Vísir - 10.03.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 10.03.1979, Blaðsíða 16
16 Hann dreymdi um að verða flugmaður. Öðrum fannst öllu heillavænlegra að hann lærði refarækt. Laugardagur 10. mars 1979. VÍSIR VfSIR Laugardagur 10. mars 1979. ■te'&r Og hann hélt í blankskóm og silkisokkum til Noregs — en lærði að fljúga. Svo kom stríð og hann fór ekki varhluta af þvi. Nú er Njörður Snæhólm yfir- lögregluþjónn Rannsóknarlögreglu ríkisins. Einhverra hluta vegna byrjuðum við að tala um reiði þarna i skrifstofunni hans í Kópavoginum. „ Ef ég verð reiður, þá er það út af engu. En gerist það, þá er ég stundum reiður í tvo eða þrjá daga. Rétt á meðan ég er að finna það út, aö ég er reiður út af engu." hér og hetjur þar. Stór hluti af þvi sem þessar svokölluöu hetjur gera. er framkvæmdur i hugsun- arleysi. Þeirsem eru sannar hetj- ur eru mennirnir sem eru hrædd- ir en framkvæma hlutinn samt”. „Ég hef alltaf haldiö þvi fram aö þaö væri fyrirfram ákveöiö hvenær maöur deyr. Viö þvi segja sumir, — af hverju feröu ekki upp á þak hérna og hoppar niöur? Nú, ef ég geröi þaö og ætti aö deyja, þá færi svo. Ef minn tlmi væri ekki kominn, þá liföi ég. Ég veit um tvo menn sem hoppuöu báöir niöur af sama þaki. Annar dó — hinn liföi”. — Hvernig kýstu aö deyja? „Eins og þaö er ákveöiö. Ég ræö engu um þaö og ég hugsa ekki um þaö”. — Helduröu aö þaö sé eitthvaö á eftir? „Ég hef ekki hugmynd um þaö. En ég er andskoti hræddur um aö þaö sé oröiö þröngt hinum megin ef allir sem hafa dáiö i gegnum aldirnar eru þar saman komnir. ,Amerikanar halda upp á afmælið mitt" „Hvaö ég er gamall?”, kom svo. „Elskan mln góöa. Ég gæti veriö afi þinn. Ég er fæddur sautján. Amerikanar halda upp á afmæliö mitt, — 4. jillf. Ég stend ákaflega vel þar. Þarf engar áhyggjur aö hafa af þvi. — Fædd- ur i Reykjavfk?!!!! Neehei. Ég er ekta sveitamaöur. Fæddur i Sneis i Laxárdal i Húnavatnssýslu, sem er I eyöi núna.” „Þar var allt á kafi i snjó fram á vor. Eins og þaö á aö vera. Hálfs metra snjólag á veturna og þá kemur jöröin græn upp á vorin. Snjór og frost um vetur. Þannig vil ég hafa þaö. Ekki rign- ingu og rok.” „Ég var liklega sjö ára þegar viö fluttum á Blönduós. Þar sá ég lik i fyrsta skipti, niu ára gamall. Þeir voru aö vinna nokkrir á trébryggju rétt utan viö Blönduós i haugabrimi, þegar þaö varö slys og einn mannanna fór i sjóinn. Hann sást ekki meira, þeir náöu honum ekki. Um nóttina dreymdi mig aö þessi maöur væri i þarabing i fjörunni. Morguninn eftir fékk ég strák meö mér niöur i fjöru. Og þar gengum viö beint á líkiö”. — Dreymt fyrir fleiru? „Mig dreymdi eitt sinn fyrir langa löngu aö ég væri I Englandi og hló mikiö aö þessum draumi. Þaö haföi ekki hvarflaö aö mér aö fara til Englands. Rétt á eftir dreymdi mig aö ég væri i Bandarikjunum. Þegar ég svo kom til Kanada i fyrsta skipti, 1940, þekkti ég umhverfiö. Þetta reyndist vera staöurinn sem mig haföi dreymt löngu áður en mér datt i hug aö fara þangaö. Ég hélt mig ekkert hafa þangaö aö gera.” ,Þá talaði ég við tarfinn" Svo fluttist fjölskyldan I Glerái*- þorp viö Akureyri. Og drengurinn Njöröur fór i sveit á sUmrin. „Ég fór i Svarfaöardalinn. Þaö var geröur samningur þá, sem var þannig, aö ef mér leiddist, fengi ég aO fara heim. Mér leidd- ist auövitaö. En á bænum var veturgamall tarfur. Og þegar mér leiddist sem mest á kvöldin, fór ég út i haga aö tala viö tarfinn. A milli þess hékk ég um hálsinn á honum og grenjaði.” „Aö fara heim, þó mér leiddist? Nei, ég er ekki svoleiöis innréttaöur. Þaö heföi aldrei komiö til greina aö égfæriheim. Ekki sjens.” „Sumariö eftir fór ég aftur i Svarfaöardalinn. Og tarfurinn tók á móti mér. Svo frétti ég af þvi tveimur eöa þremur árum siöar, aö tarfurinn heföi verið seldur út i Hrisey sem kynbótanaut. Þá reyndist hann svo mannýgur, aö þaö varö aö slátra honum.” „En þaö hafa alltaf allir veriö góöir viö mig. Bæöi dýr og menn”. ,Þeim stendur á sama" Siöar fór hann „á flæking”. 1 byggingarvinnu og á vertfö I Eyj- um. Skóli? „Þaö var nú litill timi til þess. Ég fór i barnaskólann og einn vet- ur i gagnfræöaskóla á Akureyri. En þá þurfti maöur aö fara aö vinna. Þaö var enginn timi til aö vera i skóla.” — Aldrei lent i sjávarháska i Eyjum? „Ég held þaö þurfi aö vera voöalega slæmt veður til aö ung- um mönnum finnist þeir lenda i sjávarháska. Ungum mönnum stendur alveg á sama. Þess vegna er sóst eftir ungum mönnum I heri. Til dæmis flugher. - Af. hverju þeim stendur á samaY Þaö er hugsunarleysi fyrst og fremst.” „Menn eru stundum aö tala um aö þeir séu aldrei hræddir. Þeir eru þá eitthvað skritnir. Ef ég ætti aö fara út i eitthvað sem ég vissi aö væri hættulegt, þá kysi ég ekki aö hafa meö mér mann sem aldrei yröi hræddur. Slikir menn geta leitt heilan hóp út I dauö-, ann.” „Þaö er verið aö tala um hetjur I kaffi ásamt Aðalsteini Guðlaugssyni skrifstofustjóra og rannsóknarlögreglumönnunum (f.v.), Gísla Pálssyni og Jóni Gunnarssyni En menn segja aö visu aö þaö sé aðeins andinn”. „Ég held þó aö það sé ekki hægt að komast i gegnum lifiö án þess aö trúa á eitthvaö. Ég held aö all- ir trúi. Þaö kemur i ljós þegar menn lenda i einhverju. Þá er annaö hvort kallaö á Guö eöa mömmu. Karlmennirnir kalla yfirleitt á mömmu og konurnar á Guö”. óþarfi að láta það fara í taugarnar á sér „Þaö er voöalega hættulegt ab fljúga, segir fólk. Og hætturnar eru alls staöar i umferöinni. En þaö minnist enginn á aö þaö sé hættulegt aö sofa. Þó deyja flestir sofandi i rúmi sinu, hvort sem þaö er á heimili, sjúkrahúsi eöa ann- ars staðar. Þaö er i rauninni furðulegt aö enginn skuli taka upp á þvi aö hætta aö sofa af þvi þaö gæti verið hættulegt”. „En svona er gangurinn og þaö er algjör óþarfi aö láta hann fara i taugarnar á sér. Þessu veröur ekki breytt”. — Hvenær hefur þú oröiö hræddastur? „Ég held ég hafi aldrei haft ástæöu til aö verða virkilega hræddur. Eöa kannski hef ég ekki oröið hræddur, þegar ég átti I rauninni aö veröa þaö. En ég man aö ég haföi þá áráttu, aö ef ég taldi mig hræddan, þá varö ég ab prófa þaö sem ég var hræddur viö i þaö skiptið”. „Smíða stundum hnífa" „Veiöibjallan” lenti I fyrsta skipti á Akureyri, og Njöröur ákvaö aö verða flugmaður. „Ég notaöi þvi tækifæriö þeg- ar þetta byrjaöi. Svifflugfélag Is- lands var stofnaö 1936 eftir aö Agnar Kofoed kom frá Kaup- mannahöfn. Ég var meö I þvi og ég man aö viö vorum fimm sem tókum svokallaö A-próf sama daginn á Sandskeiöi. — Jú, ég er enn I sviffluginu. Af hverju ég flýg? Helduröu aö þab sé ekki gaman aö vera þarna uppi og kela viö englana? Enginn mótor, eng- inn hávaöi aöeins hvinur I vængj- unum”. — Fleiri hobbý? „Ég smiöa stundum hnifa þeg- ar ég er oröinn leiður á lifinu. 1 hvaö ég nota þá? Ekki neitt. Stundum dunda ég við þetta kvöld eftir kvöld I heilan mánuö. Svo hætti ég en byrja aftur. Nú, — ég er hættur i knattspyrnu og hættur aö synda, en ég er vanur aö fara á Vifilfell. Þá þarf ég aö prófa hvort ég kann eitthvaö ennþá. Slöast þegar ég fór, reyndi ég þar sem erfiðast er. Mig langaöi ab vita hvort ég hryndi grjóti. En þaö fór ekki einn einasti steinn”. Barinn mest sjálfur Það var fleira spennandi á fjóröa áratugnum en upphaf svif- flugsins. Til aö mynda boxið. „Þaö var ’36. Þá var þaö ein dellan aö læra box. Þorsteinn málarameistari, kallaöur Steini box, byrjaöi meö boxskóla i Há- skólanum, — i gamla leikfimi- salnum þar. Þaö voru margir sem fóru i boxið, og ég man að viö höföum sýningu I Iðnó. — Svo þegar Þorsteinn var aö berja mann, sagöi hann: Nei, þú mátt þetta ekki. Þú mátt ekki ganga á hnefann á mér”. — Kýldir þú marga þar? „Nei, ætli ég hafi ekki verið barinn meira sjálfur”. — Finnst þér nú að þaö ætti aö leyfa box? „Mér finnst alveg ástæðulaust aö vera aö kenna box. Af hverju á aö vera aö kenna fólki aö berja hvaö annab. Þab er allt annab ef um er aö ræöa sérstakar sveitir, lögreglu, hersveitir eöa slikt. Þaö Yfirlögregiuþjónninn ásamt rannsóknarlögreglustjóra. Hallvarði Einvarðssyni Meö talstöövar úr þýskum kafbti frá 1944. Heima meö nokkra af hnífunum. -SSÍÍWÍWÍ■ ,Ætli ég hafi ekki verið barinn meira sjálfur!' gæti i sjálfu sér verið I lagi aö kenna box ef vitaö væri aö þaö yröi ekki misnotaö. En þaö er alltaf gert. Box veitir hins vegar mjög góöa þjálfun. Ekki boxið sjálft, heldur sippib sem fylgir þvi”. Á silkisokkum og blank- skóm Arið eftir lagöi Njöröur I silki- sokkum og blankskónum i skin- andi veöri frá íslandi áleiöis til Noregs. Og steig á land i skótau- inu glæsta i hörkufrosti og kaf- snjó. „Þá hét þaö aö ég ætti aö læra refarækt. Þaö var ný grein og talið aö maður gæti grætt á þessu. Ég var á bóndabæ til aö byrja með til aö læra málið. Hjá karli sem átti 220 svin, 12 þúsund hænsni, eina kú, tvo hesta og tvo bíla. Svo auövitaö hætti ég viö refaræktina. Ég haföf engan áhuga á henni og fannst miklu bétra aö vera hjá bóndanum”. „Hann slátraöi einu sinni I viku. Svinum, hænsnum og kjúkling- um. Mér fannst svinaslátrunin svakalegt helvlti og var aö hugsa um aö fara bara heim. En svo hugsaöi ég meb mér aö ég gæti ekki veriö svona mikill djöfuls aumingi. Og þaö kom ab þvi aö ég fór aö slátra sjálfur”. „Ég var þarna fram i mars 1940. Arið áöur fékk ég frl I tvo mánuöi og fór á flugskóla I Osló. Þar tók ég próf á þriggja sæta sjóflugvél. A-próf auðvitað. Svo átti ég ekki til meiri peninga og þá var haldiö áfram aö vinna. Ég skrifaöi heim og baö um lán. En þaö kom ekki til greina”. „Stuttu siöar kom stúlka ofan úr Þrándheimi til okkar til þess aö sjá um húsiö. Ég þurfti auövit- aö aö fara aö kjá utan i hana og þaö endaöi náttúrulega meö þvi aö viö giftumst. Siöar fæddist strákur sem heitir Harald I dag”. „Heilsa, kveðja, skjóta og drepa" Þaö kom aö þvi aö Njöröur hélt heim meö „Lagganum”, — Lagarfossi. En Magnhild kona hans og Harald komust ekki meö. Rétt á eftir Niröi kom breski her- inn og nýliöinn i lögreglunni varö aö hætta viö æfingarnar þar. Þjóöverjar réöust inn I Noreg og dag einn I júni 1940 hitti Njöröur tvo Norömenn sem höföu verið meö honum á flugskóianum I Osló. Þeir voru aö koma frá Grænlandi á leiö i flugherinn i Kanada. Og Njöröur tók ákvörö- un og fór meö. „t Toronto byrjuðum viö I her- æfingum. Okkur var kennt aö ganga, heilsa, kvebja, skjóta og drepa, aö nota byssustingi og allt þetta fina. Siöan vorum viö I flug- skóla og á skiöanámskeiöi og loks lærbum viö aö kasta sprengjum úr flugvélum, skjóta úr vélbyss- um og þviumlikt”. — Hefbir þú getaö drepiö ein- hvern? „Til þess var leikurinn geröur. Þaö var ekki verið aö kenna neitt nema drepa menn. Þegar maöur er kominn út I þetta, þýöir lltiö aö hugsa svona. Þá getur maöur lát- iö þetta eiga sig”. „En þaö skrltna viö þetta er aö i dag geturðu átt von á aö veröa dæmd i 16 ára fangelsi fyrir aö drepa mann. A morgun færöu kannski skipun um þaö frá stjórn- völdum”. „Svaf með skambyssuna undir koddanum" Hann var i fyrstu norsku flug- sveitinni sem send var hingaö til Islands. Æfingar voru stundaöar af fullu kappi og nokkru siðar byrjaöi Njöröur I herlögreglunni. Um þennan tlma hefur Njöröur skrifaö bók. A kafbátaveiöum heitir hún. Timi þegar kafbátar og tundurskeyti voru um allan sjó, og hann lék sér aö þvi aö skjóta úr skambyssu sinni úr amerisku skipi sem þeir voru sendir meö, á kafbát sem var bakborösmegin. Og þegar þaö var næstum jafn eðlilegt aö bera skotvopn og aö drekka vatn. „Fyrst eftir aö ég kom heim, svaf ég meö skambyssuna undir koddanum. Ég átti erfitt meö aö venja mig af þessu. Mér fannst ég allsber ef ég var ekki meö hana. Þó ég geröi mér grein fyrir aö ég heföi ekkert meö byssuna aö gera”. „Þó aö þetta hafi ekki tekib nema fimm og hálft ár, er erfitt aö ná þvi úr sér. Þegar ég sit og horfi á sjónvarpiö og þeir sýna eitthvaö hernaöarlegt, þá finn ég hreinlega lyktina eins og ég man hana. Ég er ekki aö segja aö þaö sé sjarmi yfir her. Andskotinn hafi þaö. Þetta er bara I manni og mér finnst gaman aö sjá þessi nýju tæki og fylgjast meö þróun- inni”. „Ég heföi ekki viljaö missa af þessum tíma.jOg ég held aö ég liti hlutina öörum augum eftir þetta en aörir”. — Kaldur? „Ég er voöaléga meyr. Ef ein- hverjum finnst eitthvað annaö, þá er ég aö leika eitthvað”. „Fangelsi er íII nauðsyn" 1. ágúst ’46 tóku lögreglubún- ingurinn og mótorhjóliö viö hér heima. I aprll 1950 var þaö rann- sóknarlögreglan I Reykjavik. — Erfitt starf? „Þab er ekki hægt aö finna erfiöara starf en þaö aö vinna viö fólk. Fólk er svo mismunandi. Eitt á viö einn og eitthvaö allt annaö viöannan. Þaö er ekki einu sinni sama hvernig talab er viö fólk”. — Hvaö er erfiöast? „Að þurfa aö fara heim til fólks og tilkynna þvl stórslys á ástvin- um eöa dauba. Þetta er daglegt brauö i þessu starfi og stundum gerist þaö oft á dag”. — Hver er alvarlegasti glæpur- inn aö þinu mati? „Það er glæpur aö drepa menn þegar þaö er bannaö. En alvar- legasti glæpurinn er árás á barn. Barnanauöganir og annaö slikt. Barn hefur ekki nokkra mögu- leika á aö verja sig”. — Hvernig finnst þér aö þurfa aö vinna að þvi aö loka mann ínni? „Þaö veröur aö ganga aö þvi eins og hverju ööru verki. Annars er eins gott aö hætta þessu. Þaö skiptir engu hvaö manni finnst sjálfum. Tilfinningarnir skipta ekki máli”. „Aö lokamann inni Ifangelsi er ill nauösyn. Þaö bætir ekki nokk- urn mann en hræöir hins vegar suma. En þjóöfélagiö á ekkert annaö svar til. Ég heföi viljaö hafa fangelsi ffn. Þar sem fang- arnir hafa þaö verulega gott, en þurfa ekki aö sætta sig viö kytrur og kulda eins og viöa. Þá væri kannski veriö aö launa illt með góöu. En eina leiðin til aö vinna fólk til baka, er að vera almenni- legur viö þaö. Og ég held ekki aö nokkur maöur sé svo slæmur, aö ekki sá hægt aö vinna hann með góöu”. —EA VERA ÞARNA UPPI OG VID ENGLANA Spjall við Njörð Snœhólm yfirlögregluþjón með meiru Viðtal; iiðds Andrésciéttir Myndir; Jens Alðxanderisoii t 17

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.