Morgunblaðið - 06.02.2001, Síða 6
KÖRFUKNATTLEIKUR
6 B ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 18 ára gamli Ólafur Sig-
urðsson var að þessu sinni í aðal-
hlutverki hjá ÍR á lokakafla leiks-
ins og varnarleikur hans lagði
grunninn að erfiðleikum Grindvík-
inga. „Ég er ekki vanur að vera
inni á vellinum í lok leiksins og ég
var ákveðinn í að gera þeim lífið
leitt með grimmum varnarleik.
Við vissum að þeirra veikleiki er
að koma upp með boltann og við
lögðum áherslu á að trufla þá sem
mest og láta þá nota tímann í að
setja upp sóknirnar sínar, sagði
Ólafur sem hitti úr öllu þremur
skotum sínum utan af af velli í
leiknum.
Steinar Arason félagi Ólafs tók
einnig við sér í 4. leikhluta og hóf
hann skorpu ÍR-inga með 3 stiga
körfu í stöðunni 64:66. „Liðið kom
saman hjá Jóni Erni þjálfara og
snæddi saman og einnig tókum við
stutta skotæfingu og ég held að
við höfum náð að þjappa hópnum
vel saman eftir dapurt gengi að
undanförnu. Ef maður fær mögu-
leika til að skjóta þá lætur maður
vaða og er óhræddur,“ sagði
Steinar.
Líst vel á að takast á við
Pétur frænda í úrslitaleiknum
„Það var sameiginlegt átak okk-
ar allra að ná upp réttu hugarfari
fyrir þetta verkefni, “ sagði Jón
Örn Guðmundsson þjálfari ÍR.
Fyrsti útisigurinn kom á réttum
tíma og við vorum farnir að efast
aðeins um okkar getu eftir slæmt
gengi síðastliðna tvo mánuði eða
svo. Það skortir ekki á að við höf-
um marga góða sóknarleikmenn
og við lögðum alla áherslu á varn-
arleikinn að þessu sinni og hitt
kemur af sjálfu sér.
Mér líst mjög vel á að mæta
Pétri frænda mínum og hans liði í
úrslitum. Það verður ný reynsla
fyrir bæði liðin að fara í úrslit, en
ég lék til úrslita árið 1989 með ÍR
og Pétur lék með Haukum árið
1996 og við verðum þar með þeir
einu sem hafa upplifað bikarleik í
Laugardalshöll en við ÍR-ingar
hlökkum til að takast á við það
verkefni,“ sagði Jón Örn.
Vissum um veikleika Við náðum „góða“ leiknum á réttumtíma,“ sagði Eiríkur Önundarson,
leikmaður ÍR, og var þá með hugann
við slæmt gengi liðsins í deildarkeppn-
inni að undanförnu. „Það hefur verið
andleysi í okkar liði að undanförnu, þau
mál voru rædd innan hópsins og menn
voru staðránir að að koma með réttu
hugarfari í bikarleikinn.
Það var góð barátta í okkar liði frá
fyrstu mínútu og við gáfumst ekki upp
þótt að slæmu kaflarnir kæmi af og til.
Þetta hefur okkur skort að undanförnu
og menn hafa kannski gleymt því að við
þurfum að gera litlu hlutina allan leik-
inn til að við getum verið með í barátt-
unni um að landa sigri. Vörnin lagði
grunninn að sigrinum og í kjölfarið
fengum við hraðaupphlaup og auðveld-
ar körfur. Ungu strákarnir Ólafur og
Steinar komu mér ekkert á óvart í
leiknum, ég veit hvað þeir geta og það
geta allir lagt sitt af mörkum í okka
liði.“
Verður bikarúrslitaleikur í Laugar
dalshöll ný upplifun fyrir þig?
„Já ég hef aldrei leikið til úrslita um
eitt eða neitt og þetta verður því alve
ný tilfinning fyrir mig og alla leikmen
liðsins. Menn hafa kannski leikið til úr
slita í yngri flokkum en það er bar
„gamli“ kallinn, hann Jón Örn þjálfar
sem lék til úrslita með ÍR einhverntím
á síðustu öld. Það eru úrslitaleikir sem
maður vill spila og það verður frábær
að fara í Höllina.
Verða ekki mun fleiri Hvergerðinga
en ÍR-ingar í Laugardalshöllinni?
Við skulum vona ekki. Það má búas
við að það sé mikil stemmning fyr
austan fjall en gamlir ÍR-ingar hljót
að koma á leikinn og rifja upp stemmn
inguna sem fylgir bikarúrslitaleik
“sagði Eiríkur Önundarson.
Þrátt fyrir að GrindvíkingurinnKevin Daley geti stokkið hærra
en flestir aðrir og troðið með tilþrif-
um misskildi hann
eitthvað hugtakið
liðsheild á löngum
kafla í 4. leikhluta. Í
einu tilviki þegar
Daley var að undirbúa sig við að
reyna hæfileika sína gegn fimm
varnarmönnum ÍR hætti samherji
hans Páll Axel Vilbergsson hreinlega
við að fara í sóknina þegar hann sá í
hvað stefndi. „Þegar við erum allir
inni í okkar eigin skáp og förum að
leika okkur þar með boltann þá erum
við ekkert sérstaklega góðir,“ sagði
Pétur Guðmundsson, fyrirliði Grind-
víkinga, eftir leikinn. Þannig er leik
Grindvíkinga best lýst á lokakafla
leiksins, allir ætluðu að „bjarga“
málunum og skora og á sama tíma
var varnarleikur liðsins í molum.
Leikmenn ÍR komu vel undirbúnir
til leiks, boltinn gekk manna á milli
þegar Grindvíkingar beittu 3:2-
svæðisvörn og ÍR fann oftar en ekki
bestu leiðina að körfu Grindvíkinga.
Tveir ungir leikmenn í liði ÍR, Ólafur
J. Sigurðsson og Steinar Arason,
tóku af skarið í varnarleiknum í
fjórða leikhluta og á tímabili komust
leikmenn Grindavíkur varla með
boltann yfir miðlínuna þar sem hinn
kviki Ólafur var iðinn við að stela
boltanum. Eiríkur og Ólafur voru að
þessu sinni mikið saman inni á vell-
inum en það hefur verið hlutverk
Ólafs í vetur að leysa Eirík af í
nokkrar mínútur í hverjum leik.
Steinar Arason hitti vel í leiknum og
tók af skarið þegar á þurfti, en hann
og Ólafur hafa ekki leikið stærstu
hlutverkin í liði ÍR í vetur. Banda-
ríkjamaðurinn Cedric Holmes var
lengi í gang en tók við sér þegar á
leið og tróð af og til með tilþrifum í
körfu Grindvíkinga, en þess á milli
róaði hann leik sinna manna niður
gegn svæðisvörninni. Hreggviður
Magnússon lék varnarleikinn gegn
Daley af krafti og skoraði Hreggvið-
ur jafnframt 22 stig í leiknum og 10
af þeim komu í fjórða leikhluta þegar
munurinn á liðum var að aukast. Ei-
ríkur Önundarson var að leika einn
af sínum betri leikjum í vetur, en
hann skoraði 27 stig og stal sjö sinn-
um knettinum af Grindvíkingum.
Í lið Grindvíkinga vantaði festu og
aga. Elentínus Margeirsson og Dav-
íð Þ. Jónsson fundu sig illa í hlut-
verki leikstjórnanda og áttu erfitt
með að setja leik liðsins í fastar
skorður þegar mest á reyndi í 4. leik-
hluta. Í stað þess tók Daley að sér öll
hlutverk liðsins í sókn og vörn. Pétur
Guðmundsson og Dagur Þórisson
voru frekar kaldir í sókninni en þeir
félagar léku með 4 villur á bakinu í
síðari hálfleik og gátu lítið beitt sér í
varnarleiknum. Páll Axel lék vel
þegar honum var ætlað hlutverk í
sókninni, en þegar samherjar hans
hættu að leita eftir honum í sókninni
nýttust hæfileikar hans liðinu afar
illa.
Sigur ÍR var sanngjarn. Liðs-
heildin var til staðar að þessu sinni
eftir rýra uppskeru í deildarleikjum
að undanförnu og takist liðinu að
virkja alla leikmenn liðsins í næstu
verkefnum er liðið til alls líklegt.
Leikur Grindvíkinga olli miklum
vonbrigðum og þar varð skortur á
liðsheild og samvinnu þeim að falli.
BIKARMEISTARARNIR frá Grindavík sprungu eins og blaðra í fjórða
leikhluta í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn ÍR á sunnudag.
Gestirnir nýttu sér það vel og skoruðu fimmtán stig gegn engu á
skömmum tíma. Á þessum leikkafla lögðu nýliðarnir grunninn að
öruggum sigri þar sem tuttugu stig skildu liðin að í lok leiks, 77:97.
Jafnt var á með liðunum í upphafi 4. leikhluta, 64:64, en leikmenn
Grindvíkinga fóru þá í skotkeppni sín á milli. En grimmur varn-
arleikur gestanna gerði þeim erfitt um vik í þeirri keppni sem var
dæmd til að mistakast.
Morgunblaðið/Ás
Grindvíkingurinn Kristján Guðlaugsson hefur hér betur eftir mikinn atgang í vítateig liðsins. Pétur Gu
mundsson (Grindavík) og Cedrick Holmes (ÍR) liggja á gólfinu en Sigurður Þorvaldsson (ÍR) og Davíð Jón
son (Grindavík) spá í hvernig félagar þeirra hyggjast leysa úr flækjunni.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar
ÍR-ingar
sprengdu
Grind-
víkinga
Hef aldrei kom-
ist í úrslitaleik