Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 5
en.. margar íslenskra rið í fegrunar- jóstum en að sögn Más Stefánssonar lýta- þær hundruðum. Í bí- ma upp kerfi til þess frá sérfræðistofum plýsingum frá ndlæknisembættinu þá verður unnt að gjast með fjölda slíkra aðgerða. Á heimasíðu ERDIC-fyrirtækisins á tinu sem framleiðir vaxtarhorm- pillur sem eiga að stækka brjóstin, ktir íslenski fáninn stoltur við hún. rinn íslenski segir þúsundir kvenna með fyrirspurnir þá tvo mánuði sem erið seld hér á landi og margir keypt. a sem rætt var við liggja engar vís- ðfestingar fyrir um virkni ERDIC. venna hefur verið afar breytilegt und- ; á blómatímanum voru konur bústnar sum en mussurnar eru löngu horfnar konurnar nú vera grannar, í þröngum helst mjaðmalausar en með breiðan ing fer oft ekki saman og því er að konur láta stækka á sér brjóstin. r þetta kleift og því hvers vegna ig ber annars að skilja þetta? Hvers a konur þetta á sig? Til þess að leita ssum spurningum og fleirum, var leit- bókmenntafræðings, skálds, lista- njafræðings. a konum kjark og ör- skum brjóstum? Hrönn ?ju á bílana sína sem hann telur áreiðanlega vera mjög kyntengt. „Málið er annars svo saklaust að það varla tekur því að tjá sig um það. Ég hef ekkert á móti sílikon- brjóstum, þótt það sé kannski óhollt í sumum tilfellum, eins og að reykja eða vera á reiðhjóli hjálmlaus, lokast inni í lyftu eða fara í jarðarför í kirkju í hálku eða ég veit ekki hvað. Annars er þetta er bara þeirra mál. Kannski eru konurnar í kynlífsiðnaði og fara í brjóstastækkun til að sjá sér betur farborða. Reyndar finnst ekki öll- um karlmönnum stærri brjóst betri en minni gerðin, það er upp og ofan, sem betur fer fyrir konur. Konur gera þetta fyrir sjálfa sig til að líða betur. Það er kannski taugabilun en ef pínulítil sílikonsprauta reddar því þá hvers vegna ekki?“ Þorgerður Einarsdóttir Strákar vilja stór brjóst en ekta „Brjóstastækkanir í fegurðarskyni eru samfélagslegt fyrirbæri sem við get- um ekki skellt skollaeyrum við, þótt ekki liggi fyrir nákvæmar upplýsingar um fjölda „brjóstþega“, aldursdreifingu þeirra og þess háttar. Brjóstastækkanir sem þessar, eru aðgerðir sem gerðar eru á konum, oftast ungum, til að þær uppfylli ímyndaðan fegurðarstaðal sem þær hafa sjaldnast átt þátt í að skapa. Í öðru lagi birtist í brjóstastækkunum merkileg þversögn í nútímasamfélögum sem við þurfum að reyna að skilja: Á sama tíma og auknar kröfur eru gerðar um umburðarlyndi og margbreytileika eru brjóstastækkanir tilraunir til þess að steypa konur í sama mótið. Í þriðja lagi snertir þetta hugmyndina um ein- staklingsfrelsið á mjög áleitinn hátt; að konur fari í brjóstastækkanir af fúsum og frjálsum vilja. En áhrifavaldarnir eru mjög margir og spurningin er alltaf hvaða skorður frelsinu eru settar, sér- staklega þegar ungar stúlkur eiga í hlut, en þær eru ört vaxandi hópur „brjóst- þega.““ Mikið hefur verið rætt um áhrifamátt fjölmiðla, auglýsinga, glanstímarita og kvikmynda og þau sterku skilaboð sem þau miðla okkur um kvenímyndir og kvenleika. Þorgerður tekur undir þau viðhorf en heldur þó að við þurfum líka að líta okkur nær. „Ég átti athyglisvert samtal við dóttur mína á unglingsaldri og sannfærðist um að við þurfum sér- staklega að skoða unglingana okkar og menningu þeirra. „Það er skiljanlegt að stelpur vilji fá stærri brjóst ef sá möguleiki er fyrir hendi,“ sagði hún, „Strákarnir tala þannig.“ Þeir tala gjarna um gellur með rosabrjóst af ákefð og viðurkenningu og þótt þeir meini það ekki beinlínis til þeirra stelpna sem á það hlusta eru þetta sterk skilaboð sem erfitt er að hunsa. Við spurningu minni um hvað gerðist ef einhver stúlka færi í brjósta- stækkun, kom það athyglisverða svar að sú hin sama myndi örugglega halda því leyndu því ef það fréttist yrði hún rökk- uð niður. Þótt brjóstin eigi að vera stór eiga þau nefnilega líka að vera ekta. Hér er margt áhugavert á ferðinni sem brýnt er að velta fyrir sér og bregðast við: Er enn það valdamisræmi milli ungra stelpna og stráka að þær verði fyrir svona sterkum áhrifum af viðurkenn- ingu strákanna (og samfélagsins) á sér sem kynverum? Skýrist eitthvað af allri þeirri leynd sem hvílir yfir þessum hlut- um af því að þetta er feimnismál fyrir alla? Lýtalæknana, sem reyna að smætta þetta niður í læknisfræði, og konurnar, sem fæstar vilja gangast við því ósjálfstæði og þeirri hlutgervingu sem þetta felur í sér. Ég tek með öðrum orðum undir að menningarbundnar feg- urðarímyndir og fegurðariðnaður eigi hér stóran hlut að máli en vil líka að við beinum sjónum að samskiptum kynj- anna í því „sexúalíseraða“ andrúmslofti sem við búum nú við. Við þurfum að horfast í augu við þessar spurningar, því takmarkalaust umburðarlyndi í þessum efnum jafngildir ábyrgðarleysi í mínum huga.“ mjaðmalausa líkama sem stundum minnir á karlmannslíkama eins og hjá vaxtarræktarkonum. Grannar konur hafa yfirleitt minni bjóst en þær sem bústnari eru. Lausnin felst því í að hengja brjóst á konurnar til að gera þær kvenlegar. En hvað er kvenleiki? At- hyglisvert er að aðgerðir eins og fitusog og brjóstastækkanir undirstrika að kvenleikinn er ekki eðlislægur heldur tilbúinn, hann er eins konar grímubún- ingur.“ Nú er mikill „brjóstafetismi“ við lýði, að mati Úlfhildar, kvenmannsbrjóst eru orðin að eins konar blæti. „Hið freud- íska blæti skapast upphaflega vegna fælni við kynfæri kvenna, augnaráðinu er beint frá kynfærunum og eitthvað annað, ýmis á nærföt eða skó en nú virð- ast það vera brjóstin. Brjóstin verða að algjöru tákni fyrir kvenleika og verða að blæti. Maður heyrir karlmenn endalaust dásama falleg brjóst og fólk er mjög upptekið af þessu, eins og til dæmis í auglýsingum. Hins vegar eru sömu karl- menn sammála um að sílikonbrjóst séu ekki kynæsandi. Þarna kemur því upp ákveðin togstreita sem vekur umhugs- un. Í þessu sér maður hve ímynd lík- amans er orðin mikilvæg. Það er nánast eins og líkaminn sjálfur hafi vikið fyrir þessari ímynd. Það er útlitið og formið sem skiptir meira máli en hve gott körl- um þykir að koma við þessi sömu brjóst. Karlmenn reyndar gera þetta líka, í Bandaríkjunum er algengt að þeir planti í sig sílikonmagavöðvum til þess að fá þvottabrettismaga.“ Stigsmunur en ekki eðlismunur er á milli þess að hamast í líkamsrækt til þess að byggja upp brjóstkassann og fá upphandleggsvöðva og fara í skurðað- gerð til þess að stækka brjóstin eða ein- hvern annan líkamshluta, að mati Úlf- hildar. „Í báðum tilfellum er verið að skapa og fylgja ákveðinni ímynd. Lík- amsmeiðingar, tattóveringar og gatanir eru sama fyrirbærið en stefna þó í aðra átt. Þar er verið að búa til annars konar ímynd. En allt þetta ber merki þessarar tilhneigingar að umforma líkamann, breyta honum á róttækan hátt. Spurn- ingin er hversu jákvætt það er. Öll tískufyrirbæri sem verða svo sterk að fólk kannski hrífst með án þess að vilja það vekja upp spurningar. Hárfín lína er á milli þess sem fólk vill sjálft og þess sem tískan fyrirskipar, sér í lagi fyrir fólk sem er í sviðsljósinu og verður að fylgja ákveðnum línum. Hins vegar bú- um við í þessu samfélagi, þetta tíðkast og því hljótum við að taka þátt í því að einhverju leyti en hversu langt eigum við að ganga? Þegar samfélagið hefur mótað ákveðnar hugmyndir um hvað sé jákvætt, er það þá ekki farið að rista dýpra en yfirborðið? Það er hluti af því hvernig við upplifum okkar sjálf. Erfitt er því að hafna brjóstastækkunum ein- hliða, þótt maður hljóti alltaf að vera gagnrýninn.“ Sigurður Guðmundsson Ekki verra en að kaupa stór dekk á jeppa Sigurður Guðmundsson, sem nýlega skrifaði bókina Ósýnlega konan, telur ekkert athugavert við að konur fari í skurðaðgerðir á brjóstum, ekki fremur en karlar keppist við að kaupa stór dekk Úlfhildur Dagsdóttir: Nú er mikill „brjóstafetismi“ við lýði, kvenmannsbrjóst eru orðin að eins konar blæti. Sigurður Guðmundsson: Málið er svo saklaust að það tekur því vart að tjá sig um það. Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Már Stefánsson: Konur vilja stærri, stinnari og fylltari brjóst. þungarokkspíur með aflitað hár þegar hin þrýstna og barmblíða kona 21. ald- arinnar stígur fram. Í raun er það persónuleiki hverrar manneskju sem sigrar hjartað. Ef fólk er að hugsa um að ná sér í stóru ástina, held ég það verði ekki gert með sílikoni og sterum. Annars verða allir eins, líkt og klónaður her gervimanna.“ Úlfhildur Dagsdóttir Kvenleikinn ekki eðlis- lægur heldur tilbúinn Háir hælar, korselett og nú síðast brjóstastækkanir eru enn eitt dæmi um hvernig tekist hefur að fatla konuna, að mati feminista og Úlfhildur tekur undir þau viðhorf. „En einnig finnst mér áhugavert að skoða málið í menningar- legu samhengi; kvenlíkaminn breytir um lögun eftir því hvaða viðhorf eru ríkjandi hverju sinni. Á tímabili voru feitar konur fallegastar og síðan hefur ýmist þótt fínt eða ófínt að vera með brjóst og mjaðmir. Okkar hugmyndir um líkamlegt form kvenna og karla eru þannig breytilegar. Það þýðir líka að kynímyndir eru ekki eins fastar fyrir og maður heldur og kvenleikinn hefur tekið á sig mörg form í gegnum tíðina. Nú ríkir dýrkun hins granna og Sjón: Fólk er farið að lifa í skáldskap, þegar það passar ekki við uppáhaldssjónvarps- stjörnuna sína, grípur það til einhverra ráða. Kynjafræðingur Myndlistarmaður Morgunblaðið/Þorkell Þorgerður Einarsdóttir: Brjóstastækkanir í fegurðar- skyni eru tilraun til að steypa konum í sama mótið. Bókmenntafræðingur Andrés DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 D 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.