Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 3
hringinn sem hún hafði sjálf pantað fyrir vænt- anlegan eiginmann sinn. „Að lokum tókst mér að sannfæra hann um að platínuhringur væri í raun miklu hefð- bundnari en hringur úr gulli,“ segir hann. Hugmyndir hjónaleys- anna um fráganginn voru víst býsna ólíkar að auki. Madonna vissi upp á hár hvað hún vildi fyrir Ritchie, breiðan platínubaug, settan sex demöntum með ágröfnu mynstri að utanverðu og áletrun innan í sem hún var með tilbúna í kollinum. Gerði Webster fjórar mis- munandi útfærslur áður en hún varð ánægð með útkomuna. „Hún fór yfir hvert smáatriði og skipti sér meira af útkomunni en nokkur annar viðskiptavinur sem ég hef haft,“ segir hann. „Þegar ég minntist á það við hana hló hún bara og kvað við, „velkominn í mína veröld“.“ Þegar upp var staðið hætti Ma- donna við mynstrið, sem þótti dálítið of kven- legt, enda var vandinn líka sá að finna út- færslu sem Ritchie þætti ekki of yfirdrifin. „Hann virðist ekki vera mikið fyrir hringa, þótt hann sé langt í frá of hversdagslegur fyrir hana,“ segir Webster. Farin var sú leið að setja demantana djúpt í málminn til þess að gera hringinn ekki of stelpulegan og meira í ætt við belti með dem- antsskrautbólum. „Ritchie valdi hins vegar handa henni afar einfaldan platínuhring með hefðbundnu skrauti. Ég stakk upp á áletrun að innanverðu, sem hann virtist ekki viss um hvernig ætti að hljóða. Hann sagðist þurfa að hugsa sig um og hafa samband síðar,“ segir hönnuðurinn. Ekki var hann heldur með stærð hringsins á hreinu og því farin sú leið að miða við fingur konu í versl- un Websters sem er áþekk Ma- donnu á hæð. „Til allrar hamingju smellpassaði hringurinn,“ segir hann.Webster kveðst að síðustu tregur til þess að sýna myndir af hringum hinna þekktu hjóna, enda vilji enginn vera öðrum líkur. „Fólk hefur komið og hent í mig hring sem því hefur þótt of svipaður ein- hverjum öðrum,“ segir Webster að síðustu í Style. hke Hringir Websters eru ekki fyrir þá sem vilja láta fara lítið fyrir sér. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 D 3 ÚTSALA 10-70% afsláttur Bláu húsin v/Faxafen, sími 553 6622 Stendur til 6. febrúar „flugpúðunum“ í sýningunni er stýrt og hvernig villibörnin á bláa hnett- inum fari að því að skipta um hárlit á sviðinu – nánast fyrir framan nefið á áhorfendum. Engin svör fást, og ekki nema skiljanlegt. Ævintýri eiga jú að vera dálítið dulúðleg. En samt vilja margir örugglega fá að vita eitt; af hverju Gleði-Glaumur skuli ekki vera dökkhærður, eins og í bókinni. „Við tókum þá ákvörðun að binda okkur ekki um of við mynd- skreytingarnar í bókinni, og unnum leikgervi Glaums fremur út frá leik- aranum sjálfum, Kjartani Guðjóns- syni. Gleði-Glaumur í sýningunni er hans túlkun á persónunni og var hann því hafður með í mótun hennar.“ Saga handa börnum Leikmyndin í Bláa hnettinum er falleg og stílhrein. Axel bendir á að hún byggist á endurteknum hring- formum; sviðið sé blár hringur, sólin rauðgulur hringur á svörtum grunni og gnægtabrunnur náttúrunnar birt- ist í kringlóttum eplum. „Þarna eru farnar hreinar, táknrænar leiðir til þess að móta stað og stund í hverju atriði. Í upphafi sýningar gerum við sam- komulag við áhorfendur um að við ætlum að segja þeim sögu með þeim meðulum sem leikhúsið býður. Þegar það samþykki er fengið, hefst fram- vindan og áhorfendur lifa sig inn í hana sem slíka,“ útskýrir Axel og bætir við að þetta eigi við um barna- leikrit rétt eins og önnur leikrit. „Það er svo auðvelt að búa til sirkus eða söngleik í kringum efni sem ætlað er börnum, en í þessu tilfelli var ákveðið að gera það ekki. Verkefni okkar var að segja sögu, meira að segja tiltölulega dramatíska sögu, og við vorum öll sammála um að láta hana njóta sín. Ekki koma með „aug- lýsingahlé“ á milli samræðna, með hávaða og sprelli. Og það er dásam- legt að fylgjast með börnunum úti í sal, allt niður í fjögurra ára, og sjá hversu vel þau halda einbeitingunni. Okkur finnst þetta hafa lukkast og hver veit, kannski erum við að ala upp nýja kynslóð Tsjekov-áhorfenda með þessu móti.“ Blái hnötturinn var fyrsta barna- leikritið sem Axel vann að og nú er hann að hefja vinnu við fyrsta einleik- inn á ferlinum. Það er Kontrabassinn, sem fer senn á fjalirnar í Borgarleik- húsinu, og gerir Axel bæði leikmynd og búninginn eina. „Þetta er ástæðan fyrir því að mað- ur fær ekki leið á vinnunni – það er eitthvað nýtt við hvert verkefni,“ seg- ir hann. Hugsar sig svo um þegar spurt er hvort – þrátt fyrir allt – eitt- hvað sé sameiginlegt með þeim leik- myndum sem hann hefur hingað til gert. „Nei, ég sé það ekki í fljótu bragði, því leikmynd lifnar í kringum hvert verk fyrir sig og þau eru öll ólík. Ég forðast að búa mér til múra af stíl- brigðum og stefnum, sem ég þarf svo að brjóta niður eða klifra yfir. Kannski hallast ég samt helst að ein- hvers konar formleikhúsi þar sem formin styðja aðstæðurnar í verkinu. Mér finnst hjálpa að sýna bara það sem þarf að sýna. Það er óþarfi að of- gera, því leikarinn býr svo oft til af- ganginn af leikmyndinni fyrir mann.“ Axel nefnir sem dæmi Sjálfstætt fólk, sem hann segir hafa verið mikla áskorun. „Þar var vandinn að setja á svið sögu sem mjög margir hafa ákveðna og einkalega mynd af. Ég reyndi það sem ég gat til þess að skemma ekki þá mynd, en búa samt til ramma utan um þá sögu sem sýnd var á sviðinu,“ segir hann, en leik- myndin einkenndist af stílfærðum formum í fánalitunum; jökli, snjó, læk, grjóti og færanlegum leikmun- um. „Leikmyndin er mjög áhrifamikil og snið hennar gefur tóninn í gjör- vallri sýningunni,“ sagði m.a. í dómi Morgunblaðsins um Sjálfstætt fólk, en téð leikmynd er einmitt sú sem Ax- el sjálfur er einna stoltastur af á ferl- inum. Djass í Þingholtunum Hann er spurður hvort reynsla hans af sviðsframkomu frá hljóm- sveitaárunum hafi á einhvern hátt hjálpað honum í starfi. „Já, ég hef ákveðinn skilning á til- finningum og sviðsskrekk leikara og skil nauðsyn þess að honum líði vel á sviðinu,“ svarar hann. Játar svo að það blundi alltaf í honum löngun til þess að koma fram úr myrkrinu og inn í kastljósið að nýju. „Tónlistin er þannig að mann lang- ar alltaf að „taka í“ aftur. Reyndar komum við saman fyrir jólin, Langi- Seli og Skuggarnir, og lékum gamalt Stuðmannalag inn á safnplötuna Með allt á hreinu. Það var mjög gaman; að komast að því að við höfðum engu gleymt – og ekkert lært! Ég veit samt ekki beint hvar ég er staddur í bransanum. Ég er nefnilega fluttur úr Breiðholtinu þar sem rokk- ið er, og bý núna í Þingholtunum, sem er mun djassaðra hverfi.“ Hann brosir og fullyrðir að í raun megi kortleggja hverfi borgarinnar út frá tónlistarstefnum. „Í Breiðholt- inu má auk rokksins finna Clyderm- an-hverfi, rappið er í Rimunum, en í Vesturbænum er meiri klassík og kassagítargutl. Þannig mætti áfram telja.“ Hugsarðu kannski leikrit líka út frá tónlistinni? „Já, tvímælalaust. Ég reyni að finna melódíuna í verkinu til þess að ákvarða áferð uppsetningarinnar. Á forvinnutímanum safna ég líka að mér músík frá tíma verksins til þess að komast í réttu stemmninguna, sama hvort tónlist er svo notuð í sýn- ingunni eða ekki. Leikhús er nefnilega svo heillandi fyrir þá sök að það virkjar öll skiln- ingarvit. Það er músík, myndlist og texti í öllum sýningum. Galdurinn við leikhúsvinnu er að ná harmóníu allra þessara þátta. Að finna – í öllu stress- inu fyrir frumsýningu – að með allra hjálp hefur loks tekist að láta streng- ina hljóma saman.“ Villibörnin á Bláa hnettinum vekja Gleði-Glaum sem sefur við geimfar sitt. Leikmynd og búningar eftir Axel, Þórhallur Sigurðsson leikstýrir. Hreinar línur og fánalitir í sviðsmynd Axels í leikgerð Þjóðleikhússins af Sjálfstæðu fólki 1999. Leikstjóri Kjartan Ragnarsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Axel Hallkell undir fullu tungli í leikmynd Bláa hnattarins. Í baksýn er kastalinn sem reistur er hugvitsamlega úr sjóreknum kössum í leikslok. Stephen Webster mælsku umfram margt annað. Mánuði eftir að Madonna hringdi hafði aðstoðarfólk Guy Ritchie samband við Webster, kvað hann vilja panta giftingarhring handa frúnni og að fara þyrfti með það eins og mannsmorð. Þá vandaðist málið fyrir Webster, sem ekki þurfti einungis að halda hringa- smíðinni leyndri fyrir almenningi, heldur bæði fyrir Guy og Madonnu, þar sem hvorugt vissi hvað hitt hafði í hyggju. Ritchie, sem sagður er íhalds- samur, vildi ólmur velja gullhring handa Madonnu.Webster vissi hins vegar manna best að sá valkostur væri í beinni mótsögn við platínu- trúlofunarhring hennar, sem og Ljósmynd/ÞjóðleikhúsiðLjósmynd/Þjóðleikhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.