Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.04.2001, Qupperneq 12
NÝR þjálfari tekur við karla- liði Stjörnunnar í handknatt- leik á næsta tímabili en Einar Einarsson ætlar ekki að halda störfum sínum áfram hjá Garðabæjarliðinu. „Þegar Eyjólfur Bragason hætti með liðið fyrr í vetur tók Einar að sér að stjórna liðinu út leiktíðina og hann gerði okkur strax grein fyrir því að hann yrði ekki áfram. Við er- um þegar byrjaðir að leita að þjálfara og höfum rætt við nokkra aðila og vonandi get- um við fengið botn í þessi þjálfaramál sem allra fyrst,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, formaður handknattleiks- deildar Stjörnunnar, við Morgunblaðið í gær. Rússinn Euduard Mosk- alenko verður að öllu óbreyttu áfram með Garðabæjarliðinu á næstu leiktíð. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en klásúla er þó í samningnum um að fái hann tilboð frá þýsku félagi geti hann farið. Ekkert slíkt er uppi á borðinu hjá Rússanum, að sögn Þorsteins, svo líklegt er að hann verði um kyrrt í Garðabænum. Arnar Pét- ursson er einn þriggja leik- manna Stjörnunnar sem eru með lausan samning í vor og má fastlega búast við að hann yfirgefi liðið en eins og frægt er orðið neituðu Stjörnumenn að skrifa undir félagaskipti Arnars til Fram fyrir þessa leiktíð. Stjarnan í þjálfaraleit  JOEY DiGimarino, bandaríski knattspyrnumaðurinn sem er til reynslu hjá Fylki, lék fyrri hálfleik- inn með Árbæjarliðinu gegn FH í deildabikarnum á laugardaginn. Di- Gimarino þýtti sýna ágæta takta og átti stangarskot. Fylkir vann leikinn, 2:1.  ADOLF Sveinsson er genginn til liðs við 1. deildarlið Stjörnunnar frá Val. Adolf lék sinn fyrsta leik með Garðbæingum á sunnudag og skor- aði eitt mark í óvæntum stórsigri þeirra á Skagamönnum, 4:1.  GUÐNÝ Þórðardóttir, 17 ára stúlka úr Val, skoraði fimm mörk þegar Hlíðarendaliðið vann Hauka, 7:0, í deildabikarkeppni KSÍ í Reykjaneshöll í fyrrakvöld.  HILDUR Einarsdóttir, sem er ný- orðin 16 ára, kom inn á sem vara- maður og skoraði þrennu á aðeins 17 mínútum í sínum fyrsta meistara- flokksleik með Breiðabliki, þegar Kópavogsliðið vann RKV, 13:0, í deildabikarnum í Reykjaneshöll í fyrrakvöld.  HÓLMFRÍÐUR Samúelsdóttir, sem einnig er 16 ára, skoraði strax á 3. mínútu fyrir Breiðablik í sínum fyrsta meistaraflokksleik. Hún er dóttir Ástu B. Gunnlaugsdóttur sem er markahæst í efstu deild kvenna frá upphafi með 154 mörk.  HÓLMFRÍÐUR hefur greinilega erft markheppni móðurinnar því hún þurfti ekki að hafa mikið fyrir mark- inu. Hún fékk boltann í andlitið fyrir utan vítateig RKV og af henni þeytt- ist boltinn alla leið í netið.  BÁRA Gunnarsdóttir, leikmaður með Breiðabliki, ristarbrotnaði í leiknum við RKV og verður Bára frá æfingum og keppni næstu sex vik- urnar. FÓLK ÞÓREY Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, heldur uppteknum hætti og bætti sig enn um helgina, nú um 4 sentímetra, stökk 4,35 metra á háskólamóti í Athens í Georgíruríki, en þar stundar hún háskólanám í um- hverfisverkfræði. Um leið bætti hún eigið skólamet og innsiglaði þátttökurétt sinn á bandaríska háskólameistaramótinu utanhúss sem fram fer í Eugene í byrjun júní. Þórey vann öruggan sigur á mótinu. Næst varð April Stiner frá háskólanum í Arkansas, stökk 4 metra og þriðja sætið kom í hlut Corrie Drakulich, sem einnig stundar nám í Athens eins og Þór- ey, stökk 3,70. „Ég stökk ágætlega þrátt fyrir að nokkur vindstrekkingur væri og kuldi á meðan mótið fór fram,“ sagði Þórey eftir keppnina. Hún lyfti sér yfir 4,20 og 4,35 í fyrstu tilraun og reyndi síðan að bæta bandaríska háskólameistaramóts- metið um einn sentímetra með því að fara yfir 4,46. Segist Þórey hafa verið nálgæt að fara yfir þá hæð í annarri tilraun af þremur. „Metið kemur fljótlega. Mér leið mjög vel í keppninni og fékk góðan stuðning frá félögum mínum við skólann,“ sagði Þórey ennfremur. Þetta var sjöundi sigur hennar í stang- arstökki á háskólamóti síðan hún hóf nám í Athens um sl. áramót, fimm þeirra eru á innanhússmótum en tveir utanhúss.Hún reiknar með að keppa næst eftir hálfan mánuð en þó er ekki loku fyrir það skotið að hún reyni fyrir sér á móti á heimavelli um næstu helgi. Þórey Edda bætir sig um 4 cm Teitur stefnir á gullið EFTIR tvær vikur hefst keppni í norsku úrvaldsdeild- inni í knattspyrnu og líkt og í fyrra er þjálfari Brann, Teit- ur Þórðarson, eini þjálfarinn sem segir upphátt að mark- miðið liðsins sé að keppa um gullið við meistara síðustu níu ára, Rosenborg. „Við ætl- um að gera allt sem við get- um til að bæta árangur okkar frá því í fyrra en til þess þurf- um við að vinna í deildinni þar sem við enduðum í öðru sæti,“ sagði Teitur við Verd- ens Gang. Teitur sagði að ef þjálfarar settu ekki stefnuna á toppinn væru þeir að senda þau skilaboð til sinna manna að það sé viðunandi að tapa fyrir Rosenborg. Segja má að gangur leiksins hafiverið eins og búist var við og ljóst að ÍS átti fá svör við öguðum og úthugsuðum leik Þróttar. Þróttur sigraði nokkuð örugglega, 25:14, 25:11, 20:25 og 25:17. Tap Þróttar í þriðju hrinu hleypti örlítið meiri spennu í leikinn en sig- urinn var þó aldrei í hættu. Bestar í liði Þróttar voru þær Anna Pavlio- uk, sem nýlega var kjörin besti leik- maðurinn á Íslandsmótinu í blaki kvenna, og fyrirliðinn Hulda Elma Eysteinsdóttir. Hjá ÍS var Dagbjört Víglundsdóttir best en ljóst er að ÍS liðið skortir meiri samæfingu. Það var Smári Geirsson forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar sem afhenti Þróttarstúlkum bikarinn við mikinn fögnuð áhorfenda sem fylltu íþrótta- húsið í Neskaupstað. Lið Þróttar hefur haft töluverða yfirburði í kvennablakinu í vetur, líkt og í fyrravetur. Segist Petrún Jónsdóttir, þjálfari Íslandsmeistar- anna, fyrst og fremst þakka það þrotlausum æfingum og metnaðar- fullum mannskap: „Sérhæfing liðs- manna er orðin mikil og hefur það skilað góðum árangri,“ sagði Pet- rún. Jafnframt kom fram í máli Pet- rúnar að verið sé að skoða mögu- leika á öðrum og stærri verkefnum á erlendri grund fyrir liðið á komandi vetri. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Meistararnir frá Neskaupstað. Í fremri röð frá vinstri eru Iðunn Pála Guðjónsdóttir, Hulda Elma Eysteinsdóttir, Þorbjörg Ólöf Jóns- dóttir, Hjálmdís Zoëga, Aðalheiður Árnadóttir og Joanna L. Wojtowicz. Aftari röð frá vinstri: Sæunn Svava Ríkharðsdóttir, Anna Pavliouk, Natalia Gomzina, Jóna Harpa Viggósdóttir og Petrún Bj. Jónsdóttir. Þrenna ann- að árið í röð KVENNALIÐ Þróttar í Neskaupstað tryggði sér Íslandsmeistaratitil í blaki kvenna á laugardaginn með öruggum 3-1 sigri á liði ÍS í íþróttahúsinu í Neskaupstað. Með þessum sigri tryggðu Þróttar- stelpurnar sinn þriðja titil í ár, en um síðustu helgi sigruðu þær ÍS í bikarúrslitum og áður höfðu þær unnið deildarmeistaratitilinn. Stúlkurnar frá Neskaupstað endurtóku því leikinn frá í fyrra, að sigra þrefalt. Þróttur Neskaupstað Íslandsmeistari í blaki kvenna Kristín Ágústsdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.