Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 8
8 D SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
DIGRANESSKÓLI
Eftirtaldar kennarastöður við Digranes-
skóla eru lausar til umsóknar:
• Almenn kennsla í 1. - 10. bekk
• Myndmenntakennsla
• Tónmenntakennsla
• Sérkennsla
Digranesskóli er einsetinn grunnskóli í grónu
hverfi í austurbæ Kópavogs með um 520
nemendur.
Laun skv. kjarasamningi KÍ og Launanefndar
sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur til 1. maí 2001.
Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla-
stjóri í síma 554 0290.
Starfsmannastjóri
KÓPAVOGSBÆR
Lektor í íslensku
Kennaraháskóli Íslands vill ráða lektor í fullt
starf og eru meginverkefni hans, auk rann-
sókna, að kenna íslensku með sérstakri áherslu
á framsögn og framsagnakennslu. Kennslan
fer fram bæði sem staðbundin kennsla og fjar-
kennsla og getur verið bæði í grunndeild og
framhaldsdeild. Einnig þarf lektorinn að sinna
endurmenntun á starfssviði Kennaraháskólans.
Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi
á sínu sviði hið minnsta eða hafa jafngilda
þekkingu og reynslu að mati dómnefndar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi kennslu-
reynslu og kynni af skólastarfi á mismunandi
skólastigum. Gert er ráð fyrir ráðningu í starfið
frá 1. ágúst 2001.
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar skýrslur um
námsferil, fræðistörf og kennslureynslu um-
sækjenda ásamt námsvottorðum. Þá skulu um-
sækjendur leggja fram þau rit, birt eða óbirt,
sem þeir óska eftir að verði tekin til mats dóm-
nefndar á fræðilegri hæfni sinni. Æskilegt er
að umsækjendur geri grein fyrir því hverjar
rannsóknarniðurstöður sínar þeir telji mark-
verðastar.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfs-
manna ríkisins.
Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð
en umsóknum og umsóknargögnum skal skila
á skrifstofu Kennaraháskóla Íslands v/
Stakkahlíð, 105 Reykjavík fyrir 1. maí 2001.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un hefur verið tekin um ráðningu.
Upplýsingar gefur Auður Torfadóttir, deildar-
forseti grunndeildar skólans, og Sigurður Kon-
ráðsson, prófessor, í síma 563 3800.
Álftanesskóli
Bessastaðahreppi
Kennarar og skólaliðar
Næstkomandi skólaár, 2001 til 2002, eru
lausar stöður við Álftanesskóla,
Bessastaðahreppi
Við leitum að kennara í sérkennslu, til kennslu
í heimilisfræðum, hannyrðum, myndmennt
og íþróttum.
Ennfremur óskast kennarar til afleysinga frá
1. ágúst til 31. desember í almenna bekkjar-
kennslu og starfsmenn til að vinna með börn-
um sem eru í Frístund eftir hádegi.
Álftanesskóli er einsetinn grunnskóli með 1.—
7. bekk og fjöldi nemenda er 230 í 13 bekkjar-
deildum. Við tókum í notkun nýtt og glæsilegt
húsnæði haustið 2000 og er skólinn búinn full-
komnum kennslutækjum þannig að vinnuað-
staða bæði kennara og nemenda er eins og
best verður á kosið. Fjaran og fuglarnir eru
nágrannar okkar sem gefur mikla möguleika
til lifandi náttúrufræðikennslu og ekki spillir
að við höfum sérútbúna kennslustofu til raun-
greinakennslu.
Undanfarin ár hefur verið unnið öflugt þróunar-
starf varðandi breytta kennsluhætti í stærð-
fræði og skólinn hlotið styrki til þess. Einnig
hefur skólinn fengið styrki til þróunarverkefna
á sviði upplýsinga- og tæknimenntar, mats á
skólastarfi og til samskipta við skóla á Norður-
löndunum og í Lettlandi.
Umsóknarfrestur er til 28. apríl og upplýsingar
um störfin veita Erla Guðjónsdóttir, skólastjóri,
í símum 565 3662 og 891 6590 og Ingveldur
Karlsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma
565 3662.
Umsóknir berist til skólastjóra.
Nánari upplýsingar um ofangreind störf fást
á www.job.is
Almenn kennsla í 1. - 7. bekk,
kennsla í list- og verkgreinum
Íþróttir
Tölvukennsla og tölvuumsjón
Sérkennsla
Umsóknarfrestur rennur út 7. maí 2001
Laus eru störf við
nýjan skóla í Grafarholti
Laun skv. kjarasamningum KÍ og
Launanefndar sveitarfélaga.
Umsóknir ber að senda á Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1, merktar ,,nýr
skóli í Grafarholti”.
Upplýsingar veita Guðlaug
Sturlaugsdóttir, skólastjóri í síma
894-1356, gustur@ismennt.is .
Aðstoðarskólastjóri
Kröfur til umsækjenda:
Kennaramenntun og kennslureynsla
Framhaldsmenntun æskilegt t.d. á sviði
stjórnunar eða í uppeldis- og kennslufræði
Stjórnunarhæfileikar og reynsla af stjórnun
Lipurð í mannlegum samskiptum
Metnaður í starfi
Þekking á sviði rekstrar er æskileg
Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl 2001
Kennarar