Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 D FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síminn seldur Sturla Böðvarsson samgöngu-ráðherra leggur fljótlega fram frumvarp á Alþingi um sölu á tæplega helmingi Landssímans. Einkavæðingar-nefnd hefur lagt til að Síminn verði seldur hratt. Formenn stjórnar-andstöðunnar gagnrýna að selja eigi dreifikerfi og grunnnet Símans. Ríkið sé best til þess fallið að tryggja dreifbýlinu góða þjónustu. Þeir telja að Framsóknar-flokkurinn hafi beygt sig undir stefnu Sjálfstæðis-flokksins um einkavæðingu. Fyrir viku varð mikill jarðskjálfti á Indlandi. Ekki er vitað hve margir fórust, talað um frá tuttugu þúsund manns upp í hundrað þúsund. Enn finnst fólk á lífi í rústunum. Einn sextán ára drengur fannst á lífi eftir að hafa legið í fjóra daga undir steinsteypu með látinni ömmu sinni: „Ég hrópaði ýmist á hjálp eða svaf,“ sagði drengurinn. „Ég grét einnig vegna ömmu minnar og hafði áhyggjur af foreldrum mínum.“ Hermaður heyrði hróp hans og var honum bjargað úr rústunum. Þá björguðust ung hjón úr rústum húss sex dögum eftir jarðskjálftann. Það þykir ganga kraftaverki næst að lifa svo lengi við slíkar aðstæður. Vonlítið er að fleiri finnist á lífi. Farið er að ryðja rústirnar með jarðýtum til að finna rotnandi lík. Bálkestir hafa verið kveiktir til að brenna líkin. Sorg Indverja hefur breyst í reiði. Hún beinist að yfirvöldum og verktökum sem ekki hafa fylgt reglum um byggingu húsa á jarðskjálfta-svæðum. Ragna Sara Jónsdóttir er stödd á Indlandi á vegum Morgunblaðsins. Hún segir að fjöldi erlendra hjálparsveita sé kominn, en skipulagning sé í molum. Rauði krossinn hefur óskað eftir neyðaraðstoð. Jarðskjálfti á Indlandi veldur dauða tugþúsunda Sorgin hefur breyst í reiði Reuters Lítil stúlka virðir fyrir sér rústir þorps á Indlandi. Í gær voru greiddar út bætur til um sjö hundruð öryrkja samkvæmt nýjum lögum. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkja-bandalagsins, óskaði eftir því að gerður yrði fyrirvari svo að síðar væri hægt að höfða mál til að krefjast fullrar tekjutryggingar. Trygginga-stofnun hafnaði erindinu í samráði við heilbrigðis-ráðuneytið. Ragnar sagði á blaðamanna-fundi að mjög sjaldgæft væri að rita bréf í samráði við ráðuneyti. Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði að öryrkjar færu aftur í mál. Gerðar yrðu ákveðnar fjárkröfur sjö ár aftur í tímann, þar sem yrði látið reyna á hvort ríkinu sé heimilt að mismuna fólki vegna hjúskapar. Líklega þyrfti að höfða allmörg mál til þess að ólíkum aðstæðum öryrkja yrðu gerð fullnægjandi skil. Á fundinum sagði Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, að hópur fólks hefði leitað til skrifstofunnar vegna málaferla. Ragnar Aðalsteinsson greindi frá því að fengist ekki viðurkenning á því að greiða öryrkjum í samræmi við dóm Hæstaréttar færi málið fyrir Mannréttinda-dómstól Evrópu. Öryrkjabandalagið undirbýr ný málaferli Hart á móti hörðu Morgunblaðið/Þorkell Halldór Blöndal, forseti Alþingis, horfir á lögregluþjóna aðstoða konu inni í þinghúsinu. Óður maður réðst á mann í Súpermann-búningi, beit hann í síðuna og risti sár við augað. Þetta gerðist í Lækjargötu um miðnætti á sunnudag. Lögreglan sá átökin og tókst að handsama árásar-manninn. Fékk hann að gista fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Súpermann kom sér sjálfur á slysadeildina. Súpermann í sárum Íslendingar töpuðu Ísland tapaði fyrir sterku liði Júgóslavíu á heimsmeistaramóti í handknattleik í Frakklandi. Júgóslavar leiddu allan leikinn. Þátttöku Íslendinga á mótinu er því lokið og halda þeir heim á leið. Íþróttir Netfang: auefni@mbl.is Á döfinni Fræðsla Kvöldfundur um ungbarna-eftirlit verður í Miðstöð nýbúa þriðjudaginn 6. febrúar klukkan átta til tíu. Frætt verður meðal annars um fæðingar-orlof og barnabætur. Túlkað verður á ensku og tailensku. Fræðsla um íslenskt samfélag fyrir innflytjendur er samstarfs-verkefni félagsmála-ráðuneytis og Miðstöðvar nýbúa. Blaða-ljósmyndarar völdu Baldur mynd ársins. Höfundur hennar er Ari Magnússon. Um myndina segir dómnefndin að hún sé kraftmikil og birtan einstaklega falleg. Snorri Sturluson segir í goðafræði sinni að Baldur hafi verið bestur allra goðanna og svo fagur og bjartur að það hafi lýst af honum. Fleiri myndir fengu verðlaun á ljósmynda-sýningunni sem er í Gerðarsafni í Kópavogi. Ari Magg Mynd ársins 2001 Baldur „Ég vil ekki láta hafa fyrir mér, “ sagði Colin Powellutanríkis-ráðherra Bandaríkjanna á fundi með starfsmönnum sínum. Hann sagðist gera sér að góðu að snæða einfaldan hamborgara og gista á þokkalegum hótelum á ferðum sínum. Fréttamenn glöddust ekki yfir þessum orðum. Þeim líkar ágætlega að búa á fínustu hótelum þegar þeir fylgja ráðherranum á ferðum hans um heiminn. Madeleine Albright fyrirrennari hans í embætti vildi bara það besta, bæði í mat og drykk. Látlaus ráðherra Dreymandi rottur! „Við vitum með vissu að rottur dreymir,“ sagði bandarískur vísindamaður. Hann lét rottur hlaupa í hringi tímunum saman. Að launum fengu þær örlítið af súkkulaði. Þessi hlaup voru svo erfið að rotturnar dreymdi þau um nætur. Vísinda-maðurinn notuði tæki sem fylgist með starfsemi heilans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.