Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 07.03.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sigursælir jafnaðarmanna-flokkar á Vesturlöndumeru í nokkur ár búnir aðganga lengra í átt til markaðshyggju en hægrimenn af hefðbundna taginu hafa yfirleitt þorað. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi keppast jafnaðarmenn nú við að einkavæða af slíku offorsi að járnfrúnni Margaret Thatcher hefði aldrei liðist annað eins. Auð- vitað er haldið áfram að veifa öðru hverju gömlum slagorðum vinstri- mennsku. Nýju valdhafarnir vita að ekki má ofbjóða gömlu og tryggu fastafylgi þótt hlutur þess fari minnkandi. Hampað er hugtökum eins og „nýjungum“ og „framtíð- arhugsun“ en ekki fornum syndum eins og sósíalisma. Ímyndarfræð- ingar nýju vinstrileiðtoganna vita að pólitík snýst ekki eingöngu um stefnu og árangur heldur skiptir miklu meira máli fyrir flesta kjós- endur að þeim finnist að þeirra málstaður, þeirra lið, hafi sigrað. Stjórnmál eru ekki einfaldlega reikningsdæmi heldur snúast þau ekki síður um að við skynjum hvort þeir sem við kusum séu í stórum dráttum að gera það sem við báðum þá um. Þótt pyngjan ráði miklu og þeir sem við tengjum í huganum við góðæri fremur en kreppu eigi oft auðveldan leik gagnvart andstæðingum sínum er varasamt fyrir þá að gera of mikið af því að segja eitt en gera annað. Þetta benda margir á að geti orðið akkilesarhæll vinstrileiðtoga sem ganga hratt fram þegar þeir knýja í gegn umskipti í mik- ilvægum grundvallarmálum eins og umsvifum ríkisvalds í rekstri á alls konar þjónustu. Þeir geti orðið viðskila við kjósendur sem eru með hjartað vinstra megin í póli- tískum skilningi sem öðrum og heimta að munurinn á þeim og hægrimönnum verði áfram aug- ljós. Hvernig hægt er að finna málamiðlun sem sættir þessi sjónarmið, tryggð við gömlu við- horf en um leið stefnu í anda markaðshyggju virðist oft óleys- anlegur vandi. Leiðtogarnir Blair, Jospin og Schröder, sem nú virðast svo traustir í sessi geta orðið fórn- arlömb firringar þeirra sem eru of öruggir með sig á valdastólunum. Kannski er nóg að tímabundinn afturkippur verði í efnahagnum. Íslenskir vinstrimenn eru sumir að læra af reynslunni erlendis og vita að einkaframtakið getur vel tekið að sér rekstur á ýmiss konar félagslegri þjónustu án þess að sjálf velferðin hrynji. En þeim gengur erfiðlega að fylkja liðinu, það gengur mun hægar en í áð- urnefndum löndum. Og þá geta menn að sjálfsögðu velt því fyrir sér hvort ástæðan sé að á Íslandi séu vinstrimenn tryggari gömlum hugsjónum og útlendingarnir séu bara hentistefnumenn. Borgarstjórnarmeirihlutinn nú- verandi hikar sennilega ekki við að einkavæða að fullu strætisvagn- ana, félagslega íbúðakerfið og fleira til að auka skilvirkni í rekstr- inum. Skilyrðið virðist vera að hægt sé að finna aðgerðinni önnur heiti en hugtakið einkavæðing, nota einhvers konar feluliti. Haldi meirihlutinn völdum og klofni ekki verður hann ef til vill djarfari. Hann lærir ef til vill af reynsl- unni í Hafnarfirði og reynir að „stela“ ef svo má segja málefni sem gæti að vísu valdið miklum innbyrðis deilum en um leið gæti meirhlutinn sýnt ákveðna og markvissa viðleitni til að hrista af sér orðspor gamallar hug- myndafræði. Orðspor tryggðar við opinberan rekstur sem ávallt skuli hafa forgang fram yfir einkarekst- ur sé þess kostur. Í Hafnarfirði hafa flokkssystkin R-listarmanna gert sig að athlægi með ofstækinu gegn einkarekst- urstilraun bæjarins í grunn- skólakerfinu. Hvílík kaldhæðni örlaganna ef R-listinn en ekki D-listinn yrði frumkvöðullinn sem hristi upp í menntakerfi borgarinnar með því að efla einkarekstur grunnskóla! Vinstrimeirihlutinn í borginni myndi þá feta í fótspor Blair- stjórnarinnar í Bretlandi sem lamdi í gegn skilvirkni og aðrar umbætur í stöðnuðu og metn- aðarlausu grunnskólakerfinu þrátt fyrir mótspyrnu samtaka kennara. Samtök kennara hafa um áratuga skeið verið dygg í stuðningi sínum við Verkamannaflokkinn og flestir ráðamenn þeirra skildu ekki hvað var að gerast. Heimurinn var far- inn á hvolf. En eitt getur auðveldlega valdið því að R-listinn missi fótfestuna og tapi meirihlutanum í borginni. Vinstri-grænir eru búnir að efl- ast svo í skoðanakönnunum að þeir gætu metið stöðuna þannig að best sé að bjóða fram eigin lista. Hugsanlegt atkvæðatap meðal tortrygginna opinberra starfs- manna og ótti þeirra við einkavæð- ingu og aðrar raskanir sé mik- ilvægari en svo að hægt sé að fórna þeim fyrir nokkur sæti á sameiginlega framboðslistanum. Rök þeirra flokksmanna vinstri- grænna sem vilja að hann bjóði fram eigin lista í Reykjavík verða erfið viðureignar fyrir flokksfor- ystuna sem er varkár og vill ekki taka áhættuna núna. En sumir munu þá spyrja hvers vegna vinstri-grænir séu þá yfirleitt að kljúfa vinstrifylkinguna í lands- málunum og grafa þannig undan hópeflinu fræga gegn hægrimönn- um með því að vera til. Gjáin á milli hugmyndafræði op- inberra afskipta og mark- aðshyggju hefur ekki verið brúuð, hún verður það í raun aldrei. Hér á landi munu menn eins og annars staðar halda áfram að deila um það hve langt eigi að ganga í að skatt- leggja fólk, hvenær við séum kom- in yfir brúnina og yfirbyggingin sligi undirstöðuna. Sumir hefð- bundnir vinstriflokkar draga úr andstöðu sinni við markaðinn og vilja huga að hættunni sem of- þensla útgjalda geti skapað. En hugsunarháttur þeirra sem mynda grundvöll kjörfylgisins verður áfram hlynntari gömlu gildunum. Íhaldssemi kjósenda Og þá geta menn að sjálfsögðu velt því fyrir sér hvort ástæðan sé að á Íslandi séu vinstrimenn tryggari gömlum hug- sjónum og útlendingarnir séu bara hentistefnumenn. VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Í SVARGREIN Ing- ólfs Guðbrandssonar hinn 18. febrúar sl. við grein minni um S-Afr- íku sýnist mér að við séum ekki alveg á sömu blaðsíðu í umfjöllun okkar um S-Afríku. Í grein sinni fjallaði Ing- ólfur að mestu leyti um hversu ferðamanna- vænt land Suður-Afríka væri en ég fjallaði aftur á móti um ástandið í stjórnmálum og sam- félagi landsins. Stend ég fast og fullkomlega við það sem í grein minni kom fram, enda byggð á traustum heimildum sem Ingólfur getur sjálfur rýnt í. Ég hef hins vegar aldrei efast um að Suður-Afríka sé mjög skemmtilegt og þægilegt ferða- mannaland enda flest fólk sem að ég hef talað við sem þangað hefur farið í ferðalag yfirleitt verið mjög jákvætt og lætur vel af ferð sinni. Mér þótti hins vegar engin ástæða til að vera að minnast á gæði hótelanna í Höfða- borg eða fallegra stranda í Durban í umfjöllun minni, enda ekki efni greinar minnar viðkomandi. Auk þess er það varla nauðsynlegt þar sem pistlum um fegurð og ágæti Suð- ur-Afríku sem ferðamannalands rignir nú inn til Morgunblaðsins af einhverjum undarlegum ástæðum. Það sem stakk mig hins vegar við grein ofangreinds ferðamálafrömuð- ar var viðhorf hans og þekkingarleysi varðandi samskipti hvítra og blökku- manna í Suður-Afríku sl. 100 ár. Þar segir orðrétt að „hefðu afskipti hvíta mannsins, landnám hans, menntun og verkvit ekki komið til, væri öðru- vísi um að litast í Suður-Afríku nú- tímans. Um það eru ‘svörtu svæðin’ í landinu órækur vitnisburður, þar sem úrræðaleysið og vonleysið er mest, og verður hvorki hvítum einum né ‘apartheid’- stefnunni um kennt“. Vissulega væri öðruvísi um að litast í landinu ef hvíta mannsins hefði ekki notið við; t.a.m. væru þar engin „svört svæði“ til að tala um en það var einmitt hvíti minnihlutinn sem með valdi neyddi blökku- menn til að búa á þess- um svæðum, í nógu mikilli fjarlægð frá hí- býlum sínum til að vera ekki til óþæginda en þó nógu nálægt iðnaðarsvæðunum til að geta gefið sitt ,,ódýra“ vinnuafl í námum og verksmiðjum landsins. Þetta viðhorf Ingólfs er eins og tekið beint úr munni nýlenduherranna á öldum áður – að íbúar Afríku hafi ráf- að um í villu síns vegar áður en upp- lýstrar leiðsagnar hvíta mannsins naut við. Vissulega er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir en vona ég nú að heilsu sinnar vegna setjist háttvirtur ferðamálafrömuður ekki inn á knæpu í einu af hinum ,,svörtu svæðum“ og fari að viðra þessar skoðanir sínar þar. Ingólfur skrifar einnig að um- heimurinn hafi í „fádæma offorsi“ brugðist við aðskilnaðarstefnunni með viðskiptabanni sínu á landið sem einungis gerði illt verra með því að gera þá fátækustu ennþá fátækari. Þetta er að hluta til rétt en á sama tíma kom viðskiptabannið sér afar illa fyrir stjórn hvíta minnihlutans og fyrirtækin í eigu þeirra. Svo áhrifa- mikið var viðskiptabannið að „apart- heid“ stjórnin stóð frammi fyrir efna- hagslegu hruni og sáu þeir sig því tilneydda til að komast að samkomu- lagi við blökkumenn sem sífellt gerð- ust órólegri. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þó ekki allsherjar við- skiptabann á Suður-Afríku fyrr en 1986 eftir að aðskilnaðarstefnan hafði verið í lögum í næstum 40 ár, sem varla er hægt að skilgreina sem „fá- dæma offors“. Að lokum þá minntist ferðamála- frömuður á í grein sinni að líklega hefði ég ekki til Suður-Afríku komið – sem reyndar er rétt – og þ.a.l. væri ég ekki til þess fallinn að skrifa um land og þjóð. Er Ingólfur þá með því að segja að ekki ætti fólk að mynda sér skoðanir á t.d. Rómaveldi eða helför gyðinga vegna þess að það var hvorki á stað né stund? Eitthvað held ég nú að lítið væri um fréttaflutning og fræðistörf í heiminum ef viðkomandi aðilar þyrftu að gera sér ferð á alla þá staði sem þeir fjalla um þá stundina, þótt vissulega geti það gefið aukna innsýn í málið. Ef Ingólfur vill hins vegar auka innsýn mína í nautnir ferðamanna í Suður-Afríku með því að bjóða mér þangað eins og hann skrifaði í grein sinni, þá þigg ég það með þökkum. Nýju föt nýlenduherrans Kári Þór Samúelsson Höfundur er stjórnmálafræðingur. Suður-Afríka Vissulega er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir, segir Kári Þór Samúelsson, en ég vona að ferðamálafrömuður- inn fari ekki að viðra þessar skoðanir á hinum „svörtu svæðum“. VOND tíðindi berast austan frá Afganistan. Herflokkar stjórnar- valda brjóta niður og eyðileggja Búddastytt- ur frá fornmenningu þjóðarinnar. Trúar- brögðin að baki þeim, víst fjarlæg nú, eru meira en valdhafar þola. Heimurinn hneykslast, heimssam- tök um menningarminj- ar mótmæla, sendiherr- ar mótmæla, en ekki dugir. Trúarbrögðun- um er beitt. Styttunum skal eytt, þær eru tákn um villutrú, valdhafar vilja halda fólki sínu við hina réttu trú, annars verður það hvorki ham- ingjusamt né hólpið. Erfitt er þó að vita hvað landsfólkið vill, líklegast er það að fáu spurt frekar en annars staðar þar sem kúgunarvaldið ræður. Þetta er ekki nýtt í heiminum. Þangbrandur braut hof og hörga, að sögur herma, af því að hann þoldi ekki hinn forna sið. Eftir siðaskipti létu lúterskir biskupar brjóta og brenna krossa og dýrlingamyndir, þeir þoldu ekki pápískar menjar. Þor- láksskríni var með tímanum eytt, lík- legast mesta listgrip sem gerður hef- ur verið á Íslandi. Sjálfur Árni Magnússon reif í sundur skinnhand- rit frá miðöldum ef á þeim var efni, sem honum fannst ómerkilegt, svo sem sálmanótur og helgisögur, og notaði síðan rifrildin sem umslög um kver. ,,Þetta handrit er hið versta grey“ á hann að hafa skrifað einhvers staðar og reif síðan bókina í sundur svo að hún skyldi ekki tefja menn frá merkilegri sagnahandritum. Nótur og helgisögur voru næsta fánýtt að hans mati. Svo seint sem 1866 bauð Ásmundur pró- fastur í Odda að taka skyldi letrið af patín- unni í Háfskirkju, af því að á hinni fornu mið- aldapatínu var áletrun á latínu um að þ́etta væri sannur Kristí líkamı́, og slíka pápísku þoldi pró- fastur ekki. – Við Ís- lendingar höfum á stundum líka verið dug- legir við að skemma menningararfinn, og ekki sízt beitt hinni ,,réttu“ trú til þess. Vestur í Grjótaþorpi stendur lítið stofuhús, hluti Vaktarabæjarins gamla. Nú vilja menn rífa það, væntanlega til að byggja stórt í staðinn. Lóðin er senni- legast það sem kallað er ,,of dýrmæt til að láta standa þar kofaskrifli“, eins og orðað var fyrr á árum í svipuðu til- viki. – Sumum þykir landið okkar of dýrmætt til að á því megi standa menningarminjar. Í þessu litla húsi voru bornir og barnfæddir tveir þjóðsnillingar, bræðurnir Sigvaldi Kaldalóns tón- skáld og Eggert Stefánsson söngvari. Sigvalda þekkir þjóðin enn vegna lag- anna hans, einstök meðal íslenzkra sönglaga og eiga eftir að bera hróður hans lengi og ylja mönnum um hjarta meðan hér búa enn Íslendingar. Egg- ert þekkja færri nú, enda söngur hans aðeins varðveittur í fornum og sörguðum upptökum. Vart þykir fært að láta þær koma fyrir eyru alþjóðar lengur. Eggert var einstæður, og hann bar hróður Íslands víðar en flestir aðrir. Hann unni landinu og unni Reykjavík. Eggert vann Reykja- vík frægð en ekki skemmdarverk. Eggerts ættu menn að minnast og horfa að hans hætti niður fyrir fætur sér, til fósturjarðarinnar. Vaktara- bærinn á að vera á sínum stað. Hér á að verða minningarreitur og svolítil sýning um þessa tvo bræður, velgerð- armenn og menningarbera meðal þjóðarinnar. Við þyrftum að læra af því sem við erum sífellt að núa for- feðrum okkar og öðrum þjóðum um nasir, hugsunarleysi og villimennsku í garð menningarminja. Tökum hér til hendi og geymum þetta litla hús múr- arans, okkur og öðrum til ánægju. Allar okkar gerðir eiga sér þann til- gang að hafa af þeim ánægju. Á elleftu stundu fékkst Reykholts- kirkju gömlu bjargað. Hafi þeir heið- ur og þökk sem breyttu þar ákvörð- unum. Það verður enginn minni maður af því að taka sinnaskiptum. Þau orð voru prédikuð fyrir löngu og eiga alltaf við. Því er ólíku saman að jafna, fornum risastyttum í Austurlöndum og einu litlu timburhúsi í Vesturbænum. En gildi þess fyrir okkur er í sjálfu sér jafn mikið og styttnanna fyrir alheim- inn. Reykjavík er þegar búin að missa of margt. Sagan endurtekur sig Þór Magnússon Minjar Því er ólíku saman að jafna, segir Þór Magn- ússon, fornum risastytt- um í Austurlöndum og einu litlu timburhúsi í Vesturbænum. Höfundur er fyrrverandi þjóðminjavörður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.