Morgunblaðið - 07.03.2001, Page 55

Morgunblaðið - 07.03.2001, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARS 2001 55 DAGBÓK Dagskrá: 13:30 Setning málþings. 13:40 Byggðaþróun á Íslandi. Hvað er framundan hjá Byggðastofnun? Kristinn H. Gunnarsson, formaður stjórnar Byggðastofnunar. 14:15 Þróun ferðaþjónustu. Styrkleikar, veikleikar, hverjir eru vaxtarbroddar ferðaþjónustunnar. Anna G. Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa Lónsins hf. 14:50 Uppbygging og rekstur iðnfyrirtækis á Suðurlandi. Kostir og gallar við staðsetningu á landsbyggðinni Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri SET hf. á Selfossi 15:25 Uppbygging þekkingariðnaðar, hvað þarf til? Þekkingariðnaðurinn, umhverfi, leikreglur, arðsemi o.fl. Bjarki Brynjarsson, framkvæmdastjóri Klaks ehf., nýsköpunarsviðs Nýherja hf. 16:00 Flutningur matvælavinnslufyrirtækis á landsbyggðina. Styrkleikar, veikleikar, árangur Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. 16:35 Framtíðarþróun í atvinnumálum. Hvernig verður líkleg ásýnd atvinnu- og efnahagslífs á Íslandi á næstu áratugum. Gústaf Steingrímsson, hagfræðinemi og blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu. 17:10 Samantekt og þingslit. Léttar veitingar verða í boði að loknu þingi. Þingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þingstjóri: Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon. ATVINNUÞRÓUNARSJÓÐUR SUÐURLANDS Opið málþing um atvinnumál Hótel Örk, Hveragerði, 9. mars 2001 Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands boðar til málþings, föstudaginn 9. mars nk. kl. 13:30 á Hótel Örk. Þingið er vettvangur þeirra sem áhuga hafa á atvinnumálum í kjördæminu í nútíð og framtíð. Boðið verður upp á erindi sem munu m.a. fjalla um byggðaþróun í landinu, þróun ferðaþjónustu, uppbyggingu iðnfyrirtækja á Suðurlandi, þekkingariðnað til framtíðar, flutning matvælavinnslufyrirtækis inn á svæðið og einnig heyrum við viðhorf um líklega ásýnd atvinnulífsins á Íslandi á næstu áratugum. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake FISKAR Afmælisbarn dagsins: Þú stendur fast á þinni meiningu og getur þess vegna verið nokkuð stjórn- samur. En mönnum finnst gott að leita til þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt að notfæra þér alla þá upplýsingamöguleika sem í boði eru til þess að sinna starfi þínu sem best því nú til dags er þekkingin fyrir öllu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reyndu að forðast að gera nokkuð það sem getur varpað skugga á starf þitt eða komið í veg fyrir að sköpunargleði þín fái að njóta sín. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Til þess að fjárfestingar nýtist sem best er nauðsynlegt að gæta fyllstu varkárni og leita ráða hjá þeim sem hafa sýnt sig verðuga þess að veita ráð- gjöf á þessu sviði. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Oft leynir fólk á sér og býr yfir miklu meiri hæfileikum og kunnáttu en virðist í fljótu bragði. Hrapaðu því ekki að dómum um menn og heldur ekki málefni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þótt öll höldum við það að ekk- ert geti komið fyrir okkur þá er það nú svo að ólánið getur dunið yfir alla og líka þig. Gerðu því ráðstafanir fram í tímann. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það er óráð að sjá hlutina bara í svarthvítu því þá missir þú af þýðingarmiklum hlutum gát- unnar. Reyndu að létta af þér vinnuálagið. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Lífið er líkt og leiksvið og þú kemst ekki af öðruvísi en að þekkja leikritið og kunna þitt hlutverk. Einhverjar breyting- ar standa fyrir dyrum hjá þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Reiddu þig ekki um of á aðra því þegar til kastanna kemur þá er þetta þitt hlutverk sem þú berð ábyrgð á. Sérstakt tækifæri bíður þín handan hornsins. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú getur ekkert sagt við því þótt annað fólk taki eftir afstöðu þinni til manna og málefna þeg- ar þú sérð ekki ástæðu til þess að fara í launkofa með þær. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt breytingar séu nauðsyn- legar er samt óráð að láta þær ganga of hratt fyrir sig. Gefðu þér tíma til þess að skipuleggja þær vandlega svo þær nýtist þér á jákvæðan hátt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vertu ekki að naga þig í hand- arbökin fyrir hluti sem þú færð engu um ráðið. Sinntu því sem þér ber og þá muntu fá þín tækifæri þegar þar að kemur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Varastu að dragast um of inn í annarra mál því þá áttu á hættu að sitja uppi með at- burðarás þar sem þú ert leik- soppur annarra. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 7. mars, er níræð Elísabet R. Jónsdóttir, Njarðargötu 27, Reykjavík, nú til heimilis að Skógarbæ, hjúkrunarheim- ilinu Árskógum 2, Reykja- vík. Hún verður stödd á af- mælisdaginn á heimili sonar síns, Brekkubæ 12, Reykja- vík. 80 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 7. mars er áttræður Tómas Grétar Sigfússon, Keldu- hvammi 1, Hafnarfirði. Eig- inkona hans er Sigríður Gunnarsdóttir. Þau verða að heiman. 70 ÁRA afmæli. Sjötíuára er í dag, miðviku- daginn 7. mars, Snorri Hjartarson, Heiðarbraut 38a, Akranesi. Hann er að heiman á afmælisdaginn. Í SJÁLFU sér er alltaf gott að segja og vinna slemmu í tvímenningi, en ekki sakar ef hægt er að knýja fram yfirslag. Suður á mikil og góð spil og fær út tígulníu gegn sex lauf- um. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 1095 ♥ Á43 ♦ Á765 ♣ 976 Suður ♠ ÁD ♥ G ♦ KG84 ♣ ÁKDG105 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass 1 spaði Dobl 2 spaðar Dobl Pass 6 lauf Pass Pass Pass Spaðakóngurinn ætti að liggja fyrir svíningu, en þó er það ekki víst, því austur er í þriðju hendi utan hættu og í þeirri stöðu er allt leyfilegt. Þess vegna væri vafasamt að drepa á tígulás og svína strax spaða, því hjarta til baka gæti komið sagnhafa í mikla klípu ef tígullinn er 4-1, eins og líklegt er. En til að hægt sé að svína öllu sem svína þarf í réttri röð er best að drepa á tígulás og láta áttuna undir heima. Norður ♠ 1095 ♥ Á43 ♦ Á765 ♣ 976 Vestur Austur ♠ 632 ♠ KG874 ♥ 987652 ♥ KD10 ♦ 9 ♦ D1032 ♣ 843 ♣ 2 Suður ♠ ÁD ♥ G ♦ KG84 ♣ ÁKDG105 Síðan eru lauf varnarinn- ar tekin í þremur umferð- um og endað í borði. Og tígulsjöu spilað. Ef austur stingur á milli drepur suð- ur, fer inn borð á hjartaás og spilar tígulsexu. Nú er sama hvað austur gerir, sagnhafi mun alltaf fá fjóra tígulslagi og innkomu til að svína fyrir spaðakónginn. 940 er betra en 920, en tvímenningsvillidýrin munu spila sex grönd og upp- skera 990 vegna hagstæðr- ar legu. Við því er ekkert að gera. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson OPNA alþjóðlega skák- mótinu í Cappelle la Grande í Frakklandi lauk fyrir skömmu. Fjöldi Íslendinga tók þátt í mótinu enda stóð Skákskóli Íslands m.a. fyrir ferðinni. Bragi Þorfinnsson stóð sig með miklum sóma og velgdi mörgum meistar- anum undir uggum. Aðrir ungir íslenskir skákmenn stóðu sig einnig með prýði. Staðan kom upp í skák Stef- áns Kristjánssonar (2371), hvítt, og Simens Agdestein (2591). 31.Hxd7! Dxd7 32.Dxa6 hvítur er manni yfir en stórmeistarinn norski er þekktur fyrir allt annað en að gefast upp og yfirleitt hættulegastur þegar hann hefur sprikl í stöðum sem þessum. 32...Dc7! 33.Rf1 axb3 34.De2? Eftir þetta hefur svartur fullnægjandi færi fyrir manninn. Mun virkara var að leika 34.Db5 og eftir t.d. 34...Hb8 35.Dd5 b2 36.Hb1 Dc2 37.Rd2 stendur hvítur með pálmann í höndun- um. 34...Hd8 35.Hb1 35.Ha7 var hugsan- lega betra. 35...Hd3 36.Bf2? 36.Kg2 var ákjósan- legra. 36...Df4 37.Be3 Dxf5 38.Kg2 Dd5 39.Rd2 Bb4 40.Rf1 Be7 41.Dg4 Eftir þetta nær svartur endan- lega að snúa taflinu sér í vil. 41...Hxe3! 42.Rxe3 Dd2+ 43.Kh1 Dxe3 44.g6 hxg6 45.hxg6 Dh6+ 46.Kg2 Dd2+ 47.Kh1 Dd5 48.Hd1 Dc6 49.gxf7+ Kf8 50.Dd7 Dxd7 51.Hxd7 e3 52.Kg2 Bb4 og hvítur gafst upp enda ræður hann ekki við frípeð svarts. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT Landið Þegar ljósið kemur til mín gegnum myrkur langra daga og ég vakna og ég horfi yfir land mitt er það kemur og ég horfi á land mitt rísa gegnum myrkur langra daga sé það rísa landið hvíta Og það rís með opinn faðminn og ég heyri rödd þess segja Ég sem hélt ég ætti að deyja Og það rís í nýju ljósi og ég heyri í nýju ljósi rödd þess hvísla morgunbjarta Nú slær aftur fjallsins hjarta. Jón Óskar Veistu ekki að það er bannað að krota á veggina? COSPER Með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.