Morgunblaðið - 08.04.2001, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 D 23
Þeir sem að mótinu koma væru vel
mannaðir strax frá upphafi, tryggt
væri samstarf við Átaksverkefni í
hestamennsku og Hestamiðstöð Ís-
lands og aðstandendur hefðu þegar
skrifstofuaðstöðu.
Sigurgeir Þorgeirsson hvatti í
lokin til þess að kynning og mark-
aðssetning á mótinu yrði hafin sem
fyrst og væri opnun heimasíðu
landsmótsins upphafið af henni.
Heimasíðan væri í fyrstu einungis á
íslensku en verið væri að þýða hana
yfir á þýsku og ensku. Mikilvægt
væri að koma upplýsingum um
heimasíðuna á framfæri erlendis.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Páll Dagbjartsson, Jón Albert Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Svein-
björnsson undirrita samninginn.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Verkefnisstjórn Vindheimamela. Páll Dagbjartsson, Bjarni Egilsson og
Agnar H. Gunnarsson.
DAGBÓK Háskóla Íslands 9.–15.
apríl. Allt áhugafólk er velkomið á
fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ít-
arlegri upplýsingar um viðburði er að
finna á heimasíðu Háskólans á slóð-
inni http://www.hi.is/stjorn/sam/dag-
bok.html.
Dr. Anne Brydon flytur fyrir-
lestur
Þriðjudaginn 10. apríl mun dr.
Anne Brydon flytja opinberan fyrir-
lestur á vegum Mannfræðistofnunar
og mannfræði-/þjóðfræðiskorar Há-
skóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl.
12.15 í stofu 101 í Odda og verður
hann fluttur á ensku. Fyrirlesturinn
nefnist „Artists with agency: Visual-
izing place and the extension of mod-
ernity in Iceland“.
Kristur á hvíta tjaldinu
Þriðjudaginn 10. apríl kl. 17 flytur
dr. Arnfríður Guðmundsdóttir lektor
fyrirlestur í málstofu Guðfræðistofn-
unar sem hún nefnir „Kristur á hvíta
tjaldinu. Um túlkun á persónu og
boðskap Jesú Krists í kvikmyndum“.
Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu
V í Aðalbyggingu háskólans og er öll-
um opinn.
Málstofa sálfræðiskorar
Miðvikudaginn 11. apríl verður síð-
asta málstofa vormisseris haldin. Jón
Friðrik Sigurðsson Ph.D., sérfræð-
ingur í klínískri sálfræði og réttarsál-
fræði, flytur fyrirlesturinn „Réttar-
sálfræðirannsóknir á Íslandi“.
Málstofa sálfræðiskorar verður hald-
in alla miðvikudaga í vetur í Odda,
stofu 201, kl. 12–13. Málstofan er öll-
um opin.
Námskeið Endurmenntunarstofn-
unar HÍ
Málstofa um nýtt námsefni í sögu-
kennslu. Kennarar: Ýmsir sögukenn-
arar og námsefnishöfundar (stutt er-
indi). Umsjón: Róbert F. Sigurðsson.
Tími: 28. apríl kl. 13.30–16.30.
Microstation – Grunnnámskeið
Kennari: Daði Björnsson landfræð-
ingur. Tími: 9. og 10. apríl kl. 9–17.
Að skrifa barna- og unglingabæk-
ur. Kennari: Anna Heiða Pálsdóttir,
rithöfundur og doktorsnemi í barna-
bókmenntum. Heimasíða: http://
www.mmedia.is/ah/English.htm.
Tími: Mán. og mið. 9. apríl–2. maí kl.
20–22.30 (7x).
Verkefnastjórnun II – Stýring og
framkvæmd verkefna – Stjórntæki í
verkefnum. Kennarar: Tryggvi Sig-
urbjarnarson ráðgjafarverkfræðing-
ur og Helgi Þór Ingason Ph.D., véla-
og iðnaðarverkfræðingur. Tími: 9.
apríl kl. 8.30–17.
Kenningar Ira Progoffs um innri
visku og sköpunargáfu (The Intens-
ive Journal Method – writing your
inner self). Kennari: Kristiina Nikk-
ola, sálfræðingur í Finnlandi. Tími:
17. apríl kl. 9–13.
Stjórn bókasafna og upplýsinga-
miðstöðva. Kennari: Anna Torfadótt-
ir, forstöðumaður Borgarbókasafns.
Tími: 23. apríl kl. 13–17 og 24. apríl kl.
13–18.
Íslenski þroskalistinn. Kennarar:
Einar Guðmundsson sálfræðingur,
forstöðumaður Námsmatsstofnunar,
og Sigurður J. Grétarsson sálfræð-
ingur, dósent við HÍ. Tími: 23. apríl
kl. 9–16.
Unix 2. Kennari: Yngvi Þór Sig-
urjónsson hjá Teymi hf. Tími: 23. og
27. apríl kl. 13–17.
Veraldarvefurinn og virk upplýs-
ingaleit fyrir tæknimenn. Ný viðhorf
í upplýsingamálum. Kennari: Jón Er-
lendsson yfirverkfræðingur, Upplýs-
ingaþjónustu HÍ. Tími: 24. og 25. apr-
íl kl. 9–17.
Nytsemi veflausna. Kennarar:
Marta Kristín Lárusdóttir tölvunar-
fræðingur og Ebba Þóra Hvannberg,
dósent í tölvunarfræði við HÍ.
Tími: 24. og 26. apríl og 2. maí kl.
13–17.
Vefsmíðar II – Þróaðri vefsmíði og
myndvinnsla. Kennari: Gunnar
Grímsson, viðmótshönnuður og vef-
smiður hjá Engu ehf. Gestafyrirles-
ari: Heimir Þór Sverrisson, verk-
fræðingur hjá Teymi hf. Tími: 24. og
26. apríl kl. 8.30–12.30, 27. apríl kl.
8.30–11.30, 30. apríl kl. 8.30–12.30 og
2. maí kl. 8.30–11.30.
Stjórnarstörf í hlutafélögum –
Réttindi, skyldur og ábyrgð. Kenn-
arar: Jakob R. Möller hrl. og Kristinn
Bjarnason hrl. Tími: 24. apríl kl. 16–
19.
Námskeið fyrir bókara. Umsjón:
Halldór J. Harðarson Ríkisbókhaldi.
Tími: 24. apríl kl. 13–17 og 25. apríl kl.
9–13.
Höfundarréttur að hugbúnaði –
Einkaleyfi, vörumerki og samkeppn-
islög. Kennarar: Ásta Valdimarsdótt-
ir lögfræðingur, Erla S. Árnadóttir
hrl. og Gunnar Örn Harðarson, sér-
fræðingur hjá A.P. Árnasyni. Tími:
25. apríl kl. 15–19.
Hönnun mannvirkja á jarðskjálfta-
svæðum – Jarðskjálftavá, evrópskur
jarðskjálftastaðall EC8, hegðunar-
staðlar (performance based design),
jarðtæknileg atriði. Kennarar: Júlíus
Sólnes, Sigurður Erlingsson, Páll
Einarsson, Ragnar Sigbjörnsson og
Eysteinn Einarsson, allir prófessorar
við HÍ. Tími: 26. og 27. apríl kl. 9–17.
Skattamál: Nýlegir úrskurðir og
dómar. Kennari: Steinþór Haralds-
son, yfirlögfræðingur RSK. Tími: 26.
apríl kl. 16–19.30.
Stjórnun breytinga og nýmæla í
opinberri stjórnsýslu. Kennari: Sig-
urbjörg Sigurgeirsdóttir M.Sc.
stjórnsýslufræðingur. Tími: 26. apríl
kl. 9–16.
Íþróttaslys. Umsjón: Gunnar
Skúlason. Fyrirlesarar: Ýmsir sér-
fræðingar. Tími: 27. apríl kl. 8.20–
16.10 og 28. apríl kl. 8.30–12.
Vísindavefurinn
Hvers vegna? – Vegna þess!
Vísindavefurinn býður gestum að
spyrja um hvaðeina sem ætla má að
vísinda- og fræðimenn Háskólans og
stofnana hans geti svarað eða fundið
svör við. Leita má svara við spurn-
ingum um öll vísindi, hverju nafni
sem þau nefnast. Kennarar, sérfræð-
ingar og nemendur í framhaldsnámi
sjá um að leysa gáturnar í máli og
myndum. Slóðin er: http://www.vis-
indavefur.hi.is.
Sýningar
Árnastofnun
Stofnun Árna Magnússonar, Árna-
garði við Suðurgötu. Handritasýning
er opin kl. 14–16 þriðjudaga til föstu-
daga, 1. sept. til 15. maí, og kl. 11–16
mánudaga til laugardaga, 1. júní til
25. ágúst.
Þjóðarbókhlaða
Myndir úr Maríu sögu. Sýning á
útsaumuðum smámyndum eftir Elsu
E. Guðjónsson í Þjóðarbókhlöðu 15.
mars–30. apríl. Myndir úr Maríu
sögu eftir Elsu E. Guðjónsson eru
átján útsaumaðar smámyndir ásamt
frumsömdum vísum sem skírskota til
sögu hinnar helgu meyjar eins og hún
er sögð í Maríu sögu, íslenskri helgi-
sögu frá 13. öld. Þá er einnig á sýn-
ingunni veggteppi með sömu mynd-
um.
Orðabankar og gagnasöfn
Öllum er heimill aðgangur að eft-
irtöldum orðabönkum og gagnasöfn-
um á vegum Háskóla Íslands og
stofnana hans.
Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur
að geyma fjölmörg orðasöfn í sér-
greinum: http://www.ismal.hi.is/ob/
Landsbókasafn Íslands – Háskóla-
bókasafn. Gegnir og Greinir. http://
www.bok.hi.is/gegnir.html
Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá:
http://www.lexis.hi.is/
Rannsóknagagnasafn Íslands.
Hægt er að líta á rannsóknarverkefni
og niðurstöður rannsókna- og þróun-
arstarfs: http://www.ris.is
Dagbók Há-
skóla Íslands
sem þegar eru komnar fram
túlkaðar á þann hátt, að litið er á
aukna sjúkdómsáhættu meðal fjar-
skyldari ættingja sem ábendingu
um mögulegan erfðaþátt. „Ef
áhættuaukningin nær hins vegar
ekki út fyrir kjarnafjölskylduna, þá
getur umhverfisþátturinn haft
meira vægi en erfðaþátturinn,“ út-
skýrir hún.
Á næstu dögum hefst blóðsýna-
söfnun sem nær til sjúklinga og
nánustu ættingja þeirra. Sjúklingar
munu fá bréf frá læknum sínum og
þeir beðnir um að taka þátt í rann-
sókninni. „Þátttakendur verða
beðnir um að taka nánustu ættingja
sína með til blóðsýnagjafar, því við
þurfum að rannsaka hvernig erfða-
þættir sjúkdómsins ganga í kyn-
slóðir og bera þær athuganir saman
við sjálfa sjúkdómsmyndunina,“
segir Laufey Ámundadóttir, fram-
kvæmdastjóri Íslenskra krabba-
meinsrannsókna, dótturfyrirtækis
ÍE. „Það er því mjög mikilvægt fyr-
ir rannsóknina að við fáum jákvæð
viðbrögð frá þátttakendum og þeir
gefi blóðsýni.“ Þegar blóðsýnasöfn-
unin er komin vel af stað mun leit
sérfræðinganna að meingeninu
hefjast, sem felst í leit að sameig-
inlegum þætti í erfðaefni Íslend-
inga, sem eru til staðar í miklum
meirihluta meðal sjúklinganna en
finnast ekki hjá hinum frísku. „Við
erum því að leita að ákveðnu
„fingrafari“ í erfðaefni sjúklinga
sem gengur í ættir. Það bendir okk-
ur á ákveðin litningasvæði þar sem
meingenið getur verið að finna,“
segir Laufey.
Morgunblaðið/Þorkell
Fjórir aðstandendur nýrnafrumukrabbameinsrannsóknarinnar, f.v.: Tómas Guðbjartsson skurðlæknir, Laufey
Ámundadóttir framkvæmdastjóri, Ásgeir Thoroddsen læknir og Þóra J. Jónasdóttir verkefnisstjóri.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá áhuga-
hópi um auðlindir í almannaþágu:
„Áhugahópur um auðlindir í al-
mannaþágu ítrekar fyrri yfirlýs-
ingar sínar um nauðsyn gjör-
breyttrar stefnu í fiskveiðimálum.
Koma verður á jafnræði til veiða
svo fiskveiðar við Ísland þróist
með eðlilegri nýliðun. Núverandi
kerfi viðheldur óhóflegu verði á
kvóta og hindrar þannig nauðsyn-
lega nýliðun. Þetta einkenni kerf-
isins gengur lengra en hagkvæmn-
irök standa til og skekkir
forsendur eðlilegrar samkeppni.
Stórfelld uppkaup á kvóta í núver-
andi kerfi valda gríðarlegri skulda-
söfnun í útgerð og samþjöppun
fiskveiðiréttinda á fáar hendur.
Koma verður í veg fyrir að kvóta-
kaup útgerðarinnar valdi enn frek-
ari veðsetningu framtíðarútflutn-
ingstekna þjóðarinnar en þegar er
orðið. Með markvissum skrefum er
verið að fórna langtímahagsmun-
um okkar af eðlilegri byggð í land-
inu fyrir hagsmuni nokkurra
stórra útgerðarfyrirtækja.
Svonefnt „hóflegt auðlindagjald“
samkvæmt tillögum auðlinda-
nefndar er aðeins framhald gjafa-
kvótakerfisins. Fyrningarleiðin
sem nefndin bendir á tryggir hins
vegar jafnan rétt allra Íslendinga
til fiskveiða og þjóðin öll mun þá
njóta afraksturs fiskistofnanna.
Áhugahópur um auðlindir í al-
mannaþágu fagnar því að fyrning-
arleiðin nýtur vaxandi fylgis meðal
þjóðarinnar. Samfylkingin hefur
sett fram frumvörp á alþingi þar
sem þessi leið er valin og nú ný-
lega flutti formaður þingflokks
framsóknarmanna tillögu um fyrn-
ingarleiðina á flokksþingi fram-
sóknarmanna með þeim árangri að
Framsóknarflokkurinn hefur
ákveðið að skipa nefnd til þess að
endurskoða fiskveiðistefnu flokks-
ins.
Undirritaðir skora á alla sem
vilja jafnrétti til fiskveiða og þjóð-
areign á fiskistofnunum að ýta lít-
ilvægum ágreiningi til hliðar og
sameinast um fyrningarleiðina.
Varðveitum auðlindina fyrir kom-
andi kynslóðir. Komum í veg fyrir
að fiskistofnarnir verði settir að
veði fyrir erlendum skuldum. Sam-
einumst um leið sem er til þess
fallin að ná fram hámarkshag-
kvæmni og tryggir jafnræði við af-
not auðlindarinnar.“
Undir þetta rita: Ellert B.
Schram, Guðmundur G. Þórarins-
son, Jón Magnússon, Jónas Elías-
son, Markús Möller, Sigurður
Bjarnason, Sveinn Hannesson,
Tryggvi Agnarsson, Vilhjálmur
Þorsteinsson, Þorvaldur Gylfason,
Þórólfur Matthíasson.
Yfirlýsing