Morgunblaðið - 03.04.2001, Síða 2
KNATTSPYRNA
2 B ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DAVID Rocastle, fyrrverandi
leikmaður Arsenal og enska lands-
liðsins í knattspyrnu, lést á laug-
ardagsmorgun af völdum krabba-
meins, aðeins 33 ára að aldri.
Rocastle lék 277 leiki með Arsenal
frá 1983 til 1992 og varð tvisvar
enskur meistari með félaginu. Síð-
ar lék hann um skeið með Leeds,
Chelsea og fleiri félögum. Hann
lék 14 landsleiki. Leikmenn Ars-
enal og Tottenham báru sorgar-
bönd í leik liðanna á laugardaginn
til minningar um Rocastle og mín-
útu þögn var fyrir alla leiki helg-
arinnar.
GUÐNI Bergsson og félagar í
Bolton misstu tvö dýrmæt stig á
heimavelli þegar Kevin Cooper
jafnaði fyrir Wimbledon, 2:2, á
lokamínútunni í leik liðanna í 1.
deild. Guðni lék allan leikinn og
lagði upp síðara mark Bolton fyrir
Colin Hendry.
BLACKBURN komst þar með í
annað sætið, upp fyrir Bolton, og á
tvo leiki til góða. Matt Jansen skor-
aði tvívegis í 5:0-sigri Blackburn á
Burnley.
BJARKI Gunnlaugsson var á
varamannabekk Preston sem gerði
jafntefli heima, 0:0, við Gillingham
en á áfram góða möguleika á að
komast í úrslitakeppni 1. deildar.
HEIÐAR Helguson lék í 70 mín-
útur með Watford sem tapaði, 3:0,
fyrir WBA. Lárus Orri Sigurðsson
var varamaður hjá WBA en lék
ekki. Lið hans á enn góða mögu-
leika á sæti í úrvalsdeildinni en
Watford heldur áfram að dragast
aftur úr í þeirri baráttu.
ÓLAFUR Gottskálksson og Ívar
Ingimarsson fengu báðir góða
dóma fyrir frammistöðu sína með
Brentford sem sigraði Wrexham,
1:0, í 2. deild.
BJARNÓLFUR Lárusson skor-
aði fyrra mark Scunthorpe sem
sigraði Barnet, 2:1, í 3. deild. Hann
jafnaði metin á 14. mínútu leiksins
með yfirveguðu skoti eftir fyrir-
gjöf. Scunthorpe hefur gengið vel í
síðustu leikjum og á nú ágæta
möguleika á að komast í úrslita-
keppnina um sæti í 2. deild.
GORDON Strachan, knatt-
spyrnustjóri Coventry, ætlar að
taka hart á Mustapha Hadji fyrir
að hrækja á Danny Higginbotham,
leikmann Derby, í leik liðanna á
laugardaginn. Hadji fékk rauða
spjaldið og Strachan sagðist ekki
þola neinum svona framkomu,
hvort sem það væri innan knatt-
spyrnuvallar eða utan.
HADJI var einn af fimm leik-
mönnum sem reknir voru af velli í
úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Hinir voru Danny Murphy hjá Liv-
erpool, Alan Smith hjá Leeds, Stu-
art Pearce hjá West Ham og
Danny Tiatto hjá Manchester City.
ANDY Oakes, markvörður
Derby, var borinn meiddur af velli
eftir 9 mínútna leik gegn Cov-
entry. Stöðu hans tók Mart Poom,
sem lék frábærlega fyrir áramót en
hafði verið frá keppni í þrjá mán-
uði, fyrst vegna meiðsla og síðan
vegna góðar frammistöðu Oakes.
FÓLK
STOKE City styrkti stöðu sína í
sjötta sæti ensku 2. deildarinnar í
knattspyrnu með sannfærandi
sigri á Bristol Rovers, 4:1, á heima-
velli á laugardaginn. Michael
Hansson skoraði tvívegis á fyrstu
16 mínútunum og Peter Thorne
bætti við tveimur mörkum í seinni
hálfleik en gestirnir svöruðu í lok
leiksins. Ríkharður Daðason og
Bjarni Guðjónsson lögðu upp sitt
markið hvor með góðum send-
ingum. Brynjar Björn Gunnarsson
og Stefán Þór Þórðarson voru líka
í byrjunarliði Stoke en Ríkharður,
Bjarni og Stefán fóru allir af velli
seint í leiknum. Birkir Kristinsson
var á varamannabekknum en Ga-
vin Ward, aðalmarkvörður Stoke
sem slasaðist snemma á tímabilinu,
hefur leyst hann af hólmi í mark-
inu. Guðjón Þórðarson lét lið sitt
leika 4/4/2 en sem kunnugt er
hafa stuðningsmenn og fjölmiðlar
þrýst mjög á að hann beiti þeirri
leikaðferð frekar en 5/3/2 sem
Stoke hefur notað lengst af í vetur.
Næstu lið fyrir neðan töpuðu
stigum þannig að möguleikar
Stoke á að komast í úrslitakeppn-
ina um sæti í 1. deild jukust um-
talsvert. Liðið er tíu stigum á eftir
Millwall sem er í öðru sætinu
þannig að líkurnar á að fara beint
upp eru litlar en Stoke á sjö leiki
eftir.
Staða Stoke mun betri
Lokeren missti af gullnu tækifæritil að komast í fjórða sætið í
belgísku 1. deildinni í knattspyrnu
þegar liðið tapaði,
2:1, fyrir Antwerpen
á laugardaginn.
Rúnar Kristinsson
var nálægt því að
skora fyrir Lokeren, beint úr auka-
spyrnu af 30 metra færi, en Mampa-
ey, markvörður Antwerpen, varði
naumlega. Arnar Þór Viðarsson
bjargaði skömmu síðar á marklínu
Lokeren eftir skyndisókn.
Antwerpen komst yfir í seinni
hálfleik með marki beint úr auka-
spyrnu en Sambegou Bangoura jafn-
aði með skalla eftir fyrirgjöf Auðuns
Helgasonar. Þegar 12 mínútur voru
eftir varð Lokeren fyrir miklu áfalli
þegar Auðun fékk sitt annað gula
spjald og var þar með rekinn af velli.
Stuttu seinna var Arnar Grétarsson
talinn hafa brotið á leikmanni Ant-
werpen og dæmd var mjög vafasöm
vítaspyrna sem Antwerpen skoraði
úr sigurmarkið.
Arnar Grétarsson vann mjög vel í
leiknum og átti hann margar góðar
sendingar sem framlínumenn Lok-
eren nýttu illa. Auðun var besti leik-
maður Lokeren, Arnar Þór Viðars-
son átti góðan leik en minna bar á
Rúnari, sem var skipt út af á 80. mín-
útu.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson lék
ekki með Harelbeke sem tapaði á
heimavelli, 1:2, fyrir Genk.
Auðun
sá rautt
Kristján
Bernburg
skrifar frá
Belgíu
Tvö glæsileg mörk frá StevenGerrard og Robbie Fowler í
fyrri hálfleik tryggðu Liverpool
verðskuldaðan sigur. Danny Murphy
var rekinn af velli 20 mínútum fyrir
leikslok en tíu leikmenn Liverpool
héldu fengnum hlut af öryggi og voru
nokkrum sinnum nálægt því að skora
þriðja markið úr skyndisóknum eða
með skotum frá miðju vallarins þeg-
ar Fabian Barthez, markvörður Un-
ited, var nokkrum sinnum langt utan
eigin vítateigs á lokakafla leiksins.
Gerard Houllier, knattspyrnu-
stjóri Liverpool, var hógvær að
vanda eftir sigurinn á erkifjendunum
á laugardaginn.
„Við áttum stórkostlegan fyrri
hálfleik og hefðum getað skorað fjög-
ur til fimm mörk. Þar sýndum við
hæfileika og þor, og í þeim síðari
sýndum við styrk og seiglu. Þarna
sást hvað liðið getur gert, en þótt við
höfum sigrað leikmenn Manchester
United er ekki þar með sagt að við
stöndum þeim jafnfætis. Það þarf að-
eins að horfa á þann stigafjölda sem
skilur liðin að, og árangur þeirra í
Evrópukeppninni,“ sagði Houllier.
Ósigurinn særir ekki
stolt okkar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri
meistaranna, tók ósigrinum vel.
„Þetta var magnaður leikur og raf-
magnað andrúmsloft, og ósigurinn
særir ekki stolt okkar. Okkur hefur
gengið vel á Anfield undanfarin ár,
það er erfiður staður heim að sækja
og það var ljóst að velgengni okkar
þar yrði ekki endalaus. Fyrsta mark-
ið ræður oft úrslitum og sú varð
raunin í þetta sinn. Þetta var stór-
brotið mark hjá Gerrard,“ sagði
Ferguson en hinn tvítugi Gerrard,
sem var valinn maður leiksins, skor-
aði markið með miklum þrumufleyg
af 30 metra færi.
Falleg mörk hjá Arsenal
Það voru líka skoruð falleg mörk á
Highbury þar sem Arsenal þurfti að
bíða í 70 mínútur með að brjóta ísinn
gegn Tottenham. Robert Pires og
Thierry Henry skoruðu þá mikil til-
þrifamörk með stuttu millibili.
„Við spiluðum vel og þurftum að
halda ró okkar. Marktækifærin voru
mörg og ég var viss um að við mynd-
um skora að lokum en Tottenham
varðist mjög vel. Sumir okkar manna
léku með David Rocastle og það var
erfitt fyrir þá að spila þennan leik
strax eftir að hafa frétt af andláti
hans,“ sagði Arsene Wenger, stjóri
Arsenal.
Leeds gerði góða ferð á Leikvang
ljósanna í Sunderland og vann þar,
2:0, með mörkum frá Alan Smith og
Mark Viduka. Gífurleg barátta er
framundan um sæti þrjú til sex sem
gefa öruggan þátttökurétt í Evrópu-
keppni.
Þórður í byrjunarliðinu
Þórður Guðjónsson var í fyrsta
skipti í byrjunarliði Derby sem tap-
aði í fyrsta skipti í sex leikjum, 2:0
fyrir Coventry. Þórður náði sér ekki
á strik frekar en flestir samherja
hans og fór af velli eftir klukkutíma
leik. Coventry vann þarna fyrsta leik
sinn á árinu og eygir enn von um að
halda sér í deildinni. Félagið hefur
níu sinnum bjargað sér frá falli í
lokaumferð deildarinnar og ekki
leikið utan hennar frá því það komst
þangað fyrst árið 1967.
Arnar Gunnlaugsson lék síðustu
30 mínúturnar með Leicester sem
tapaði, 2:0, fyrir Charlton í London.
Leicester datt með tapinu niður í ní-
unda sætið og stendur því höllum
fæti í baráttunni um Evrópusæti.
Liverpool lagði
Man. Utd. á Anfield
MANCHESTER United þarf sem fyrr þrjá sigra í viðbót til að tryggja
sér enska meistaratitilinn. Forskot liðsins minnkaði úr 16 stigum í
13 á laugardaginn þegar meistararnir töpuðu, 2:0, fyrir Liverpool í
hörkuleik á Anfield og Arsenal vann Tottenham á sannfærandi hátt
á Highbury, 2:0. Liverpool hefur þar með unnið báða deildaleiki sína
gegn Manchester United á tímabilinu og það hefur ekkert annað
félag gert, enda var þetta aðeins þriðja tap United í deildinni í vetur.
EIÐUR Smári Guðjohnsen blés
lífi í vonir Chelsea um að vinna
sér sæti í Evrópukeppni þegar
hann skoraði sigurmark liðsins
gegn Middlesbrough, 2:1, í ensku
úrvalsdeildinni á laugardaginn.
Þetta var 12. mark Eiðs fyrir
Chelsea í 30 leikjum á tímabilinu,
og í 15 af þessum leikjum hefur
hann komið inn á sem varamaður.
Níu markanna hefur Eiður gert í
úrvalsdeildinni sem er það mesta
sem íslenskur knattspyrnumaður
hefur nokkurn tíma skorað á einu
tímabili í þeirri deild.
Í umsögn um leikinn á heima-
síðu Chelsea er eftirfarandi að
finna: „Eiður Guðjohnsen hefur
sýnt að kaupin á honum fyrir að-
eins fjórar milljónir punda gætu
reynst bestu kaup Chelsea í ára-
raðir.“
Eiður Smári var ekki í byrj-
unarliði Chelsea þar sem hann
hafði lítið æft í vikunni á undan
eftir hnjámeiðslin sem hann varð
fyrir í landsleik Íslands og Búlg-
aríu. Gianfranco Zola tók stöðu
hans og skoraði eina mark fyrri
hálfleiks. Eiður kom inn á sem
varamaður fyrir Jesper Grönkjær
í byrjun síðari hálfleiks. Alen
Boksic jafnaði fljótlega fyrir Boro
en síðan var röðin komin að Ís-
lendingnum. Á 63. mínútu nýtti
hann sér slæm mistök Noels
Whelans sem ætlaði að senda
boltann á markvörð sinn, Mark
Schwarzer. Eiður komst inn í
sendinguna, vék sér laglega und-
an tæklingu og lyfti boltanum yf-
irvegað yfir Schwarzer og í netið.
Reuters
Eiður Smári Guðjohnsen er búinn að senda knöttinn fram hjá
Mark Schwarzer, markverði Middlesbrough, og fagnar marki
sínu með því að fara til áhorfenda á Stamford Bridge í London.
Reuters
Bestu kaup
Chelsea í áraraðir