Morgunblaðið - 26.04.2001, Side 2
VIÐSKIPTI
2 C FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NORSKUR prófessor telur fyrir-
liggjandi heilsufarsupplýsingar um
Norðmenn verðmætari en líftækni-
fyrirtækið deCODE sem skráð er á
Nasdaq í Bandaríkjunum. Aften-
posten fjallaði nýlega um hvort
hugsanlegt væri að Norðmenn
nýttu sér fyrirliggjandi heilsufars-
upplýsingar í Noregi í viðskiptatil-
gangi.
Ole Didrik Lærum, prófessor og
fyrrverandi rektor Háskólans í
Bergen, segir að upplýsingarnar
séu tugmilljarðavirði en nauðsyn-
legt sé að hafa hraðann á við að
nýta þær. „Ef við ætlum að hagnast
á þessum upplýsingum þarf nú þeg-
ar að hefjast handa því við höfum
ekki mikinn tíma til stefnu,“ segir
hann.
Greint er frá því að markaðsvirði
deCODE hafi fallið undanfarna
mánuði og að fyrirtækið hafi fengið
mikla athygli á Íslandi og orðið til-
efni harðra skoðanaskipta. En eins
og Íslendingar séu Norðmenn frem-
ur einsleit þjóð, bara fjölmennari.
Og það gefi Norðmönnum forskot í
leitinni að sjaldgæfum sjúkdóma-
genum. Í umfjöllun Aftenposten er
ekki greint frá í hverju starfsemi
deCODE felst, heldur staðhæfir
Lærum að Norðmenn geti gert bet-
ur með sínar upplýsingar. „ … Lær-
um telur ekki að við munum nýta
heilsufarsupplýsingar á sama hátt
og Íslendingar. Að selja erlendum
fyrirtækjum frumusýni er ekki góð
hugmynd að hans mati … ,“ segir í
Aftenposten. Það sem Lærum horf-
ir helst til eru vefsýni sem til eru í
miklu magni á norskum sjúkrahús-
um og hefur nefnd sem stofnuð var
til að fjalla um lífsýnabanka og
mögulega nýtingu þeirra komist að
því að um 20 milljónir vefsýna séu
til á norskum rannsóknarstofum í
opinberri og einkaeigu. Slík sýni
eru einnig til í miklu magni í Sví-
þjóð og að sögn Lærum hefur þegar
verið hleypt af stokkunum nokkrum
sænskum verkefnum í því skyni að
nýta sýnin í viðskiptalegum til-
gangi. Hann nefnir fyrirtækið Um-
anGenomics sem er að hálfu leyti í
eigu opinberra aðila í Svíþjóð. Einn-
ig er Eistland nefnt til sögunnar en
þar ku mikil uppbygging í líftækni-
iðnaði eiga sér stað. Aftenposten
ræðir einnig við forsvarsmenn
einkarekinnar rannsóknastofu í
meinafræði sem á þrjár milljónir
frumusýna í geymslu. Margareta
Holtoug, framkvæmdastjóri Lab-
oratorium for patologi AS, segist
aldrei hafa hugsað um sýnin sem
arðvænlegt efni. Fyrirtækið er
stærsti lífsýnabanki í Noregi, en
það tekur við sýnum frá sjúkrahús-
unum og gerir umbeðnar rannsókn-
ir á þeim. Elsta sýnið er um 70 ára
gamalt.
Sigvald B. Refsum er meirihluta-
eigandi rannsóknarstofunnar og
lýsir hann yfir andstöðu sinni við
orðið lífsýnabanki og segir engin
áform uppi um að breyta starfsemi
rannsóknarstofunnar.
Einnig er rætt við Tore Jahnsen,
prófessor við Háskólann í Ósló.
Hann er sammála því að norskir líf-
sýnabankar og heilsufarsupplýsing-
ar séu mikils virði ef Norðmenn
bregðast skjótt við. Jahnsen er
einnig ráðgjafi verðbréfafyrirtækis
og aðaleigandi líftæknifyrirtækisins
MedProbe.
Telur norskar heilsu-
farsupplýsingar verð-
mætari en deCODE
Ósló. Morgunblaðið.
VERKEFNI um lánatryggingar-
sjóð kvenna hefur nú verið fram-
lengt um þrjú ár en sjóðurinn var
stofnaður 1998, þá sem verkefni til
þriggja ára. Stofnaðilar sjóðsins
eru félagsmálaráðuneyti, iðnaðar-
og viðskiptaráðuneyti og Reykja-
víkurborg. Þessir aðilar hafa nú
ákveðið að starfrækja sjóðinn til að
minnsta kosti þriggja ára í viðbót.
Jafnframt hefur verið framlengdur
samningur við Landsbankann sem
hefur annast lánveitingar til um-
sækjenda og jafnframt veitt lána-
tryggingar til helminga á móti
sjóðnum. Byggðastofnun hefur á
þessu tímabili veitt sjóðnum sér-
fræðiráðgjöf endurgjaldslaust.
Fram kom á fundinum að sjóð-
urinn var stofnaður á sínum tíma í
öðru atvinnuumhverfi en nú er.
Umræða um stofnun slíks sjóðs á
sér rætur í slæmu atvinnuástandi
áranna 1994–1995. Þá þótti ástæða
til þess að reyna að auka hlut
kvenna í atvinnurekstri og stjórn-
un. Konur eru oftar en ekki ragari
við að taka áhættu og veðsetja
húseignir til að koma á fót atvinnu-
reksti og þess vegna þótti nauð-
synlegt að stíga þetta skref. Sjóðn-
um eru settar strangar skorður
sem gera það að verkum að ein-
ungis um þriðjungur umsókna um
lán sem koma inn á borð sjóðsins
er samþykktur. Sjóðurinn hefur
fram að þessu samþykkt tryggingu
fyrir 28 verkefnum í þessi þrjú ár
og tengjast verkefnin í mörgum til-
fellum nýsköpun á sviði fata- og
textíliðnaðar, iðnaðarstarfsemi og
ýmiss rekstrar á sviði verslunar og
þjónustu. Samkvæmt reglum
sjóðsins er sjóðnum bannað að
lána til mjög umfangsmikillar
starfsemi og um verkefni í eigu
kvenna verður að vera að ræða.
Þar að auki verður að vera um ný-
sköpun að ræða og verkefnið má
ekki vera í samkeppni við sam-
bærilega starfsemi á sama svæði.
Þessi skilyrði gera það að verkum
að eðli málsins samkvæmt verður
starfsemi sjóðsins ekki mjög um-
fangsmikil. Í skýrslu um reynslu af
starfsemi sjóðsins sem var samin í
lok síðasta árs að segir að aðkoma
hans að verkefnum hafi skipt
miklu máli og er hlutur lánanna í
flestum tilfellum um eða yfir helm-
ingur af heildarfjármögnun verk-
efnisins. Meirihluti þeirra kvenna
sem fengið hafa lán frá sjóðnum
segir að ólíklegt sé að verkefnin
hefðu komist á laggirnar ef ekki
hefði verið fyrir lán frá sjóðnum.
Lagðar hafa verið 30 milljónir
króna í sjóðinn og trygging er fyr-
ir 29,5 milljónum.
Morgunblaðið/Ásdís
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Ingbjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Páll Pétursson félagsmálaráðherra skrifa undir samninginn.
Verkefni um lánatryggingarsjóð kvenna framlengt
Góð reynsla af
starfi sjóðsins
ÁKVEÐIÐ var í gær að sameina
tölvuþjónustufyrirtækin Snerpu
og Vestmark á Ísafirði og mun
hið sameinaða félag starfa undir
nafni Snerpu. Starfsmönnum
beggja félaganna hefur verið boð-
ið áframhaldandi starf hjá hinu
sameinaða félagi. Reiknað er með
að samruninn muni gerast í
nokkrum þrepum og muni sam-
einað félag taka formlega til
starfa á einum stað 1. júní.
Ákvörðun um sameininguna var
tekin að undangengnum við-
ræðum stjórna félaganna tveggja
undanfarnar tvær vikur.
Með samrunanum telja eig-
endur fyrirtækjanna að náist fram
mikil samlegðaráhrif og þrótt-
meiri starfsemi til hagsbóta fyrir
viðskiptavini. Jafnframt er ætl-
unin að bjóða upp á bæði fjölþætt-
ari starfsemi og alhliða lausnir.
Sameiningin á ennfremur að gefa
tækifæri til enn frekari sóknar á
sviði upplýsingatækni. Bæði fyr-
irtækin starfa í tölvu- og þekking-
arþjónustu í Ísafjarðarbæ. Eink-
um hefur þar verið um að ræða
kerfisleigu, netþjónustu, hugbún-
aðargerð, tölvu- og rekstrarþjón-
ustu og rekstur smásöluverslunar.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Magnús Böðvar Eyþórsson og Björn Davíðsson, stjórnarformenn Vest-
marks og Snerpu, undirrituðu samning um sameiningu fyrirtækjanna.
Snerpa og Vest-
mark sameinast
HAGNAÐUR Frjálsa fjárfest-
ingarbankans samkvæmt árs-
hlutauppgjöri fyrir fyrstu þrjá
mánuði ársins nam 511 milljónum
króna fyrir skatta. Reiknaðir
skattar námu 156 milljónum
króna og hagnaður eftir skatta
355 milljónum króna. Arðsemi
eigin fjár var 141% fyrir skatta á
tímabilinu en 88% eftir skatta.
Bankinn hefur gengið gegnum
miklar breytingar á undanförnum
misserum og í tilkynningu frá
bankanum segir að í ljósi þeirra
sé þessi útkoma einkar ánægju-
leg og styrki mjög stöðu og eigið
fé bankans.
Vaxtatekjur bankans námu 409
milljónum króna og vaxtagjöld
námu 327 milljónum króna, þar
með talin reiknuð gjöld vegna
verðlagsbreytinga, eða 17 millj-
ónir króna. Hreinar vaxtatekjur,
þ.e. vaxtatekjur að frádregnum
vaxtagjöldum námu 82 milljónum
króna. Vaxtamunur sem hlutfall
af meðalstöðu heildarfjármuna
var 2,81%. Aðrar rekstrartekjur
námu 553 milljónum króna, þar af
þóknunartekjur 15 milljónum og
ýmsar rekstrartekjur 7 milljón-
um króna.
Gengishagnaður af bréfum í
Kaupþingi 563 milljónir
Gengishagnaður af annarri
fjármálastarfsemi var 531 milljón
króna. Á meðal gengishagnaðar
af annarri fjármálastarfsemi er
gengishækkun hlutabréfa í Kaup-
þingi hf. eða 563 milljónir króna,
en bankinn fékk hlutabréf í Kaup-
þingi að nafnverði 40 milljónir
króna í skiptum fyrir stofnhluta-
bréf í verðbréfasjóðum sem
Kaupþing tók við rekstri á í upp-
hafi árs.
Önnur rekstrargjöld námu 99
milljónum króna. Launakostnað-
ur nam 63 milljónum og annar
rekstrarkostnaður nam 28 millj-
ónum króna. Afskriftir rekstrar-
fjármuna námu 8 milljónum
króna. Kostnaðarhlutfall var
15,6%.
Útlán í lok tímabilsins námu
9.515 milljónum króna og hækk-
uðu lítillega frá áramótum. Kröf-
ur á lánastofnanir námu 3.196
milljónum og hækkuðu um rúma
2 milljarða frá áramótum.
Markvisst unnið að því að laga
starfsemina að nýjum áherslum
Mikil breyting varð á markaðs-
verðbréfum á tímabilinu. Um
miðjan febrúar sl. voru öll mark-
aðsskuldabréf í eigu bankans, 821
milljón króna, seld, svo og nær öll
hlutabréf í eigu bankans, um
2.800 milljónir króna.
Vanskil útlána lækkuðu um 6%
frá áramótum og námu vanskil í
lok tímabilsins 154 m.kr. Vanskil
sem hlutfall af heildarútlánum
héldu einnig áfram að lækka og
námu 1,62% af heildarútlánum.
Eigið fé bankans hækkaði mik-
ið frá áramótum og nam 2.451
milljón króna í lok tímabilsins,
sem er 18% hækkun. Eiginfjár-
hlutfall samkvæmt CAD reglum
var 14,29%.
„Unnið hefur verið markvisst
frá því í byrjun febrúar síðastlið-
ins að laga starfsemi bankans að
nýjum áherslum. Bankinn hefur
hætt starfsemi á sviði eignastýr-
ingar og markaðsviðskipta .
Kjarnastarfsemi hans verður í út-
lánum og er ætlað að auka þann
þátt verulega. Við þessar breyt-
ingar hefur starfsfólki verið
fækkað um 40 manns, mikið af því
fólki fór til starfa hjá Kaupþingi
hf.,“ segir í tilkynningu bankans.
Jákvæð af-
koma og styrk-
ing eigin fjár
Árshlutauppgjör Frjálsa
fjárfestingarbankans