Morgunblaðið - 08.04.2001, Side 22
22 D SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LANDSSAMBAND hestamanna-
félaga og verkefnisstjórn Vind-
heimamela fyrir hönd hestamanna-
félaganna í Skagafirði undirrituðu á
fimmtudaginn samning um afnot á
mótssvæðinu á Vindheimamelum í
Skagafirði fyrir landsmót hesta-
manna sem halda á þar 2. til 7. júlí
árið 2002. Rekstraraðili landsmóts-
ins af hálfu Bændasamtaka Íslands
og LH er Landsmót hestamanna
ehf.
Framkvæmdanefnd, starfs-
maður og skrifstofan klár
Þeir Páll Dagbjartsson fyrir
hönd verkefnisstjórnar, Jón Albert
Sigurbjörnsson fyrir hönd LH og
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, for-
maður stjórnar Landsmóts hesta-
manna ehf., undirrituðu samning-
inn í skemmtilegri og sérlega
skagfirskri umgjörð í Miðgarði í
Skagafirði á fimmtudagskvöldið að
viðstöddum gestum. Þar stóð nefni-
lega yfir æfing karlakórsins Heim-
is, en kórmeðlimir mættu í einkenn-
isbúningi kórsins í tilefni dagsins.
Kórinn söng nokkur lög og fór á
kostum og vakti athygli að einn af
einsöngvurunum var hinn níu ára
gamli Aron Pétursson frá Víðidal
II.
Jafnframt var framkvæmdanefnd
mótsins kynnt. Hana skipa Hjörtur
Einarsson, formaður úr Austur-
Húnavatnssýslu, Rafn Arnbjörns-
son úr Eyjafjarðarsýslu og Skag-
firðingarnir Anna Sif Ingimarsdótt-
ir, Eyþór Einarsson, Guðbjörg
Guðmundsdóttir, Hinrik Már Jóns-
son og Stefán Reynisson. Í verkefn-
isstjórn Vindheimamela sitja auk
Páls Dagbjartssonar formanns þeir
Agnar H. Gunnarsson og Bjarni
Egilsson. Stjórn Landsmóts hesta-
manna ehf. skipa auk Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar formanns þeir
Sigurgeir Þorgeirsson og Pétur J.
Eiríksson.
Verkefnið Átak í hestamennsku
leggur til starfsmann, Huldu Gúst-
afsdóttur, en auk þess mun Hesta-
miðstöð Íslands í Skagafirði veita
aðstoð. Hún er meðal annars fólgin
í gerð heimasíðu Landsmóts 2002
sem einnig var opnuð við þetta
tækifæri. Skrifstofuaðstaða fyrir
LM2002 verður á skrifstofu LH í
Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.
Leigugjaldið 23% af and-
virði seldra miða
Samningurinn felur í sér að leigu-
sali, verkefnisstjórn Vindheima-
mela, á að sjá um að mótssvæðið
verði tilbúið, samkvæmt samkomu-
lagi sem samningsaðilar gerðu með
sér í janúar, með hæfilegum fyrir-
vara. Meðal annars sér verkefnis-
stjórnin um að áhorfendasvæði og
keppnisvellir skulu vera frágengn-
ir, svo og snyrtiaðstaða, frárennsl-
islögn, nægt drykkjarhæft vatn,
stóðhestahús fyrir 28 stóðhesta í
eins hesta stíum og viðbótarrými í
nágrenni mótssvæðis fyrir allt að 52
stóðhesta, bílastæði, tjaldstæði, af-
girt beitarhólf, afgirt leiksvæði fyr-
ir börn og sparkvöll með mörkum.
Öll mannvirki skulu vera snyrtileg
og byggingar nýmálaðar. Einnig
sér verkefnisstjórn um að í dóm-
pöllum verði rafmagn og tölvuteng-
ing með nettengingu og að á svæð-
inu verði fullnægjandi skilyrði til
allra þráðlausra fjarskipta.
Rekstraraðili mótsins, Landsmót
hestamanna ehf., á að sjá um að all-
an nauðsynlegan húsakost og tjöld
umfram það sem áður er getið, að-
stöðu til veitingasölu, búnings- og
veitingaaðstöðu fyrir knapa, start-
bása, sérútbúna aðstöðu fyrir dýra-
lækni, aðstöðu fyrir neyðaraðstoð,
tölvubúnað, aðstöðu fyrir fjölmiðla
og samskipti við þá, samninga
vegna löggæslu og aðstöðu fyrir
hana, svæðisútvarp og miðlun upp-
lýsinga til gesta og útgáfustarfsemi
á mótsstað og aðstöðu og annað er
tilheyrir starfsmannahaldi.
Samið var um að leigugjald fyrir
mótssvæðið verði 23% af andvirði
seldra aðgöngumiða á mótið og
greiðist að fullu 31. júlí 2002.
Vindheimamelar skapaðir
fyrir landsmót
Í máli þeirra sem stóðu að samn-
ingagerðinni kom fram að hún tók
nokkuð langan tíma og eins og Agn-
ar H. Gunnarsson í verkefnisstjórn
orðaði það var engin ládeyða yfir
henni. Hann sagðist vona að á Vind-
heimamelum yrði fjölskylduvænt
landsmót sem höfðaði til hesta-
manna en nauðsynlegt væri að
bjóða upp á einhverjar nýjungar
sem höfðuðu til fleiri en þeirra. Að
hans mati eru Vindheimamelar eins
og skapaðir fyrir landsmót og sagð-
ist sannfærður um að það yrði svo
gaman á þessu móti að þeir sem
ekki fara á það munu segja: „Ég
vildi að ég hefði farið.“
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, for-
maður stjórnar Landsmóts hesta-
manna ehf., tók undir það að samn-
ingagerðin hefði ekki verið
átakalaus, en sagðist ánægður með
að samningar hefðu tekist og allir
væru sáttir. Sveinbjörn benti á að
landsmót hestamanna væru afar
mikilvægur þáttur í hestamennsk-
unni og í raun stórt byggðamál. Út-
lendingar sem kæmu á landsmót
fylltu 15 til 20 vélar og engin önnur
útisamkoma hér á landi laðaði að
sér svo marga útlenda gesti. Því
væru mikil verðmæti fólgin í lands-
mótum sem bæri að halda í.
Gísli Gunnarsson, forseti sveitar-
stjórnar Skagafjarðar, sagðist
ánægður með að búið væri að skrifa
undir samninginn. Umsókn Skag-
firðinga um landsmót á Vindheima-
melum hafi fylgt stuðningsyfirlýs-
ing héraðsnefndar Skagafjarðar
sem þá voru í 12 sveitarfélög. Eftir
sameiningu var ákveðið að standa
við þessa stuðningsyfirlýsingu enda
stefna sveitarstjórnar Skagafjarðar
að efla hestamennskuna og þætti
sumum nóg um. Gísli sagðist finna
að góður andi ríkti um Landsmótið
2002 og greinilegt að þeir sem að
því stæðu væru samtaka um að
bjóða upp á gott mót.
Mikil bjartsýni ríkti í máli Jóns
Alberts Sigurbjörnssonar, for-
manns LH, um að vel tækist til með
landsmótið á Vindheimamelum.
Samningur um landsmót á Vind-
heimamelum 2002 undirritaður
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Stefán Reynisson, Hjörtur Einarsson, Hinrik M. Jónsson og Guðbjörg Guðmundsdóttir úr framkvæmdanefnd
spjalla saman.
Samningur um afnot á
mótssvæðinu á Vind-
heimamelum í Skaga-
firði fyrir Landsmót
hestamanna árið 2002
var undirritaður á
fimmtudaginn. Ásdís
Haraldsdóttir skellti
sér í Skagafjörðinn og
fylgdist með.
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Milli manns og hests...
... er
arhnakkur
Fermingargjafir
í miklu úrvali
Frábær
fermingartilboð
NIÐURSTÖÐUR nýrrar rann-
sóknar á ættlægni nýrnafrumu-
krabbameins á Íslandi, sem kynntar
voru á nýafstöðnu þingi Skurð-
læknafélags Íslands, sýna að nánir
ættingjar sjúklinga sem greinst
hafa með nýrnafrumukrabbamein,
hafa yfir tvöfalt meira á hættu en
aðrir á að fá sjúkdóminn. Niður-
stöðurnar sýna að áhættuaukningin
er einnig marktæk fyrir fjarskyld-
ari ættingja. Leit að meingeni sjúk-
dómsins stendur nú yfir og er í því
skyni að hefjast blóðsýnasöfnun
meðal sjúklinga og nánustu ætt-
ingja þeirra. Eiga aðstandendur
rannsóknarinnar mikið undir því að
þeir sem verða beðnir um að taka
þátt í rannsókninni sýni jákvæð við-
brögð.
Að sögn Tómasar Guðbjartsson-
ar, skurðlæknis við Háskólasjúkra-
húsið í Lundi í Svíþjóð, er nýrna-
frumukrabbamein alvarlegur sjúk-
dómur og lífslíkur sjúklinga því
miður lakar. „Einkenni sjúkdóms-
ins eru lúmsk og því verður oft töf á
greiningu. Ríkjandi meðferð á sjúk-
dómnum felst í brottnámi nýra með
skurðaðgerð, þar sem sjúkdómur-
inn svarar illa geisla- og lyfjameð-
ferð,“ segir hann. Orsök sjúkdóms-
ins er að mestu óþekkt en vitað er
að nýgengi hans hérlendis er með
því hæsta í heiminum. Að rannsókn-
inni standa 10 sérfræðingar frá
þvagfæraskurðdeild, krabbameins-
deild og meinafræðideild Landspít-
alans – háskólasjúkrahúss við
Hringbraut, hjarta- og lungna-
skurðdeild Háskólasjúkrahússins í
Lundi og Íslenskri erfðagreiningu.
Markmið hennar var að kanna ætt-
lægni sjúkdómsins á Íslandi síðustu
45 ár, eða frá 1945–1999. Alls voru
1.078 Íslendingar sem greindust
með nýrnafrumukrabbamein á um-
ræddu tímabili teknir með í rann-
sóknina en þær upplýsingar fengust
úr krabbameinsskrá Krabbameins-
félags Íslands. Skrá yfir alla
greinda sjúklinga var borin saman
við ættfræðigrunn ÍE þar sem er að
finna upplýsingar um nær alla núlif-
andi Íslendinga auk forfeðra aftur
að landnámi, alls 630 þúsund
manns.
„Niðurstöður rannsóknarinnar
eru mjög athyglisverðar og eins af-
gerandi niðurstöður hafa ekki kom-
ið fram áður á ættlægni sjúkdóms-
ins,“ segir Ásgeir Thoroddsen,
læknir á handlækningadeild LHS,
sem kynnti niðurstöðurnar á
þinginu. „Í framhaldinu munum við
síðan safna blóðsýnum úr sjúkling-
um og fjölskyldum þeirra sem við
munum nota til að einangra erfða-
efni hvers og eins með því markmiði
að finna meingen sjúkdómsins.“
Ábending um
mögulegan erfðaþátt
Að sögn Þóru J. Jónasdóttur
verkefnisstjóra eru þær niðurstöður
Blóðsýnasöfnun meðal nýrnafrumu-
krabbameinssjúklinga að hefjast
Mikilvægt að fá já-
kvæð viðbrögð sjúklinga
og ættingja þeirra
Gól fe fn i á v innustað inn
Ármúla 23, sími 533 5060
HEIMASÍÐA fyrir Landsmót 2002
var formlega opnuð þegar samning-
ar um Landsmótið voru undirritaðir.
Það voru þeir Sveinbjörn Eyj-
ólfsson, formaður stjórnar Hesta-
miðstöðvar Íslands í Skagafirði, og
Björn Sveinsson á Varmalæk sem
opnuðu síðuna formlega. Svein-
björn óskaði eftir að fá Björn í lið
með sér, enda væru hann og
gæðingur hans, Hrímnir frá Hrafna-
gili, tákn landsmótsins á Vindheima-
melum árið 1982 í margra augum.
Á heimasíðu Landsmóts 2002 er
að finna margvíslegar upplýsingar
um sögu landsmóta, Skagafjörð,
gistimöguleika, hvernig komast eigi
á staðinn og ýmislegt fleira. Auk
þess birtast fréttir um gang mála er
varða landsmótið.
Enn sem komið er er síðan á ís-
lensku en verður fljótlega einnig á
ensku og þýsku. Slóðin er www.-
landsmot.is.
Heimasíða
fyrir Landsmót
2002 opnuð