaö en verkiö sem þú vinnur, og þó hugsanir streymi fram reynast þær harla litiö meiri friöarspillir en golan utanviö gluggann. En veitiröu þessu athygli þá er þaö skyndi- lega á braut. Munurinn á slikum glömpum af hljóöum huga og þvi sálará- standi sem þessu nafni nefnist meöandlegum iökendum er ein- mitt sá aö hjá þeim er þaö viö- varandi og meövitaö. Megin-einkenni þessa sálar- ástands — ef þú getur athugaö hvernig þú upplifir aö vera til meöan yfir stendur — sýnist þaö aö þér finnst þú helst vera ein- hver óskilgreind heiörikja á bakviö (þetta er samt engin skýring á hvaö þú ert i raun og veru). Þú tekur eftir útúr djúpri kyrrö, þögull áhorfandi, sem eiginlega er ekkert,er kominn til skjalanna svo þú ert aö kalla ó- háöur þvi sem fram fer i sjálf- um þér. Þarmeö hættir aö skipta máli þótt hugsanavélin fari I gang, hún truflar ekki, og þú ræöur yfir hugsanahæfileik- anum jafn-léttilega og hönd- unum. Flest hversdagsleg mannleg þjáning glatar þegar broddi sin- um og llkamleg kvöl veröur meirasegja önnur. Astralskur geölæknir ræöir viö yoga í Nepal. Hann spyr. — Finnur þú aldrei sársauka? Og yoginn svarar: — Jú, en hann meiöir mig ekki... 1 þessu sálarástandi veröur sá aö verasem leyfa skal aö hefja þaö yoga sem ég kallaöi máttar- yoga hér á dögunum. Annars verkar þaö ekki ellegar veldur beinlinis skaöa. A stigi hins hljóöa huga er all- ur dagurinn afefing, þótt á sér- stökum timum séu iökaöar sér- stakar æfingar— sem þá gjarn- an ber á aö lita sem general- prufu fyrir daginn i heild. Allan daginn á sérstök af- staöa aö rikja, allan daginn á sérstök iökun aö fara fram. FRÆDUM efftir Sigvalda Hjálmarsson Tæpitungulaust er afstaöan kærleikur.kærleikur sem eigi er kennd (emotion) heldur sam- fellt undanbragðalaust viöhorf til alls sem lifir: til allra mann- anna barna hvar sem er á hnett- inum, allra dýra og annars lif- andi lifs, til þorsksins sem lætur lifið vesturá riala, til pöddunnar sem eyðist undir fæti manns. Ekkert sálarástand er ólikara tilfinningasemi en þessi tegund af kærleika. Tilfinninga- semi kemur og fer-Sá til- finningasami hefur ekki þrek til aö elska nema stutta stund i einurétt einsog hann á ekki tár til aö úthella nema um andar- taks bil. En þessi tegund af kær- leika svifar aldrei frá. Hún er sama og sálarfriður. Iðkun sú er sinna ber stööugt getur sýnst margbreytileg. Þó má segja að hún sé af þrennum toga: +AÖ vera hrein athygli I öllu sem þú gerir. öllusem þú'tekur þér fyrir hendur veitiröu undanbragöalausa athygli. Hugsanaflökt kemur ekki til greina.Sé ekkert aö gera rikir kyrrö, þaö aö veita athygli útúr djúpri kyrrö. +AÖ muna alltaf eftir guö- dóminum, engar bænaþulur reynast nauösynlegar, heldur lotningarfull vitund um bakviö-- hvilandi óendanleika sem gjarnan má kalla guö. +AÖ gefa allt sem þú gerir. Þú lætur af hendi eignarréttinn yfir sjálfum sér og verkum þin- um. Menn spyrja: Er þetta ekki hundleiöinlegt lif? Ekkert til aö skemmta sér viö? Hversvegna þurfa menn aö skemmta sér? Augljóslega af þvíþeim leiöist. Ef þeim leiöist ekki, hvaö hafa þeir þá aö gera meö aö skemmta sér? Sá sem tekur undanbragöa- laust þátt i þvi aö vera til.honum leiöist aldrei. Þeim leiöist ein- um sem nenna ekki aö vaka heldur móka i draumum og i- myndun meöan ævin liöur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.