Morgunblaðið - 07.03.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 07.03.2001, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Eggert BjarniHelgason fæddist í Reykjavík 14. nóv- ember 1963. Hann lést 24. febrúar á Høkland sjúkrahúsinu í Berg- en, Noregi. Foreldrar hans eru Jóhanna S. Jóhann- esdóttir, f. 18.5. 1930, og Helgi Eggertsson, f. 14.7. 1932, d. 18.1. 1985. Systkini Egg- erts eru: 1) Monika S. Helgadóttir, f. 8.2. 1956. Dætur hennar og Baldvins Baldvinssonar, f. 29.6. 1943, d. 15.12. 1989: Þórunn, f. 27.7. 1975, og Hrönn, f. 8.11. 1983. Maki Þórunnar er Bergþór Smári, f. 20.11. 1974, og dóttir þeirra er Heba, f. 28.8. 2000. 2) Jóhannes G. Helgason, f. 10.9. 1957. Maki: Sig- urbjörg Jónsdóttir, f. 1.3. 1961. Börn þeirra: Jón Berg, f. 11.6. 1982, Brynjar Berg, f. 9.4. 1986, og Helga Soffía, f. 21.10. 1993. Barn Jóhannesar og Elínar Reyn- isdóttur, f. 9.3. 1958: Þórey Rut, f. 2.7.1976. 3) Ísfold E. Helgadóttir, f. 28.7. 1959. Maki: Björgvin Er- lendsson, f. 19.9. 1959. Synir þeirra: Helgi Jóhann, f. 21.7. 1985, og Fannar Freyr, f. 21.3. 1994. 4) Ásgerður M. Helgadóttir, f. 15.2. 1961. Maki: Marteinn Stefánsson, f. 25.7. 1956. Börn þeirra: Jó- hanna Helga, f. 7.1. 1981, Stefanía Hulda, f. 14.11. 1984, og Daníel Þór, f. 15.6. 1988. 5) Á. Hrönn Helgadóttir, f. 30.7. 1962. Maki: Halldór Berg Jóns- son, f. 5.2. 1959. Börn þeirra: Helgi Berg, f. 13.6. 1984, Jón Bjarki, f. 3.9. 1986, og Elísa Ýr, f. 29.12. 1995. Sambýliskona Eggerts er Fanney Karlsdóttir, f. 23.3. 1965. Foreldrar hennar eru Karl S. Þórðarson, f. 23.1. 1934, og Ingi- björg Sölvadóttir, f. 19.9. 1936. Börn Fanneyjar eru Svavar Elf- arsson, f. 27.5. 1985, og Ásdís Ó. Elfarsdóttir, f. 9.1. 1987. Eggert lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1984 og útskrifaðist sem lyfja- fræðingur frá Háskóla Íslands 1991. Eggert byrjaði starfsferil sinn í Langholtsapóteki og var síðan í apóteki Blönduóss. Eftir það starfaði hann í skamman tíma á sjúkrahúsi Akureyrar og fluttist svo til Eskifjarðar og starfaði hjá Nesapóteki. Undanfarin fjögur ár starfaði hann sem yfirlyfjafræðingur hjá Apotek Ørnen í Bergen, Noregi. Útför Eggerts fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku Eggert minn. Þinn persónuleiki var svo stór. Þú varst mér ætíð svo hjálpsamur og góður drengur. Þitt æviskeið var ekki langt en það var mér afar dýrmætt. Þinn stuðningur og kraftur var mér ómetanlegur, ekki síst þegar pabbi þinn lést, ávallt var þín hjálp- arhönd nærri. Far þú í friði, ég bið góðan Guð að geyma þig. Þín mamma. Systkinum var hann sannur bróðir, ástsæll og virtur af vina liði, ljómaði af þrótti og þreki lífsins karlmennskudug og dáða lögun. Kær var hann öllum er kynni höfðu af drenglyndi hans og dyggð í öllu. Lýsi nú dæmi lýðum ungum ættjarðar vorrar til eftirbreytni. Elskaði sonur, ástkæri bróðir, ástvinir sífellt trega þökk fyrir líf þitt, ljúft og fagurt ljómandi dæmi þinna vega. ( Fr.Fr.) Við sitjum hérna systurnar í her- berginu þínu, Eggert minn, og gleðjumst yfir því að sjá hvað þú bjóst vel og vildum óska þess að við hefðum komið fyrr í heimsókn til ykkar Fanneyjar. Það var hringt í okkur og sagt að þú hefðir veikst alvarlega. Við komum til Bergen ásamt mömmu, Eggert minn, á fimmtu- degi og fórum strax til þín á spít- alann. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa fengið að eyða síðustu stund- unum með þér. Það voru erfið spor að fara á Haukland spítala og sjá þig liggja þar. Við vonuðumst auðvitað eftir kraftaverki, og að þegar þú heyrðir í kellunum frá Íslandi myndir þú vakna upp og segja: „Jæja, þið hafið þá loksins látið verða af því að koma til Bergen og heimsækja okkur.“ Það fór nú ekki þannig, elsku Egg- ert. Þú lést að morgni laugardagsins 24. febrúar. Það var erfitt að hringja í fólkið okkar heima. Það var haldin falleg kveðjustund um þig í kapellunni á Haukland spít- ala, þar sem vinir þínir og vinnu- félagar fengu að kveðja þig. Það var gaman fyrir okkur systurnar að hitta vini þína og vinnufélaga og heyra hvað þér gekk vel í leik og starfi. Þú komst í stutta heimsókn til Ís- lands 7. febrúar sl., sem var mjög ánægjulegt fyrir okkur öll, ekki síst fyrir mömmu. Það var ýmislegt sem við gerðum saman. Okkur fannst gott að geta dvalið með Fanneyju, Ingu, Eygló, Svavari og Ásdísi og mömmu á heimili ykkar Fanneyjar í Bergen og fyrir það viljum við þakka. Þú hafðir mikinn áhuga á fjöl- skyldunni, ekki síst systkinabörnum þínum og hafðir mikinn áhuga á hvað þau voru að gera. Við kveðjum þig, elsku Eggert, með þakklæti fyrir að hafa átt þig sem vin og bróður og biðjum við Guð að styrkja og vernda elsku Fanneyju, Svavar, Ásdísi, mömmu, tengdaforeldra og aðra ættingja og vini. Guð blessi þig og varðveiti. Þínar systur, Ásgerður og Hrönn. Elsku Eggert bróðir, ekki átti ég von á því að fara að skrifa um þig kveðjuorð svona ungan, ekki nema 37ára gamlan. Mér finnst þetta ekkert nema óraunveruleiki og ég eigi eftir að vakna og allt sé óbreytt. Þú varst mér mjög góður vinur, félagi og ekki síst bróðir. Sérstaklega reyndist þú mér vel núna þegar ég var í minni erfiðu lyfjameðferð, þá fórst þú með mér og hittir lækninn minn þó svo að þú hefðir takmarkaðan tíma og stopp- aðir bara sex daga hér á Íslandi, þá gafstu þér samt tíma til að hitta hann með mér og þegar því samtali við lækninn var lokið og ég spurði þig: Fannst þér þetta ekki vera dauðadómur yfir mér? varst þú fljótur að svara: Nei, nú er allri óvissu eytt og ég lít framtíð þína miklu bjartari augum. En ég sit hér eftir og spyr mig: Hefði verið hægt að gera eitthvað til að hjálpa þér, elsku Eggert minn? Ég sakna þín mjög mikið. Ég bið fyrir kjarki og stuðningi fyrir þig, elsku Fanney, Svavar, Ás- dís, mamma, systkini, tengdafjöl- skylda og vinir hans allir. Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu héðan í frá og að eilífu. Þín systir, Ísfold. Mig langar að minnast bróður míns með nokkrum orðum. Eggert var mér minnistæður sem einstaklega hjálpsamur og góður drengur. Það var stutt í húmorinn hjá honum en samt var hann al- vörugefinn. Fyrir mér var hann minn besti vinur og hægt að tala við hann um allt milli himins og jarðar, en oftast var nú talað um íþróttir og þá sérstaklega um fótbolta. Við Sibba fórum í eina fótboltaferð með Eggert og Fanneyju, ásamt fleirum til Liverpool, og er ég mjög ánægð- ur yfir að hafa farið í þá ferð með Eggerti. Ég get nú ekki annað en minnst á samband mömmu og Egg- erts, en hann reyndist henni mjög vel þegar pabbi dó og alla tíð síðan. Elsku Fanney og börn, mamma og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð vera með ykkur í sorginni. Þinn bróðir, Jóhannes og fjölskylda. Elsku frændi. Takk fyrir allar gleðistundirnar sem þú gafst okkur með hlýju þinni og einstökum húmor. Alltaf varstu tilbúinn að rétta hjálparhönd, hvort sem var með próflestur eða í leik með okkur krökkunum. Við munum ekki eftir okkur öðruvísi en hlæjandi með þig nærri. Verndi þig allir englar, elsku Eggert. Við söknum þín. Þórunn og Hrönn. Elsku Eggert frændi það var okk- ur mikið áfall þegar við fréttum um veikindi þín.Við viljum fá að minnast þín með fáeinum orðum. Við eigum alltaf eftir að minnast þín sem frábærs frænda, því að þú varst okkar fyrirmynd í svo mörgu. Eitt af aðaláhugamálum þínum var fótbolti, það var gaman að tala við þig um fótbolta, uppáhaldsliðin þín voru Arsenal í ensku og Brann í norsku og í íslensku var það auðvit- að Fylkir, því að með Fylki spilaðir þú þín æsku- og unglingsár. Þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla við okkur þegar við hittumst eða í síma. Viljum við þakka þér fyrir allt.Við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér, elsku Eggert, því nú ertu kom- in til afa sem fór alltof fljótt. Við biðjum guð að styrkja ömmu, Fann- ey, Svavar, Ásdísi systini þín, vini og okkur öll. Hvíl í friði, kæri frændi. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þínir frændur, Helgi Berg, Jón Bjarki, Helgi Jóhann, Fannar Freyr, Jón Berg, Brynjar Berg og Daníel. Þú, þú ert farinn svo fljótt, allt of fljótt. En enginn veit hvað tíminn ber í skauti sér. Þú komst hér í heimsókn og við sátum öll saman og hlógum, það er svo skrýtið að þú sért farinn og að þú komir ekki aftur. Við söknum þín svo sárt, Eggert. Það er svo sárt að missa einhvern sem manni þykir vænt um. Þú lifir í hjarta mínu. Saman áttum stundir nokkrar sem aldrei verða gleymdar í mínu hjarta skaltu vera um alla tíð og tíma. (Stefí) Stefanía Hulda. Þegar hún Fanney vinkona mín hringdi og sagði mér að hann Egg- ert væri dáinn, brast stífla. Minn- ingarnar streymdu fram um allar góðu samverustundirnar okkar. Mér finnst svo stutt síðan þú kynntir Eggert kærastann þinn fyrir okkur og þeir náðu strax svo vel saman hann og Tóti maðurinn minn. Það var svo gaman hjá okkur þegar við fórum saman til Benidorm. Og mik- ið var Eggert stoltur þegar við sögð- um ykkur að við ætluðum að skíra litla drenginn okkar Eggert. Svo ákváðuð þið að flytja til Noregs vorið 1997 og við brunuðum austur á Eski- fjörð til að kveðja ykkur og leyfa nöfnunum að hittast. Og sumarið eft- ir fórum við til Bergen að heimsækja ykkur. Mikið rosalega áttum við góða daga saman þar í fallega húsinu ykkar. Strákarnir fóru á völlinn að horfa á Brann spila fótbolta og þeir veiddu krabba í sjónum á ströndinni með börnunum meðan við flatmög- uðum í sólbaði. Við héldum heim með góðar minningar og loforð frá ykkur um að þið kæmuð í heimsókn til okkar sumarið 2000, mikið hlakk- aði okkur til að hitta ykkur þá, en margt fer öðruvísi en ætlað er. Þeg- ar þið komuð til okkar síðasta sumar var hann Tóti minn heltekinn af krabbameini og dó nokkrum dögum eftir að þið fóruð, en aldrei datt mér það í hug að það yrði í síðasta sinn sem ég sæi hann Eggert minn. Ég vona að þeir vinirnir séu saman núna að gera eitthvað skemmtilegt fyrst þeir fengu ekki að vera lengur í þessu jarðlífi, en fyrir okkur sem eft- ir erum er svo sárt að þurfa að sætta sig við að horfa á eftir ástvinum langt um aldur fram. Þótt sólin sé sest í þínu hjarta og sorgin þar tekin völd, mun aftur birta með framtíð bjarta og minningar ylja þér andvöku kvöld. Elsku Fanney, Svavar, Ásdís og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína innilegustu samúð. Helga Þuríður Árnadóttir. Kæri vinur. Nú er komið að kveðjustund. Það var mikið áfall að heyra að þú hefðir dottið niður í vinnunni í Noregi og lægir þar al- varlega veikur. Stuttu síðar kom fregnin um að þú værir látinn. Ung- ur maður í blóma lífsins skyndilega farinn. Þetta kom svo fyrirvaralaust og fólk á mínum aldri hugsar ekki mikið um að jafnaldrarnir geti dáið. Stórt skarð er höggvið í þann litla hóp sem stundaði saman nám í lyfja- fræði á sínum tíma. Ég var svo lánsöm að kynnast þér þegar við vorum bekkjarfélagar í Háskólanum. Svo lánsöm, því ég hef ekki kynnst mörgum á lífsleiðinni sem eru jafn einstakir og þú varst. Þeir eru ekki margir sem maður get- ur kallað sanna vini eins og þú varst. Námsárin voru svo skemmtileg og áttir þú stóran þátt í því að svo var. Við urðum fljótlega miklir mátar og brölluðum margt saman. Alltaf varst þú boðinn og búinn að hjálpa mér og man ég sérstaklega eftir rekstrar- fræði á 5. ári sem mér veittist erfitt að skilja og þú sast með mér og gafst ekki upp fyrr en eitthvað komst í gegn hjá mér. Árum saman komst þú nánast daglega og sóttir mig á leið í skólann svo við urðum sam- ferða og það var alltaf svo gaman að byrja daginn á að hitta þig. Alltaf varst þú kátur og glaður og stutt í stríðnisglampann í augunum. Mikið var skrifað af grínvísum og bréfum í skólanum og stundum létum við eins og við værum ekki alveg fullorðið fólk. Ég veit ekki hvernig þessi tími hefði verið án þín. Í hádeginu fórum við iðulega saman í mat til foreldra minna sem búa skammt frá Háskól- anum og áttum við margar góðar stundir með þeim og bróður mínum. Þau kunnu öll afskaplega vel við þig og fannst þú góður drengur eins og áreiðanlega öllum sem kynntust þér. Eftir skóla fórum við stundum á skíði með fleiri vinum úr skólanum og á ég margar góðar minningar tengdar því. Eftir að námi lauk höfum við ekki oft hist. Ég flutti til Danmerkur og þú fluttir út á land og síðar til starfa í Noregi. Þau fáu skipti sem við hitt- umst urðu miklir fagnaðarfundir. Ég heyrði nýlega að þú værir að hugsa um að fara að flytja heim og gladdist ég mjög yfir þeim tíðindum. Það er mikið áfall að hafa misst kæran vin og kollega. Ég þakka þér samfylgdina, kæri vinur. Guð blessi þig. Ég bið Guð að varðveita og styrkja fjölskyldu þína alla á þess- um erfiðu tímum. Guðrún Kjartansdóttir. Það var okkur gömlum bekkjar- félögum mikið áfall að frétta af ótímabæru andláti Eggerts vinar okkar. Við trúum því ekki enn að þetta hafi gerst og það er sérkenni- legt að vera í þeim sporum nú að skrifa minningargrein um þennan góða félaga. Okkar langar að minn- ast hans hér í nokkrum fátæklegum orðum. Við kynntumst Eggerti í Háskól- anum þegar við hófum nám í lyfja- fræði fyrir u.þ.b. 15 árum. Það er margt sem kemur upp í huga okkar þegar rifjað er upp frá þeim tíma. Eggert féll strax mjög vel inn í hóp- inn og hafði þann eiginleika að ná vel til allra. Hann var ávallt kátur og léttlyndur og átti auðvelt með að slá á létta strengi. Þetta var samhentur hópur sem átti margar góðar stund- ir saman á námsárunum í leik og starfi. Ef strákarnir drógu sig sam- an eftir skóla var hann mættur og það sama átti oft við þegar stelp- urnar drógu sig saman. Hann var eins og einn af stelpunum líka. Hann átti auðvelt með að ná til allra og var alls staðar velkominn og hrókur alls fagnaðar. Eftir að námi lauk hélt fólk hvert í sína áttina. Sumir hófu strax störf í höfuðborginni, sumir fóru út á landsbyggðina og aðrir til frekara náms erlendis eða til starfa þar. Eggert starfaði í apótekum í nokkur ár úti á landi, þar sem hann kynntist henni Fanneyju sinni. Hann hélt síðan til Bergen í Noregi með fjölskyldu sinni þar sem honum bauðst gott starf í apóteki. Þar starfaði hann til dauðadags. Fjar- lægðin gerði það að verkum að sam- verustundir við Eggert voru ekki margar síðustu árin. Það voru því ávallt fagnaðarfundir þegar leiðir lágu saman. Það er svo margra góðra og skemmtilegra samverustunda að minnast með Eggerti vini okkar sem of langt mál væri að telja upp hér. Þær geymum við í huga okkar og rifjum upp með Eggerti síðar. Með þessum fáu orðum kveðjum við þig, kæri vinur. Við sendum okk- ar innilegustu samúðarkveðjur til Fanneyjar, Svavars og Ásdísar, móður, systkina og annarra að- standenda. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guð blessi minninguna um Eggert Bjarna Helgason. Bekkjarfélagar úr lyfjafræðinni. Nú kallið er komið, fyrirvaralítið og aðdragandinn stuttur. Það er eins og tíminn stöðvist um stund. Það getur ekki verið að hann sé dáinn, hann sem ávallt var svo hress og kátur. Alltaf verður brottförin jafnsár og óskiljanleg fyrir þá sem eftir verða. Óskiljanleg og ósanngjörn, en við fáum þar engu ráðið. Með Eggerti er fallinn frá góður vinur, vinur er það besta sem þú getur eignast og það besta sem þú getur orðið. Vinur er lifandi fjársjóður og ef þú átt einn slíkan, þá átt þú eina verðmætustu gjöf lífsins. Vinur er sá sem stendur við hlið þér gegnum gleði þína og sorgir. Vinur er sá sem þú getur treyst á, sá sem þú getur opnað þig fyrir. Vinur er sá sem er ávallt til staðar sama hve langt eða stutt er á milli ykkar. Vinur er tilfinning um eilífa tryggð. Kæri vinur, ég þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að njóta vináttu þinnar. Fékk að vera aðnjótandi þeirrar lífsgleði og jákvæðni sem þú bjóst yfir. Einnig þeirrar hjálpsemi og því göfuglyndi sem einkenndi þig. Ég vil þakka Eggerti Bjarna góða vináttu á liðnum árum og kveð hann með þessum ljóðlínum. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf.) Ástvinum hans og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur á þessum erfiðu tímum. Hannes Alfreð Hannesson. Á stundum sem þessum fer mað- ur að hugsa til baka. Ein af þeim EGGERT BJARNI HELGASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.