Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 . F E B R Ú A R 2 0 0 1 B L A Ð D  GALDUR SELA/2  HRINGAVITLEYSA/2  KONUM BLÁSIÐ Í BRJÓST ... EN HVERJU?/4  Í HÖFUÐVÍGI HEIMILISMENNTA/6  KVÖLDKJÓLARvetrarins eru síðir,ekki endilega svart- ir og nokkuð oft í tvennu lagi. Konur í ermalausum kjólum vefja ennþá sjöl um axlirnar, líkt og undanfarin ár, og þá er í tísku að bera stóra skartgripi sem hafð- ir eru í sama lit og kjóll- inn. Halima Zogu hjá Kjólaleigu Dóru segir einfalda síðkjóla með hlýrum og klauf áber- andi í vetur og að einnig sé mikið um pallíettukjóla, þótt margar konur séu íhaldssamar og velji fremur klassíska kjóla. Nýársfagnaðir eru einn stærsti síðkjólavett- vangur vetrarins og segir Halima hafa ver- ið mikið um hlýra- kjóla í ár, og sjöl eða litla pelsa yfir axl- irnar. Jórunn Karls- dóttir hjá Kjóla- leigu Jórunnar segir kvöld- kjólatískuna margbreyti- lega, en að um þessar mund- ir sé meira um síðari og glæsilegri kjóla en áð- ur, þótt öll sídd sé leyfileg. „Núna er dálítið um þrönga pallíettukjóla og toppa og síð pils í öllum litum, þótt svart sé alltaf jafn vinsælt. Yngri konurnar eru mikið í hlýrakjólum og kjólum sem eru mjög flegnir að aftan. Svo eru konur talsvert með sjöl núna og stóra skartgripi,“ segir Jórunn ennfremur og kveðst ekki hafa verið ánægð með kjólana sem leikkonurn- ar voru í á Gullhnattaverð- launahátíðinni í Los Angeles á dögunum, en sá viðburður er jafnframt nokkurs konar árshátíð kvikmynda- og sjón- varpsfólks. „Ég vakti alla nóttina til þess að skoða kjól- ana, en varð satt að segja fyrir vonbrigðum.“ Þótt ný tilbrigði við síð- kjólastefið komi fram öðru hverju segir Jórunn enn mikið um kjóla með götum þar sem glittir í bert hold, svo sem undir brjóstum, sem eflaust á eftir að gleðja einhverja enn um sinn. Eingöngu spurt um síðkjóla Katrín Óskarsdóttir hjá Kjólaleigu Katrínar segir margt vinsælt í ár, bara allt annað en svart! „Konurnar vilja síða og fína kjóla, og tals- vert um síð pils og kot, sem sérstaklega klæðir þær sem eru aðeins farnar að missa af mittinu. Margar eru ófeimnar við að vera í hlýrakjólum en nota dálítið af löngum sjiffon- treflum við, sem notalegt er að hafa yfir axlirnar þegar kvöldið er að byrja.“ Katrín segir eingöngu spurt um síða kjóla um þessar mundir og enn ein útgáfa þeirra sé síðir en einfaldir kjólar með sjiff- onkápum yfir, sem hún kveð- ur vinsælt hjá konum á besta aldri. Málfríður Loftsdóttir, eig- andi tískuverslunarinnar Mondo, segist leggja áherslu á einfalda og glæsilega kjóla. Ein gerð dansleikjakjóla er úr gljáandi efni á borð við taft, í djúpum og dimmum litum, og hægt að velja skartgripi í sama lit og kjóllinn. Þá er mikið um síð pils og hand- gerða toppa, sem skreyttir eru með ferhyrndum og af- löngum pallíettum. Þeir eru aðsniðnir og oft í skærum lit- um, svo sem lime-grænu, kirsuberjarauðu, bleiku og túrkisbláu og segir Málfríður ekki nauðsynlegt að bera stóra skartgripi við slíkan kjól. „Markmiðið er ekki að vera ofhlaðinn enda eiga kon- an og kjóllinn að fá að njóta sín,“ segir hún að endingu. hke Frá Kjólaleigu Jórunnar. Frá Kjólaleigu Dóru. Morgunblaðið/Ásdís Úr versluninni Mondo. Sýnishorn frá Kjóla- leigu Katrínar. Síðkjólar í tvennu lagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.