Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI 20 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁRIÐ 2001 verður líklega erfiðara í efnahagslífi Íslendinga en þau sem á undan hafa farið, að sögn Benedikts Jóhannessonar, formanns stjórnar Skeljungs hf. Hann sagði á aðalfundi félagsins í gær að þrátt fyrir líklega erfiðleika í efnahagslífinu væru þó ýmis jákvæð teikn á lofti og engin ástæða væri til mikillar svartsýni. Áætlanir fyrir Skeljungssamstæðuna gengju út frá að hagnaður ársins eftir skatta verði milli 300 og 400 milljónir króna, en erfitt sé að meta afkomuna með mikilli nákvæmni. Benedikt sagði árið 2000 hafa verið að mörgu leyti óvenjulegt ár í ís- lensku efnahagslífi. Ljóst sé að hátt olíuverð, hækkandi vextir og gengis- lækkun íslensku krónunnar hafi haft þau áhrif að rekstur margra af við- skiptavinum Skeljungs sé mun erfið- ari en áður. Þess sé þegar farið að gæta í erfiðari greiðslustöðu í ein- staka tilvikum. Benedikt sagði að Skeljungur hafi náð þeim áfanga að verða stærst ís- lensku olíudreifingarfyrirtækjanna. Félagið væri með mesta markaðs- hlutdeild íslensku olíufélaganna í seldu eldsneytismagni. Enn séu sóknarfæri að stækka markaðshlut- deildina á þeim markaði. Með al- mennum orkusparnaði á öllum svið- um sé ljóst að þrátt fyrir aukna hlutdeild á markaðnum geti Skelj- ungur ekki vænst þess að stækka mikið á þessu sviði, sem hefur verið grunnstarfsemi félagsins á liðnum ár- um. Hann sagði markaðshlutdeild Skeljungs á íslenska olíumarkaðnum hafa aukist úr tæpum 36% árið 1999 í liðlega 37% á síðasta ári. Fram kom í máli Benedikts að samskipti Skeljungs við Flutnings- jöfnunarsjóð olíuvara hafi iðulega verið gerð að umtalsefni á aðalfund- um félagsins undanfarin ár. Hann sagði stjórnendur Skeljungs hafa beitt sér fyrir því að fá flutningsjöfn- un á olíuvörum fellda niður enda hafi hún í raun falið í sér niðurgreiðslu Skeljungs af flutningskostnaði sam- keppnisaðila um tugi milljóna króna á undanförnum árum. „Enn er fátt sem bendir til að stjórnvöld séu reiðubúin að leggja af þetta úrelta kerfi,“ sagði Benedikt. „Því hefur félagið beitt sér fyrir að sjóðurinn starfi eftir þeim reglum sem honum eru settar og miði greiðslur sínar ávallt við hagstæðasta flutningsmáta hverju sinni. Greiðslur úr Flutningsjöfnunarsjóði eiga að miðast við flutning frá innflutnings- höfn að afgreiðslustað viðkomandi félags.“ Hann sagði að lengst af hafi ein- ungis Reykjavíkurhöfn verið skil- greind sem innflutningshöfn og því hafi allir eldsneytisflutningar út um land miðast við flutning frá Reykja- vík. Þegar stjórn Flutningsjöfnunar- sjóðs hafi fallist á sínum tíma á þá ósk Skeljungs að fá Akureyri viður- kennda sem innflutningshöfn hafi það um leið haft víðtæk áhrif til lækkunar á greiðslum úr sjóðnum. Þegar meiri- hluti stjórnar sjóðsins hafi áttað sig á þessu hafi fyrri ákvörðun verið ógilt á þeirri forsendu að Skeljungur hefði ekki sett nægjanlega mikið magn eldsneytis í birgðageyma sína á Ak- ureyri. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi dæmt afturköllun stjórnar sjóðs- ins ólögmæta en þrátt fyrir það hafi stjórn sjóðsins ekki séð ástæðu til að færa taxta hans til samræmis við dóm héraðsdóms. „Því hefur verið ákveðið að höfða nýtt mál á hendur stjórn Flutningsjöfnunarsjóðs til að knýja fram leiðréttingu. Er það umhugsun- arefni að stjórn sjóðs sem lýtur for- ystu forstjóra Samkeppnisstofnunar skuli starfa með slíkum endemum.“ Útgerðarfyrirtækjum fækkar líklega enn frekar Að sögn Benedikts hefur kvóta- kerfið í sjávarútvegi orðið til þess að stuðla að fækkun útgerða í landinu og því að aflinn verði veiddur með mun færri skipum en áður. Skeljungur hafi viljað stuðla að þessari þróun með þátttöku í hlutafélögum í sjávar- útvegi, sem flest hafi fært út kvíarnar á undanförnum árum. Það sé mjög mikilvægt fyrir íslenskt atvinnulíf að atvinnutækin séu notuð með sem arð- bærustum hætti og til verði sterkar einingar. Hann sagði mjög líklegt að á næstu árum muni útgerðarfyrir- tækjum fækka enn meira en orðið sé. Þess vegna sé það lykilatriði að sátt náist um lagaumhverfi sem stuðli að því að þessi mikilvæga atvinnugrein nái að hagræða eins og mest megi verða. Kaupin á Hans Petersen ber hæst Benedikt sagði að Skeljungur hafi fjárfest meira í hlutabréfum á liðnu ári en nokkru sinni áður í sögu félags- ins. Þar beri hæst kaupin á Hans Pet- ersen, sem hafi beinlínis verið þáttur í því að víkka út grunnrekstur Skelj- ungs. Hann sagði markmiðið að af rekstri Hans Petersen verði í fram- tíðinni að minnsta kosti 60 milljóna króna hagnaður eftir skatta. Undan- farið hafi verið unnið að því að sam- ræma þá þætti í rekstri félaganna tveggja sem falli vel saman og að þess sé vænst að það geti leitt til verulegr- ar hagræðingar í rekstri fyrirtækj- anna þegar á þessu ári. Að sögn Benedikts voru hluta- bréfakaup Skeljungs í Eimskipa- félagi Íslands á árinu 2000 næst- stærst á árinu 2000, næst eftir kaupunum á Hans Petersen. Skelj- ungur hafi aukið hlut sinn í Eim- skipafélaginu um nálægt eitt pró- sentustig og átt um áramót um 1,6% í félaginu. Stjórn Skeljungs hf. lagði til við að- alfundinn að greiddur verði 13% arð- ur til hluthafa og var tillagan sam- þykkt. Jafnframt var samþykkt tillaga stjórnarinnar um 5 stjórnar- menn fyrir næsta starfsár og eins varamanns. Fjórir af fimm stjórnar- mönnum síðasta árs voru endur- kjörnir, þeir Benedikt Jóhannesson, formaður, Hörður Sigurgestsson, Haraldur Sturlaugsson og Gunnar Þór Ólafsson, en Hallgrímur Gunn- arsson kom inn í stjórnina í stað Gunnars Scheving Thorsteinssonar. Þá tók Friðrik Pálsson við sem vara- maður í stað Margeirs Péturssonar. Áætlaður hagnaður Skeljungs hf. á þessu ári 3–400 milljónir Morgunblaðið/Jim Smart Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar Skeljungs hf., segir að þrátt fyrir aukna markaðshlutdeild félagsins geti það ekki vænst þess að stækka mikið á því sviði sem verið hefur grunnstarfsemi þess á liðnum árum. Með mestu markaðshlut- deild í seldu eldsneyti FINNBOGI Jónsson, stjórnarfor- maður Samherja, og Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi Lífeyrissjóðs verslunarmanna, gefa ekki kost á sér til endurkjörs í bankaráð Íslands- banka-FBA. Í þeirra stað gefa Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norður- ljósa, og Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallár og stjórnarformaður Lífeyrissjóðs versl- unarmanna, kost á sér. Aðrir aðalmenn í bankaráði gefa kost á sér til endurkjörs en þeir eru: Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, Eyjólfur Sveins- son, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, Helgi Magnússon, fram- kvæmdastjóri Málningarverk- smiðjunnar Hörpu, Jón Ásgeir Jó- hannesson, forstjóri Baugs, og Kristján Ragnarsson, stjórnarfor- maður LÍÚ. Alls sitja sjö fulltrúar í bankaráði Íslandsbanka-FBA og er því sjálf- kjörið í bankaráðið. Hið sama gildir um varastjórn en Gunnar Þór Ólafsson og Jón Ólafsson gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Í stað þeirra koma Einar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri fjárfestingar- félagsins Saxhóls, og Jakob Bjarna- son, framkvæmdastjóri Kers. Aðrir í varastjórn eru: Friðrik Jóhannsson, framkvæmdastjóri Burðaráss, Guð- mundur B. Ólafsson, lögfræðingur VR, Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar, Hjörleif- ur Jakobsson, forstjóri Hampiðjunn- ar, og Örn Friðriksson, formaður Samiðnar. Guðmundur H. Garðarsson segir að ein ástæðan fyrir því að hann gefur ekki kost á sér til endurkjörs sé sú að hann sé búinn að sitja í bankaráði síð- an árið 1973 eða í tæp 30 ár. Eins seg- ist hann vera kominn á þann aldur að hann vilji geta lifað meira fyrir sjálfan sig frjáls frá þeirri miklu ábyrgð sem fylgi setu í bankaráði sem og öðrum ábyrgðarstöðum. Finnbogi Jónsson segir að það hafi komið tiltölulega snöggt upp á að hann hafi tekið sæti í bankaráðinu í fyrra og hann hafi samþykkt að sitja í ráðinu fram að næsta aðalfundi. Því gefi hann ekki kost á sér til endur- kjörs. Finnbogi var fulltrúi Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja og eins úr Orca-hópnum svokallaða. Aðr- ir í Orca-hópnum eru: Eyjólfur Sveinsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Ólafsson. Þeir þrír verða allir sjálfkjörnir í bankaráð bankans á að- alfundi hans sem verður haldinn næstkomandi mánudag, 12. mars. Sjálfkjörið í bankaráð Íslandsbanka-FBA Jón Ólafsson og Víglundur Þorsteins- son nýir í ráðinu TILKYNNT var til Verðbréfaþings Íslands í gær að Kaupþing hf. hefði aukið hlut sinn í Tryggingamiðstöð- inni hf. Kaupþing átti 5,19% hlut í Trygg- ingamiðstöðinni fyrir en hefur keypt 4,99% til viðbótar og á því nú samtals 10,18%. Ein utanþingsviðskipti voru með Tryggingamiðstöðina í gær. Námu þau 11.625.000 á genginu 47 og er söluverð þeirra því 546.375.000. Miðað við viðskiptagengið í gær er markaðsvirði Tryggingamiðstöðvar- innar tæpir 11 milljarðar króna og markaðsvirði hlutar Kaupþings því um 1,1 milljarður króna. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, vildi í gær ekki tjá sig um þessi kaup. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur Kaupþing að undan- förnu selt nokkurt magn hlutabréfa í Össuri hf. Sigurður vildi ekki heldur tjá sig um þau viðskipti. Í gær voru skráð 20 viðskipti með Össur á Verðbréfaþing Íslands. Var söluverð þeirra alls 436.399.736. Markaðs- virði hlut- arins um 1,1 millj- arður Kaupþing hf. kaupir í Trygginga- miðstöðinni hf. SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til íhlutunar vegna samnings til eins árs milli Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Línu.Nets ehf. um ljósleiðaratengingu í grunnskóla Reykjavíkur, en Landssími Íslands taldi Reykjavíkurborg hafa sniðgeng- ið skyldu sína til útboðs og þar með brotið gegn ákvæðum laga sem kveða á um skyldu sveitarfélaga til útboðs á hinu Evrópska efnahagssvæði. Komst samkeppnisráð að þeirri nið- urstöðu að málið yrði ekki tekið til at- hugunar á grundvelli 20. gr. sam- keppnislaga þar sem það taki til þess hvort sveitarfélag hafi í starfsemi sinni farið eftir þeim lögum og reglum sem því beri að hlíta. Úrskurðarvald um slíkt meint lagabrot heyri undir önnur stjórnvöld og/eða dómstóla. Landssíminn krafðist þess í sept- ember síðastliðnum að Samkeppnis- stofnun gripi til bráðabirgðaákvörð- unar á grundvelli 8. gr. sam- keppnislaga og bannaði framkvæmd og efndir samnings Fræðslumið- stöðvar og Línu.Nets um skólanet. Af hálfu Landssímans var því haldið fram að Reykjavíkurborg hefði snið- gengið lögbundna skyldu sína til út- boðs og í því fælist jafnframt brot á 20. gr. samkeppnislaga. Í úrskurði samkeppnisráðs segir að á þetta sé ekki hægt að fallast. Í 20. gr. sam- keppnislaga komi fram að óheimilt sé að hafast nokkuð það að sem brjóti í bága við góða viðskiptahætti í at- vinnustarfsemi eins og þeir séu tíðk- aðir eða eitthvað það sem óhæfilegt sé gagnvart hagsmunum neytenda. Í til- vikum sem ekki séu ákveðin með lög- um sé það hlutverk samkeppnisyfir- valda að meta hvað teljist til góðra viðskiptahátta í atvinnustarfsemi. Öðru máli gegni hins vegar þegar um sé að ræða hvort opinber aðili hafi í starfsemi sinni farið að þeim lögum og reglum sem honum beri að hlíta. Samningur um skólanet í Reykjavík Ekki ástæða til íhlutunar samkeppn- isráðs ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.