Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.04.2001, Qupperneq 4
VIÐSKIPTI 4 C FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ NOKKUR umræða hefurátt sér stað um skatt-lagningu fyrirtækja aðundanförnu. Frá ríkis- stjórninni hafa borist skilaboð um að í athugun sé að lækka skatta á fyrirtæki og þannig er til dæmis haft eftir forsætisráðherra í Morg- unblaðinu í fyrradag að helst ætti að fara með tekjuskatt fyrirtækja niður fyrir 20%, en hann er 30% í dag. Í vefriti fjármálaráðuneytisins frá því fyrr í þessum mánuði segir meðal annars að tímabært sé að huga að lækkun fyrirtækjaskatta með það að markmiði að styrkja stöðu atvinnulífsins og þannig stuðla að auknum hagvexti. Þar segir einnig að í ráðuneytinu séu eignarskattar, stimpilgjöld og fleira til athugunar, en sá varnagli er þó sleginn að mikilvægt sé að horfa til almennrar stöðu efnahags- mála og þá sérstaklega ríkisfjár- mála. Ein röksemd fyrir lækkun fyr- irtækjaskatta, sem meðal annars hefur komið fram hjá forsætisráð- herra, er að lönd sem við berum okkur saman við hafi verið að lækka skatta síðustu misseri. Tekjuskattslækkun fyrirtækja hér á landi á síðasta áratug, þegar skatturinn var lækkaður í þrepum úr 50% árið 1990 í 30% árið 1999, dugi ekki lengur til að Ísland komi nægilega vel út úr samanburðinum. Í skýrslu KPMG frá því fyrr á þessu ári um skattheimtu fyrir- tækja víða um heim er fjallað um þessa þróun og þar kemur fram að skattheimta hafi farið lækkandi undanfarin ár. Á mynd 1 sést hver þróunin hefur verið innan ríkja Evrópusambandsins og OECD- ríkjanna. Árið 1996 var tekjuskatt- ur fyrirtækja að meðaltali um 39% í Evrópusambandinu, en hefur lækkað um rúm 5% í tæplega 34% í ár. Fyrir sama tímabil er lækkun tekjuskatts innan OECD rúmlega 41⁄2%, úr tæplega 38% í um 33%. Hér er rétt að taka fram að við útreikninga á meðaltali OECD eru Bermuda, Gíbraltar, Guernsey, Jersey og Mön ekki talin með, þótt þau tilheyri bresku krúnunni og Bretland hafi staðfest að sam- þykktir OECD eigi við um þessi svæði. Væru þau talin með yrði meðaltalið lægra enda skattar á fyrirtæki þar almennt lágir eða jafnvel engir. Áframhaldandi lækkun skatthlut- falla í öðrum löndum líkleg Í skýrslunni er jafnframt að finna upplýsingar um skatthlutföll fyrirtækja í einstökum löndum fyr- ir árið í fyrra og yfirstandandi ár. Skatthlutföll nokkurra þess- ara landa má sjá á mynd 2. Af þessum löndum er Ísland í með- allagi, en meðal- talið fer lækk- andi á meðan hlutfallið stend- ur í stað hér á landi. Við lestur töflunnar er rétt að hafa í huga að þar er í sumum tilvikum um að ræða meðaltal eða almennt skatthlutfall fyr- ir einstök lönd. Um frávik getur því verið að ræða, til að mynda eftir því hvar fyrirtæki eru staðsett inn- an viðkomandi ríkja. Þannig er skattur bandaríska alríkisins 35%, en staðbundnir skattar eru almennt frá því að vera innan við 1% og upp í 12%. Þar sem skattheimtan er lægst greiða fyrirtæki því rúmlega 35% tekjuskatt, en 47% þar sem hún er hæst. Meðaltalið er hins vegar um 40% eins og taflan sýnir. Á milli áranna 2000 og 2001 hækkaði ekkert land innan OECD skatthlutfall fyrirtækja, en tíu þeirra lækkuðu hlutfallið. Lækkun almenns skatthlutfalls fyrirtækja hefur verið hvað mest áberandi á Írlandi og lækkaði hlut- fallið úr 24% í fyrra í 20% í ár. Þar í landi eru áform um að ganga lengra og er markmiðið að árið 2003 verði hlutfallið komið niður í 12,5%. Með- al annarra lækkana sem fyrirhug- aðar eru má nefna að Lúxemborg, sem er með 37,5% tekjuskatt á fyr- irtæki, hyggst á næsta ári lækka hlutfallið í 30%. Í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að önnur iðnríki muni að lík- indum einnig lækka skatthlut- föll sín á næstu árum þótt engu sé spáð um hversu mikil sú lækkun kunni að verða að meðal- tali. Eignarskattur á fyrirtæki fátíður erlendis Eignarskattur fyrirtækja hér á landi hefur sætt töluverðri gagn- rýni og er hann eitt af því sem stjórnvöld hafa nefnt að sé til endurskoðunar. Í tengslum við skattadag Félags löggiltra endur- skoðenda sem haldinn var í byrjun ársins var gefin út skýrsla þar sem skattlagning hér á landi er borin saman við skattlagningu í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Þýska- landi og á Bretlandi. Í skýrslunni kemur fram að ekkert þessara landa leggur eignarskatt á fyrir- tæki, en hér er þessi eignarskattur 1,45%. Þau lönd sem helst geta talist með svipaðan eignarskatt á fyrir- tæki og er hér á landi eru Rússland, með allt að 2% eignarskatt, og Mexíkó, með 1,8% eignarskatt. Þá er Lúxemborg með 0,5% eignar- skatt, sem er þó ekki að fullu sam- bærilegur við þann íslenska. Eitt af því sem gagnrýnt hefur verið við eignarskattinn er að hann verki mjög íþyngjandi sé arðsemi fyrirtækja lítil. Símon Á. Gunnars- son, formaður Félags löggiltra end- urskoðenda, hefur birt útreikninga sem sýna að hafi fyrirtæki 1% arð- semi eigin fjár fyrir skatta er raun- veruleg skattbyrði 176,5% af tekjum, en ekki 30% eins og tekju- skattshlutfallið gerir ráð fyrir. Mið- að við 5% arðsemi er raunveruleg skattbyrði 60,5%, miðað við 10% arðsemi er skattbyrðin í raun 46% og 41,1% miðað við 15% arðsemi. Ekki aðeins spurning um tekjuöflun hins opinbera Í fyrrnefndri skýrslu Félags lög- giltra endurskoðenda er bent á að skattheimta sé ekki aðeins tekju- öflun hins opinbera, heldur einnig stór áhrifavaldur um skilyrði til at- vinnurekstrar og þar með um sam- keppnisstöðu hvers lands gagnvart öðrum. Tekjur íslenska ríkisins af tekju- skatti fyrirtækja má sjá á mynd 3. Tölur fyrir árin 1992 til 1999 voru aðgengilegar í fjármálaráðuneyt- inu og sýna þær að tekjur ríkisins fóru vaxandi á þessu tímabili. Þetta gerist á sama tíma og skatthlutfall- ið er lækkað úr 45% í 30%. Hér ber þó að nefna að samanburður milli ára er ekki einfaldur. Þar má til dæmis nefna að yfirfærsluheimild vegna rekstrartaps í atvinnurekstri var árið 1997 víkkuð úr 5 árum í 8 ár auk þess sem þá var veitt heim- ild til að nýta tap áranna 1988–1990 fram til ársins 2000. Þetta ætti þó ekki að breyta þeirri meginniður- stöðu að tekjur hafa hækkað um leið og hlutfallið hefur lækkað. Þeir sem vilja lækka tekjuskatt fyrirtækja nú vísa stundum til þessarar staðreyndar og segja að þessi þróun sýni að með lægri sköttum hafi fyrirtæki bæði aukna getu og aukinn vilja til að greiða skatta og því muni lækkun hlut- fallsins ekki þýða minni tekjur fyrir ríkið. Þó segja megi að þessar hag- tölur staðfesti ekki með óyggjandi hætti að skattalækkun þurfi ekki að þýða tekjutap ríkisins – raunar er yfirleitt hæpið að halda því fram að hagtölur fortíðar geti staðfest með fullri vissu hvað gerast muni í fram- tíðinni – þá má segja að þær gefi að minnsta kosti ákveðna vísbend- ingu. Eins og Félag löggiltra endur- skoðenda benti á eru það þó ekki aðeins tekjurnar sem skipta máli heldur einnig samkeppnishæfni landsins. Skattkerfið er veigamikill þáttur í mati á starfsumhverfi fyr- irtækja og skiptir þar bæði máli hversu einfalt það er og hver skatt- byrðin er. Þær hugmyndir sem nú eru uppi ganga bæði í þá átt að ein- falda skattkerfið og lækka skatthluföll og ættu því að þjóna þeim tilgangi að auka samkeppn- ishæfni íslensks atvinnulífs. Skattlagning fyrirtækja á Íslandi og í öðrum löndum                                                                     % &        )  $ 5   6  .4+47 .4+47 -4+47 -4+47 -,+47 -4+47 ,3+47 ,3+47 -0+17 -/+-7 ,.+47 ,4+47 -4+47 -4+47 -1+/7 -1+/7 ,2+47 ,2+47 -4+47 ,2+47 ,/+*7 ,.+17 ,2+47 ,2+47 -4+37 -4+47                         !"#$ % %  &'"( ''      "  "  "#   # Skattar á fyrirtæki hafa áhrif á samkeppnishæfni Ríki heims hafa verið að lækka tekjuskatt á fyrirtæki síðustu ár. Í byrjun síðasta áratugar voru þessir skattar lækkaðir hér á landi og nú er í athugun að lækka þá frekar, meðal annars til að bregðast við þróuninni í öðrum löndum. Haraldur Johannessen fjallar um skattlagningu fyrirtækja, sérstaklega tekjuskatt og eignaskatt, sem er afar fátíður erlendis. haraldurj@mbl.is VAXANDI líkur eru á að bresk símafyrirtæki hafi ýkt tölur um út- breiðslu farsíma. Orðrómur hefur verið á kreiki um að svo kynni að vera, en nýleg könnun á vegum Gartner Group sýnir að 63 prósent fullorðinna á farsíma, en ekki 90 prósent eins og farsímafyrirtækin hafa látið liggja að. Tölur farsíma- fyrirtækjanna sýna að 43 milljónir Breta nota farsíma, en sú tala gæti verið fjórðungi of há ef niðurstöður Gartner Group eru nærri lagi. Mið- að við miklar fjárfestingar í far- símageiranum gætu þetta verið slæmar fréttir ofan á fyrri fréttir um vaxandi erfiðleika þar. Vita ekki hverjir viðskiptavinirnir eru Ástæðan er að sögn FT.com einkum sú að farsímafyrirtækin hafa ekki tök á að ganga úr skugga um hvort fólk er að kaupa sér nýja síma eða endurnýja gamla síma, því flestir kaupa kortasíma en taka ekki farsíma í áskrift. Sum fyr- irtæki reikna reyndar aðeins þá sem viðskiptavini er hafa notað far- símann undanfarna þrjá mánuði, meðan önnur reikna sér viðskipta- vinina jafnvel þótt þeir hafi ekki notað farsímann í ár. Kort í stað áskriftar hefur einnig þær afleiðingar að farsímafyrirtæk- in vita í raun ekki almennilega hverjir viðskiptavinir þeirra eru og þá heldur ekki hvort þeir eru að kaupa sér nýjan farsíma eða end- urnýja gamla farsímann sinn. Óháð- ir aðilar eins og Carphone Ware- house, sem er stærsti söluaðili farsíma í Evrópu, hafa áður látið í það skína að tölur fyrirtækjanna mætu farsímaeign meiri en hún er. Ef tölur farsímafyrirtækjanna um útbreiðslu eru of háar eru það enn slæmar fréttir í viðbót við fyrri slæmar fréttir um minni sölu und- anfarið en fyrirtækin höfðu búist við. Fjögur stærstu farsímafyrir- tækin í Bretlandi hafa öll birt tölur undanfarið sem sýna minni sölu en reiknað hafði verið með. Minni útbreiðsla, meiri samdráttur Undanfarin misseri hafa farsíma- fyrirtækin einbeitt sér að sölu kortasíma, sem um leið er fremur lítil fjárfesting fyrir kaupendur. Símarnir eru mikið niðurgreiddir eða nánast gefnir. Gallinn er bara sá að þessi fjárfesting símafyrir- tækjanna hefur ekki skilað sér nógu vel, því þessir viðskiptavinir nota símann ekki nógu mikið til að fyrirtækin fái aftur fjárfestingu sína í þessum nýju viðskiptavinum. Því hafa farsímafyrirtækin undan- farið farið að einbeita sér að því að ná í viðskiptavini, sem hafa símana í áskrift og nota þá meira. Ný tilboð þeirra eru fyrst og fremst miðuð við þennan hóp. En eins og stendur eru allar vís- bendingar um verri afkomu far- símafyrirtækjanna, minni út- breiðslu og minni þenslu farsímamarkaðarins heldur slæmar fréttir. Undanfarin misseri hafa æ fleiri sérfræðingar látið í ljósi áhyggjur yfir að miklar væntingar farsímafyrirtækjanna til stöðugs vaxtar kunni að hafa leitt til offjár- festinga, ekki síst í háum greiðslum fyrir leyfi til þriðju kynslóðar far- síma, sem ekki verður tekin í notk- un fyrr en á næsta ári. Hluti af þeim offjárfestingum eru lán frá fjármálastofnunum, sem margar hverjar hafa stóran hluta útistand- andi lána í farsímageiranum. Sam- dráttur á farsímamarkaðnum gæti því vakið öldugang langt út fyrir þann markað. Ýktar töl- ur síma- fyrirtækja um far- símaeign London. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.