Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.04.2001, Qupperneq 10
10 D SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ Leikskólakennarar — tónlistarkennarar — kennaranemar Nokkrar stöður leikskólakennara við leikskól- ann Leikskála á Siglufirði eru lausar til umsókn- ar. Leikskálar er gróinn leikskóli í nýlegu húsnæði, með um 100 nemendur í þremur deildum og eru 14,2 stöðugildi við skólann og er aðbúnað- ur þar góður. Í skólanum er m.a. unnið að gerð skólanám- skrár. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í vinnu- síma 467 1359; netfang: skalar@simnet.is eða 467 1908 heima. Við Tónlistarskóla Siglufjarðar er laus ein staða tónlistarkennara. Um er að ræða heila stöðu og æskilegar kennslugreinar eru blásturshljóð- færi og kennsla í forskóladeild. Rúmlega 100 nemendur eru í skólanum í vetur. Upplýsingar veitir tónlistarskólastjóri í vinnu- síma 467 1319; netfang: eliasth@ismennt.is eða 467 1227 heima. Einnig má hafa samband við skólafulltrúa í síma 460 5600 eða netfang: skolaskr@siglo.is varðandi þessar stöður. Siglufjörður er 1600 manna bær við samnefndan fjörð. Þar er öll almenn þjónusta, s.s. sjúkrahús, heilsugæsla og ýmis konar verslanir. Þar er einnig veglegt síldarminjasafn, blómlegt félags- og tónlistarlíf t.d. kvennakór og karlakór og unnið að uppsetningu þjóðlagaseturs. Mikið íþróttastarf er hér, sundlaugin góð og nýlegt íþróttahús. Gott skíðaland er svo og fjölbreyttar gönguleiðir. Það er vel þess virði að kynna ser málið betur með því að hafa sam- band við okkur. Rétt er að benda á heimasíður Siglufjarðar www.silgo.is og Grunn- skóla Siglufjarðar www.sigloskoli.is . Skólaskrifstofa Siglufjarðar. Sölumaður á fasteignasölu Fasteignasala í Reykjavík óskar að ráða sölu- mann frá og með næstu mánaðarmótum. Leitað er að duglegum sölumanni, helst með reynslu af sölu fasteigna. Viðkomandi þarf að hafa góða framkomu, vera stundvís, vanur að vinna við tölvur og bíl til umráða. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, góðan vinnuanda og laun eru árangurstengd. Áhugasamir skili inn umsókn á auglýsingadeild Mbl. með upplýsingum um aldur menntun og fyrri störf, fyrir fimmtudaginn 12. apríl merkt: „Traustur — 11104“. Grindavík Byggingarfulltrúi í Grindavík Grindavíkurbær auglýsir starf byggingarfulltrúa laust til umsóknar. Byggingarfulltrúi þarf að uppfylla skilyrði 48. og 49. gr. skipulags- og byggingarlaga og sinn- ir öllum verkefnum byggingarfulltrúa sam- kvæmt lögum og reglugerðum. Auk þess sér byggingafulltrúi/bæjartæknifræð- ingur um skipulagsmál, samskipti við Fast- eignamat ríkisins og hefur yfirstjórn og eftirlit með verklegum framkvæmdum á vegum bæj- arins. Hann sér um viðhald á öllum fasteignum bæjarins. Miklar og spennandi framkvæmdir eru á döf- inni í Grindavík. Hafnarframkvæmdir eru þar fyrirferðamestar, einnig framkvæmdir við grunnskóla og gatnagerð, en góður gangur er í húsbyggingum um þessar mundir. Á næstu árum standa til umfangsmiklar holræsafram- kvæmdir. Vinna við nýtt aðalskipulag er langt komin. Grindavík er staður í mikilli sókn, íbúar eru um 2.350 og fjölgaði mikið á síðasta ári. Hér er góð almenn þjónusta, kraftmikið fólk, blómlegt íþróttalíf og Bláa lónið við bæjardyrnar. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri, Einar Njálsson, í síma 420 1100, einnig má hafa samband við fráfarandi bygging- arfulltrúa, Viðar Má Aðalsteinsson. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna í Grindavík, Víkurbraut 62, 240 Grindavík, í síðasta lagi 23. apríl 2001. Bæjarstjórinn í Grindavík Rannsóknastofa Há- skólans í meinafræði Tveir líffræðingar óskast sem fyrst til vísinda- starfa við eftirfarandi verkefni: Rannsóknir á brjóstakrabbameini Á rannsóknastofu okkar er hópur vísindamanna sem stundar rannsóknir á brjóstakrabbameini í samstarfi við aðra vísindamenn, bæði inn- lendra og erlendra. Meðal spennandi verkefna verður að taka þátt í staðsetningu og einangrun á brjóstakrabbameinsgeninu BRCA2. Við leit- um að einstaklingi með líffræðimenntun eða sambærilegri menntun. Hann þarf helst að vera tæknilega sinnaður, hafa reynslu af tölvuvinnu og líða vel sem hluti af hóp sem vinnur saman að sameiginlegu markmiði. Rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli Um er að ræða rannsóknaverkefni með aðal- áherslu á leit og rannsóknir á genum sem hafa áhrif til myndunar og framþróunar á krabba- meinsvexti í blöðruhálskirtli. Ef vilji er fyrir hendi þá er möguleiki á að tengja starfið verk- efni til meistaragráðu eða annarrar sambæri- legrar menntunar. Vinsamlegast sendið inn umsókn fyrir 25. apríl merkt: „Krabbameinsrannsóknir“, R.H. í meina- fræði, HÚS 14, Landspítali—háskólasjúkrahús, v/Hringbraut. Frekari upplýsingar gefur Rósa Björk í síma 560 1908. Á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði starfa bæði líf- fræðingar, læknar og meinatæknar auk fjölda annarra fag- stétta. Starfssvið stofnunarinnar er vítt, en meginstarfsemin er tengd greiningum og rannsóknum á krabbameini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.