Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 1
Sunnudagur
8. apríl 2001
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
Forstöðumaður
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns ný-
stofnaðrar Krabbameinsmiðstöðvar Landspítala-
háskólasjúkrahúss. Forstöðumaður skal vera
læknir og æskilegt er að viðkomandi hafi auk
sérfræðiréttinda, innsæi og reynslu af rannsóknum
í heilbrigðisvísindum. Einnig er stjórnunar- og
rekstrarreynsla æskileg. Staðan er 80% starf og
veitist frá og með 1. júlí 2001. Forstöðumaður
ber faglega og rekstrarlega ábyrgð á starfseminni
gagnvart stjórn KM-LSH, forstjóra og yfirstjórn
spítalans og er hann æðsti starfsmaður miðstöð-
varinnar.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám, fyrri
störf, ritsmíðar, vísindavinnu og reynslu af stjórn-
unarstörfum sendist í tvíriti til formanns stjórnar
KM-LSH, Margrétar Oddsdóttur, handlækninga-
deild LSH-Hringbraut, 101 Reykjavík, fyrir 15.
maí n.k. En hún veitir einnig upplýsingar um
stöðuna í síma 560 1000, netfang
margreto@landspitali.is. Mat byggist á innsendum
umsóknargögnum og viðtölum við umsækjendur.
Stofnskrá Krabbameinsmiðstöðvarinnar má sjá
á neti Landspítala-háskólasjúkrahúss.
Deildarlæknar
Tvær stöður deildarlækna við svæfinga- og
gjörgæsludeild Hringbraut eru lausar til umsóknar,
önnur frá 1/10 2001 og hin frá 1/1 2002.
Starfshlutfall 100%. Ráðningartími er 6 mánuðir
eða lengur. Til greina kæmi að hluta ráðningar-
tímans yrði varið á svæfinga- og gjörgæsludeild
Fossvogi.
Umsóknir ásamt CV berist til prófessors Gísla
Sigurðssonar forstöðulæknis svæfinga- og gjör-
gæsludeildar Landspítala Hringbraut fyrir 1. maí
2001. En hann veitir nánari upplýsingar ásamt
Guðrúnu Bragadóttur, deildarlækni í síma 560
1375, netfang gudrbrag@landspitali.is
Hjúkrunarfræðingur
Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á geisla-
meðferðareiningu krabbameinslækningadeildar
Hringbraut. Starfið felst m.a. í því að taka þátt í
þverfaglegu starfi á deildinni við geislameðferð.
Starfið er dagvinna og boðið er upp á einstaklings-
hæfða aðlögun með reyndum hjúkrunar-
fræðingum.
Upplýsingar veita Jóna Margrét Kristjánsdóttir
deildarstjóri í síma 560 1460, netfang
jonamk@landspitali.is og Kristín A. Sophusdóttir
sviðsstjóri í síma 560 1000, netfang
kristsop@landspitali.is
Hjúkrunarfræðingur - sumarafleysing
Hjúkrunarfræðing vantar til afleysinga í sumar á
móttöku- og endurkomudeild á Landakoti.
Dagvinna ( 8-16 ) frí um helgar.
Starfshlutfall 100%.
Upplýsingar veitir Björg Guðmundsdóttir
aðstoðardeildarstjóri í síma 525 1914, netfang
bjorgg@landspitali.is
Deildarstjóri
Staða deildarstjóra frávikagreiningar og
rekstrareftirlits á fjármálasviði Landspítala –
háskólasjúkrahúss er laus til umsóknar. Um er að
ræða fullt starf sem felst í samanburði á rauntölum
við áætlanir ásamt rekstrarráðgjöf. Æskilegt er
að umsækjandi hafi menntun og eða reynslu í
klínísku starfi ásamt rekstri og stjórnun.
Upplýsingar veitir Anna Lilja Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri skrifstofu fjárreiðna og
upplýsinga í síma 560 2930, netfang
annaligu@landspitali.is.
Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur
óskast sem fyrst á sængurkvennadeild 1, 22A
Hringbraut. Starfið felst m.a. í hjúkrun kvenna
og barna þeirra eftir eðlilegar fæðingar, keisara-
skurði og inngripsfæðingar, ásamt hjúkrun kvenna
í sængurlegu með langvinna sjúkdóma. Boðið er
upp á tvískiptar vaktir. Starfshlutfall 100%.
Upplýsingar veitir Sólveig Friðbjarnardóttir
deildarstjóri í síma 560 1151, netfang
solvffri@landspitali.is
Hjúkrunarfræðingar
Vegna aukinna verkefna eru lausar stöður
hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttöku í
Fossvogi. Verkefni eru margvísleg og lúta m.a.
að móttöku og hjúkrun bráðveikra og slasaðra,
forgangsröðun, símaráðgjöf, áfallahjálp og
hjúkrun á sólarhrings gæsludeild. Nýir hjúkrunar-
fræðingar fá mánaðar aðlögun auk sérhæfðra
námskeiða. Æskilegt er að umsækjendur hafi
a.m.k. 2 ára starfsreynslu við hjúkrun og hyggist
starfa á deildinni í a.m.k. 2 ár. Möguleiki á
sveigjanlegum vinnutíma.
Upplýsingar veita Margrét Tómasdóttir sviðsstjóri
í síma 525 1705, netfang margt@landspitali.is
og Guðbjörg Pálsdóttir deildarstjóri í síma 525
1720, netfang guggap@landspitali.is.
Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til
23. apríl n.k., nema annað sé tilgreint.
Mosfellsbær
Fræðslu- og menningarsvið
Kennarar
á yngsta stigi
Í Mosfellsbæ viljum við ráða
kennara sem vilja sérhæfa sig í
byrjendakennslu.
Í bænum ríkir nemenda- og starfsmanna-
væn skólastefna.
Mosfellsbær miðar við að nemendur í 6 ára
deildum fari ekki yfir 18 í bekk.
Í Mosfellsbæ starfa stuðningsfulltrúar í öll-
um 6 ára bekkjum.
Við leitum eftir hugmyndaríkum kennurum
og hvetjum sérstaklega unga kennara til
að kynna sér starfsaðstæður og kjör.
Við bjóðum ykkur velkomin í samhentan
hóp starfsmanna við grunnskólana í
Mosfellsbæ. Annars vegar er um að ræða
Varmárskóla og hins vegar nýjan skóla á
vestursvæði.
Upplýsingar gefa Sigríður Johnsen, aðstoð-
arskólastjóri, í símum 525 0700/862 9701,
Viktor A. Guðlaugsson, skólastjóri, í síma
566 6186/897 0943, Jóhanna Magnúsdóttir í
símum 586 8200/864 0111 eða Birgir Einars-
son í síma 525 6700/897 4791.
Laun grunnskólakennara eru skv. kjara-
samningum Launanefndar Sambands
íslenskra sveitarfélaga og KÍ.
Umsóknum sé skilað í síðasta lagi mánu-
daginn 23. apríl 2001.
Mosfellsbær er um 6.100 íbúa sveitarfélag.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í skólum
bæjarins á síðustu árum og ríkjandi er já-
kvætt og metnaðarfullt viðhorf til skóla-
mála. Í bænum er rekið öflugt tómstunda-
og íþróttastarf við góðar aðstæður.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar veitir skólun-
um faglega þjónustu og ráðgjöf jafnframt
því sem hún aðstoðar við nýbreytni- og
þróunarstarf og stendur fyrir símenntun
fyrir kennara
Skólafulltrúi.
Mötuneyti
Starfsfólk óskast í mötuneyti Reykjalundar.
Bæði er um að ræða sumarafleysingar og störf
til lengri tíma. Möguleiki er á húsnæði á staðn-
um fyrir einstakling.
Upplýsingar gefur Geir Þorsteinsson í síma
566 6200.