Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 2
ogBRESKI skartgripasalinn StephenWebster var staddur í Neiman Marcus-stórversluninni í Chicago þegar farsíminn hans hringdi. „Ég ætla að panta hring handa Guy,“ sagði heimsfræg kvenrödd með afar bandarískum hreimi. „Hring sem hann má ekki vita um, veistu hvað ég meina?“ hélt röddin áfram. Með þessu símtali varð Stephen Webster einn örfárra jarðarbúa til þess að frétta af yfirvofandi brúð- kaupi Madonnu og Guy Ritchie, segir Style, eitt fylgirita helg- arútgáfu The Sunday Times. Gifting poppstjörnunnar og bófamyndaleikstjórans vakti mikla athygli, nánast jafnmikla og brúðkaup Karls Bretaprins og lafði Díönu Spencer fyrir rúmum 20 árum en samstarf Websters við poppgyðjuna er til enn frekara sannindamerkis um velgengni hans, sem um þessar mundir rekur jafnframt skartgripaverslun í Vest- urbæ Lundúna og státar af við- skiptavinum á borð við Michael Stipe, Cate Blanchett og Elizabeth Taylor. Webster kveðst engu að síður hafa verið undrandi á að Madonna skyldi hringja, enda búi hann að öllu jöfnu ekki til hringi sem nota á við rómantísk tækifæri. Hann viðurkennir líka að skart- gripirnir sínir séu ekki að allra smekk. „Ég mæli ekki með því að karlmenn kaupi hringi til gjafa hjá mér, nema að vel athuguðu máli.“ Lágstemmt er enda ekki hið fyrsta sem manni kemur í hug til lýsingar á verkum hans, sem til dæmis eru sögð vel til þess fallin að vekja athygli stöku paparazzo- ljósmyndara í 50 skrefa fjarlægð og því alls ekki fyrir þá sem kjósa að falla vel inn í umhverfi sitt. Heldur bleikur en blár Megináherslan er lögð á liti og áferð en Webster er meira fyrir bleikan safír en bláan og appelsínu- gulan granat-stein, í staðinn fyrir rauðan. Perlufesti að hætti Webst- ers er ekki endilega á íhaldssama hálsa heldur, stundum svört, kannski með slönguskinnsáferð og alsett demöntum. Hann nýtir sér líka ýmis minna áberandi afbrigði steinaríkisins, svo sem tansanít, obsidian, tourmalín og helíador, meðfram þeim betur þekktu, og áhrifavaldarnir geta allt eins verið stafrænt sjónvarp eða ufsagrýla, sem nánar tiltekið er þakrennu- stútur í dýrslíki fyrir þá sem ekki þekkja. Stephen Webster er ári yngri en Madonna, það er 41, lærður gull- smiður og nánast boðberi fagnaðar- erindisins þegar verkkunnátta og frágangur eru annars vegar, að mati þeirra sem til þekkja. Fyrstu árin smíðaði hann einvörðungu sköpunarverk annarra og faldi sig svo í tiltekinni vinnustofu í Kali- forníu Bandaríkjanna um skeið. Síðastliðin fimm ár hefur hróður hans hins vegar vaxið svo mjög að hann er farinn að reka verslun við Hertogastræti í Lundúnum, sem líkt hefur verið við flauelsklætt skartgripaskrín með rókokkó- húsgögnum og platmyntusúkku- laði. Hins vegar þykir ekkert fornfá- legt við eigandann sjálfan sem minnir meira á stjörnu en sumir viðskiptavina hans, hávaxinn, sjó- ræningjalegur, með gullhringi í báðum eyrum og platínuhringi á fingrum. Þá er hann vanur að klæð- ast sérkennilegum breskum, klæð- skerasaumuðum jakkafötum, sem vekja slíka athygli þegar hann fer í vinnuferðir að fólk hringir mán- uðum síðar og spyr eftir manninum í fjólubláu fötunum. Ekki spillir Austur-Lundúnahreimurinn heldur fyrir. „Ég er oft spurður að því hvort ég tali með ekta cockney- framburði, síðan reyki ég bæði og drekk og þyki því stinga nokkuð í stúf,“ segir hann. 2.000% veltuaukning Undanfarna 18 mánuði hefur mikið verið fjallað um Stephen Webster í bandarískum tískublöð- um, sem hann kveður hafa leitt til 2.000% veltuaukningar. Viðskipti Websters og Madonnu eru jafn- framt líkleg til þess að auka enn frekar á vinsældir hans, einkum meðal hinna frægari sem meta þag- Hringavitleysa Hin nýgiftu, eftir brúðk aupið, með platínuhringana fínu. Guy hjá Madonnu DAGLEGT LÍF 2 D FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ M AÐURINN er kall- aður Seli. Á æskuár- unum var það eins konar uppnefni, seg- ir hann. „Axel-Pax- el“ sagði eiginlega ekki neitt, svo að hrekkjalómar smíðuðu útúrsnúning- inn „Seli“. Þegar Axel varð stór og stofnaði hljómsveit, beitti hann krók á móti bragði og ákvað að breyta gamla uppnefninu í svalt stjörnunafn. Langi-Seli og Skuggarnir urðu vin- sælir og bragðið tókst. Nú er Axel orðinn ennþá stærri og hefur til viðbótar náð viðurkenningu sem leikmyndateiknari. Það er nefni- lega ekki endalaust hægt að lifa á fornri frægð. Ég er enginn skraddari „Ég útskrifaðist á sínum tíma úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands úr því sem þá hét nýlistadeild. Við gerðum ýmsar tilraunir í skólanum, þar á meðal hljóðtilraunir, og upp úr því spratt hljómsveitin Oxzmá, sú skrýtna sveit,“ segir Axel og glottir. „Nokkrir úr henni stofnuðu svo Langa-Sela og Skuggana, en aðrir fóru í aðrar listgreinar sem stóðu þeim nær.“ Skuggarnir runnu saman við myrkrið fyrir tæpum áratug og síðan þá hefur leikhúsið „átt“ Axel, eins og hann orðar það sjálfur. Byrjaði sem tæknimaður, málari og síðar sýning- arstjóri í Borgarleikhúsinu, þar til Kjartan Ragnarsson vatt sér að hon- um einn daginn og spurði hvort hann vildi gera Tsjekov-sýningu með sér. „Kjartan sýndi mér þar mikið traust, að fá mig til þess að hanna leikmyndina í Platonov og Vanja frænda. Eftir það varð ekki aftur snú- ið og ég hef hrærst í þessu síðan.“ Axel hefur hannað leikmyndir nafnkunnra sýninga á borð við Þrek og tár, Stone Free, Evíta og Sjálf- stætt fólk og bæði leikmynd og búninga í Grandavegi 7, Ketti á heitu blikkþaki og ýmsum fleiri sýningum. „Hönnun leikmyndar og búninga er stundum á sömu hendi, því þegar heildarmynd sviðsins er mótuð sér maður gjarnan fyrir sér búningana um leið. Ég er þó enginn skraddari á bakvið tjöldin. Það eru aðrir sem sjá um útfærsluna þótt ég rissi upp hugmyndirnar. Í Bláa hnett- inum valdi ég til dæmis efni og liti í samráði við Margréti Sigurðardóttur, forstöðukonu saumastofu Þjóðleik- hússins, sem útfærði svo búningana, en dýragervin gerði Stefán Jörgen Ágústsson. Ég kom bara á sauma- stofuna eins og fínn maður og sagði já og nei.“ Hann hlær. „Ég bý ekki einu sinni til sniðin, enda er búningahönn- un alls ekki það sama og fatahönnun.“ Leikmynda- og búningahönnuður á náið samstarf við fleiri á undirbún- ingstímanum, svo sem ljósahönnuð, leikara og sjálfan leikstjórann. „Góð leikmynd byggist á mörgum samverkandi þáttum og verður líf- vænlegust ef allir hafa lagt eitthvað í pottinn. Samvinnan við leikstjórann skiptir auðvitað töluverðu máli, en svo er líka mikil hjálp ef leikritið er gott. Það leiðir mann af stað. Bestu leikritin, fyrir leikmyndahönnuð, eru þau sem gefa manni ákveðið frelsi,“ segir hann og lýsir ferlinu við und- irbúning Bláa hnattarins eftir Andra Snæ Magnason, sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu 21. janúar. Öld flugsins „Ég var svo heppinn að ég hafði ekki lesið bókina, Sagan af bláa hnett- inum, þegar ég las handritið. Mynd- irnar í bókinni voru því engin truflun. Ég las einfaldlega leikritið, lá yfir því og lét myndir kvikna í kollinum. Þar sem þetta er ævintýri reyndi ég að vera hömlulaus í hugsun án þess að hafa áhyggjur strax af útfærslu og tækni. Þegar myndirnar höfðu mót- ast í huganum hófst vinna við að fylla út í þær með þeim tækjum sem tiltæk eru í Þjóðleikhúsinu, gömlu húsi sem að mörgu leyti er úr sér gengið tækni- lega séð. Við Þórhallur [Sigurðsson] leikstjóri urðum fljótt sammála um að nota gamaldags lausnir, svo sem flug- kerfið sem til er í húsinu, til þess að slaka niður hlutum úr leikmyndinni. Okkur fannst það ríma vel við æv- intýrið. Það verður þó að játast að mesti höfuðverkurinn var hvernig hægt væri að láta villibörnin fljúga – strax varð ljóst að ekki var hægt að láta þau svífa í strengjum eins og Pétur Pan. Til þess eru þau of mörg og hefði tæknilega orðið of viðamikið,“ segir Axel og bendir einnig á að erfiðara sé að láta fólk fljúga árið 2000 en árið 1900. Fyrir öld hafi allar slíkar brell- ur þótt galdrar, en í dag líði leikhúsið fyrir samanburðinn við kvikmyndir þar sem fólk flýgur eðlilega og óað- finnanlega. „Það getur aldrei orðið eins í leikhúsinu.“ Svo glottir hann þegjandalega þeg- ar hann er inntur eftir því hvernig Galdur Köttur á heitu blikkþaki í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar 1997. Leik- mynd og búningar eftir Axel Hallkel. Langi-Seli í sveiflu með gítarinn og hálsbindið á Hótel Borg fyrir ára- tug. Skuggarnir mynda lifandi leik- og hljóðmynd. Í einum og sama mann- inum búa rokkarinn Langi-Seli og hönnuður- inn Axel Hallkell. Hann svarar báðum nöfnum. Sigurbjörg Þrastar- dóttir hitti töframann- inn á bakvið leikmynd Bláa hnattarins og fékk að heyra af melódíunni í leikhúsinu. Sela Grandavegur 7 í leikstjórn Kjartans Ragnarssonar 1997. Búningar og leikmynd eftir Axel Hallkel. Frú Ritchie er merkt eigin-manni sínum í bak og reyndarfyrir líka. Reuters Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.