Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 4
L ÍTIL brjóst, stinn brjóst, stór brjóst, mjúk brjóst, sigin brjóst; brjóst hafa löngum verið eitt helsta kyntákn kvenna á Vesturlöndum og lög- un þeirra verið hvað fjölbreyttust í líffærakerfi okkar mannanna. Sem betur fer segja sumir en ýmsar blikur eru á lofti. Konur hafa aldrei verið jafn uppteknar af líkama sínum og nú, á sama tíma hafa þær aldei verið jafn óánægðar með hann, sam- kvæmt alþjóðlegum könnunum. Líklega þess vegna hafa brjóstastækkanir færst í vöxt. Margar fyrirmyndir kvenna eru með stór brjóst, vel fyllt og kúpt, þau eru í tísku, og til þess að falla að duttlungum tískunnar og kannski öðlast meira sjálfs- traust, hamingju og kjark fara konur sem hafa ágætis brjóst, í skurðaðgerðir eða gleypa jafnvel vaxtarhormónapillur til þess eins að fá stærri brjóst eins og hinar. Þetta hefur tíðkast mörg undanfarin ár en aukist jafnt og þétt, og þegar Jenna Franklin 16 ára stúlka í Bret- landi fékk brjóstastækkun í afmælisgjöf frá for- eldrum sínum nýlega, hrökk heimurinn í kút. „Er þetta ekki einum of langt gengið,“ sögðu sumir. „Stelpan er vart fullþroska og vill þegar fá sílikon í brjóstin.“ Aðrir sögðu: „Auðvitað á maður að gera allt til þess að gleðja börnin sín. Best að byrja strax að safna.“ Bandaríkin eru mekka brjóstastækk- ana og einnig eru þær vinsælar hér. En þar sem Tryggingastofnun niðurgreiðir ekki fegrunar- aðgerðir nema um missmíð sé að ræða frá náttúrunnar hendi hefur Landlækn- isembættið ekki upplýs- Konum blásið í brjóst. ingar um hve konur hafa far aðgerðir á brj Guðmundar M læknis skipta gerð er að kom að ná í gögn f samkvæmt up Lan og þ fylg Á Net óna blak Umboðsmaður hafa hringt m varan hefur v Að sögn lækna indalegar stað Sköpulag kv angengna öld; í stórum muss og allar vilja k hlýrabolum, h barm. Sú líki reyndin sú a Tæknin gerir ekki? Hverni vegna leggja svara við þes að til læknis, manns og kyn KONUR, BRJÓST OG SJÁLFS- MYND Brjóstafyllingum í fegurðarskyni er ætlað að blása yggi í brjóst en fæst ef til vill falskt öryggi með föls Marinósdóttir heyrði í fólki með skoðanir. hverjGuðmundur Már Stefánsson Leit að endur- sköpun á líkamsformi „Brjóstastækkunaraðgerðir í fegurð- arskyni eru mjög algengar í hinum vest- ræna heimi og endurspegla kröfu nú- tímakonunnar fyrir bætt útlit,“ segir Guðmundur Már Stefánsson lýtalækn- ir. „Um leið fylgir aukið sjálfstraust og andleg vellíðan, konur sem átt hafa börn lenda stundum í að brjóstin rýrni til dæmis eftir brjóstagjöf. Þessar kon- ur eru að leita eftir endursköpun á lík- amsformi áður en börnin fæddust, þær vilja stærri, stinnari, fylltari brjóst. Sílikonaðgerðir hafa uppfyllt þær vænt- ingar að miklu leyti aftur.“ Guðmundur Már segir margar ungar konur leita til sín, með litla sjálfsímynd, margar hverjar eigi erfitt með að stynja upp erindinu, þær séu kvíðnar en flest- ar sem láti eftir sér brjóstastækkun sjái ekki eftir því. Brjóstastækkanir í fegurðarskyni eru tískufyrirbæri að mati læknisins en langvarandi því ekkert lát hefur verið á eftirspurn síðustu þrjú til fjögur árin. Þær eru þó að einhverju leyti krafa frá körlum. „Algengt er að pör komi saman, makinn er að forvitnast um aðgerðina og stundum hitti ég pör þar sem konan segir lítið en maðurinn þess meira. Svo- leiðis samtöl þykja mér óþægileg.“ Sílikon í brjóstum hafði á sér nei- kvæðan stimpil fyrir nokkrum árum en fyrir tveimur árum komu fram niðurstöður bandarískrar vís- indarannsóknar sem bentu til þess að efnið væri al- gerlega skaðlaust. Ekki væri unnt að tengja það við önnur heilsufarsvanda- mál. Þær upplýsingar virt- ust skila sér til almennings og sílikonaðgerðir urðu stöðugt vinsælli, að sögn Guðmundar Más. „Sílikoni í brjóstum geta þó fylgt ákveðnar aukaverk- anir. Í fyrsta lagi má telja að ofnæmisviðbrögð geta myndast undan sílikoninu, sem eru staðbundin í brjóstinu. Það myndast oft í kringum púðann og svæðið verður hart og aumt. Talið er að um 3–5% kvenna fái einhver ónæmisviðbrögð, langflestar mjög væg sem lagast af sjálfu sér en hjá einstaka konum þarf að skera aftur og í undan- tekningartilfellum þolir konan ekki sílikonið og þá þarf að fjarlægja það. Annað sem tal- ist getur neikvætt, er að dofa- tilfinning getur komið í brjóst eftir aðgerð. Yfirleitt er það tímabundið en gengur þá yfir á nokkrum vikum. Saltvatnspúð- ar voru töluvert mikið notaðir á tímabili þegar neikvæð um- ræða kom fram um sílikonið. Þeir hafa síðan ekki reynst vel og eru því lítið notað- ir,“ að sögn Guðmundar Más, meðal annars vegna þess að stundum heyrðist vatnsgutl innan úr brjóstinu. Ein kona kom t.d. að máli við verður næst í tísku ílangt og mjótt höf- uð.“ Brjóstastækkanir eru sérkennilegt fyrirbrigði, segir Sjón ennfremur. „Áð- ur fyrr lét fólk duga að ná fram ákveðn- um líkamslínum og öðru með klæða- burði og til þess er nú þessi fíni undrabrjóstahaldari en nú er fólk farið að vinna á líkamanum sjálfum sem kannski er afleiðing þess að fólk finnur ekki fyrir sér nema í líkamanum, að lík- aminn fremur en persónuleikinn er orð- inn vettvangur samfélagslegrar tján- ingar. Allt hefur beinst að honum lengi, ég veit ekki af hverju það er, það þykir betra að fólk sé með kroppinn á sér á heilanum heldur en ýmis önnur við- fangsefni.“ Brjóstastækkanir á konum eru sami hlutur og þegar karlmenn eru að pumpa í líkamsræktarstöðvum og bryðja stera ef þeir ná ekki strax árangri, að mati Sjóns. „Brjóstastækkanir eru kvenna- kúltur, hvort það stafi af pressu frá hinu hryllilega karlstýrða samfélagi, er ég ekki svo viss um. Konur eru alla vega að reka brjóstin hver framan í aðra og karlarnir eru að hnykla vöðvana hver framan í annan. Þetta er því hómosex- ualmenning í eðli sínu. Þetta er sérkennilegt einkenni á okk- ar tímum, spurningin er hvernig fólk lít- ur á þetta seinna þegar það er aftur orð- ið í laginu eins og manneskjur. Annars sá ég auglýsingu frá Yves Sant Laurent fyrir skömmu, af þrýstinni og velsæld- arlegri konu með eðlileg brjóst. Þessi kvenímynd sækir hugmyndir um vaxt- arlag til annars eða þriðja áratugarins. Kannski er það að koma aftur? Konur ættu því aðeins að hinkra svo þær dagi ekki uppi eins og grindhoraðar Guðmund Má og sagði sér liði svipað og í fiskabúri. Saltvatnspúðarnir sem reyndar eru byggðir úr sílikoni að hluta eru veikbyggðari en sílikonpúðar en ef púðinn springur er það ekki hættulegt fremur en ef um sílikon er að ræða. Erfitt að segja til um hvort sílikonið í brjóstum endist ævilangt en í það minnsta endist það áratugum saman, segir Guðmundur Már að lokum. Sjón – Sigurjón Birgir Sigurðsson Næst pillur sem aflaga höfuðið Brjóstastækkanir í fegurðarskyni eru afsprengi líkamsbrjálæðis sem hófst á níunda áratugnum með gegndarlausri líkamsrækt, sólbrúnku og aflituðu hári, að mati Sjóns. „Við erum komin á ystu nöf líkamsspekúlasjóna. Brjóstastækk- anir eru skyldar steranotkun hjá karl- mönnum og átröskunarsjúkdómum. Fólk er farið að lifa í skáldskap og þeg- ar það passar ekki sjálft við uppáhalds- sjónvarpsstjörnuna sína, þá grípur það til einhverja ráða. Það vill svo til að bandarískur skáldskapur er ofan á í augnablikinu og fólk virðist elta hann. Ástandið er skörun á skáldskap og raunveruleika. Spurning er hve mikið lengra er hægt að fara? Á bakvið er iðnaður sem kemur kannski næst fram með pillur til að af- laga höfuðið á fólki, – til eru þjóðflokkar sem aflaga á sér höfuðið, – kannski Lýtalæknir Rithöfundur DAGLEGT LÍF 4 D FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.