Morgunblaðið - 08.04.2001, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 D 7
Frá Tónlistarskóla Skagafjarðar
Kennarar
Kennara vantar að Tónlistarskóla Skagafjarðar.
Æskilegar kennslugreinar:
Píanó, tréblásturshljóðfæri, gítar og fiðla.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2001.
Upplýsingar gefur skólastjóri, Sveinn Sigur-
björnsson, í síma 453 5790 og hs. 453 6092
eða aðstoðarskólastjórar, Anna Kristín Jóns-
dóttir í síma 453 7311 og Stefán R. Gíslason
í síma 453 8819. Netföng: tons@skagafjordur.is
eða svs@krokur.is .
Menntaskólinn á Egilsstöðum,
700 Egilsstaðir, sími 471 2500.
Laus störf
frá 31. ágúst 2001
I. Starf sérkennara, heil staða.
Starfið felst m.a. í yfirumsjón með sérkennslu
í skólanum ásamt deildarstjóra almennrar
námsbrautar.
II. Störf raungreinakennara, allt að
fjórar stöður
Kennslugreinar:
Efnafræði og NÁT 123 (1 st.).
Líffræði og NÁT 103 (1 st.).
Eðlisfræði og stærðfræði (2 st.).
III. Hlutastörf í eftirtöldum
kennslugreinum:
Listgreinar (áfangar á listabraut).
Sérgreinar upplýsinga- og fjölmiðlabrautar.
Sálfræði og lífsleikni.
Krafist er háskólamenntunar og kennslu-
réttinda í viðkomandi kennslugreinum.
Laun samkvæmt kjarasamningi milli KÍ
og fjármálaráðherra.
Umsóknir um ofangreind störf, ásamt upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf, sendist
skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum,
sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma
471 2501 og 471 3820. Netfang: hob@me.is .
Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2001.
Skólameistari.
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is
Við leitum að kerfisfræðingi, tölvunarfræðingi eða
manneskju með sambærilega menntun sem tilbúin
er að axla ábyrgð og takast á við spennandi og kref-
jandi forritunarverkefni í vélatengdu þróunarumhverfi.
Reynsla er æskileg en ekki skilyrði.
Starfið felst í hönnun og þróun, kvótun, prófunum
og skjölun.
Við bjóðum þér að slást í hóp með úrvals starfsfólki
sem hefur mikla reynslu og stendur framarlega á
heimsvísu við lausn hugbúnaðarverkefna á sviði
vigtunar og mælitækja fyrir erlendan markað.
Starfinu fylgja ferðalög jafnt innanlands sem utan,
t.d. til Noregs og Bandaríkjanna, ásamt því að ýmsir
kostir í þjálfun og endurmenntun eru í boði.
Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers merktar ,,Póls“ fyrir
17. apríl nk.
Upplýsingar veitir: Ari Eyberg.
Netfang: ari.eyberg@is.pwcglobal.com
Póls hf. er vaxandi og öflugt hátæknifyrirtæki á alþjóðamarkaði, með
aðalbækistöðvar á Ísafirði, perlu Vestfjarða og einum fjölskylduvænsta stað
landsins. Á Ísafirði er öflugt menningarlíf, góð íþróttaaðstaða, auðveldur
aðgangur að leikskólum og dagvistun, stuttar vegalendir milli heimilis og
vinnu og lítil bílamengun, góð opinber þjónusta og frábært húsnæðisverð.
Síðast en ekki síst er þar minni andleg streita e.t.v. vegna nálægðarinnar við
stórbrotna náttúru. Á Ísafirði er einnig fyrirmyndar aðstaða til skíðaiðkunar
og önnur tækifæri til vetraríþrótta.
Forritari
Póls hf. á Ísafirði óskar eftir að ráða
forritara í þróunarvinnu.
Kolonien Filadelfia
DanmörkuTaugasálfræðingur
óskast við endurhæfingu heilaskaddaðra sjúklinga
Endurhæfingarmiðstöðin í Kurhus, Danmörku
Við leitum að taugasál-
fræðingi í 30-37 tíma á
viku til að annast þverfag-
lega starfræna endurhæf-
ingu sjúklinga sem hafa
væg eða alvarleg einkenni
traumatísks heilaskaða.
Gert er ráð fyrir nýrri
stöðu í sálfræðingahópi
endurhæfingarmiðstöðvar-
innar, þar sem nú starfa 4
sálfræðingar. Miðstöðin
rúmar 18 skjólstæðinga
sem fá sólarhings þjálfun í
3-15 mánuði. Starfsemin
tekur einnig til nýreists út-
skriftarhúsnæðis með 6
íbúðum, þar sem nokkrir
af skjólstæðingum mið-
stöðvarinnar geta fengið
inni í 1-2 ár og er það lið-
ur í lengra endurhæfingar-
ferli.
Starfsvið sálfræðing-
anna er í þróun í sam-
starfi við aðra faghópa
stöðvarinnar, en hér fer
fram náið og þverfaglegt
samstarf allra starfsmanna.
Taugasálfræðingar sjá um
samband við hvern skjól-
stæðing, einstaklingsmið-
aða þjálfun hugarstarfs svo
og þjálfun í hópum, sam-
band við aðstandendur,
aðstandendahópa, annast
taugasálfræðilegt mat auk
þess að hafa yfirumsjón
með þverfaglegu starfi
með tilliti til endurhæfing-
aráætlana, útskriftarferla
og eftirfylgni.
Við óskum eftir
taugasálfræðingi sem allra
fyrst, sem gjarnan hefur
bæði sérmenntun og víð-
tæka reynslu; er áhuga-
samur og sveigjanlegur í
viðhorfi sínu til starfsins
og er innblásinn í sam-
starfi sínu við kollega,
skjólstæðinga og fjölskyld-
ur þeirra, og getur um
leið aukið við faglega
hæfni okkar.
Við bjóðum
aðlaðandi og lifandi starfs-
umhverfi þar sem öll að-
staða er góð, einnig hvað
varðar endurmenntun,
vinnutími er sveigjanlegur
og viðkomandi getur haft
áhrif á framtíðarþróun
endurhæfingarstarfsins.
Laun
samkvæmt samningum
Kolonien Filadelfia og
Samtaka danskra
sálfræðinga.
Kynntu þér starfsemi okk-
ar á www.kurhus.dk og
hægt er að snúa sér til
Anders Kirkeskov
sími 0045 5826 5050/5103
eða netfang
kurhus@vestamt.dk
og fá nánari upplýsingar,
starfslýsingu og upplýsing-
ar um heimsókn á
miðstöðina og útskriftar-
deildina.
Umsóknir
verða að hafa borist að
morgni 18. apríl 2001.
Viðtöl fara fram u.þ.b.
viku seinna.
Umsónir, merktar „840
Neuropsyk“, sendist til
Kolonien Filadelfia
Løn- og
personaleafdelingen,
Kolonivej 1,
DK-4293 Dianalund,
Danmörku.
Flogaveikisjúkrahúsið í Dianalund • Endurhæfingarmiðstöð fyrir heilaskaddaða • Sérskólar • Vinnustofur • Útskriftarhúsnæði •
Félags- og heilbrigðisskóli • Funda- og ráðstefnumiðstöð
Hjúkrunarfræðingar
Heilsugæslustöðina á Dalvík vantar hjúkrunar-
fræðing til sumarafleysinga í 1—1½ mánuð um
miðjan júlí og allan ágúst.
Kjörið tækifæri til að kynnast þeirri hjúkrun sem
fram fer í heilsugæslu.
Áhugasamir hafi samband við:
Lilju Vilhjálmsdóttur,
hjúkrunarforstjóra,
vinnusími 466 1500,
heimasími 466 1616.