Vísir - 20.03.1979, Side 16
Umsjón :
Sigurveig
Jónsdóttir
VISIH
Þriðjudagur 20. mars 1979.
UHGUHQA-
VANDAMAL
KÚREKA
Tonabió: Bófafiokkur Spikes.
Stjórn: Richard Fleischer
Aftalhlutverk: Lee Marvin, Gary
(irimes.
Eg hef þaðfyrir satt að Richard
Fleischer láti leikurum sínum
sem fæstar upplýsingar i té áöur
en byrjað er að filma. Það er t.d.
útilokaö að þeir fái að lesa hand-
rit. Þeir hafa ekki hugmynd um
örlög þeirra persóna sem þeir
eiga að leika i myndinni, hvort
þeir eiga t.d. eftir að gifta sig og
eignast börn og buru, eða hvort
þeir eiga eftir að lenda í slysi,
hvort þeir deyja, t.d. i skotbar-
daga, eða lifa myndina á enda.
Til að byrja með eru aöeins til
tvö eintök af handritinu: annaö
handa Fleischer sjálfum, hitt er
geymt i eldtraustum peningaskáp
á vel völdum stað. Siöan byrjar
kvikmyndatakan og um leið er
byrjað að mjatla handritinu i
starfsliðiö, en aðeins svolitilli ögn
i senn, svo að enginn leikaranna
fái að vita of fljótt hvaö um sig
veröur i myndinni. „Ef leikari
veit að persónan sem hann leikur
á eftir að deyja i myndinni, þá
byrjar hann strax I fyrstu at-
riðunum að leika feigan mann”,
er kenning Fleischers.
Ekki veit ég hvort þessum að-
Piitarnir æfa skotfimi undir stjórn Lee Marvins
feröum var beitt við gerð
myndarinnar um bófaflokk
Spikes. Ég var hins vegar ekki
búinn aö sjá mikið af myndinni
þegar mér skildist, aö þeir sem
þar slæddust inn á t jald gætu ekki
reiknað með þvi að kemba
hærurnar. Strax Ur fyrstu at-
riðunum mátti lesa ótvfræða
feigðarspá, eins og i öllum góðum
vestrum.
Sagan greinir frá þremur
drengjum sem gerast leiðir á
þrældómi ogbarsmið heima fyrir
og halda út I veröldina til aö
freista gæfunnar. Þessi veröld
reynisthins vegar harösnúnari en
þá hafði órað fyrir. Þar virðist
hægt að sjá fyrir sér með aðeins
tvennum hætti: striti eöa banka-
ránum. Aðrir kostir gefast ekki.
Þessisaga er ekki svo illa sögö,
þótt mér þyki margt i persónu-
sköpun og atburðarás einfaldað
um of. Kannski er ekki ástæða til
að fetta fingur út i þess háttar.
Þaðfylgir vestranum. Hins vegar
vantaði myndina eitthvert fast
svipmót,heildarblæ, sem jafnan
hefur verið pryði mynda eftir
Fleischer. Atökin viö efnið hafa
verið aðstandendum myndarinn-
ar allt of létt.
Unnendur vestrans munu þó
ekki láta svona úrtölur á sig fá.
Þegar myndin var búin
streymdi fólkið út i bilana sina,
opnaði fyrir útvarpið og þar var
þá veriö að lesa eina kúrekasög-
una til með ekki færri manndráp-
um en biómyndin: Eyrbyggja
sögu. Einhvern tima verður hún
kvikmynduð, væntanlega með
miklum tæknibrellum svo að
Fróöárundrin missi ekki marks.
Þá veröur nú gaman.
0E0RGE HARRISOH
RÉTTIR ÚR KÚTNUM
Hinum einu sönnu Bitlum hefur
reitt misjafniega af i ólgusjó lifs-
ins eftir að ieiðir þeirra skiidu um
1970. Bæði I einkalifinu og á tón-
listarbrautinni hafa þeir steytt á
skerjum, en svo er að sjá aö
mestu erfiöleikarnir séu aö baki
hjá þeim öllum. Aö visu hefur
ekkert heyrst frá John Lennon i
óratima og ku hann helga Yoko
sinni og barni þeirra alla krafta
sina. Þess er þó vænst aö hann
muni rjúfa þessa þögn áöur en
áratugurinn er allur.
Paul McCartney hefur verið
mest i sviðsljósinu af þeim félög-
um undanfarin ár, enda sá eini
sem starfrækir hljómsveit af
þeim félögum. Honum og hljóm-
sveit hans, Wings, hefur vegnað
mjög vel þótt vinsældir þeirra séu
ekki ámóta og Bítlanna.
Ringo Starr hefur árlega gefið
út sólóplötu með lögum eftir
\Tnsa höfunda og sannast sagna
mun hann ekki hátt skrifaöur i
tónlistarheiminum. Enguað síður
eru plötur hans skemmtilegarog
sérstæðar. ,
Og þá er komiö að George
Harrison.
Frá þvi leiöir Bitlanna skildu
hefurá ýmsu gengið hjá Harrison
og mun ekki ofsagt að þetta tlma-
bil ævi hans hafi verið storma-
samt. Eins og menn rekur eflaust
minni til varð hann fyrstur Bítl-
anna til að senda frá sér
sólóplötu, All Things Must Pass
aö nafni/)g voru þaö raunar þrjár
plötur I einu albúmi. Hann haföi
enda aö sögn veriö sveltur 1
Bitlunum hvaö varöaði fjölda
laga á plötu og þótti gott ef hann
fékk tvö lög á plötu. í viötali um
1967 hafði hann m.a. á oröi að
hann ætti um 30 lög fullunnin á
segulbandi og miðað við sömu
skilmála þyrftu Bitlarnir að gefa
út 15 plötur til þess að tæma bunk-
ann. Það kom þvl að sönnu ekki
mönnum I mjög opna skjöldu er
þrjár plötur i einu albúmi litlu
dagsins ljós frá Harrison árið
1970.
Það þarf ekki aö orölengja þaö
aö All Things Must Pass fékk frá-
bærar viðtökur, bæði unnenda
Bitlanna og gagnrýnenda. A al-
búminu voru tvær plötur með
hans eigin iögum en sú þriðja
innihélt ,,jam” þar sem margir
frægustu hljóðfæraleikarar þess
tima komu við sögu. Popprit
kepptust viö að hrósa plötunni og
það var tekið til þess að vikuritiö
virta Time birti umsögn um plöt-
una, þar sem farið var mjög lof-
samlegum orðum um hana. Þar
var m.a. sagt að lagið „I’d Have
You Anytime” eftir Harrison og
Bob Dylan væri fegursti ástar-
óöur rokksins.
Ýmsir vildu meina eftir útkomu
þessarar plötu að hæfileikar
Harrisons heföu ekki fengið aö
njóta sin sem skyldi I Bitlunum og
ofriki Lennons og McCartneys
hefðu hindrað hann i þvi að sanna
fullkomnlega getu sina. Þvi
verður seint mótmælt að á siðari
árum Bltlanna óx mjög viröing
fyrir Harrison sem lagasmið og
margir telja lög hans „While My
Guitar Gently Weeps”, „Some-
thing” og „Here ComesThe Sun”
meðal bestu laga sem Bitlarnir
sendu frá sér.
En þótt sól Harrisons bærihátt á
tónlist
Gunnar
Salvarsson
skrifar um
popp
himninum eftir All Things Must
Past bar skugga á, þvi Bright
Tunes útgáfufyrirtækið ákæröi
hann fyrir lagastuld og taldi hið
geysivinsæla lag hans „My Sweet
Lord” hnuplað frá Chiffons. Eftir
mikið málaþóf tapaði Harrison
málinu 1976. A sama ári geröi
Harrison góölátlegt grin að öllu
saman i laginu „This Song” á
plötunni 33 1/3.
En I millitlöinni haföi ýmislegt
gerst og flest heldur dapurlegt.
Aðdáendur biðu I hartnær þrjú ár
eftir framhaldinu af All Things
Must Pass og þegar þaö loks kom
voru hóloröin dregin fram úr
pennum. Ég minnist m.a. fyrir-
sagnar i Visi frá þessum tima:
„Allt er fullkomið”. Poppsagna-
ritarar samtiðarinnar hafa hins
vegar talað um Harrison sem
andlausan á plötunni. Eitt var þó
vist, platan var gæðaflokki lakari
en sú fyrri.
En ástandiðáttieftir að versna.
Þriöja sólóplatan hans var hörm-
ung og hljómleikaferð um Banda-
rikin i kjölfar hennar var sögð
„tútal”. Röddin var brostin,
trúarbrögðin höfðu gleypt hann,
konan farin til Eric Qapton og
skömmu siöarneitaðilikami hans
að beygja sig undir það ok sem
fylgdi þvi að nærast einvörðungu
á jurtafæði— oglif hans stóð tæpt
um stund. Eiturlyfin höföu llka
sett sitt mark á hann.
Harrison mátti þola hina mestu
niöurlægingu með þessari plötu,
Dark Horse, og næsta plata á eft-
ir, Extra Texture (1975) *reisti
hann litið upp úr niöurlægingar-
öldunni, þótt þar hafi veriö að
finna nokkrar perlur. Ari seinna
kom svo 33 1/3 og visaði nafnið
bæði til aldurs hans og hraða plöt-
unnar. Þessi plata var eins og
ExtraTexture nokkuð misjö&i að
gæðum, en gaf m jög góð fyrirheit.
Trúarbragöaofsinn og austur-
George Harrison
lensku áhrifin, sem svo mjög
höfðu einkennt siðustu plötur
hans, voru I rénun og platan bar
yfirbragð lffsgleði og hamingju,
sem hafði verið af skomum
skammti áður. Hann var sumsé
að rétta úr kútnum.
Með nýju plötu sinni, sem ber
einvörðungu nafn hans, réttir
hann alveg úr kútnum. Plötunni
hefur verið afburöavel tekið og
m.a. fór hún beint i 28. sæti
bandariska listans. Harrison
virðist vera i góðu jafnvægi,
melódiskari en áður og af-
slappaðri i tónlist sinni. 1 heild er
platan ákaflega sterk og hnit-
miðuð.
Valinkunnir hljóðfæraleikarar
eru með honum á þessari plötu,
sem hinum fyrri, m .a. Steve Win-
wood, Andy Newmark, Willie
Weeks og Eric Clapton, en
Harrison leikur auðvitað á gitara
og virðist ekki i annan tima hafa
gert betur á þvl sviði.
Nýtt timabil I tónlistarsögu
Harrisons er runnið upp, ólikt
bjartara en saga siðustu ára og
við þvi má fastlega búast að
punkturinn aftan viö þá sögu ver-
ði ekki settur i bráð. Það er altént
min ósk.
Fyririestr-
ar hjá MÍR
A næstu vikum, I mars og aprfl
gengst MIR, Menningartengsl Is-
lands og Ráðstjórnarrikjanna
fvrir flutningi nokkurra erinda i
MlR-salnum, Laugavegi 178.
Stuttar heim ildarkvikmy ndir
veröa sýndar meö hverjum fyrir-
lestri.
Erindi þessi verða sem hér
segir.
Fimmtudaginn 22. mars kl.
20.30 gerir Georgi Farafonov,
sendiherra Sovétrikjanna á Is-
landi grein fyrir sovéskum við-
horfum á sviði utanrikismála i
ljósi hinnar nýju stjórnarskrár
Sovétrikjanna, sem tók gildi i
október 1977
Laugardaginn 24. mars kl. 15
segir Hörður Bjarnason fyrrv.
húsameistari rikisins, frá ferö
sinni til Sovétrikjanna i fyrra i
boði samtaka sovéskra arkitekt.
Laugardaginn 31. mars kl.
15 ræðir Vladimir K. Vlassov,
sovéski verslunarfulltrúinn á ls-
landi um efnahagssamvinnu
sósialiskra rikja og störf „Ráðs
gagnkvæmrar efnahagsað-
stoðar” (KOMEKON), en um
þessar mundir eru liöin 30 ár frá
þvi ráðið tók til starfa.
Laugardaginn 7,aprfl kl 15 seg-
ir Guðrún Kristjánsdóttirlæknir,
sem stundaði nám og starfaði um
nokkurt árabil i Sovétrikjunum,
frá ýmsu er varöar stöðu og kjör
sovéskra barna.
Laugardaginn 28. april kl. 15
segir óskar B. Bjarnason efna-
verkfræðingur, ferðaminningar
frá Alma-Ata höfuöborg sovét-
lýðveldisins Kazakhstan og einn-
ig verður greint frá „Sovéskum
dögum MIR” sem fyrirhugaðir
eru I september i haust með þátt-
töku listamanna frá þessu sovét-
lýðveldi i Mið-Asiu.
MIR hefúr i vetur sýnt sovéskar
kvikmyndir fullrar lengdar hvern
laugardag i salnum að Laugavegi
178, nú að undanförnu t.d. nokkr-
ar gamlar sovéskar barna-
myndir, og veröur þessum
sýningum haldið áfram fram á
vor. Þær falla þó niður þá laugar-
daga sem fyrirlestrar verða.