Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 6
EINHVERJUM kann aðþykja það skjóta skökkuvið á jafnréttis- og upplýs-ingaöld að ungt fólk gefi sér tíma til að læra til verka í heim- ilisstörfum. Námsmeyjarnar í Hús- stjórnarskóla Reykjavíkur eru þó hæstánægðar með sinn hlut og telja tíma sínum vel varið. Þeim finnst „æðislega gaman“ í skólanum, eins og ein orðaði það, og engin þeirra sér eft- ir að hafa látið innrita sig á vorönnina, sem nú er nýhafin. Hússtjórnarskóli Reykjavíkur er til húsa í reisulegu húsi við Sólvalla- götu og þar eru nokkrar stelpnanna í heimavist. Jónatan Þorsteinsson kaupmaður byggði húsið árið 1921 og var það óvenju stórt og myndarlegt íbúðarhús á þeim tíma. Skólinn, sem áður hét Húsmæðraskóli Reykjavík- ur, hefur verið þar til húsa frá upp- hafi, en hann hóf starfsemi árið 1941. Námið er metið til 25 eininga og kennd er matreiðsla, fatasaumur, út- saumur, prjón, hekl, bútasaumur, vefnaður og ræsting, ásamt næring- arfræði, vörufræði, neytendafræði og textílfræði. Allt eru þetta hagnýt fög sem geta komið sér vel í lífinu. Heim- ilið er nú einu sinni helgasta vé hvers manns og það er til lítils að vera dug- legur og flinkur í vinnu sinni úti í bæ ef maður kann svo ekkert til verka þegar heim er komið og lætur þar allt reka á reiðanum. Þar ríkir góður andi Með þetta í huga var haft samband við skólastjóra Hússtjórnarskólans, Margréti Sigfúsdóttur, og hún varð góðfúslega við ósk þess efnis að fá að fylgjast með skólastarfinu einn dag. Þegar komið er inn úr anddyrinu blasir við veglegur stigi í „klassísk- um“ stíl, eins og maður sér stundum í bíómyndum, og stigagangur er marmaramálaður frá gólfi til lofts. Á veggjum hanga málverk eftir marga helstu listmálara þjóðarinnar. „Það eru nú ekki margir skólar sem geta státað af svona listaverkum. Málverk- in eru séreign skólans, sem gamlir nemendur og velunnarar skólans hafa gefið honum,“ segir Margrét um leið og hún sýnir blaðamanni húsnæðið. Hver önn stendur í 14 vikur og skólinn tekur 24 nemendur á hverja önn. Á heimavistinni, sem er til húsa á efstu hæðinni, eru rúm fyrir 16 nem- endur. Nemendur eru nú aðeins færri en venjulega, en þar setti kennara- verkfallið meðal annars strik í reikn- inginn að sögn Margrétar. Nemendum er skipt í tvo hópa, matreiðsluhóp og handavinnuhóp, sem skipta svo um námssvið eftir hálfa önnina. Ákveðið var að fylgjast með matreiðsluhópnum að störfum í eldhúsinu og þar var mikill handa- gangur í öskjunni enda komast nem- endur ekki upp með neitt slór eða hangs á þessum stað. Það eru talsverð viðbrigði fyrir mann, sem ratar varla um eldhúsið heima hjá sér og getur ekki einu sinni soðið sér pylsu án þess að sprengja hana, að vera skyndilega kominn í matreiðslutíma í höfuðvígi heimilis- mennta í landinu, sjálfum Hússtjórn- arskóla Reykjavíkur. En þetta var vissulega ánægjuleg tilbreyting því þarna ríkti heimilislegur andi, svo sem vera ber á svona stað. Rétt er að skjóta því hér inn að viðkomandi var upplýstur um það, þegar pylsusuðan barst í tal, að maður á ekki að sjóða pylsur, heldur bara hita þær. Þá veit maður það. Matreiðslukennarinn, Benedikta G. Waage, hefur í nógu að snúast við að leiðbeina og gefa góð ráð því unnið er í þremur hópum í eldhús- inu og verkaskiptingin er skýr: Hópur 1 sér um eldamennskuna á aðalrétti dagsins, setur í uppþvottavél eftir matinn, sópar alla daga, þvær gólf á miðvikudögum og föstudögum og fer með rusl. Hópur 2 býr til grauta, súpur og deserta, sér um borðstofu, sópar gólf og þvær borð eftir mat. Einnig að- stoðar hópurinn við frágang í eldhúsi, sér um þvott frá eldhúsi og annast kæliskápa og geymslur. Hópur 3 sér um baksturinn, útbýr morgunverð og frágang eftir morg- unverð og sér ennfremur um eftir- miðdagskaffi. Elsa Sigurðardóttir og Katrín Dröfn Guðmundsdóttir sáu um elda- mennskuna þennan dag. Þær voru að búa til fiskrönd með kartöflum og grænmetisjafningi. Hér er ekki farið út í búð og keypt tilbúið fiskdeig, eða „fiskfars“, heldur búa stelpurnar það til frá grunni, úr ýsuflökum. Agnes Hilmarsdóttir og Æsa Bjarnadóttir, í hópi tvö, voru snöggar að búa til eftirréttinn, sem þennan dag átti að vera skyr og rjómi. En þær sluppu ekki svo létt og voru sett- ar beint í kleinubakstur eftir að þær höfðu hrært skyrið. Agnes kvaðst aldrei hafa bakað kleinur fyrr en Æsa hafði bakað kleinur með ömmu sinni hér á árum áður og kvaðst hún þess vegna vera komin í „algjört nostalgíu- kast“ við kleinubaksturinn. Í hópi þrjú voru Drífa Björk Krist- jánsdóttir og Guðrún Sigurlín Ólafs- dóttir og voru þær að búa til eplaköku og fórst það vel úr hendi eftir því sem best varð séð. Að vísu hafði mat- reiðslukennarinn eitthvað við það að athuga hvernig þær skáru eplin og hreinsuðu burt kjarnann, en þær voru fljótar að átta sig og báru sig eftir það samkvæmt fyrirmælum kennarans. Borðsiðir í fullu gildi Hádegisverðurinn var tilbúinn á slaginu tólf og þá fór ein stúlknanna fram á gang og hringdi bjöllu til að láta nemendur í handavinnuhópnum, sem sátu við prjóna uppi á annarri hæð, vita að nú átti að setjast til borðs í matsalnum. Stúlkurnar stóðu við stóla sína þar til frú Margrét sagði þeim að „gjöra svo vel að setjast“. Nemendur í Hússtjórnarskólanum fá að sjálfsögðu tilsögn í borðsiðum og Morgunblaðið/Jim Smart Námsmeyjar í Hús- stjórnarskólanum í Reykjavík telja tíma sínum vel varið í skól- anum. Sveinn Guð- jónsson bankaði upp á hjá þeim, fór í mat- reiðslutíma og varð margs vísari um skóla- starfið, heimavistina og sitthvað fleira. heimilismennta 1 2 3 4 Í höfuðvígi DAGLEGT LÍF 6 D FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.