Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 7

Morgunblaðið - 09.02.2001, Side 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001 D 7 Kíktu í Stjörnurnar Nýju vörurnar komnar o g L a u g a v e g i 4 1. Abraham Lincoln var kos- inn á þing 1846. John F. Kennedy var kos- inn á þing 1946. 2. Abraham Lincoln var kos- inn forseti árið 1860. John F. Kennedy var kos- inn forseti árið 1960. 3. Nöfnin Lincoln og Ken- nedy eru bæði mynduð úr sjö stöfum. 4. Báðir lögðu sérstaka áherslu á mannréttindi þegnanna. 5. Eiginkonur beggja misstu barn þegar þær bjuggu í Hvíta hús- inu. 6. Báðir forsetarnir voru skotnir á föstudegi. 7. Báðir forsetarnir voru skotnir í höfuðið. 8. Einkaritari Lincolns hét Kenn- edy. Einkaritari Kennedys hét Lin- coln. 9. Báðir forsetarnir voru myrtir af suðurríkjamanni. 10. Þeir sem tóku við forsetaemb- ættinu af þeim voru báðir suð- urríkjamenn og hétu báðir Johnson. 11. Andrew Johnson, sem tók við af Lincoln, var fæddur árið 1808. Lyndon Johnson, sem tók við af Kennedy, var fæddur árið 1908. 12. John Wilkes Booth, sem myrti Lincoln, var fæddur árið 1839. Lee Harvey Oswald, sem myrti Kennedy, var fæddur árið 1939. 13. Báðir morðingjarnir voru þekkt- ir af þremur nöfnum. 14. Nöfn þeirra beggja eru gerð úr fimmtán stöfum. 15. Lincoln var skotinn í Kennedy- leikhúsinu. Kennedy var skotinn í bíl af Lincoln-gerð. 16. Booth hljóp frá leikhúsinu og var handtekinn í vöruhúsi. Oswald hljóp frá vöruhúsi og var handtekinn í leikhúsi. 17. Bæði Booth og Oswald voru myrtir áður en mál þeirra voru rannsökuð fyrir dómi. 18. Og hér kemur svo rúsínan í pylsuendanum... Viku áður en Lincoln var skotinn var hann í Monroe, Maryland. Viku áður en Kennedy var skot- inn var hann með Marilyn Monroe. ------------------------------------------ Framangreindar staðhæfingar, sem ganga nú manna á milli í tölvu- pósti, bárust Daglegu lífi nýverið. Sé satt og rétt greint frá hafa tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna átt ótrúlega margt sammerkt. Til dæmis eru nefnd áþekk tímamót sem og viðburðir í lífi Abrahams Lincolns (1809–1865) og Johns F. Kennedys (1917–1963) sem bar upp á sama ári nítjándu aldar hjá Lin- coln og hjá Kennedy á þeirri tutt- ugustu. Þótt margt komi augljóslega heim og saman er annað svo furðu- legt að ráð þótti að leita í smiðju sagnfræðings. Sæmundur Rögn- valdsson, sem hefur masterspróf í bandarískri sögu og er nú sögu- kennari í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, féllst góðfúslega á að renna yfir listann og miðla af visku- brunni sínum. Rétt eða rangt? 1., 2., 3. og 4. Að sögn Sæmundar stemma ártölin í fyrstu og ann- arri staðhæfingu. Lincoln var settur í embætti 1861, en Ken- nedy 1961. Vart verður deilt um þriðju og fjórðu. 5. Alkunna er að Kennedyhjónin misstu barn þegar þau bjuggu í Hvíta húsinu en Sæmundur þorir ekki að fullyrða að sama hafi hent Lincolnhjónin. Eftir- grennslan leiddi Daglegt líf á slóðina www.whitehouse.gov þar sem fram kemur að Mary Tood og Abraham Lincoln hafi eign- ast fjóra syni. Þrír dóu ungir, þar af einn árið 1862. 6. Samkvæmt slóðinni www. cod.edu/people/faculty/lawrence/ year.htm bar 22. nóvember 1963 upp á föstudag. Og miðað við dagatal í eigu auglýsingadeildar Morgunblaðsins sem löngum hefur þótt pottþétt heimild við svipaða útreikninga var líka föstudagur hinn 14. apríl 1865. 7. Rétt. 8. Sæmundur viðurkennir að hafa ekki hugmynd um hvort einka- ritari Lincolns hét Kennedy og einkaritari Kennedys Lincoln. Sagði töluvert grúsk að komast að hinu sanna og baðst undan slíkri vinnu. 9., 10. og 11. Óumdeilt. 12. Sæmundur segir einu ári skeika með fæðingardag annars morð- ingjans, Johns Wilkes Booths, því hann var fæddur 1838, en ekki 1839. Rétt er að Lee Har- vey Oswald fæddist 1939. 13. og 14. Satt og rétt. 15. Lincoln var skotinn í Ford-leik- húsinu í Washington. Að minnsta kosti segir Sæmundur að það hafi verið nefnt Ford- leikhúsið á þeim tíma og honum er ekki kunnugt um að þar hafi orðið breyting á. Að vísu segir hann að leikhúsinu hafi um skeið verið breytt í vöruhús, en síðan endurbyggt og varðveitt í þeirri mynd sem það var í þeg- ar Lincoln var drepinn. Þá gerir Sæmundur fastlega ráð fyrir að Kennedy hafi verið skotinn í bifreið af Lincoln-gerð. Sam- kvæmt heimildum Daglegs lífs er það rétt. Nánar tiltekið í svörtum Lincoln Continental ár- gerð 1962 eða 1963. Bíllinn var sérstaklega lengdur og bryn- varinn að neðan fyrir forseta- embættið. 16. og 17. Næsta víst er að eftir morðtilræðin hafi báðir hlaupið þaðan sem þeir skutu á forsetana; Booth frá leikhúsinu og Oswald frá vöruhúsinu. Oswald var, að sögn Sæmundar, þó ekki handtekinn í leik- húsi. „Ég fékk tölvupóstinn frá Bandaríkjunum þar sem algengt er að tala um bíó sem „theatre“. Staðhæfing númer sextán hljómar mun betur á ensku, því hið rétta er að Os- wald var handtekinn í bíói,“ segir Sæmundur og fullyrðir að Booth hafi aldrei verið handtek- inn því hermaður hafi drepið hann í hlöðu þar sem hann leit- aði skjóls. „Hermaðurinn, sem felldi Booth, var grunaður og ákærður fyrir að vera einn af samsærismönnunum sem stóðu að morðinu því yfirmennirnir ætluðu að ná Booth á lífi. Os- wald var líka myrtur áður en mál hans var rannsakað fyrir dómi.“ 18. Ekki kemur á óvart að Sæ- mundur getur hvorki hnekkt né samsinnt staðhæfingu númer átján. Hann reynir þó eftir bestu getu að klóra í bakkann: „Mér finnst mjög trúlegt að í Maryland sé til bærinn Monroe, sem væri þá væntanlega nefnd- ur eftir einum forseta Banda- ríkjanna, James Monroe, sem var forseti árin 1817 til 1825, en hann var frá næsta nágranna- fylki Maryland, Virginíu. Þar sem Washington er ekki ýkja langt frá Maryland má vel vera að Lincoln hafi oft brugðið sér þangað, líka viku áður en hann var skotinn. Þá þykir sannað að sambandið milli Johns F. Kennedys og kvikmyndastjörn- unnar Marilyn Monroe hafi ver- ið meira en saklaust aðdáenda- samband. Maður veit aldrei nema forsetinn hafi verið með viðhaldi sínu viku fyrir morð- tilræðið,“ segir Sæmundur og lætur gott heita. Sagan endurtekin? Var Kennedy skot- inn í bíl af Lincoln- gerð og Lincoln skotinn í Kennedy- leikhúsinu? SA G N FR Æ Ð I ekki lengur. Þannig lít ég á það að eiga einhverft barn sem mjög já- kvæða reynslu. Bæði í mannlegum samskiptum og öllu sem viðkemur mínum persónuleika. Svo lít ég líka á þessa reynslu sem eins konar fram- haldsnám. Ég tel mig því betri manneskju en áður. Ég hef til dæmis getað tileinkað mér mikla þolinmæði og svo er ég orðin mildari og skiln- ingsríkari.“ Karólína sér framtíð sonar síns í björtu ljósi. „Þótt hann sé bara níu ára er hann í mjög öflugri meðferð. Ég veit hvað hann getur núna, hvað búið er að kenna honum og hvað við getum kennt honum. Ég geri kannski ekki ráð fyrir að hann fari í verkfræði eða annað bóklegt nám en hann hefur mikla hæfileika miðað við ungan aldur og marga jafnaldra hans. Ég sé hann fyrir mér sem ein- stakling sem mun ekki þurfa á nein- um sérúrræðum að halda. Við erum það metnaðarfull,“ segir Karólína ákveðin. Hún telur engan vafa leika á að Kristján fari í nám að loknu grunnskólaprófi. „...jafnvel eitthvað verklegt, hann er til dæmis mjög myndarlegur í eldhúsinu,“ segir hún. Þau Karólína og Halldór ákváðu að Kristján færi í almennan barna- skóla þegar hann hóf skólagöngu. Um þá ákvörðun segir Karólína: „Ég gat aldrei séð Kristján fyrir mér í sérdeild fyrir einhverfa, aðallega vegna þess að í atferlismeðferðinni hefur honum verið kennt að læra af umhverfinu og herma eftir jafnöldr- um sínum. Því vildi ég ekki að hann færi að herma eftir krökkum sem væru í svipaðri stöðu og hann. Það er búið að minnka einhverfuhegðun hans mikið og því vildum við frekar að fyrirmyndir hans væru venjuleg börn. Það kom því aldrei neitt annað til greina þó að hann þyrfti á stuðn- ingi að halda í skólanum. Þó að Kristján sé á eftir jafnöldrum sínum í þroska þá silast hann nær þeim. Félagslega stendur hann þó mun aft- ar en jafnaldrar hans og því tókum þá ákvörðun að láta hann vera ári lengur í leikskóla.“ Reynslan góður skóli Karólína er sátt við hlutskipti sitt og kveðst lítt hafa velt fyrir sér hvað hún væri að gera ef hún hefði ekki eignast einhverft barn. „Ég ætlaði mér að fara í framhaldsnám þegar ég var í London. Hins vegar er ekk- ert víst að ég hefði gert alvöru úr slíkum fyrirætlunum og ég hef aldrei vorkennt sjálfri mér fyrir að fara ekki í framhaldsnám og hljóta ekki starfsframa á mínu sviði. Grunnnám mitt, stjórnmálafræði, hefur þó nýst mér vel í atferlismeðferðinni, sér- staklega aðferðafræðin. En það er margt sem ég hef hug á að gera þeg- ar ég hætti að stjórna meðferðinni, “ segir Karólína brosandi. Hún sér ekki eftir að hafa hafið at- ferlismeðferð á syni sínum. „Ég hef séð hvað slík meðferð getur breytt miklu til hins betra bæði fyrir hinn einhverfa sem og aðstandendur. Þó er atferlismeðferð ekki fyrir alla. En ef barn byrjar í slíkri meðferð þurfa foreldrar að taka þátt í henni af heil- um hug. Því yngri sem börnin eru þegar þjálfun hefst þeim mun betri árangri geta þau náð. Því er tíminn mjög dýrmætur. Karólína segir að þegar Kristján sé ekki í þjálfun þurfi að æfa hann í að yfirfæra allt sem hann hefur lært yfir á eðlilegar aðstæður. Systkinin Hanna og Kristján liðtæk við eldhússtörfin. Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiðlun í HÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.